2.1.2009 | 08:17
Meira um Kryddsíldarmótmælin
Það er enn nokkuð mikið um helberar lygar og hagræðingar sannleikans varðandi mótmælin í gær. Ég vil setja gott fordæmi sem fjölmiðlamenn sér í lagi þeir hjá 365 mættu taka sér til fyrirmyndar. Eftir að hafa horft á og hlustað á efni sem tekið var upp á staðnum er augljóst að ég hef ekki séð alla atburðarrásina og vil því leiðrétta það sem ég hafði ekki rétt eftir í fyrri færslu sjónarvotts um Kryddsíldarmótmælin. Þá vil ég líka benda á rangfærslur í fréttaflutningi af þessum atburðum og hvet blaðamannastéttina til að temja sér vandarði vinnubrögð. Finnst eitthvað meiriháttar bogið við það að gera ráð fyrir að um helmingur allra frétta sé hreinlega ekki réttur og oft átt við fréttirnar útfrá hagsmunum þeirra er reka stöðvarnar.
Það sem er kannski alvarlegast er hve tímalínan er skökk í fréttaflutningnum. Það kemur aldrei fram að fólk var piparúðað fyrst og eftir það fór það út í að setja flugelda á kaplana. Nánari útlistun um þetta neðar á blogginu mínu. Ef þú finnur hvöt hjá þér að kommenta, viltu þá vera svo snjall/snjöll að lesa yfir alla færsluna. Ef þú nennir því ekki - ekki ætlast til að ég nenni að svara.
1. Ég var ekki sjónarvottur fyrr en einhver opnaði hliðið inn í portið. Þá voru nokkrir, bæði fólk og fréttamenn búnir að fara yfir hliðið. Ég var því ekki vitni að því þegar fólk fór fyrst inn. Það leið hinsvegar ekki mjög langur tími - ca 2 mínútur samkvæmt upptökum á myndbandi þangað til að fólk streymdi inn um hliðið, ég þar á meðal. Kannski hefur tæknimaður Stöðvar 2 verið kýldur þá - en ég sá ekkert slíkt ofbeldi þegar ég stóð þarna inni. Samkvæmt myndbandsupptöku þá var ég búin að vera þarna inni í um 2. mínútur þegar lögreglan var kominn í hurðargættina og var þá fólk hætt að reyna að komast inn nokkru fyrr. Fólk settist fljótlega niður. Ég harma allt ofbeldi og myndi aldrei mæla slíku bót. Ég hef tekið eftir að margir óttast að það verði meira ofbeldi tengt við mótmæli og ég vona að til slíks muni ekki koma.
2. Ég sá á ljósmyndum að fólk togaði í kaplana sem lágu í gegnum anddyrið eftir að mér var hent út - það hinsvegar réttlætir ekki beitingu piparúða. Ég hef enn ekki séð neinar haldgóðar heimildir sem styðja þær fullyrðingar Sigmundar Arnar að tækjabúnaður hafi verið eyðilagður fyrir skrilljónir eins og hann heldur fram. Enda var búið að breyta fréttinni á þann hátt að talað var um að þeir hefðu orðið af auglýsingatekjum upp á einhverjar upphæðir. Ég á bágt með að trúa því að snúrur og kaplar kosti skrilljónir.
Gaman væri að fá betri útlistun á því hjá Ara sem talar um að þarna hafi fólk verið með hnífa - sem enginn beitti á neinn en það sást að einhver var að reyna að opna glugga með hníf. Þessum hníf var ekki beitt að fólki. Þarna var verið að gefa í skyn í fréttatímanum að fólk væri að mæta á mótmæli til að drepa annað fólk. Þetta finnst mér ljótar og beinlínis stórhættulegar dylgjur. Einmitt svona fréttaflutningur getur laðað að fólk sem er tilbúið í slíkt. Lögreglan talar um að hún sjái eftir að hafa ekki gengið enn harðar fram. Vá, til hvers? Hverju hefði það skilað og hvað meinaði maðurinn? Ef þeir hefði talað við fólk eins og fólk en ekki fyrirfram gefið að þetta væri óþolandi skríll þá hefðu þeir aldrei þurft að ganga fram af slíkri hörku. Það kemur hvergi fram að fólk sem mótmælti er lemstrað eftir hörku lögreglunnar.
3. Mér fannst fólk gagna full langt með flugeldana. Ég var sjálf skíthrædd við það þegar var verið að kveikja á þessu inni í portinu og þeim sem stafaði mest hætta af þeim vorum við sem vorum að mótmæla. Mjög hættulegt að vera með slíkt í mótmælum og sem betur fer þá er flugeldasölu lokið og vonandi verður ekki meira notað af slíku á mótmælum.
4. Áhugavert hve fólk er tilbúið að draga furðulega dramatískar ályktanir af öllu. Ég túlkaði graffið á heimili Björgúlfs Thors sem táknrænt um að þeirra tími væri búinn sem strengjabrúðustjórar og sjálfshygglunarmenn, ekki sem morðhótun.
5. Ég sá mjög góða skilgreiningu á því hvað það er að vera atvinnumótmælandi í nýrri kvikmynd sem heitir Pólitískt bíó 1 - þar skilgreinir Haukur Már það að vera atvinnumótmælandi það sem að vera fagaðili þegar kemur að mótmælum. Að þekkja skilgreiningu á beinum aðgerðum og starfa í anda þeirra. Ég er í ágætum samskiptum við Geir Jón, vegna allskonar mótmæla sem ég hef staðið fyrir. En hann er prýðis maður og ég er sannfærð um að ef hann hefði verið á staðnum að atburðarrásin hefði verið öðruvísi. Það var enginn þarna sem talaði við mótmælendur eins og hann gerir. Ég hef aldrei fengið pening fyrir að mótmæla. Ef ég hefði fengið eitthvað fyrir öll þau skipti sem ég hef reynt að vekja athygli á óréttlæti og bágri stöðu annarra á opinberum vettvangi væri ég án efa öllu betur sett fjárhagslega en ég er:)
5. Fólk hefur misjafnar skoðanir á því hvar og hvenær á að mótmæla. Ég hvet fólk til að gera þá eitthvað í því. Ég endurtek enn og aftur: ég er ekki að mótmæla fyrir ykkur, ég er ekki talsmaður eins né neins nema sjálfrar mín og ég hef aldrei sagst vera að gera eða segja neitt í nafni þjóðarinnar. Það eru helst þeir sem gera ekki neitt sem halda því fram að mótmæli séu ekki í þeirra nafni og skiptir þá litlu hvernig mótmælin eru - það eru aldrei allir sáttir við hvernig þau eru.
6. Ég bið fólk um að hætta að rífast og fara frekar að reyna að finna hvað við getum verið sameinuð um. Ég reyndar stórlega efast um að það sé til eitt eða neitt sem þessi þjóð geti verið sammála um. Til þess hefur verið allt of lengi alið á sundrung og siðspillingu. En ég lofa ykkur því að það verða engar breytingar hérlendis ef við höldum áfram að brjóta hvert annað niður í stað þess að finna sameiginlega fleti sem við getum unnið að til að losa okkur við óværuna í samfélaginu.
7. Ég er að vinna í því á fullu á bak við tjöldin að finna lausnir - ég er ekki bara að mótmæla. Ég vil ekki vera að varpa fram hálfköruðum hugmyndum en ég vona að úr þessu komi tillaga að neyðarstjórn sem og listi yfir erlenda aðila sem hægt væri að biðja um aðstoð. Ég vil líka taka það fram að út um borg og bý er fólk að funda, vinna og koma saman hugmyndum að nýju Íslandi. Það er hellingur að gerast sem snýr að lausnum. Spurningin mín til þeirra sem gagnrýna okkur sem þó stöndum í ströngu við að sýna að okkur er nóg boðið, hvað eruð þið að gera? Eruð þið kannski sátt við ástandið eins og það er? Ef ekki, takið þá niður vandlætissvipinn og finnið vettvang og fólk sem ykkur hugnast að vinna með að nýju Íslandi. Við þráum að komast út úr þessari spillingu og þessu gjaldþroti siðferðis. Eitt sem hægt er að gera fyrir þá sem vita ekkert hvað þeir geta gert: að bjóða fram krafta sína sem sjálfboðaliðar - það er hefð fyrir slíku á elliheimilum og hjá hjálparsamtökum. Gaman væri ef einhver sem þekkir vel til gæti komið með lista yfir slíkt.
8. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa komamentað á bloggið mitt (líka tröllunum) undanfarinn sólarhring. Þetta er svo mikið að ég mun ekki hafa tök á að svara öllum. Ég vona að þessi færsla bæti það upp. Ég hef fengið að kynnast fullt af huguðu fólki í gegnum bloggið mitt og mótmælin undanfarið og er þakklát fyrir að sjá að það er til fólk sem vill ekki bara í orði heldur líka í verki annað samfélag. Það er til fólk með þroskaða samfélagsvitund hérlendis og það gefur mér ákveðna von.
Ég setti þetta myndband saman með því efni sem ég tók upp á kryddsíldarmótmælum og hef í tvígang sent það á youtube en það er ekki að birtast þar, þrátt fyrir að meira en sólarhringur er liðinn. Veit ekki af hverju. Mun reyna aftur í dag. Lögin eru eftir mömmu: Bergþóru Árnadóttur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Þetta er heljarinnar færsla hjá þér og að mörgu leyti mjög málefnaleg að mínu mati.
Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að þegar að fólk þarf að beita skemmdarverkum og ofbeldi (og/eða afli) við mótmæli, þá hefur það sjálfkrafa stigið út fyrir það að vera mótmælendur, og getur fátt málefnalegt sagt sér til varnar.
Mótmæla já, uppþot nei.
Áddni, 2.1.2009 kl. 11:08
Flott myndband og flott færsla. Ég hef líka lent í þessu með youtube, það tekur langan tíma þangað til myndbandið birtist. Þrátt fyrir að það sé stutt. Myndböndin mín frá mótmælunum birtust ekki fyrr en eftir sólarhring á youtube.
Ég man vel eftir mömmu þinni á vísnavinasamkomum, hún var einn aðaldrifkraftur í þeim félagsskap.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.1.2009 kl. 11:12
Hér er mitt
http://www.youtube.com/watch?v=2FLnbjEP1aE
http://www.youtube.com/watch?v=4HDaij3zv14
http://www.youtube.com/watch?v=20-xiRxjUR0
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.1.2009 kl. 11:14
Sæl Birgitta.
Góð færsla og flott myndband sem og tónlistin undir.
Ég vona að það sé í lagi að ég linkaði á það (og þig) facebook, ef þú vilt það síður tek ég það út aftur.
Mér finnst að sem flestir ættu að sjá þetta, en meirihluti fólks hefur því miður sínar fréttir nær eingöngu frá 365 miðlum og kallar það stóra sannleika.
Takk fyrir frábært blogg.
Málefnalegt og vel skrifað, er svo hjartanlega sammála þér í því sem snýr að þessu sýkta kryddsíldarmáli.
Agnes Reynisdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:21
Áddni - bendi þér á að lesa nýjustu færsluna mína: er okkur viðbjargandi?
Salvör - þakka þér fyrir þín skrif um þetta... já mamma var öflug á sínum tíma - fyrsta lagið við myndbandið er tekið upp í Háskólabíó á fundi herstöðvarandstæðinga fyrir margt löngu og allir sungu með viðlagið - ég man að það hafði mikil áhrif á mig sem krakka að fara á þessa fundi - sem og vísnavinadæmið - las þar upp í fyrsta skipti ljóð eftir mig þegar ég var 14:) kíki svo á myndböndin þín á eftir...
Agnes þú mátt alveg linka á mig... alveg sammála þér.
Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 11:35
Varðandi mögulegt tjón á tækjabúnaði þá vil ég benda á það að þó einungis hafi verið ráðist að rafmagnsköplum þá getur tjónið á rafeindabúnaði orðið mun meira en bara kaplarnir sjálfir. Rafeindabúnaður er í eðli sínu viðkvæmur fyrir rafmagnstruflunum, þá sérstaklega þeim sveiflum sem geta myndast þegar kaplar eru teknir í sundur. Í minni vinnu sem "tölvulæknir" fæ ég af og til tölvur sem hafa eyðilagst við rafmagnssveiflur. Oft er nóg af rafmagnið slái út. Líkurnar eru ekki mjög háar, en nægar til þess að ég get trúað stöðvar2 mönnum varðandi tækjatjón, þó þeir hafi ekki sýnt fram á neitt tjón.
Ef fólk er ekki tilbúið að trúa því að tjónið geti orðið meir en sem nemur kapli þá getur það reynt sjálft að klippa rafmagnskapla við borðtölvur sýnar hægt í sundur eða kveikja í þeim. Ég gæti trúað að 10% borðtölvna myndi skemmast mun meir en sem nemur verðmæti kaplanna.
Annars hef ég lítið annað um þetta mál að segja á opinberum vettvangi.
Axel Þór Kolbeinsson, 2.1.2009 kl. 11:45
Það hafa verið unnin spellvirki. Við höfum ríkisvald og þjóðskipulag
til að vernda okkur gegn spellvirkjum. Það þarf að vera jafnvægi og jafnræði í umræðunni um spellvirki. Ég vil ekki að eigur annarra séum skemmdar.
Það hafa verið unnin spellvirki og skemmdarverk á bankakerfi landsmanna. Það hefur verið tekið innlánsfé heiðvirðs fólks og lánað í glópalán án tryggra ábyrgða.
Það hafa verið brotnar rúður og eyðilagðir kaplar sjónvarpsstöð hér í bæ.
Ríkisvaldið þarf að ganga hér fram af festu og einurð og sjá til þess að aðilum verði bætt það fjárhagstjón sem hlutaðeigendur hafa orðið fyrir af hendi spellvirkja í bönkum og við sjónvarpsstöðvar. Og spellvirkjum verður að refsað.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:17
Hrædd um að ákveðnum endurkomu hópi sé EKKI viðbjargandi, Birgitta. Þess vegn spurning hversu mikið af dýrmætri orku skal eytt í ákv ekh, til að opna augu, miðla, upplýsa, .....
Sálin þín á betra skilið en að næra þá sem ekki vilja næringu. Og þrátt fyrir að hafna næringu - koma samt aftur og aftur - notalegt að koma til þín - ekki svo margir sem bjóða svo fullkomna næringu - ........Mundi langa að segja miklu meir, en .................
Hjartans kveðjur,
Ingibjörg SoS, 2.1.2009 kl. 13:01
Takk, Birgitta fyrir frábært myndband - yndislega söngrödd og texta móður þinnar. Sit hér útgrátin.......... Skrifa seinna.
Takk*
Ingibjörg SoS, 2.1.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.