Leita í fréttum mbl.is

Glatað sjálfstæði

imficeland.jpgElsku kæru samlandar mínir - það er ekki neitt sem skiptir meira máli en að losna undan klóm IMF. Ég segi þetta ekki í hálfkæringi eða án þess að hafa rannsakað feril þessarar stofnunar - Það sem ég hef séð eftir rannsóknir mínar sannfærir mig um það að ef við skilum ekki láninu undir eins þá erum við einfaldlega búin að glata sjálfstæði okkar.

Klassískt vinnubrögð í kringum IMF lán er að aðrir lánveitendur neita að veita lán nema að IMF sé við stýrið og síðan neita þessi lönd eða stofnanir að taka þátt í IMF lánahringamynduninni nema að lánþiggjandi taki á sig skuldbindingar eins og í okkar tilfelli IceSave. Við munum aldrei getað borgað þetta til baka nema að fórna náttúruauðlindum okkar. 

Við verðum að fá nú þegar til starfa teymi af innlendum sem erlendum sérfræðingum sem þekkja til vinnubragða IMF og alþjóðasamfélagsins og finna aðrar lausnir á þessu. Við getum fylgt ramma IMF en láninu eigum við skila. Við þurfum annan gjaldmiðil nú þegar - það er sárara en tárum taki að við ætlum að fórna öllu sem við eigum fyrir krónu sem er táknmynd fyrir kórónu danska konungsveldisins.

Það er gjarnan talað um að IMF skipti sér ekki að pólitík þeirra landa sem lánað er. Þetta er auðvitað bara lygi og lygi ofan. Veit ekki betur en að þeir hafi verið að skipta sér að því hvernig við högum okkur varðandi seðlabankastjóraskipan. Er það hlutleysi? Ég las afar athyglisverða aðsenda grein í blaðinu Nei sem er ágætis samantekt á því sem ég hef líka komist að með mínum rannsóknum. Ég hef enn ekki fundið neinar vísbendingar um að IMF geri neitt annað við þjóðir enn að skuldsetja þær svo rækilega að þær verði að þróast yfir í algert einkavinavæðingarfélag án sjálfræðis. Vinsamlegast lesið þessa samantekt hans Auðuns og ef að ykkur setur óhug - gerið eitthvað til að stoppa þessar hamfarir sem eiga eftir að dynja á okkur ef ekki verður lagður fullur þungi á að stoppa aðförina að sjálfstæði okkar.

 

Úlfur í gjaldeyrissjóðsgæru

Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?

World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), eða Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að uppbyggingu og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.

Fljótlega byrjuðu þessar stofnanir að sníða skilyrðin fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend fyrirtæki, oftast bandarísk, um framkvæmd uppbyggingar, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem voru þá keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt að leiðarljósi en ekki hag fólksins. Yfirleitt hefur þetta leitt til lækkunar launa, hækkaðs verðs á vörum og þjónustu, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða í viðkomandi landi.

Skilyrðin eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í reynd þýðir að leggja niður stéttarfélög).

Ef lántökulandið býr yfir miklum auðlindum sem AGS eða önnur stórfyrirtæki ágirnast, og takist landinu að standa skil á greiðslum til sjóðsins, þá beitir sjóðurinn vöxtum sem vopni. Þeir hafa sjálfir rétt á að endurskoða vexti lánanna reglulega, og hafa ekki hikað við að hækka vextina nógu mikið, þegar til þarf, til að landið komist í vanskil. Þá er það leikur einn fyrir AGS að gera kröfu til auðlinda landsins, og selja þær í hendur erlendra fjárfesta sem blóðmjólka svo lántökulandið svo lengi sem þeir geta.

Margir virtir hagfræðingar og fjármálasérfræðingar hafa bent á að ekki sé nóg með að skilyrðin sem AGS setur á lönd hefti samfélagshæfni landanna heldur auka þau einnig á neyð og fátækt lántökuþjóðanna. Hvort tveggja hindrar landið í að uppfylla kröfurnar sem sjóðurinn setur um fjárhagslega uppbyggingu, samtímis því að torvelda löndunum að standa í skilum.

Langflest lán sem AGS hefur gefið út eru ekki fjárhagsleg aðstoð til endurbyggingar, heldur fjárhagslegt valdarán

Árið 1983 höfðu auðmenn Ecuador sökkt landinu á kaf í skuldafen við erlendra banka vegna áhættusamra fjárfestinga. Þetta kann að láta kunnuglega í íslensk eyru.

Ecuador var þvingað af AGS til að taka að láni 1,5 milljarða bandaríkjadala til að borga skuldirnar. Í lánasamningnum við AGS voru ákvæði um það hvernig Ecuador ætti að fara að því að borga skuldina. Þau voru að hækka verð á rafmagni og öðrum nauðsynjum upp úr öllu valdi. Þegar það skilaði ekki nægum hagnaði til að standa undir skuldbindingunni var Ecuador þvingað til að leggja niður 120.000 störf.

Í framhaldinu hefur AGS blandað sér í alla þætti stjórnsýslunnar á Ecuador. Yfirleitt gera þeir slíkt eftir að lönd lenda í vanskilum við sjóðinn. Þá stíga sérfræðingar AGS inn með „ábendingar“ um hvernig megi bæta efnahaginn, ásamt hótunum um yfirtöku auðlinda sé ábendingunum ekki fylgt og vanskilin greidd.

Frá 1983 hefur Ecuador, samkvæmt ábendingum AGS, einkavætt fjármálageirann og bankana en það hefur leitt til himinhárra persónulegra skulda og vaxtahækkana. Gas til eldamennsku og hita hefur síhækkað í verði, á sama tíma og laun hafa lækkað um nær helming og störfum fækkar með hverju árinu. Allar stærstu vatnslagnir landsins hafa verið seldar til erlendra fyrirtækja og BP Arco hefur verið veitt einkaleyfi til að leggja og eiga gaslagnir yfir Andesfjöllin.

Í allt hefur AGS sett Ecuador minnst 167 skilyrði, eftir að gengið var frá láninu, skilyrði sem Ecuador hefur ekkert val um annað en að fylgja. Öll miða skilyrðin að því að færa allt landið í einkaeign erlendra, aðallega bandarískra, fyrirtækja.

Tanzanía fékk einnig stórt lán frá AGS árið 1985, og hefur AGS í raun stjórnað landinu alveg síðan. Meðal þeirra fyrstu verka var að einkavæða öll ríkisfyrirtæki, aflétta öllum viðskiptahömlum og gera nýja inn/útflutningssamninga, sem færði öll viðskipti til alþjóðlegra fyrirtækja.

Í Apríl 2000 skrifaði ríkisstjórn Tanzaníu undir og gekk að öllum 158 skilyrðum AGS fyrir uppbyggingu efnahagsins, sem eins og venjulega hljóða upp á einkavæðingu stofnanna og fyrirtækja, þar á meðal heilsugæslunnar sem áður var ókeypis og sölu á öllum helstu náttúruauðlindum. Ráðstöfunarfé heimilanna hefur dregist saman um meira en 30% síðan AGS tók yfir efnahag landsins, ásamt því að ólæsi hefur aukist gífurlega og yfir helmingur landsmanna lifir nú við skort.

Jamaica var og er algjörlega ósjálfbær og háð miklum innflutningi. Þegar landið var á barmi gjaldþrots kom AGS inn með lánveitingu, skilyrðin sín og viðskiptapakka. Sá pakki hljóðaði uppá einkasamninga við ameríska birgja sem myndu sjá Jamaica fyrir vörum á miklu lægra verði heldur en hjá þáverandi birgjum. Þetta varð til þess að stórskaða landbúnað á Jamaica, því erlendu fyrirtækin fluttu einnig inn þær vörur sem Jamaica ræktaði fyrir og undirbuðu bændurna verulega. Bændur lögðu umvörpum niður landbúnað eða tóku upp kannabisræktun í staðinn. En 2 árum eftir undirritun samningsins og eftir að landbúnaður var nánast dáinn út hækkuðu amerísku fyrirtækin verðið aftur, og almennt varð verðlag miklu hærra en það hafði verið fyrir inngrip sjóðsins. Almenningur upplifði fátækt og neyð sem aldrei fyrr, þökk sé hjálparstarfi AGS.

Moldovíu, sem er einn af „kúnnum“ AGS, var hótað að sjóðurinn mundi hætta lánagreiðslum og slíta tengslum við Moldovíu ef þeir ekki einkavæddu landbúnað í landinu.

Eftir að S-Kórea tók á móti lánum og fór eftir endurskipulagsskilyrðunum árið 1998 misstu að jafnaði 8000 manns vinnuna dag hvern, og að meðaltali sviptu 25 þeirra sig lífi.

Keníu var hótað að AGS mundi hætta við lán sem búið var að lofa landinu, ef ríkisstjórnin féllist á kröfu kennara sem voru í verkfalli til að krefjast launahækkunar.

Þessi saga endurtekur sig í sífellu, og þegar liggja lönd eins og Argentína, Tanzanía, Ecuador, Jamaica, Íraq, Íran, Bolivia, Brasilía, Indland og Zimbabwe í valnum, ásamt fjölda annarra. Þessi lönd hafa öll misst fullræði sitt, tapað auðlindum í hendur erlendra fjárfesta sem hafa nauðgað landinu til að vinna þessar auðlindir. Lífsgæðin hafa minnkað, meðalaldur lækkað, ólæsi aukist og stærri og stærri hluti íbúa landana þurft að skrimta á upphæðum langt undir fátæktarmörkum.

Aðrir glæpir sjóðsins

Auk fjárhagsumsvifanna hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn oft brotið gegn mannréttindum og almennu siðferði beint, án þess að um fjárhagslega lömun landa sé að ræða.

Árið 1994 reif sjóðurinn niður kirkju í Washington sem var skýli fyrir heimilislausa ásamt að sjá þeim fyrir matarúthlutunum. Kirkjan var rifin til að skapa pláss fyrir nýja skrifstofu sjóðsins fyrir 600 starfsmenn.

Davit Makonen, starfsmaður sjóðsins, var í maí 1998 dæmdur fyrir að hafa borgað starfsmanni sem að vann hjá honum í Bandaríkjunum 3 sent á tímann í 8 ár.

Sjóðurinn hefur heldur enga siðferðisvitund þegar kemur að lánveitingum, það eina sem gildir er að það sé nóg að auðlindum til að mjólka úr landinu. Þeir hafa lánað og styrkt herveldi út um allan heim, þ.á.m. aðskilnaðarstjórn S-Afríku, Mobutu í Congo, Assad í Sýrlandi, Pinochet í Chile og einræðisstjórnvöld í löndum á borð við El Salvador, Haíti, Eþíópíu, Paragvæ, Filippseyjum, Sómalíu, Malaví, Tælandi og Súdan meðal annarra.

Þetta eru bara fá dæmi um umsvif og arðrán AGS víðs vegar í heiminum, sannanlegar staðreyndir sem opinberar upplýsingar finnast um. Öðru máli gegnir til dæmis um sögur um morð sem AGS hefur staðið beint og óbeint fyrir, þar sem engar sannanir liggja fyrir. Fyrir vikið er auðvelt að ógilda rök fyrir þeim og kalla slíkar ásakanir brjálaðar samsæriskenningar.

John Perkins, hagfræðingur skrifaði bókina Confessions of an economic hitman eða „Játningar hagmorðingja“? Þar fjallar hann um sín störf hjá ráðgjafarfyrirtæki, við það sem hann kallar efnahagsleg launmorð. Hann segist hafa verið sendur til landa sem eiga auðlindir sem fyrirtæki hans ágirntist, til að breyta viðhorfum stjórnenda svo fyrirtæki hans gætu unnið óáreitt í landinu. AGS og Heimsbankinn eru fyrstu verkfæri slíkra fyrirtækja, og takist þeim ekki að knésetja stjórnvöld í skuld, og með skuldinni til hlýðni um að gera eins og stórfyrirtækin segja, þá eru hagmorðingjarnir sendir inn til að tryggja árangurinn. Þetta er samkvæmt frásögn Perkins, gert í gegnum mútur, kúganir, hótanir og að lokum morð ef allt annað bregst.

Fær Ísland sérsamning?

AGS og Heimsbankinn hafa nú starfað í 65 ár, og ferill þeirra verður blóðugri og ómanneskjulegri með hverju árinu sem líður, ásamt því að starfsemi þeirra hefur tekið á sig mynd einhvers konar alþjóðlegrar mafíu. Þetta eru ekki menn sem óhætt er að stunda viðskipti við.

Ísland er gjaldþrota, við höfum ekki efni á því að gera samninga sem skuldbinda okkur til að einkavæða það litla sem eftir er, eins og t.d. orkuveiturnar og Landsvirkjun. Við erum samfélag jafningja, og viljum jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu, óháð ríkidæmi, en því er ómögulegt að viðhalda með einkareknum sjúkrahúsum. Við höfum ekki efni á að kasta auðlindum okkar á borð við fiskikvóta og jarðhita í gin ókindarinnar og við höfum heldur engan rétt til þess. Auðlindirnar eru sameign, ekki bara okkar heldur líka niðja okkar og okkur ber að standa vörð um rétt ókominna kynslóða til að nýta þær.

Þó þess væri helst óskandi að enginn samningur yrði gerður við AGS þá lítur nú samt út fyrir að búið sé að binda svo um hnútana að það sé óhjákvæmilegt. Það er þá lágmarkskrafa að okkur, íbúum þessa land sé gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem við erum að gangast að. Erum við að slást í hóp þriðja heims ríkja, sem AGS og stórfyrirtækin hafa rúið inn að skinni, eða erum við með einhvern einkasamning án þessara arðráns­skilyrða sem ávallt hanga föst á peningaseðlum frá sjóðnum? Ef við erum á sérsamningi fyrir það að vera iðnvædd, hvít og styðja hernaðarbrölt Vesturveldanna, þá eigum við rétt á því að hafa það uppi á borðinu.

Tenglar: wikipedia.org - Ágætur úrdráttur um sjóðinn. ** Mjög góð tafla yfir herveldi sem sjóðurinn hefur veitt fé **
imfsite.org/ - Góð, hlutlaus og vel uppsett síða sem fylgist með IMF
nadir.org - Margar góðar greinar
whirledbank.org - Góðar greinar og húmor í kringum IMF & WB
thinkquest.dk/verdensbanken - Vægur úrdráttur á starfsemi stofnananna á dönsku
globalexchange.org/campaigns/wbimf/ - Greinar og fleira
zeitgeistmovie.com/ - Frítt niðurhal á Zeitgeist og Zeitgeist Addendum myndunum www.imf.org – heimasíða AGS
Þessi texti er skrifaður og samantekinn af Auðuni Kristbjörnssyni, enginn réttur áskilinn. Stelið, notið eða styðjist við í eigin texta eftir þörfum. | Örlitlar tilfæringar gerðar af ritstjórn Nei.

 


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Birgitta, ég fékk algert sjokk þegar ég las þetta og vildi óska þess að einhver gæti mótmælt þessu með rökum.

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú á íslenska ríkisstjórnin að bjóða forseta Venezúela í heimsókn og það srax. Hann er einn af fáum þjóðhöfðingum sem þorir að standa upp í hárinu á alheimsauðvaldinu og arðræningjunum Lifi byltingin,niður með heimsvaldasinnana.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2009 kl. 17:03

3 identicon

Það voru nokkrar raddir sem reyndu að vara við - en þeim var oftast drekkt í persónulegum árásum og skítkasti. Sumar raddir mega ekki heyrast, jafnvel enn í dag.

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:08

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

IMF í hnotskurn hverjum sem hefur maga til að horfast í augu við það.

Mæli með Firewall til að ná aðeins utan um stöðuna og skilja af hverju það er kreppa og afhverju IMF og World Bank eru svona varasöm fyrirbrigði, jarðbundnari en Zeitgeist.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.2.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband