Leita í fréttum mbl.is

Auðveldar mér að segja upp Voðafón

Var hvort er að fara að flytja mig eitthvað annað - þetta flýtir bara fyrir þeirri framkvæmd. Ég hef átt í viðskiptum við voðafón um einhvern tíma vegna hagstæðari tilboða á símtöl til útlanda - nú er bara að kenna ættmennum á skype og svissa yfir til einhvers annars fyrirtækis. Hvergi er að sjá að hagsmunir neytandans séu hér hafðir í fyrirrúmi.

Hef reyndar pirrað mig óendanlega mikið á slælegri þjónustu voðafón og oft þurft að fara fram á að tala við yfirmenn vegna mistaka í þjónustu hjá þeim eða ráðaleysis starfsmanna. Það sama má eiginlega segja um símann - óþolandi að í hvert skipti sem maður hefur skipt um símafyrirtæki og farið til smærri fyrirtækja að þau séu seld til risanna. Manni er skapi næst að senda þeim reikning fyrir öllum þeim tíma sem maður hefur glatað við að reyna að fá einhverja þjónustu hjá báðum þessum fyrirtækjum. 

Eina sem stoppar mann er að þegar maður svissar yfir þá getur maður átt á hættu að verða netlaus í marga daga og ég má ekki við því. 


mbl.is Síminn harmar aðgerðir Vodafone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú um daginn hringdi sölumaður frá Símanum í mig og vildi pranga inn á mig áskrift að sjónvarpi um ADSL. Hann sagði mér frómur að ég væri með ADSL áskrift hjá öðru símafyrirtæki sem ég mun ekki nefna hér.

Hvernig vissi hann hjá hvaða símafyrirtæki ég væri að kaupa þjónustu, fór ég að hugsa? Eru svona upplýsingar ekki persónulegar og varðar við lög um persónuvernd að gefa þau upp?

Ég er ekki frá því að þetta sé brot á lögum um persónuvernd. Ég yrði mjög undrandi ef ég ætlaði að kaupa mér buxur í Hagkaup og afgreiðsludaman/maðurinn myndi tilkynna mér að ég hefði keypt buxur hjá Dressmann í mánuðinum áður.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þeir hafa verið duglegir að afla sér upplýsinga um mann hjá símafyrirtækjunum. Það hringdi í mig sölumaður hjá Voðafón og hann tilkynnti mér að ég væri með þessa og þessa sjónvarpsstöð hjá símanum og þess vegna ætlaði hann að láta mig fá áþekkar stöðvar á betri kjörum ef ég tæki hans tilboði um að flytja mig alfarið til þeirra.

Mér þótti þetta frekar gróft en gleymdi þessi svo - en semsagt Theódór hjartanlega sammála:)

Birgitta Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 14:41

3 identicon

Síminn er þekktur fyrir að hringja í fólk, ´bjóða því sjónvarp.. og segja að fólk þurfi að hætta hjá því fyrirtæki sem það er hjá og færa öll sín viðskipti til þeirra.
OG... þeir taka sér lengri tíma í að tengja adsl annarra netfyrirtækja... ég hef oft séð það að tenging hjá símanum er að taka ~1 dag, á meðan kúnnar annarra fyrirtækja þurfa að bíða mun lengur.
Þeir eru líka mjög slæmir með að viðurkenna bilanir, afleit þjónusta ef menn þurfa hjálp bla lba lba
Bæði vodafone og síminn eru skítafyrirtæki í mínum huga... styðjið smærri fyrirtæki, viðhöldum samkeppni því það er hagur okkar allra

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Gallinn við smærri fyrirtæki er að þaiu eiga erfitt með að standa við verðskrár sinar til lengri tíma vegna okurs Símans á grunnnetinu, sem aldrei hefði átt að selja frá þjóðinni. En kannski eru eigendur Símans þjóðin ...

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 15:03

5 identicon

síminn á ekki grunnnetið, heldur greiðir síminn fyrir aðgang að því rétt einsog allir hinir. Míla á grunnnetið. eina ástæða þess að viðskiptavinir annara netfyrirtækja  geta ekki fengið sjónvarp símans er einsog segir í fréttinni vegna ákvarðanna hluteigandi netfyrirtækja. held að sumir séu stundum of fljótir að dæma símann. það að "síminn taki sér lengri tíma til þess að tengja hjá öðrum" er vitleysa, því það eru ekki starfsmenn símans sem tengja þetta heldur starfsmenn mílu. þeir sem vilja styðja litla manninn ættu hinsvegar að versla við hringiðinu, sem er óháð símanum og vodafone.

hannes (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Bíddu, var ekki grunnnetið selt með Símanum? Hver eru tengsl Símans og Mílu?

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 15:32

7 identicon

www.mila.is - er augljóslega í eigu sömu aðila og eiga Símann.

Hans (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:13

8 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hehe, takk fyrir þetta Hans, hefði getað flett upp á þessu sjálfur.

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 17:08

9 identicon

Hannes til þess að viðskiptavinir annarra netfyrirtækja geti verið með sjónvarp símans þá þurfa þeirra netveitur að kaupa ADSL línuna frá símanum og tapa þannig línugjaldinu frá kúnnanum

Og síminn er ekkert að veita þeim neinn afslátt af því verði í samræmi við fjölda tenginga

s.s. vv er að kaupa netþjónustu frá segjum Vodafone og borgar fyrir það 5000 krónur.. svo vill hann fá sjónvarp símans og þá þarf vodafona að panta adsl línu frá símanum og borga fyrir það 2500 að minnsta kosti og tapar þar með 50% af því sem vv er nú þegar að greiða þeim

Værir þú að reka vodafone -- myndir þú sætta þig við það?

Kristmann (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:59

10 identicon

Annars hlýtur það að vera voðalega þægilegt fyrir símann að fá 2500 krónur frá öllum vv annarra netfyrirtækja sem vilja kaupa af þeim sjónvarpsáskrift (aveg ótengd þjónusta) án þess að þurfa að leggja neina þjónustu á móti eða þurfa að standa í veseni við að rukka almenna viðskiptavini eða þjónusta þá... það er því ekki skrýtið að þeir harmi þessa ákvörðun vodafone

Kristmann (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:01

11 identicon

Birgitta.. vissir þú að skv kenningunni þá eru það yfirleitt minna en 10% viðskiptavina þjónustufyrirtækja sem bera ábyrgð á 90% þeirra vandamála sem upp koma

Svk því er hægt að ganga útfrá því sem vísu að stærsti hluti vandamála þessa 10% séu notendatengd.. ekki þjónustutengd

Jafnframt virðist það engu breyta þó þetta fólk svissi á milli þjónustufyrirtækja... það er svo "óheppið" að lenda í vandræðum hvar sem það fer

Hvernig ætli standi á þessu eiginlega?

Kristmann (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:08

12 identicon

Afsakði þetta átti ekki að vera "bera ábyrgð á 90% þeirra vandamála sem upp koma"

Heldur eru hlutaðeigandi í 90% vandamála sem upp koma

Kristmann (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:09

13 identicon

ég sagði netinu hjá símanum upp í dag, var að borga fyrir 8 mb tengingu en var oft ekki að fá nema nokkur kb ! þetta var orðið rugl, borga þetta rándýra net hjá þeim sem er ALLTAF bilað! virkar ekkert og ekkert nema vesen! í staðinn gat ég fengið með ljósleiðara tengingu sem kostar samt minna en netið hjá þeim, og er að svín virka! Var svo búin að skoða að ef eg myndi taka allann pakkann ( sama og ég er með hjá símanum ) hjá vodafone myndi bara símreykningurinn lækka um einhverja nokkra þúsundkalla!

þóra (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:44

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef alltaf fengið fína þjónustu hjá  Vodafone.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2009 kl. 23:28

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þegar ég hætti að versla við Símann lækkaði símareikningurinn minn um 5000 kr. á mánuði, Vodafone hefur reynst mér frekar vel.  Þar fæ ég sömu þjónustu á miklu lægra verði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 03:02

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég er ein af þessum týpum að ég nenni helst ekki í búðir - finnst leiðinlegt að versla allt nema mat og þegar ég finn einhverja þjónustu sem er OK þá er ég frekar traustur kúnni, nema að ég komist að spilltum viðskiptaháttum. Ég vil helst ekki versla við Jón og Jóhannes ef ég mögulega get og ætlaði því hvort er eð að segja upp Vodafone - ég hefði sennilega orðið helmingi meira pirruð út af þessu ef ég hefði ekki verið búin að taka þessa ákvörðun. Ég nefnilega pantaði mér skjáinn vel fyrir kreppu og var sagt að ég myndi ekki upplifa neitt vesen þó þetta væri tengt via adsl vodafone. Nú er komið vesen en ég hef ekki fengið neitt símtal frá símanum um að lokað verði fyrir sjónvarpið hjá mér og ætla því að segja upp hjá báðum og reyna að finna eitthvað annað símafyrirtæki. Það sem mér fannst góður díll hjá vodafone var vinir í útlöndum og ágætt að hafa þetta allt á einum stað - einum reikning. Nú þarf maður að fara að eyða óratíma í eitthvað vesen og ég segi það með sanni að þegar ég hef flutt á milli húsa eða skipt um netþjónustu þá er það alveg hræðilegt vesen. Ég get ekki verið netlaus í hartnær viku og því ýtir maður þessu á undan sér - það eru engar tryggingar fyrir því að maður fái netið strax og ég hef í tvígang þurft að bíða í viku eftir að þeir tengdu hjá mér....

Birgitta Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 08:32

17 Smámynd: Isis

Já, það er vandlifað í þessum heimi. Það eru nefnilega ALLIR sem flytja sem vilja fá sína nettengingu og sinn síma nánast í gær fyrir morgunkaffi , sama hvaða fyrirtæki það er. Það væri nokkuð góð þjónusta ef þessir ágætu menn sem vinna hjá Mílu kæmust yfir alla þá flutninga á nettengingum, símatengingum, tvodsl tengingum, gsmþjónustu tengingum og guð má vita hvaða tengingum fyrir ALLA sama daginn og þeir (viðskiptavinir)  ALLRA símfyrirtækjana ákveða að þeir vilji flytja sig annað, eða eru að flytjast búferlum sjálfir...

Hvað það varðar að síminn/míla sé eitthvað lengur að tengja fyrir aðra viðskiptavini en sína *eigin* þá er það kjaftæði. Míla græðir ekkert á því að tefja tengingar hjá öðrum net/símfyrirtækjum, nema bara meiri vinnu fyrir sig sjálfa og meira vesen í leiðinni. Enda hvernig í ósköpunum ættu þeir að græða á því eitthvað? Haldið þið í alvörunni að menn hlæji svona illkvittninslegum hlátri "múhahaha.. ég ætla sko ekki að tengja þessa vodafone-tengingu fyrr en eftir 14 virka daga hjá henni gunnu!..hahaha... farinn í kaffi!" 

Nei, þetta gerist nefnilega ekki þannig. Þegar manneskja A segir upp síma/adsl tengingu sinni hjá Vodafone og ætlar að fara til Símans þá er það í gegnum Vodafone sem beiðinirnar koma og koma Símanum ekkert við, þar sem það fer beint til Mílu. Það er því Vodafone að skila sínum tilkynningum samdægurs inn til viðkomandi aðila til að þær lendi á réttum stað í bunkanum sem Míla er með yfir allar þær tengingar sem þarf að aftengja og tengja á degi hverjum. Og síðan vice versa... 

Fólk er að skipta um símfyrirtæki eins og nærbuxur, því það heldur að það sé að fá betri díl, og að græða eitthvað á því. En svo er það eðlilega allt vonda stóra og illa símafyrirtækinu Símanum að kenna ef fólk fær ekki tengingarnar sínar þegar því hentar, en áttar sig ekki á því að fólkið á bakvið það að við yfir höfuð höfum símalínur og tengingar á milli hvors annars er alveg jafn mikið mannlegt og hver annar og tekur sínar beiðnir í þeirri röð sem þær koma. Í dag er biðin, óháð símafyrirtækjum, 7-10 virkir dagar.

Það má rífast um það hvort það sé síðan góð þjónusta eða ekki, en það eru enginn sérkjör á því þó þó sért að gerast viðskiptavinur Símans eða ert þar fyrir 

Isis, 17.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.