Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing

Refsingin fyrir að hafna þátttöku í stjórnmálum er að þér verður stjórnað af verra fólki en sjálfum þér.

Plato 
  
Borgarahreyfingin – þjóðin á þing, stefnir á framboð í öllum kjördæmum undir listabókstafnum O. Borgarahreyfingin samanstendur af breiðfylkingu fólks sem á fátt annað sameiginlegt en að vera virkir borgarar í lýðræðissamfélagi. Efnahagshrunið í haust og vanhæfni stjórnvalda til að taka á því, varð til þess að leiða saman þann ólíka hóp sem stendur að Borgarahreyfingunni. Innan hreyfingarinnar er fólk með fjölbreyttan bakgrunn, ólíkar lífsskoðanir, sem býr við mismunandi kjör víðsvegar á landinu.

 

Nánast allar stofnanir sem almenningur treysti til að gæta hagsmuna sinna brugðust. Enginn sætti ábyrgð og enginn hefur verið kallaður til ábyrgðar. Borgarahreyfingin er stjórnmálaafl sem sinnir hagsmunavörslu fyrir einn hóp – þjóðina – og hefur eina meginreglu að leiðarljósi: að færa völdin frá flokkræði til lýðræðis sem er róttæk skynsemi.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing var stofnuð til að hrinda í framkvæmd eftirfarandi meginatriðum:
  • Alvarleg staða heimila og fyrirtækja verði tafarlaust lagfærð.
  • Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um mál er varða þjóðarhag óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa þing.
  • Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald.
  • Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims.
  • Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi.
  • Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið.
  • Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra STRAX meðan á rannsókn stendur.
  • Landsmenn skrifi sína eigin stjórnarskrá.
borgarahreyfingin - þjóðin á þing
  • Við í Borgarahreyfingunni erum sammála um, að sama hvar í flokki þingmenn standa, munu þeir leitast við að halda þeim völdum sínum áfram.
  • Við treystum þeim því ekki til að færa völdin frá flokkunum til þjóðarinnar, sama hverju þeir lofa.
  • Við erum líka sammála um að þeim er ekki treystandi til að rannsaka efnahagshrunið ef rétt reynist að þeir hafi margir hverjir fengið óeðlilegar fyrirgreiðslur hjá fjármálastofnunum.
  • Við þjóðin þurfum okkar þrýstihóp inn á þing og sameiginlega munum við beita þrýstingi innan þess sem utan.
  • Ef landsmenn, treysta flokkunum til þess að takmarka völd sín og rannsaka eigin sök á efnahagshruninu þá kjósa þeir bara einn þeirra.
  • Ef þeir hins vegar treysta því fólki best til verksins sem búið er að standa vaktina frá upphafi hrunsins. Fólkinu sem þegar hefur sýnt einlægan vilja til að koma á breytingum, þá biðjum við hér með um þeirra stuðning í komandi kosningum.
  • Við erum valkostur fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á sömu frösunum, sömu andlitunum, sömu lausnunum og vilja gegnsætt réttlæti. Jafnframt viljum við hvetja alla þá sem stóðu vaktina með okkur á Austurvelli og á Borgarafundum að hjálpa okkur með því að  bjóða sig fram.

mbl.is Vilja gegnsætt réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk Grétar minn:)

það er búið að kosta blóð svita og tár - en jafnframt von hlátur og visku að ná saman svona ólíku fólki sem hefur bara þessi einlægu markmið að leiðarljósi - nú er boltinn hjá almenningi - vill hann koma í þessa vinnu eða afsala sér völdum sínum enn og aftur...

Birgitta Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Takk fyrir þetta Birgitta. Ég var einmitt að leita að upplýsingum um samtökin. Þú bjargaðir deginum.

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er gott að mér tókst að bjarga deginum hjá einhverjum:)

Birgitta Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

flott...er með (nema ef prestar eru þarna)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2009 kl. 21:08

5 Smámynd: Sjóveikur

Ég er með fiðring í maganum, hlakkar mikið til og býst við miklu þori og staðfestu, megi guðirnir vera okkur hliðhollir alla leið !!!

það er bara ein leið, algjör hreinsun.

Byltingar kveðja, Pálmar hin sjóveiki :)

Sjóveikur, 4.3.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband