Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan þurfti EKKI að beita piparúða

Bendi ykkur að lesa bloggið mitt hér fyrir neðan - svona fréttamennska er til skammar. Af hverju kemur ekki fram af hverju þau voru handtekin. Ég skal lofa ykkur því að þau hafi aðeins neitað að fara að fyrirmælum lögreglu sem lögreglan gerði þeim ómögulegt um vik að hlýða vegna þess hve ófaglega hún stóð að verki í dag. Ekki svara þessu bloggi fyrr en þú hefur lesið hina færsluna:) þar fer ég yfir viðburði dagsins lið fyrir lið sem sjónarvottur.
mbl.is Þremenningunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Það er á hreinu að það var ekki farið að tilmælum lögreglu þess vegna var beitt gasi hef einga samúð með svona skíl þið eru svo sannalega ekki að mótmæla fyrir mig

Jón Rúnar Ipsen, 1.1.2009 kl. 00:28

2 identicon

Ég held að ég taki meira mark á fyrsta ræðumanni en þér Jón Rúnar Ipsen. Enda er hún sjónarvottur en þú ekki. Passaðu þig á svona órökstuddum álitum ef þú villt fá fólk til að taka mark á þér.

Mótmælendur hafa og munu alltaf hafa minn stuðning. Ekki að vísu fáeinir grótkastarar sem fara yfir strikið en það mun alltaf vera ein og einn sem það gerir í fjölmenni. Þeir munu fá sýna refsingu ef svo er.

Löggann hefur svoleiðis karaktera og mótmælendur líka.

Eina spurnginginn er hvort Stjórnmálamenn og útrásarvíkingar þurfi einhverntímann að taka út sína refsingu fyrir mun alvarlegri hluti ?

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Gleðilegt ár

Ég verð nú að segja, að það er bara eitt orð yfir þetta fólk í gær.

SKRÍLL!!!!!!!!

Ingunn Guðnadóttir, 1.1.2009 kl. 00:57

4 identicon

Ég mótmælti afar friðsamlega á gamlársdag.

Var stödd inni á Borginni þegar úðanum var beitt í fyrra skiptið.

Einu orðin sem ég heyrði frá lögreglunni voru:

"GAS!" (Öskrað hátt, endurtekið og ekki sem viðvörun, heldur samsíða úðuninni)

og

"DRULLAÐU ÞÉR ÚT!"(Einnig endurtekið)

Sem ég var að reyna, en "þjónar" okkar auðvelduðu mér aldeilis útgönguna með því að hrinda mér ítrekað í gólfið. Ég er alsett marblettum og sárum, en fékk til allrar hamingju ekki úða í augun, þó að hann hafi sviðið húð mína.

Skríllinn á staðnum var lögreglan.

Sigrún (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:11

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Lögga = skríll

Björgvin R. Leifsson, 1.1.2009 kl. 01:21

6 identicon

Þetta er ótrúleg lýsing hjá þér Sigrún. Það er ótrúlegt að löggann skuli gera svona án aðvarana !!!!

Djöfullsins viðbjóður satt best að segja ! Þetta er ekkert annað en líkamsárás á friðsama mótmælendur.

Ég vorkenni bara lögreglumönnum að þurfa að verja þessa skíthæla sem komu okkur í gjaldþrot. Það eru til mörg betri störf en það. Ég þekki lögreglumann persónulega sem vill að íslendingar mótmæli á virkann hátt. Honum ofbýður eins og öðrum það sem er búið að gera almenningi (lögreglan er almenningur líka)

Ingun svona innihaldslausar upphrópanir fólk sem var ekki einu sinni á staðnum eru dæma sig sjálfar.

Gleðilegt nýtt ár. Vonandi ár réttlætisins.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:40

7 identicon

Sigrún: Þú heyrðir kannski einungis "gas gas" og "farið út."

En það breytir því ekki að gasið var auglýst og fólki skipað að yfirgefa vettvang, sem það gerði ekki. Sjá meðfylgjandi slóð:

http://visir.is/article/20081231/FRETTIR01/888977318/-1

Að hlýða ekki tilmælum lögreglu er, að því er ég best veit, brot gegn valdstjórninni sem er lögbrot. Þ.e. brot á lögum sem sett voru af fólki sem var kosið á lýðræðislegan hátt af Íslendingum til þess að vernda okkur.

Svo voru þessi mótmæli til þess að trufla sjónvarpsþátt þar sem þeir sem stjórna landinu voru að ræða um atburði ársins, stjórn gegn stjórnarandstöðunni. Þannig að það eina sem þessir mótmælendur í dag áorkuðu, að því er ég fæ best séð, var að:

Ráðast gegn óbreyttum borgurum (starfsfólk hótelsins auk tæknifólksins).

Ráðast gegn lögreglu (t.d. kjálkabrotinn lögreglumaður).

Brjóta gegn valdstjórninni (neita að hlýða fyrirmælum lögreglu á vettvangi).

Eignaspjöll (Tækjabúnaður skemmdur).

Það sem þú kallar friðsamlegt þykir mér verðskulda nokkuð mörgum lítrum meira að piparúða.

Það er ekker tað því að mótmæla fyrir utan hótelið en um leið og þið komið inn á lóð þess og hlýðið ekki tilmælum starfsfólks þar þá eru þið farin að gerast brotleg.

Sumstaðar í Bandaríkjunum hefði mátt, svo dæmi sé tekið, skjóta ykkur fyrir að yfirgefa ekki lóðina sem þið voruð í leyfisleysi að troða ykkur inn á. Þetta hef ég ekki eftir öruggari heimildum en eigin minni.

Ísland er ekki eina landið sem glímir við fjárhagsleg vandræði en þau eru einna verst hérna.

Lífið heldur áfram og þegar tími kemur fáum við að kjósa eins og hefur viðgengist í þessu lýðræðisríki.

Þetta er mín skoðun og endurspeglar ekki endilega skoðun þjóðarinnar frekar en þessi hróp ykkar og köll sem þið eruð þó voða áköf í að tileinka þjóðinni.

Pálmar & Bjarni

Pálmar Jónsson og Bjarni Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:51

8 identicon

Ég hef aldrei orðið vitni að því að lögreglan á Íslandi hafi beitt ofbeldi að óþörfu.  Þó er ég búinn að lifa yfir 70 ár hér á landi. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:04

9 Smámynd: corvus corax

Í framhaldi af yfirlýsingu síðasta ritara vil ég benda á að ég er búinn að lifa í rúm 50 ár á Íslandi og hef margsinnis orðið vitni að því að lögreglan hafi beitt fólk ofbeldi að óþörfu ...margsinnis!
Ég var á staðnum þegar lögreglan hóf tilefnislausa gasárás á mótmælendur við Hótel Borg. Eitt atvik sá ég mjög greinilega. Lögregluþjónn tók einn mótmælenda hálstaki aftan frá án nokkurra undangenginna samskipta við hann áður og hélt honum föstum á meðan hann sprautaði piparúða vel og vandlega í andlitið á mótmælandanum. Mótmælandinn hafði sig ekkert í frammi en stóð til hliðar og var með hendur í vösum þegar löggan réðst aftan að honum að óvörum. Þarna þurfti ekki að beita piparúða og hvergi við þessi mótmæli því mótmælendur viðhöfðu ekkert ofbeldi að fyrra bragði, hvorki við lögguna né starfsmenn Stöðvar 2 eins og fréttamaður þar hélt fram á visir.is. Ofbeldisupptökin voru öll af hálfu löggunnar og engra annarra. Það er ég viss um að ekki hefði komið til átaka ef löggufíflin hefðu haft vit á því að hafa Geir Jón Þórisson sem sinn talsmann þarna eins og áður hefur gerst. Það er eina löggan sem á það skilið að borin sé virðing fyrir honum ...enda er það gert svikalaust.

corvus corax, 1.1.2009 kl. 04:02

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Af hverju kærið þið ekki þessa meðferð Corvus Corax?  

Ef þið hafið a. m. k. tvö vitni auk, brotaþola, að þessari meðferð sem þið lýsið eigið þið að fara til ríkissaksóknara og kæra þennan lögreglumann.  Samkvæmt þessari lýsingu er hann mögulega brotlegur.    

Svona lýsingar, og það undir dulnefni, er maður alltaf að heyra.  Þær  missa hins vegar trúverðugleika ef aldrei berast neinar kærur á meinta  fanta innan lögreglunnar.    

Viggó Jörgensson, 1.1.2009 kl. 04:27

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hef skömm á svona mótmælum, svona hegðun leysir nákvæmlega ekki neitt. Mótmælendurnir í þetta sinn eru að gera það sama og þeir sem þeir eru að mótmæla, sem er að skaða eigur annara.

Finnst það afar ódýrt að vera með ásakanir í garð lögreglunnar.

Einar Örn Einarsson, 1.1.2009 kl. 04:28

12 identicon

Pálmar Jónsson og Bjarni Jóhannsson.

Mikið svakalega málið þið ykkur sem siðblindna eintaklinga með þessum ummælum ykkar, hér vitnið þið í samklippt frétta myndband Baugsmiðils sem ykkar helstu mótsagnir gegn vitnisburði mótmælenda(Birgittu) sem var á staðnum, og talið einnig um skemmdir þegar Sigmundur hefur verið uppvís um dylgjur og lygar um  hvað fór fram í þessum mótmælum, hvar í þessari baugsklippu sjást skemmdir?

Svo orkar það mjög tvímælis að lögreglan skuli vera nota piparúða í sínum aðgerðum þegar utanríkiráðherra hefur undirritað alþjóðasáttmála um bann við notkun slíks búnaðar í aðgerðum lögreglu. 

Og farið svo að vakna af þessari draumhyggju ykkar um að alheimskreppa sé valdur þess hve illa er komið fyrir þjóðinni... það gæti td verið valdur þess að þið vaknið að þið læsuð þingræður allt frá árinu 2004.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 04:30

13 identicon

Viggó.

Eins og þú segir þá á auðvitað að kæra slíkt framferði Lögreglu, en það gæti nú kannski reynst erfitt í atburðum sem slíkum og urðu í dag þegar búið er að afnema þá skildu að lögreglu menn beri einkennisnúmer sem tengja má við hvern lögregglumann á vakt.

Ég var td friðsæll mótmælandi fyrir utan FME að mótmæla og braut engar rúður stóð með mitt spjald með mínum kröfum thats all, þær löggur sem komu þar að í sínu starfi eiga heiður skilið fyrir hvernig þær tóku á málum þar. Enn þar sá ég það svart á hvítu að engin/nn bar númer á einkennisbúning sínum. 

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 04:48

14 identicon

Ég sá myndband, sem sýndi fólk ryðjast inn á stað sem það var ekki velkomið eða boðið, og gerði það með valdi.

Ég verð því miður að taka afstöðu með þeim sem valdið beittu, því það var beitt áður af þeim sem ekki áttu það að gera og segjast ekki hafa gert. Ofbeldi er líka yfirgangur...svei ykkur, þetta var yfirgengilegur fíflagangur, ekki láta anarkista eyðileggja þetta....

blahbleh (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 05:51

15 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAH Skríll!

Það sást og heyrðist vel allt sem fram fór. Það voru sko góðar aðvaranir gefnar. Fólk fékk hellings helvítis tíma til að drulla sér í burtu.

Ekki bulla, horfiði bara á myndböndin, þá sjáið þið sannleikann.

 Ég sá þetta álengdar, stóð langt fyrir aftan mómælendahópinn og gat hlegið dátt af þessum vitleysingjum. Bara fara þegar skipað er að fara EF ÓLÖGLEGAR aðgerðir eru framdar í mótmælunum.

 Ef engin skemmdarevrk hefðu verið unnin, þá hefði þetta ekki verið gert! Ef fólk hafði bara haft hátt en ekki eyðilagt hluti þá hefði þetta ekki gerst. 

En til hvers að tala við ykkur, þið hlustið ekki.

Hallur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 08:21

16 identicon

Þessi krakkaskríll sem flokkar sig sem mótmælendur braust inn á Hótel Borg og hefði í raun átt að sitja í steininnum á nýársnótt, það var klifrað yfir girðingar það fer ekkert milli mála í myndum sem hafa verið síndar frá vettvangi.

Það var marg varða við því að gasi yrðir beitt ef krakkaskríllin kæmi sér ekki út.

Hættið að berja höfðinnu við steinin og horfist í augu við sannleikan.

Gísli (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 09:34

17 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það koma af til andartök í lífi mínu þarsem ég óska þess að ég sé trúuð. Og eitt slíkt er núna þegar ég les undirlægjuháttinn í þessum athugasemdum, - ég vildi geta beðið fyrir þessu fólki.

Gleðilegt árangursríkt nýtt ár, Birgitta. 

María Kristjánsdóttir, 1.1.2009 kl. 13:13

18 identicon

Er það UNDIRLÆGJUHÁTTUR, María, að samþykkja ekki skrílslæti og ofbeldi? Er það merki um lýðræðisást mótmælenda að þeir reyni að koma í veg fyrir opna og lýðræðislega umræðu allra flokka í sjónvarpsþætti? Er það mótmælenda að ákveða hverjir mega tala við þjóðina og hverjir ekki? Snúast þessi mótmæli þá um skoðanakúgun og fasisma, en ekki lýðræði?

Henti löggan kannski múrsteini í hausinn á sjálfri sér? Börðu starfsmenn Stöðvar 2 sig sjálfa? Skemmdist tæknibúnaður sjálfkrafa? Nei, og þessar aðgerðir gera ekki annað en að skemma málstaðinn og afhjúpa mótmælendur sem það pakk sem þeir eru. Þið eruð að gera stjórnvöldum stærsta greiða sem hægt er.

Kona (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:22

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvernig væri að fólk spyrði sig spurningarinnar - af hverju þurfti þetta að gerast? Hvað veldur því að venjulegt fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum er í hálfgerðu stríði við lögregluna? Hvað ætla yfirvöld landsins að láta lengi eins og fólkið í þessu landi sé einskis virði. Það má nefnilega ekki gleyma því að við - venjulegt fólk og börnin okkar - eru að taka á sig skuldir þeirra ríku í boði yfirvalda þessa lands. Sömu yfirvalda og hafa sama sem ekkert aðhafst síðan regluverkið sem þeir settu brást svo hrapalega að heilt bankakerfi hrundi yfir okkur. Þeir ætla sér ekki að draga þá sem ábyrgðina bera til fyrir dóm - e.t.v. vegna þess að þeir bera sjálfir stóran þátt í þessu.

Þetta er aðal málið - upp úr sýður þegar einstaklingar sem hafa engu að tapa lengur fá það óþvegið á hverjum degi frá yfirvöldunum sem settu þá á hausinn. Setningar eins og "þið eruð ekki þjóðin" eru ekkert nema olía á eld og maður spyr sig hvort einn æðsti embættismaður landsins sé hæfur í starfi en hann (hún að vísu) lætur þetta út úr sér í hvívetna?

Ef yfirvöld færu að þeirri einföldu bón fólksins landinu og boðuðu til lýðræðislegra kosninga þá væri þetta ekki að gerast - en þau neita okkur um þessa sjálfsögðu ósk.

Getur verið að þetta sé að gerast vegna þessa? Og þarf þetta að gerast þá?

Þór Jóhannesson, 1.1.2009 kl. 14:37

20 Smámynd: Ingibjörg SoS

Gott hjá þér, Birgitta að eyða ekki einu einasta kommenti á allt geðluðrulegt sem hér er skrifað (með undantekningum þó)

Mikið asskolli er líka að heyra þetta um hana Siggu. Tengdapabbi hennar nýbúinn að redda henni vinnu gegnum þá þarna hjá fyrirtækinu. Haldið þið ekki að hún hafi fengið þetta líka ofboðslega  graftrarkýli undir tábergið, - getur ekki gengið.

Bæjó

Ingibjörg SoS, 1.1.2009 kl. 15:30

21 Smámynd: Isis

ok.. ég hef ekkert annaðað gera í dag en að reyna að koma reynslu minni af mótmælunum í gær á framfæri svo ég ætla að fara svolítið ofan í þetta, sem manneskja á staðnum.

Gísli segir hér í commenti fyrir ofan: Þessi krakkaskríll sem flokkar sig sem mótmælendur braust inn á Hótel Borg og hefði í raun átt að sitja í steininnum á nýársnótt, það var klifrað yfir girðingar það fer ekkert milli mála í myndum sem hafa verið síndar frá vettvangi.

Þessi "krakkaskríll" sem samanstendur af fullorðnufólki á öllum aldri braust ekki inn á neitt hótel, fólk var í andyrinu, var með læti, truflaði útsendingu. Og eins og Birgitta sjálf hefur greint frá í bloggi fyrir neðan þetta blogg, þá vorum við beðin um að færa okkur út, sumum var ýtt út eða hrynt út, án sýnilegrar ástæðu annarar en þeirri að sýna ofurvald sitt. 

Ég skal sitja í fangelsi ef það er það sem þarf til þess að fá fram það sem þarf að fá fram, sem eru breytingar, rótækar miklar breytingar, naflaskoðun. Spillinguna burt. En þá vona ég að þú gerir þér grein fyrir því að það ert þú sem borgar fyrir það, ég skal með glöðu éta frítt á þinn kostnað.

Lögregla lokaði útgönguleiðum, það var mikið af fólki þarna á litlu svæði og það gekk hægt að komast út, við vorum þó á leiðinni út. Lögreglan var með skæting og hótanir, eins og heyrast vel á upptökum á visi.is, það var kallað 3 eað 4 sinnum "drullið ykkur út þetta eru ólögleg mótmæli, ef þið drullist ekki út þá beitum við táragasi".... Ég hélt á tímabili að þetta væri einhver brandari, hvaða lögreglumaður talar svona við fólkið sem hann á að vinna fyrir? En allavega.

við vorum föst þarna inni, lögreglan meinaði okkur útgangi, við snérum baki í lögreglu og vorum með hendur upp í loft og vorum að reyna að koma okkur út. þú getur lesið um það betur hérna, með myndum og öllu ef þú trúir þessu ekki. þeir úða á okkur algjörlega af tilefninslausu. Og það ber að hafa það í huga og hafa staðreyndirnar réttar, og þær eru að engar skemmdir höfðu verið unnar á einu né neinu fram að piparúðaoverlodi löggunnar. Það voru engin slagsmál við starfsmenn st2 né aðra og er það hrein og bein lygi að halda því fram.  

Fólk klifraði yfir girðingar til þess að komast í burtu, ekki til að ráðast einhversstaðar inn.

Það var marg varða við því að gasi yrðir beitt ef krakkaskríllin kæmi sér ekki út.

Aftur, "krakkaskríllinn" var á leiðinni út. Lögreglan þurfti ekki annað að gera en að opna útgönguleiðir sínar fyrir okkur og þá hefði svæðið tæmst á mun styttri tíma. Svona víst þeir hafa ekki þolinmæði til þess að bíða eftir að við skriðum sem sniglar þarna út.

"Hættið að berja höfðinnu við steinin og horfist í augu við sannleikan."

Ég held ég skjóti þessari setingu bara right back at ya... Hvernig væri að fólk færi að opna augun fyrir fasískum tilburðum yfirvaldsins til þess að þagga niður í mótmælum fólks sem er misboðið?

---

Og Hallur, hvernig geta mótmæli verið ólögleg, í samfélagi sem segist byggja á lýðræði, tjáninga og skoðanafrelsi í landinu?

Ef þér er misboðið eitthvað þá er það réttur þinn að tjá þig um það á opinberumvettvangi innan þeirra marka sem lögin leyfa okkur, samanber skemdmir á ríkiseignum, skemmdarverk og önnur ógn er vitaskuld ekki eitthvað sem fólk á að komast upp með, það segir sig skálft.

Málið er hinsvegar að ekkert hafði verið skemmt, og engu hafð iverið ógnað. Samt tekur Lögreglan þessa ákvörðun.

En ég bara skora á fólk að opna aftur fyrir gagnrýna hugsun og hætti að taka fréttum sem heilögu msannleik. við ættum að vera komin með það á hreint miðað við atburði innan fréttastéttarinnar að þeim ber að taka með varúð. .

Um leið og við hættum að spyrja gagnrýna spurninga þá nær spillingin að vaða uppi óáreitt... það er það sem varð okkur að falli til að byrja með.

Skora einning á fólk að skoða bloggið sem ég linkaði á

Það er fróðlegt í meira lagi.

lifi byltingin!

Isis, 1.1.2009 kl. 15:59

22 identicon

Eftir stendur afar einföld staðreynd og þið megið skoða það eins og þið viljið útfrá þeim lögum sem gilda hér á landi.

Mótmælendur ruddust inn á stað í einkaeigu þar sem þeir voru ekki velkomnir... þeir veittust þar að starfsmönnum í vinnu hjá einkaaðilum þegar átti að vísa þeim af stað þar sem þeir höfðu nákvæmlega ekkert með að vera á.

Það þarf engin video eða annað til að hægt sé að fullyrða hvorir það voru sem gengu of langt á undan - þessar einföldu staðreyndir tala fyrir sig sjálfar.

Svo vil ég biðja mótmælendur og þá hér sem eru að reyna að varpa allri sök á lögreglu, kokka, þjóna og tæknimenn stöðvar 2 að staldra við eitt andartak og hugsa aðeins..

Svona framkoma er EKKI í lagi, hvað svosem kom þar á eftir... og ef þessir mótmælendur eru svo vitlausir að fatta ekki að með svona aðgerðum eru þeir ekki að gera neinum stærri greiða en sitjandi stjórnvöldum... því um leið og farið er að vinna á saklausum borgurum og fólki að vinna sína vinnu þá hverfur allur stuðningur venjulegs fólks fyrir því sem þið eruð að gera og þið verðið að einhverjum jaðarhópsskríl sem venjulegt fólk vill ekki tengja sig við

Ég er sammála þeim kröfum sem þið setjið fram og hef mætt í mótmælin síðustu vikur

Svei ykkur fyrir að eyðileggja okkur hinum

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:08

23 Smámynd: Hulla Dan

Ég styð þessi mótmæli hástöfum og þakka öllum þeim sem mótmælendum kærlega fyrir.
Að sjálfsögðu á ekki að meiða eða klippa snúrur, en það á heldur ekki að sprauta piparúða eða öðrum svíðandi efnum í augu fólks.
Vona að mótmælendur mæti með skíðagleraugu á næstu mótmæli.

Birgitta... Þakka þér!

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 17:24

24 Smámynd: Pjetur St Arason

Þegar við búum við fjölmiðla sem þjóna hagsmunum valdastéttanna. Eins og t.d. fréttirnar af atburðunum við Hótel Borg bera vott um. Þá skyldi mann ekki undra að andófsmenn skeri á nokkra útsendingakapla og meini Geir Hilmari Haarde aðgöngu að Hótel Borg.

Auðvitað er ekki hægt að réttlæta ofbeldi, hvorki lögregluofbeldi eða ofbeldi múgæsingamanna, en eins og við höfum séð fréttamenn sjónvarpsstöðvanna Stöðvar 2 og Ríkisútvarpins haga sér skal engan undra þó að það sjóði uppúr. Afnhverju spyrja fréttamenn valdaelítuna ekki gagnrýnna spurninga eins og mótmælendur eru spurðir hér í þessu myndskeiði af mótmælunum. Hver á annars vísi, er ekki stöð 2 hér málsaðili. http://visir.is/article/20081231/FRETTIR01/888977318

Hlutlægar og sanngjarnar fréttir takk, þar sem öllum málsaðilum er gert jafnhátt undir höfði.

Pjetur St Arason, 1.1.2009 kl. 17:28

25 identicon

Styður þú líka þá furðulegu ákvörðun mótmælenda að láta þau bitna á saklausu fólki að vinna sína vinnu?

Ég get alveg lofað þér og öðrum að með þeirri furðulegu nýbreytni mótmælenda í gær hafi þeim tekist að minnka stuðning almennings við þeirra mótmæli all hressilega

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:29

26 Smámynd: Isis

Hvaða framkoma?... við færðum okkur þegar lögregla sagði okkur að færa okkur, það var hennar ákvörðun að loka útgönguleiðum sem olli því að við komumst ekki þarna út, eða það gekk mjög hægt. það var hennar ákvörðun að hleypa okkur ekki út. það var líka hennar ákvörðun að sprauta á okkur piparúða, innikróguð... við vorum fjölmörg þarna. Á lögreglan ekki að fylgja neinum reglum? Má lögreglan bara beita valdi sínu eins og henni sýnist? Afhverju var okkur ekki leyft að fara þegar okkur var sagt að "drullast i burtu"?

Hvaða ástæðu hafði lögregla til þess að beita piparúðanum á okkur? Var það af því að við vorum að syngja lagið um fingurna? (vísifingur vísingifingur hvar ert þú... hér er ég hér er ég góðan daginn daginn daginn)... Eða afþví að við vorum ekki nægjilega fljót að troðast yfir hvort annað í einhverjum hamagangi sem lögreglan var sífellt að egna okkur til og ákváðum að ganga burt á þeim hraða sem öruggastur var fyrir alla, til að enginn yrði undir. Þetta port er mjög þröngt, lögreglan tepti útgönguleiðir og lokaði þeim, hvert var vandamálið?

Við höfðum ekki skemmt neitt þegar kom að þessu meis atriði lögreglunnar, við höfðum ekki einu sinni rofið útsendingu þegar kom að þessu meis atriði heldur. Við höfðum ekki lamið neinn, og engin lögreglumaður hafði orðið fyrir grjóti þegar að meis atriði lögreglunar kom.

Ég tek ekki þátt í ofbeldisfullum mótmælum, ég fordæmi allt slíkt, og það ber að varast það að setja alla undir sama hattinn. Fólk er þarna á sínum eigin forsendum. Ekki á mína né neinna annarra ábyrgð en sjálfs síns. Ef það er rétt að lögregla hafi kinbeinsbrotnað eftir að hafa fengið í sig grjót þá eru lög í landinu sem ná yfir slíkt og ber að fylgja þeim. En ég persónulega sá ekkert slíkt, og varð ekki vitni að því þegar sá atburður á að hafa gerst.

En ég læt lögregluna heldur ekki mana mig upp í það að fara út í einhver slagsmál við sig, því það er sjálftapaður slagur,  Hinsvegar hefur lögreglan talið, (og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem þessum fasísku aðgerðum lögreglunar er beitt) að meis úði sé eitthvað sem nota má eins og hvert annað ilmavatn. Sem notast má bara eftir þörfum... en ekki aðstæðum.

Isis, 1.1.2009 kl. 17:31

27 identicon

Mér persónulega er alveg sama hvernig lögreglan stóð að því að henda þessu fólki út... það má vel vera að þar hafi full harkalega staðið að verki og þá þarf að skoða það sérstaklega

Það sem er aðalatriðið í mínum huga er sú staðreynd að mótmælendur áttu ekkert að vera þarna inni og höfðu til þess nákvæmlega engan rétt..... ENGANN

Þarna var farið yfir ákveðið strik... strik sem hefur verið virt fram að þessu..

Hótel Borg er ekki opinber bygging og starfsmenn þess eru ekki opinberir starfsmenn... á sömu sekúndu og mótmælendur fóru þangað inn óboðnir og neituðu að fara út þegar starfsmenn fóru fram á það þá hættu þessi mótmæli að vera friðsamleg

Það er svo einfalt......  

Hvað er næst? Ætlið þið að ryðjast inn á heimili fólks og neita að yfirgefa svæðið fyrr en lögregla gerir það með valdi?

Því það sem gert var í gær er ansi nálægt því og fyrir lögum er það meira að segja það nákvæmlega sama

Hvaða meðulum lögreglan svo beitti við að koma skrílnum út af þessari einkaeign óopinberra manna kemur mér nákvæmlega ekkert við...  það er upphaflegi verknaður mótmælenda sem drap alla samúð sem ég hef með þeirra málsstað

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:48

28 Smámynd: Isis

Já það er gott að vita það Kristmann, ég vona að þú eigir þá eftir að fá að prófa þennan fasisma og finna að eigin raun, algjörlega saklaus og af tilefnislausu. Það er fínt að það sé til fólk sem samþykir slíkan fasisma og viðbjóð. það er nefnilega nákvæmlega það sem yfirvaldið vill.

Lögreglan var þarna allan tíman, hún hefði getað skorist í leikinn hvenær sem er en ákvað ekki að gera það fyrr en á þeim punkti sem henni fannst mótmælendur vera farnir að færa sig full mikið upp á skaftið. Við hlýddum fyrirmælum lögreglu, sumir þurftu þess ekki einu sinni þar sem lögreglan var undarlega dugleg við að hjálpa okkur út í portið, hryndandi fólki eins og illa gerðum hlut.

Góðar stundir.

Ég læt ekki kúga mig, ég læt heldur ekki lemja mig, ég læt heldur ekki brjóta á rétti mínum og ég sætti mig ekki við það.

Isis, 1.1.2009 kl. 17:55

29 identicon

Það er ekki mitt álit sem þu þarft að hafa áhyggjur af...

Annað en 95% þjóðarinnar þá hef ég þó skoðað ótal blogg mótmælenda, skoðað myndir frá þeim og lesið þeirra upplifun á atburðum ...

Ég er þrátt fyrir það enn þeirrar skoðunar að með því að ryðjast óboðnir inn á stað í einkaeigu þar sem fyrir voru ekkert nema saklausir starfsmenn þess staðar hafi verið farið svo langt að ég get ekki stutt þar sem þar fór fram

En eins og ég sagði hér ofar þá þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur af mér... hafið áhyggjur af hinum 95 prósentunum sem gera ekkert annað en að lesa blöðin og horfa á fréttir

Og það er alveg merkilegt hversu skammt þið virðist mörg hugsa fyrst þessi augljósa staðreynd virðist fá að sigla óáreitt framhjá öllu sem heitir almenn skynsemi í ykkar kolli

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:09

30 identicon

Svo segir þú að lögreglan hafi verið þarna allan tímann

Ég sá enga lögregluþjóna á þeim myndum þegar upphaflega var ruðst inn á Hótel Borg

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:14

31 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég sé að hér hafa verið mikil skoðanaskipti - ég hvet þig Kristmann um að lesa frásögn mína af atburðunum í gær. Ég spurði einn lögreglumann sem stóð í hurðinni á Borginni hvort að vera mín þarna á gangstéttinni væri ólögleg. Hann sagði nei, hann sagði að vera mín þarna væri EKKI ólögmæt. Ég spurði ítrekað lögregluna um að útskýra fyrir mér hvað væri ólögmætt við að vera þarna og fékk engin svör nema að það væri löglegt að vera þarna fyrir utan borgina. Þannig að þú ættir nú aðeins að hætta þessum skæting - betra væri ef fólk aflaði sér upplýsinga áður en það gefur sig á vald algleymis fáfræðinnar og hætti að ráðast á fólkið sem kemur hér með raunverulegar frásagnir eins og Isis.

Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera einhver talsmaður þjóðarinnar. Ég hef satt best að segja engan áhuga á að vera slíkur - það eru aðallega pólitíkusar sem taka sér slík orð í munn. 

Ég þakka öll kommentin - stundum langar mig að hætta að blogga þegar ég sé alla þessa heift og gróusögurnar - hvernig stendur á því að svona margir bloggarar voga sér að tala svona illa um annað fólk - skammist ykkar - þið mynduð aldrei hafa hugrekki til að tala svona við fólk ef það stæði fyrir framan ykkur. En munið að allt sem þið sendið út mun koma til baka til ykkar. 

Ég vona að fólk geti sett hlutina í samhengi. Stóra samhengið er að það hafa verið framin hér landráð - við og börn og barnabörn okkar munu bera skuldaklafa sem við stofnuðum ekki til. Enginn hefur axlað ábyrgð - beinið reiði ykkar að ráðamönnum en ekki því fólk sem hefur þó dug í sér að sýna í verki að þeim standi ekki sama um það ástand sem hér er. Munið: ÞETTA REDDAST EKKI. Við verðum að hafa hugrekki til að vinna sjálf að gagngerum breytingum í samfélagi. Kommentin hér sýna með sanni að enn er langt í að fólk sé tilbúið að þroska og þróa með sér samfélagsvitund. 

Þið sem standið vaktina - þið sem þorið að andmæla því mikla órétti sem hér er stundaður - þið eruð menn og konur ársins sem var að líða.

Birgitta Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 18:16

32 identicon

Hef ég haft eitthvað út á það að setja að fólk hafi verið fyrir utan Hótel Borg?

Þú hvetur fólk til að sjá hlutina í samhengi en virðist ekki gera það sjálf - ég er búinn að segja það nokkrum sinnum hér að það sem stakk mig í augu er þessi upphaflega kolólöglega aðgerð mótmælenda að ryðja sér leið inn á stað í einkaeigu, skilur þú/þið ekki alvarleika þess verknaðar?  Þú réttlætir ekkert þann verknað með því að benda á aðgerðir lögreglu eftir það.... þú segir að ráðamenn eigi að axla ábyrgð en svo eru þessir mótmælendur ekki tilbúnir að gera slíkt hið sama

Þú segir að fólk eigi að beina reiði sinni að ráðamönnum en segir ekki svo mikið sem "sorry" vegna þeirra starfsmanna einkaaðila sem lentu algjörlega óumbeðnir í hringiðu þessara atburða í gær

Það má vel vera að lögreglan hafi gengið hart fram... en það breytir ekki þeirri staðreyn að farið var yfir öll eðlileg mörk í upphafi þeirra atburða sem leiddu til þess að lögreglan gerði það sem hún gerði...

Innbrotsþjófur getur ekki notað það sem vörn fyrir rétti að hann hafi fengið gat á hausinn þegar hann var settur inn í lögreglubílinn

Þú segir að fólk eigi að

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:26

33 Smámynd: Isis

skilur þú ekki kolólögleega aðgerð ráðamanna að "ráðast" á mig, eða öllu heldur peningana mína og gera mig, þig, börnin þín og jafnvel barnabörn ábyrg fyrir skuldum sem koma þeim ekkert við?

Má ég biðja þig um að borga minn hluta? Ég hef nefnilega engan áhuga á því að borga skuldir annarra.

Skilur þú ekki eða sérð þú ekki fáránleikan í allri spillingunni sem ENN þrífst í landinu 3 mánuðum eftir algjört efnahagslegt hrun hagkerfis landsins?

Þetta er eins og að verða vitni að bílslysi og fara rífast um það við annan vegfarenda um hvor hafi nú "klesst á fyrst", það verður engin niðurstaða, og á meðan blæðir okkur út.

Isis, 1.1.2009 kl. 18:40

34 identicon

Það er í raun hálf sorglegt að lesa svona skrifa eins og þín Isis, þú ert gjörsamlega staurblind á þessa atburði frá öðru en þínu eigin sjónarhorni.

Eigendur og starfsmenn Hótel Borgar réðust ekki á þig og þinn fjárhag, þeir eru alveg jafn mikil fórnarlömb og þú

Það er EKKI Í LAGI að fá útrás fyrir þessa reiði á saklaust fólk eða eigur annars fólks

Þú afskar þetta ekkert með því sem ráðamenn hafa verið að gera þér, eða efnahagsástandi, veðrinu eða nokkru öðru

Svona hegðun eins og hluti mótmælenda sýndi af sér er ekki í lagi og setur svartan blett á aðgerðir síðustu vikna og mánaða og gerir lítið annað en að hjálpa ráðamönnum að svara ekki kröfum mótmælenda

Þú þarft ekkert að segja mér afhverju þessi mótmæli eru... ég hef sjálfur verið að mótmæla síðustu vikur

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:04

35 Smámynd: Ingibjörg SoS

Vildi bara láta ykkur vita að Sigga er búin að láta stinga á kýlinu. Je minn eini hvað sumt fólk þarf að þjást. Á ég að skila kveðju frá ykkur til hennar? Skil alveg ef þið eruð of upptekin. Veit hún yrði samt voða glöð.

Látið mig endilega vita!

Ingibjörg SoS, 1.1.2009 kl. 19:50

36 identicon

"Þetta er aðal málið - upp úr sýður þegar einstaklingar sem hafa engu að tapa lengur fá það óþvegið á hverjum degi frá yfirvöldunum sem settu þá á hausinn."

Já, er það? Ég leyfi mér að fullyrða að mest af þessu fólki sem er að mótmæla á ofbeldisfullan hátt er alls ekki gjaldþrota og hefur flest ekki tapað krónu á kreppunni. Þetta eru háskólanemar, fyrirtækjaeigendur (eins og Eva), listamenn og frílansarar sem hafa ekkert betra að gera.

Fólkið sem hefur misst vinnuna og er að missa íbúðirnar er ekki að ryðjast inn á Hótel Borg eða að grýta lögreglumenn. Ég veit það vegna þess að ég er ein af þeim og ég þekki líka marga sem hafa tekið þátt í þessum mótmælum. ÞIÐ ERUÐ AÐ EYÐILEGGJA MÁLSTAÐ OKKAR!

Kona (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:25

37 identicon

Þessi þráður er uppfullur af tröllum

Getur einhver hér... útskýrt fyrir mér hvernig þið réttlætið skemmdir á eignum einkaaðila og árásum á saklaust starfsfólk þessara aðila?

Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju þið teljið óeðlilegt að starfsfólk stöðvar 2 reyni að varna grímuklæddu fólki inngöngu í rými með tækjabúnaði upp á miljónir króna og í eigu einkaaðila og á svæði í eign einkaaðila?

Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju þið haldið í sífellu fram að lögreglan hafi gengið of harkalega fram þegar hún var ekki á staðnum þegar þessi læti hófust (og þá meina ég þegar ruðst var inn á hótel borg)

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig hægt er að afsaka ranglæti gagnvart einkaaðilum með ranglæti sem þið eruð beitt af opinberum aðilum

Ég skil alveg mótmælin... enda verið virkur þáttakandi í þeim sjálfur - eruð þið ólæs?

Það er hlægilegt að sjá fólk svara mér hérna án þess að hafa haft fyrir því að lesa þannig að skiljist það sem ég er búinn að vera skrifa, það þarf ekkert að réttlæta mótmælin fyrir mér, eða útskýra ástæðuna.. mér er hún fullkunnug

Það EINA sem ég vil útskýringu á er hvernig þeir mótmælendur sem það gerðu, réttlæta það að blanda almennum borgurum og eignum óopinberra aðila inn í sín mótmæli..

Mótmæli eru ekki friðsöm ef í þeim felst brot á eignarrétti almennra borgara... þau eru lögbrot og í þeim felst fullkomin vanvirðing fyrir rétti samborgara sinna..

Þú réttlætir ekki ranglæti með ranglæti

Þú hreinsar ekki drullu með skít

Þú vaskar ekki upp með hlandi

Og þú mótmælir ekki stjórnvöldum með því að brjóta á einkaaðilum

 PS: Árni ... kíktu á http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_(Internet)

Þú virðist eitthvað vera að misskilja notkun þessa orðs

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:38

38 identicon

Ef ég hljóma reiður og fúll þá er það vegna þess að ég er bálreiður þessum skríl sem á nokkrum klukkutímum í gær náðu að gera að nánast engu mótmæli okkar hinnar síðustu vikur og mánuði

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:40

39 Smámynd: Isis

Já kona, það er gott hvað lífið er nú svart og hvít ha... horfir þú aldrei á fréttir? Var fólkið í fréttunum sem sást á fréttamyndum sjónvarps einungis ungt háskólafólk - fyrirtækjaeigendur - listamenn eða frílanserar? Tjah ég veit ekki hvað skal segja.

En ég er nú ein af þeim sem nærri missti vinnuna, ég er þó ein af þeim heppnu sem var endurráðin aftur, en á helmingi lærri launum en áður. Ég á minn bíl og mína íbúð sem ég þarf að borga af mánaðarlega og það nú svo komið að launin mín duga ekki fyrir því, enda hafa lán hækkað og laun lækkað. 

Ég hef engu að tapa, ég hef hinsvegar allt að vinna. Það er og var fullt affólki þarna í dag sem er í nákvæmlega sömustöðu og ég, og jafnvel verri stöðu það sem það hefur misst vinnuna.

Isis, 1.1.2009 kl. 20:45

40 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála greinarhöfundi og Isis.. takk fyrir mig.

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 21:59

41 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk fyrir síðustu færslu Birgitta og takk fyrir þessa! Takk fyrir frábær kynni á árinu sem var að líða og ég hlakka til að kynnast þér betur á því næsta..... ásamt því frábæra fólki sem ég hef verið að hitta í mótmælaaðgerðum undanfarið

EKKERT sem fólk segir til að gera okkur að glæpamönnum, skríl, hyski... og hvað þetta er allt saman snertir við mér. Ég veit að rétturinn er minn og ég ætla að nýta mér hann út í ystu æsar.

Heiða B. Heiðars, 1.1.2009 kl. 22:39

42 identicon

"en td fyrir mér sem "mótmælanda", er ger heilagt að td mótmæla EKKI fyrir framan EINKAHEIMILI þar skal vera GRIÐARSTAÐUR ALLRA SEM ÞAR BÚA !!!!!!!!!!"

Ekki eru allir mótmælendur sammála þér, Grétar, til dæmis ekki þeir sem spreyjuðu e.k. dánartilkynningu (morðhótun?) á húsnæði Björgólfs Thor nú um áramótin.

Kona (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:40

43 identicon

Eina hyskið í atburðum gærdagsins er fólkið sem kom saklausu fólki í þá aðstöðu að þurfa að slást við sig.... afar lítill hluti mótmælenda sem setur svartan blett á okkur hina

Fyrir það kann ég þeim litlar þakkir, sért þú ekki ein þeirra Heiða þá er það rétt, þú ert hvorki glæpamaður eða hyski

En maður sem brýtur eignarrétt annarra með innbroti og árás er glæpamaður, hvernig sem á það er litið

Kristmann (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:06

44 identicon

Þetta er kjaftæði og eingöngu lýsing á þinni upplifun.

Þessi FÁMENNI og FÁFRÓÐI hópur sem þarna stóð er ekki minn málssvari.  Þetta lið ætti frekar að gera eitthvað að viti (eins og að halda sig heima hjá sér) en að eyða almannafé með þessum skrílslátum. Hvað hefur þetta fólk fram að færa ? Ekki neitt. Þeirra á meðal ert þú Birgitta, sem þykist alltaf hafa eitthvað fram að færa en það kemur ekki neitt af viti upp úr þér. 

Eric Jónsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:43

45 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá! Maður fellur í stafi yfir svona gáfumönnum eins og þessum Eric þarna.

Lýsing Birgittu er hárrétt... ég veit það af því að ég stóð við hliðina á henni 80% af tímanum. 

Og ég er sammála því að fólk sem hefur ekkert fram að færa eigi frekar að þegja. Þetta komment Erics er kennslubókadæmi um slíkt

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 00:48

46 identicon

Sæl Birgitta

þar sem þú rekur atburðarrásina segir þú m.a. 

"Ég myndi ekki fara út í að berja einhvern enda er það alveg ljóst að þeir aðgerðasinnar og atvinnumótmælendur sem ég þekki hafa aldrei mælt með ofbeldi og standa ekki fyrir slíku"

Hverjir eru þessir svokölluðu atvinnumótmælendur ? 

Er þetta fólk á launum og ef svo er hjá hverjum ?

Ástæða þess að ég spyr er sú að mig vantar vinnu !

ag (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:24

47 identicon

Birgitta Þetta sem skeði inni á Hótel Borg voru ekki mótmæli heldur skrílslæti!

Það er sorglegt að mótmæli gegn stjórnvöldum skuli snúast upp í húsbrot og glæpamennsku gegn þegnum sem sitja alveg eins í súpunni og aðrir.

Það gera starfsmenn Hótelsins sannarlega og sömuleiðis Stöðvar2. Og ef óður skríll sem brýtur og bramlar hluti ryðst inn á vinnustað þess, eru þeir í fullum rétti að varna skrílnum inngöngu. Þó ekki væri nema sjálfum sér til varnar. Þetta er hótel, fullt af erlendum og innlendum gestum, og þessi skríll var með vasa fulla af flugeldum, hnífum og öðru. Fullkomið ábyrgðaleysi. 

Það hlýtur að vera æskilegra fyrir mótmælendur alla, að hafa fjölmiðla með sér en ekki á móti. Og að skemma búnað þeirra og tæki takmarkar getu þeirra og vilja í framtíðinni til að fjalla hlutlaust um mótmæli. Gleymum ekki því að ef ekki hefðu fjölmiðlar verið við önnur mótmæli eins og við Norðlingabraut værum við ansi berskjölduð fyrir Lögreglu og stjórnvöldum. Fjölmiðlar eru okkar öryggisventlar. Virðum það og vinnum með þeim til að fella rotin stjórnvöld. 

Þeir sem vilja róttæk mótmæli ættu alla vega að hafa vit og þor að beina þeim beint á þær persónur sem eiga það skilið. Farið frekar í Stjórnarráðið eða Ráðherrabústaðinn. Eða sækið Ráðherra heim.Það er bara að skemmta skrattanum að draga aðra þegna í ykkar mótmæli með valdi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:33

48 identicon

Kæra Birgitta

Þakka þér fyrir alla einlægnina og ódrepandi baráttuviljann.

Innleggin þín eru mér og mínum afar hjartfólgin því ég veit að að þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd. Við verðum öll að þola skítkastið sem yfir okkur drífur þessa dagana með þá von í brjósti að „Ljósið komi langt og mjótt...“

Áfram stelpa!

Guggan (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 06:36

49 identicon

Kristmann:

Allt sem þú hefur hér skrifað stend ég á bakvið. Ég hef nefnilega lesið allar athugasemdir hérna og meira til. Það er algert undur að fólk ekki virðist skilja hvað þú skrifar.

Vona að það séu til fleiri sem eiga eftir heilbrigða skynsemi.

Ásbjörn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:37

50 identicon

http://army.is/?prodcat=48

Afhverju hefur engum dottið þetta í hug?

En svona gamanlaust, ofbeldi gegn lögreglunni á ekki að líða!

Flestir hafa um sárt að binda á þessum tíma og þar eru meðtaldir lögreglumenn sem gera ekkert annað en að sinna sinni vinnu þó að súr sé á köflum. Ég veit af eigin raun hvað það er erfitt að fylgja skipunum sem ganga gegn manns eigin vilja en maður hlýðir yfirboðara sínum, tala nú ekki um á þessum síðustu og verstu tímum þegar enginn veit hver verður rekinn næst.

Das Kapital (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.