Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða vera ekki með hettu?

Miklar umræður hafa spunnist um það hvort að fólki sé stætt á því að láta sjá sig á almannafæri með hettur. Það þykir samkvæmt fjölmörgum sem tjáð hafa sig um það, fádæma dónaskapur að mæta með hettu eða klút fyrir vitum sér ef maður mætir í mótmæli. 

Hér er myndasyrpa af hettumönnum Íslands og ég spyr af hverju eru þeir með hettur? Er það kannski af sömu forsendum og sumir mótmælendur kjósa að hylja andlit sitt? Það þýðir lítið fyrir mig að hylja andlit mitt en ég mun mæta í næstu mótmæli með trefil og sundgleraugu - bara svona til öryggis - vil helst ekki fá piparúða aftur í mitt smetti. 

Ég hef kynnst henni Evu í gegnum mitt andóf undanfarið árið og finnst þar fara sómakona með hjartað á réttum stað. Ég mun strika út komment ef þau eru níð á þessa góðu konu eða son hennar sem mér finnst alveg frábærlega gaman að spjalla við. Ég skora á fólk að mæta á námskeið í borgaralegri óhlýðni, lesa um borgaralega óhlýðni, hægt að finna margar góðar greinar um það á netinu.

Það hefði nú verið miklu mun flottara hjá þeim sem fóru í skjóli nætur og brutu rúður af slíku offorsi að þeir hinir sömu kæmu nú fram undir nafni og útskýrðu verknað sinn. Kannski gætu þeir sent frá sér yfirlýsingu eða eigum við kannski að fremja borgaralega handtöku á þeim - hélt að það væri í verkahring lögreglunnar en mér skilst á því sem ég hef lesið að þeir hafi engan áhuga á því. 

9912.jpg c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_rls3.jpgc_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_rls2.jpg3787.jpgpicture_9.pngsersveit-m3.jpgpicture_8.png


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú sérð heldur engin númer á þessum fasistahermönnum, er það? Slíkt er brot á lögum um störf lögreglunnar; en lög eru sjaldnast í vegi fyrir þeirra verkum...

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:45

2 identicon

Hvar eru haldin námskeið í borgaralegri óhlýðni - svona mér til upplýsinga ef ég hefði það af og koma suður til að vera með.    Er að vísu gamall og gagnslaus en ég get verið nokkuð þungur á hendi!

Ragnar

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:46

3 identicon

Og svo eru það þeir sem fela sig á bak við bankaleynd........

Rúnar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:49

4 identicon

Íslendingar haf gengið með hettu um aldir. Lambhúshettu.

Svo þetta er ekkert nýmæli hér, enda kalt í veðri.

 

Í orðabókum er talað um svokallaða Mývatnshettu.

Ekki er hægt að sjá hvort hún sé frábrugðin hinni almennu

lambhúshettu.

 

Ekki er vitað hvort Mývetningar hafi verið með hettu þegar þeir

sprengdu Laxárstífluna.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:57

5 identicon

Ógnarliðið vill vita hverjir eru að mótmæla svo það sé hægt að taka þá fyrir

Vísa fyrir þig

The right to be a cuttlefish
And hide behind my ink
May not appeal to everyone
Despite what I may think.
But having anonymity
Is useful, you may note—
That’s why we pull the curtain closed
Before we cast our vote.
The bully likes a public vote,
Each person known by name,
If someone feels intimidated
Shame on them! For shame!
They ought to have the strength to stand
Behind the words they speak!
(That way the votes go to the strong,
And rarely to the weak.)
Behind the voting curtain, though,
The votes all weigh the same—
Unless there’s something wrong with that,
You need not know my name.

And so I stand on principle
For any nom de plume—
A right to be anonymous
Is one I will assume.
I do not judge the reasons
Why some like it out of sight;
For me it is enough to say
It is their perfect right.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:03

6 identicon

Þegar menn vilja fræðast um borgaralega óhlýðni, er oft gott að byrja á leitarvél, sbr. þetta og þetta. Svo er líka hægt að lesa sig til með hefðbundnari hætti, hér og hér.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:07

7 identicon

Afskalega er nú lítið á milli eyrnanna á þér greyjið mitt, að bera þetta saman er ótrúlegt, menn sem berjast við glæpalýð og þurfa fjölskyldunnar sinnar vegna og síns eigin að þekkjast ekki og fávita sem grýta grjóti, hettuklæddir sauðir

Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:37

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Óskar - ertu í sérsveitinni?

Carlos takk fyrir hlekkina...

DoctorE - snilldarljóð

Þorsteinn:) ég hef alltaf verið heilluð af lambhúshettum og Laxáraðgerðin var bara snilld.

Námskeið í borgaralegri óhlýðni verður á sunnudaginn - ég skal grafast betur fyrir um hvar og hvenær... fór eitt sinn á svona námskeið og lærði heilmikið um friðsamlegt andóf.

Furðulega algengt að lögreglan feli númer sín: er það ekki ólöglegt?

Betra er að vera skríli en gólfmotta - lambhúshetta betra en athafna en hauspoki:)

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 17:52

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þeir eru vígalegir og nafnlausir. Hver er að fara að halda námskeið í borgaralegri óhlýðni.

Ríkisvaldið er búið að spilla dómstólum og framkvæmdarvaldi þannig að það er fátt annað eftir fyrir hugsandi fólk en borgaraleg óhlýðni.

Ég tek ofan fyrir þér Birgitta, fyrir Evu, Hauk og öðrum óþreitandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 18:06

10 identicon

Nei en ég virði þeirra störf öfugt við fíflin sem halda þeir séu að leika sér að þurfa vera með þenna skríl fyrir augunum geta gleimt, því þeir vildu eflaust vera gera eitthvað uppbyggilegra, en ekki er hægt að láta þetta lið vaða uppi svo eitthvað verður að gera.

Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:08

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Birgitta.

Mér fanst nú rökin sem óskar sagði góð og gild. Verr og miður þurfti hann að grípa til einhverra upphrópanna og leiðinda í stað þess að reyna að ræða hlutina með einhverju viti.

Ég segi það aftur og ég segi það ENN. Ég harma hvernig mótmælin eru að þróast og er það innileg von mín að fólk beiti í framtíðinni ofbeldislausum öfgamótmælum.

Rök mín fyrir því að mótmæli verði að vera friðsamleg.

  • Það er minnsta mál, annað hvort að fá lögreglumann eða mögulega einhvern hægriöfga mann til þess að þykjast vera hluti af ykkur og gera í því að láta sem verstum látum. Fordæmi eru fyrir því að slíkt var gert t.d með black panders á sínum tíma.
  •  í mótmælunum gegn komu Kína forseta árið 2001 á sínum tíma spurðist fáranlega fljótt út til lögreglunar hvað væri að gerast og hafði fólk það á orði að best væri að tala helst ekki saman í síma Menn drógu líkur á því að lögreglan hafði einhvern heimildarmann innan vébanda mótmælenda sem lak samstundis út upplýsingum til lögreglunnar.
  • Ég stend staðfastur á því að öfgakennd mótmæli hafi þverstæð áhrif. Þá ég við ef þau er með ofbeldiskenndum undirtónum og ósjálfrátt er þar komið vatn á millu þeirra sem mótmæla og rök fyrir því að upphrópa mómælendur skríl. Ég er málkunnugur ýmsum þeim sem tóku þátt í mótmælunum og veit betur. Þetta er yfirleitt ágætlega meðvitað fólk og vel viðræðandi.
Annars gangi þér allt í haginn og eigðu gott ár.   

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 19:09

12 identicon

Enda lög um lögreglu gersamlega ólýðræðisleg - eins og Óskar styður. Skiljanlega er búið að ríða okkur í rassgatið; við höfum sofið á verðinum...

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:11

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég var einmitt að viðra það við vinkvendi mitt - hvort að það sé möguleiki á að einhver hafi viljað hleypa þessu upp - ég sá því miður ekki hver kastaði grjótinu en ég efa að það hafi verið einhver sem hafi minnstu þekkingu á beinum aðgerðum. Það er alveg kristaltært í mínum huga að ég hef engan áhuga á ofbeldi - en svo ég minni á það enn og aftur það voru ekki mótmælendur sem hófu ofbeldið - það var lögreglan og ef fólk skoðar myndskeið frá því sem gerðist inni í anddyri þá segja myndirnar meira en nokkur orð.

Það að ráðist sé á mótmælendur fyrir að mótmæla - hvort heldur það sé af öðrum góðborgurum eða lögreglu er auðvitað ekkert skárra en að mótmælendur geri slíkt hið sama. 

Það er bara ekki hægt að stjórna því hverjir mæta á svona mótmæli - ekki ætla ég að standa fyrir því að krefja fólk um skilríki og fara að leita á því:) 

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 19:15

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Birgitta.

Þetta er ekki spurning hvort að lögreglan hóf ofbeldið heldur hvort þessi aðgerð hennar hafi verið "réttmæt" . Ég veit að lögreglan braut ekki reglur með þessu ofbeldi sínu því hún var að fara eftir reglum samfélagsins. Það kemur  nefnilega einnig fram á þessum upptökum sama hvort þér líkar það betur eða verr að hún sagði að piparsúða yrði beitt ef fólk færi ekki. Hvort þér líkar það betur eða verr þá er það stjórnarskrárbundin réttur lögreglunar að beita ofbeldi við vissar aðstæður og við þessar aðstæður voru þeir í rétti því það var ekki farið eftir vilja þeirra. 

Um þetta veit ég vel ... því að lögum samkvæmt eigia mótmæli að vera á bak við  borða. Það stendur í stjórnarskránni.   

Ég hef lent í lögreglunni sjálfur og veit vel að það er ekki við þessa menn ræðandi. Því furða ég mig yfir því að fólk gerði sér ekki grein fyrir því að hlutirnir myndu þróast með þessum hætti. Þetta var algjörlega borðliggjandi. 

Hverjir heldur þú að græði á því að það komi óorð á mómælendum ?  ....... Ég ætla ekki einu sinni að svara þessari spurningu því þú veist það best sjálf.  

Eina sem ég er að segja ... er að þið getið leyst þetta t.d með þeim hætti að fordæma allt sem kallast ofbeldi og hver sá sem fremur skemmdarverk skuli bera ábyrði á gjörðum sínum. einnig er hægt að koma í veg fyrir það með því að láta fólk ekki hylma höfuð sín.  

Ég er hlintur "óhefðbundnum" mótmælum ef þau eru stunduð án ofbeldis og farið sé eftir lögum og reglum samfélagsins. Þú mátt kalla mig gungu en ástandið hræðir mig og ég vil að eðlilegum lögum sé framfylgdþ Það eru mörg fordæmi fyrrir því að mótmæli út um allan heim séu brotin niður með þeim hætti. Ef ég mig réttminnir þa sagði Jón þór Ólafsson mér að beiðni hafi verið samþykkt að brjóta "öfgakennd" mótmæli með þessum hætti í bandaríkjunum í kringum 1963-1966. Hann las þetta í bók eftir frægan fræðimann og hann dobletjakkaði þessar staðreyndir og eru þær til á netinu. Þetta er eitt elsta sktítatrixið í bókinni sem notað var meðal annars í stríðinu í júgoslavíu á sínum tíma. T.d minnir mig að einhver aðilinn í jugoslaviu bendi því.

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 20:05

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að segja.. að annar aðilinn .... Í júguslavíu beitti þeim aðgerðum að varpa sprengjum á sitt eigið fólk til þess að fá samúð frá alþjóðasamfélaginu..

Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 20:08

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Grundvallaratriði í þessu er að mótmælendur hafa ekki beitt ofbeldi en það hefur ríkisvaldið og málsvarar þess gert.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 20:28

17 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Hver verður að taka afstöðu til þess hvar og hvernig hann/hún mótmælir. Ég myndi td. aldrei taka þátt í aðgerðum þar sem ég myndi hylja andlit mitt (nema kannski til að vernda mig gegn gasi). Annars er ég talskona friðar, friðarboðskapar og friðsamlegra mótmæla og myndi hugsanlega hlekkja mig e-h, liggja og fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Ég myndi hinsvegar aldrei svara ofbeldi með ofbeldi því þá er ég lögst á það plan sem ég er að mótmæla...

Elín Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband