Leita í fréttum mbl.is

Er okkur viðbjargandi?

island2009.jpgÉg veit ekki hvort að fólk hafi tekið eftir því að í fjórða sæti yfir mann ársins höfðu hlustendur Rásar 2 valið Jón Ásgeir Jóhannsson og tíunda sætið vermdi Jóhannes faðir hans.

Það sem er líka merkilegt er sú orðræða sem spinnst með miklum offorsi varðandi mótmæli. Það er greinilegt að bestu mótmælin eru þau að gera ekki neitt. Ef einhver manneskja ætlaði að reyna skapa vettvang fyrir þessa þjóð svo allir yrðu sáttir þá yrði sennilega að hafa 320.000 tegundir af mótmælum því enginn virðist geta komið sér saman um aðferð eða áherslur. 

Þegar mótmælt er fyrir utan seðlabankann, hrópar fólk: af hverju ekki fyrir utan Baug. Þegar mótmælt er í bönkunum, hrópar fólk: af hverju er ekki mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn og svona gengur hringavitleysan áfram dag eftir dag á meðan verið er að fremja hryðjuverk á okkur sjálfum af því fólki sem einhverjum datt í hug að kjósa til að stjórna hérna. 

Ég er alveg á því að fólk sem tjáir sig um hvernig hlutirnir ættu betur að fara, já þið sem alltaf gagnrýnið en gerið ekki neitt, þið ættum að framkvæma það sem ykkur finnst betri leið til að mótmæla. 

bananalydveldi_707953.jpgÉg held annars að okkur sé ekki viðbjargandi. Ég held að það muni ekkert breytast hérna. Ég held að við séum siðferðislega gjaldþrota en getum ekki horfst í augu við það og munum halda áfram að ana áfram í skammtímalausnum og vinapoti uns yfir líkur. 

Við mótmælum aldrei neinu fyrr en það er orðið of seint. Skömmumst frekar út í fólk sem hylur andlit sitt en ég er alveg viss um að engum finnst neitt athugavert við að Víkingasveitin hylji andlit sín.

Mótmælendur hafa þurft að sitja undir hótunum um líkamsmeiðingar og annað ofbeldi. Ég get alveg skilið að fólk hylji andlit sín. Þetta fólk hefur aldrei sagst vera að mótmæla fyrir einn eða neinn nema sig sjálf. Samt hefst alltaf kórsöngurinn: "Þetta fólk er ekki að mótmæla fyrir mig!" 

3024567315_a3eef0e99a_o_730801.jpgSumir koma fram og fara miklum um það af hverju fólk kæri ekki bara lögguna fyrir að ganga of langt. Ég spyr á móti, hve oft hefur lögreglan fengið á sig dóm um vítaverða hegðun í starfi? Þó til séu myndbönd af henni að missa sig þá er það ekki nóg. 

Ég verð svo að gagnrýna aðeins hann Steingrím J., hvað var hann að gera í þætti sem er styrktur af RIO Tinto - mesta umhverfisósóma í áliðnaðinum í heimi. Fyrirtæki sem hefur yfir sér fjöldamargar kærur og hefur verið kært víða um heim fyrir að fara ekki að lögum. Ég hefði nú bara afþakkað að taka þátt í Kryddsíldinni ef ég hefði verið í hans sporum. 

En satt best að segja þá skiptir þetta allt svo sem engu máli - á þessu ári verður allt gleymt - við fáum bara kosningar eftir þeirra forskrift ef það passar þeirra stefnu - aka samfylkingarinnar. 

Icelandic government - pimps of natureEf við fáum ekki kosningar þá fer fólk bara að fjargviðrast yfir einhverri heimatilbúinni gúrku um dauð bjarndýr eða hvort að hugsanlega mögulega það sé ekki bara gott að hafa svona fólk eins og Jón Ásgeir og Björgúlf Thor til að hjálpa okkur aftur á flot. Kannski ættum við að taka þetta alla leið og fá þá bara til að reka landið eins og fyrirtækin sín. Kannski er það einmitt þannig nú þegar....

Bestu kveðjur frá Stóru-Sikiley þar sem ekkert er kallað sínum réttu nöfnum. 


mbl.is 96 rúður brotnar í skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin auka fylgi frá síðustu könnun.......

......held að ég leggist bara í þunglyndi í dag

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

spámaðurinn - er þetta trúfélag ekki nú þegar til - held að altari þess sé inn á bessastöðum:)

segi það með þér Heiða - rosalega er þetta veik þjóð. ef það verða engar breytingar þá ætla ég að flytja héðan eftir ár. 

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég heyrði einhverja dagskrárgerðarmenn tilkynna á rúv uppröðunina eftir kosningu og þar var Jón Ásgeir í 3.sæti.

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hér er listinn - fann hann inn á mbl.is - ég gerði mistök hann var í fjórða sæti... svo var ég búin að gleyma hinum sem honum stóðu næstir... er eitthvað að þessari þjóð, ég bara spyr:????

Í öðru sæti yfir mann ársins var íslenska handboltalandsliðið. Þar næst kom Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, því næst Jón Ásgeir Jóhannesson, Geir H. Haarde, Davíð Oddsson, Benedikt Hjartarson sundkappi, Björk Guðmundsdóttir, Ólafur F. Magnússon og loks var Jóhannes Jónsson kaupmaður í 10. sæti

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur viljið þið hrista af ykkur þetta vonleysi.

Sko, er ekki í lagi, þetta er rétt að byrja og á bara að gefast upp á fyrstu metrunum. 

Enginn sagði að þetta væri auðvelt en fleiri þúsund manns (tugir) hafa séð ástæðu til að mótmæla undanfarna 3 mánuði.

Það er kraftaverk if you ask me.

Og komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 13:29

6 identicon

Já það er skrýtið Birgitta að fólk virðist festast bara í smámálunum.  Er ekki bara kominn tími á eitthvað róttækt?.  Svo sem að neyta að greiða reikninga ríkisins eða sveitarfélaga.  Peningar er jú það eina sema vekur ríkið og stjórnendur þess.

itg (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:30

7 identicon

Sammála þér Jenný.  Enginn ástæða til að gefast upp.  Allur heimurinn er í sömu stöðu nánast.  Snúum dæminu við og hverfum frá vinstri/hægra stjórnmálum og látum skynsemi ráða.  2+2 eru 4.

itg (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:34

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

itg: Heyr, heyr.

Þvert á flokka, grasrótin virk og burtu með gamalt staðnað flokkakerfi til hægri og vinstri.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 13:37

9 identicon

Það er víst kallað "doublespeak", þetta sem Ingibjörg Sólrún og Geir H Haarde tala. Segja eitt, meina annað. Slíkt kemur einnig frá undirsátum þessara lýðræðisræningja og hefur gert um áraraðir. Það nenna bara fáir að fylgjast með orðum og efndum þessa pakks, því kemst það upp með mannsmorð. Svo eru mótmælendur kallaður "skríll". Þvílík fásinna.

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:47

10 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Frábær grein. takk.

Vilhjálmur Árnason, 2.1.2009 kl. 13:48

11 identicon

Gleðilegt ár elskan

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:04

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir svörin kæru vinir í blogg og raunheimum... það kviknaði í mér bálið aftur eftir að ég sá að ráðist var á staðinn hennar Evu... ég vil miklu frekar vera skríli heldur en gólfmotta.

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:13

13 Smámynd: Heidi Strand

Frábær grein !

Það er nefnilega þessi viðhorf fólks hér sem hræðir mig en ekki erfiðleikarnir sem við blasir. Við getum gleymd alla uppbyggingu og samstöðu á meðan 37% fólks eru enn ekki búin að gera sér grein fyrir vandann.
Það er eins og treysta fullan bílstjóra vegna þess að hafa ekki séð að hann hafi drukkið.
Guð hjálpi bara þeim sem hjálpi sér sjálf.

Heidi Strand, 2.1.2009 kl. 14:23

14 identicon

kiljan sagði að íslendingar gætu endalaust rifist yfir tittlingaskýt enn settu hljóða ef komið væri að kjarna málsins

bpm (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:12

15 Smámynd: Isis

Kiljan hitti líka þar naglan algjörlega á höfuðið. Ég verð alltaf svo ömurlega hrygg í hjartanu þegar ég les og hlusta á fólk sem getur verið að eyða tíma sínum í að rífast um aðferðafræði. Það er (og ég hef notað þessa myndlíkingu áður) eins og að verða vitni að alvarlegu bílslysi og maður fer að rífast við næsta mann um það hvort það var sem keyrði á "fyrst" eins og það sé það sem skipti máli, en á meðan blæðir fólkinu út í bílnum.

Hér hefur orðið bílslys, mjög alvarlegt þar sem allt, gjörsamlega allt er í klessu og alltaf eru að koma upp ný vandamál á "vettvangi" og spillingin alveg vellur uppúr öllum koppum allsstaðar. Við erum öll sammála um það, þessi 300þúsund sem búa í landinu, við sáum það öll, við horfðum á það í beinni meira að segja. 

Hvernig getur fólk þá setið heima hjá sér, kallað mig og alla þá sem vilja gera eitthvað, glæpamenn og skríl og eytt tíma sínum í að ræða um "rétta" aðferð til þess að reyna að bjarga því sem bjargað verður úr þessu slysi? Ég spyr mig að þessu oft á dag...

En kannski er þetta fólk ekkert sammála mér um það að hér hafi orðið eitthvað stórkostlegt slys, og miðað við síðustu mannársins kostningu blaða og útvarpa held ég að það sé þannig, og það er sorglegt. En fær mig þó ekki til þess að hætta að berjast á móti...

lifi byltingin!

Isis, 2.1.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband