Leita í fréttum mbl.is

Frábært framtak

Ég var þarna í dag og kom heim fyllt bjartsýni gagnvart framtíðinni - þarna var fólk úr öllum áttum - ég þekki nánast engan en samt var samhljómurinn slíkur að ætla mætti að þjóðin væri miklu stamtengdari en ég hefði þorað að vona:)

Kærar þakkir til þeirra sem stóðu fyrir þessu - ég vona að það verði meira af svona tækifærum til að stilla saman strengi og vinna hugmyndum farveg í virku lýðræðis þar sem almenningi gefst kostur á að vinna úr hugmyndum sínum. Vona svo að menntamálaráðherra taki til greina það sem þarna var fjallað um og brann greinilega mest á viðstöddum.


mbl.is „Allsherjar endurmenntun nauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl Birgitta. Var þarna fólk úr öllum stéttum eins og lægri stéttum líka?

Ég hefði viljað vera þarna en einhvern veginn fór þetta framhjá mér og ég var að vinna til 19.30.

Er einhversstaðar hægt að ná eitthvað betur um það sem um var rætt? Þar að segja hver var útkoman til stjórnendanna?

Guðni Karl Harðarson, 19.2.2009 kl. 22:56

2 identicon

Sammála um að svona næstum "grasrótarumræður" eru afar mikilvægar fyrir okkar litla samfélag. Eina sem ég hef áhyggur af er að - sú neyð sem þjóðin stendur nú frammi fyrir - drepist á dreif með stjórnlagaþingi. Við gætum hrapað niður á fátækarstig ef allir leggja sig ekki fram um að rétta við þjóðarskútuna. Ungt fólk getur í stórum hópum flúið land...20% atvinnuleysi...og þar með enga framtíðarsýn. Góðar hugmyndir um lýðræðisumbætur og annað sem verður að eiga sér stað hér - verða aldrei að veruleika ef við hrynjum fjárhagslega. 10-15 fyrirtæki verða nú gjaldþrota - dag hvern. Við höfum ekki efni á í síkri vá að hugsa um annað en bjarga landinu okkar og fólkinu.

ólafur M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Guðni - þarna var allskonar fólk - ég talaði ekki við alla enda voru þarna yfir 100 manneskjur - þannig að ég veit ekki hvort að þetta hafi verið nákvæmur þverskurður af þjóðinni - en stjórnendur reyndu að hafa samband við alla grasrótina ásamt því að hafa samband við flokkana sem og kennara og fulltrúa deilda inn í háskólunum.

Mér skildist á þeim að niðurstöðurnar yrðu sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti - ég skelli því bara hér á bloggið þegar ég fæ það í hendur. 

Ólafur ég held sú mynd sem þú dregur upp af yfirstandandi vá sé alveg hárrétt og skelfilegt að fylgjast með hve þjóðin virðist fljóta sofandi að þeim feigðarósi sem framundan er án þess að krefjast í það minnsta að fólkið sem ber ábyrgð á þessu sé dregið til ábyrgðar - mér finnst furðu sæta að enginn af auðmönnunum hafi enn verið hnepptur í gæsluvarðhald á meðan þeirra meintu glæpir eru rannsakaðir ... efnahagsbrotadeild lögreglu er aðeins að rannsaka eitt mál. Það finnst mér alveg ótrúlegt en því miður er það satt.

Birgitta Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.