31.12.2008 | 20:45
Atburðarrásin á atburðunum við Hótel Borg í dag
Ég er ein af þeim sem Ingibjörg lítur ekki á sem þjóðina. Því er ég væntanlega óþjóðleg. Ég fer aldrei í mótmæli til að mótmæla fyrir aðra. Ég fer eingöngu vegna þess að siðferðiskennd minni er misboðið. Í dag mætti ég vegna þess að ég er búin að fá svo mikið upp í kok á spillingunni sem ráðamenn leggja blessun sína á með aðgerðaleysi sínu. Enginn hefur axlað ábyrgð og ég held svei mér þá að fólkið í dag hafi gert þjóðinni stórkostlegan greiða með því að hlífa henni við bráðaþunglyndi sem Geir veldur henni með því að opna sinn óheiðarleikamunn, svo lygaloðinn að það getur ekki verið heilbrigt.
Mér finnst leitt að lögreglumaður kinnbrotnaði - ég hef aldrei verið samþykkt ofbeldi. En við skulum hafa það hugfast að það var lögreglan sem hleypti þessu upp eins og henni er einni lagið.
1. Fyrst voru fyrir í anddyrinu starfsfólk Hótel Borgar - ásamt einhverju af starfsfólki stöðvar 2 - þetta fólk leit svo á að það ætti að verja hótelið (skil það svo sem alveg) og gekk fram af mikilli ákefð og var frekar ofbeldisfullt. Mótmælendur sem ég sá beittu þau ekki ofbeldi en þröngvaði sér inn.
2. Lögregla kom á staðinn og lokaði inn á Hótelið en mótmælendur voru þarna inni í anddyri og það var hrópuð slagorð í ca. 10 mínútur. Ég var aftast og hafði góða yfirsýn og sá ekki nokkurn mann skemma eitt eða neitt eða sýna ofbeldisfulla hegðun. Fólk sat á gólfinu mest allan tímann.
3. Markmiðið með að vera þarna - var að þetta var eini staðurinn á svæðinu þar sem var einhver möguleiki að það myndi heyrast í okkur. Fólk hefur væntanlega haft mismunandi forsendur fyrir því að vera þarna. Flestir voru þó sammála um slagorð eins og vanhæf ríkisstjórn og þannig held ég að stórum hluta þjóðarinnar líði: að stjórnin sé vanhæf. Markmið mitt var að láta ráðamenn vita að ég er ekki sátt á aðgerðaleysi þeirra, í aðdraganda hrunsins sem og gagnvart allri þeirri spillingu sem hefur komið upp á yfirborðið.
4. Eftir 10 mínútur var kominn mikill fjöldi að lögreglu fyrir utan og ruddust þeir út og hentu fólkinu út sem var næst útihurðinni með miklu og tilefnislausu ofbeldi. Þeir hentu meðal annars mér út - ég fann reiði við það enda hefði verið alveg nóg að biðja mig um að færa mig. Ég settist niður fyrir framan hurðina og lögreglan tók sér stöðu í hurðinni. Ég spurði einn lögreglumann hvort að það væri ólöglegt að sitja þarna, því einhver önnur lögga hafði hrópað að við ættum að fara því þetta væru ólögleg mótmæli. Gaman væri að vita hvað ólögleg mótmæli séu. Á þessum punkti var fólkið inni að syngja og við kölluðum slagorð. Ég hafði áhyggjur af fólkinu þarna inni því það var innikróað en hugsaði, "þeir hljóta að hafa lært eitthvað af aðgerðunum við lögreglustöðina."
5. Lögreglan biður okkur sem sitjum og stöndum fyrir utan hurðina að færa okkur. Ég vissi þá að þeir ætluðu að rýma inni í anddyri. Færði mig til að hleypa fólkinu út. Það sem tekur við næst er algerlega óafsakanlegt. Fólkið inni í anddyri var innilokað - því var sagt að fara en komst ekkert því lögreglan stóð í vegi fyrir þeim þegar þeir sem voru inni í húsinu hófu að úðaði á þau - sum flæktust í snúrum sem voru á gólfinu og duttu í gólfið en löggan virðist alltaf missa sig í einhverskonar paník og ótta í svona aðstæðum. Það var reyndar greinilegt á myndbandi sem ég tók upp að merkjasendingar á milli þeirra sýndu að þeir ætluðu að ráðast á mótmælendur á óvæntan hátt.
6. Loks kemst fólkið út og það vorum við mótmælendur enn og aftur sem létum vita af gasinu en ég heyrði bara lögguna öskra út út út. Fólk reiddist, ég reiddist yfir þessu og ég er enn reið. Ég myndi ekki fara út í að berja einhvern enda er það alveg ljóst að þeir aðgerðasinnar og atvinnumótmælendur sem ég þekki hafa aldrei mælt með ofbeldi og standa ekki fyrir slíku.
7. Ég var þarna um einhverja hríð og sá hvernig ég var allt í einu stödd í einhverju öðru landi en ég hélt að ég byggi við. Óeirðalöggur og þvílíkur fjöldi lögreglu hef ég aldrei séð. Þeir voru í raun og veru fleiri en mótmælendur. Þeir voru að passa upp á að við myndum ekki hrópa slagorð að ráðamönnum enda erum við óþjóðlegur skríll sem þau geta ekki hugsað sér að horfast í augu við. Þessi skríll var á öllum aldri, frá öllum þjóðfélagsstigum enda hafa þau landráð sem við stöndum frammi fyrir komið við kaunin á öllum í samfélaginu.
8. Það er hryggilegt að sjá að fólk eins og Sigmundur Ernis lýgur án þess að blikna, en það sannar það bara enn og aftur að hann hefur gert það um langa hríð. Ég bið fólk um að setja hlutina í samhengi. Það var ekki ráðist á neina upptökumenn áður en piparúðanum var beitt. Það voru engar snúrur eyðilagðar áður en piparúðanum var beitt. Ég sá ekki neina ráðast á upptökumenn frá stöð 2 en kannski hefur það gerst í dimmu húsasundi, gaman væri að sjá upptökur eða myndir af því. Ég sá að eftir að búið var að úða á fólkið í tvígang að einhver sprengdi flugeld á snúrum sem lágu í tæknibíl sagafilm en ekkert var eyðilagt áður en lögreglan réðst á fólkið algerlega að tilefnislausu.
9. Þetta voru friðsamleg mótmæli áður en lögreglan beitti fólkið ofbeldi. Höldum því til haga. Það sem truflaði mig var að horfa á andlit lögreglumanna og sjá hve þeir gátu ekki leynt eða reyndu ekki einu sinni að leyna óbeitina á mótmælendum. Við skulum líka halda því til haga að fólk mætir á svona mótmæli á eigin forsendum og hver og einn er aðeins ábyrgur fyrir sínum eigin gjörðum. Ég vona að þeir sem köstuðu múrstein á lögregluna gefi sig fram. Ég vona líka að þeir sem beittu úðanum á fólk að tilefnislausu munu verða áminntir um afglöpp í starfi.
Gas Gas Gas á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Takk Birgitta fyrir þessa lýsingu sjónarvotts.
Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 20:50
Gott að einhver kann að meta það:) gleðilegt nýtt ár Björgvin.
Birgitta Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 21:07
Gaurinn sem er þarna ber að ofan og skilur ekki hvað er að gerast. Er þetta ekki gaurinn sem braut rúðuna í hurðinni á lögreglustöðinni til að brjótast inn?
Baldur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:14
Þakka þér fyrir þessa góðu frásögn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:26
Takk fyrir ítarlegt blogg. Ætla líka að þakka þeim mótmælendum sem nenna enþá að mótmæla þrátt fyrir að ekkert sé hlustað á þá/okkur. En eftir friðsamleg mótmæli spyr maður sig hvort það þurfi ekki að gera eitthvað annað. Þá er ég ekki að tala um að kasta grjóti í lögreglu. Ljóst er að síldin er sýkt...
Jónas (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:37
Ég var þarna líka og gerði ekkert nema að standa fyrir utan hótelið. Allt í einu kom orðsending frá lögreglunni yfir hátalakerfinu að ef við færðum okkur ekki yfir á Austurvelli mundi þeir nóta gas.
Þegar við forum var einn lögga að koma með helling af kylfum.
Ég fann að þeir voru að kynda upp til ófriðar.
Gott nýtt ár án spillingar.
Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 21:52
Hárrétt lýsing á atburðarrásinni. Var þarna á sömu forsendum og þú. Það var ótrúlegt að horfa á lögreglu byrja að spreyja á flólk sem sat ÚTI piparúða (sem samkvæmt alþjólegum samþykktum er ólöglegt vopn - og utanríkisjárnfrúinn hefur bæði samþykkt og staðfest).
Ég varð fyrir sjokki að sjá þessa valdbeitingu - trúi ekki að þetta sé á Íslandi. Næst mæti ég með gasgrímu!
Þór Jóhannesson, 31.12.2008 kl. 22:04
Óska þér og þínum innilega gleðilegs árs, kæra frænka. Baráttukveðjur frá Akranesi!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2008 kl. 22:21
Takk fyrir þessa lýsingu og þakka þeim sem stöðvuðu skrípaleik ráðamanna í beinni útsendinu. Gleðilegt á!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 23:02
Bara stórt takk fyrir að lýsa staðreyndum. ...............................og, já, ég er líka komin með upp í kok. Oj bara.
Ætla að eiga stund með sjálfri mér, flugeldum, ástvinum og verndarenglinum mínum nú rétt á eftir, þegar Nýtt ár gengur í garð.
Hjartans kveðjur til ykkar allra
Ingibjörg SoS, 31.12.2008 kl. 23:20
Elsku Gurrí mín sömuleiðis - viltu gefa öllum ættmennum mínum knús - verðum svo að fara að rekast hvor á aðra í raunveruleikanum á nýju ári:)
Þór ég segi það sama - ég varð alveg foxill yfir að horfast í augu við í hverskonar samfélagi við búum við. En ég fyrst og fremst varð ég enn og aftur fyrir sjokki.
Heidi - það er svo vont að heyra svona en því miður er þetta það sem við megum eiga von á að verði í sí auknum mæli og að lögreglan mun verða sífellt agressívari... það var ótrúlegt að horfa upp á alla þessa óeirðalögreglu - mætti halda að það væri engir borgarar sem lögreglan þurfi að sinna...
ég óttast ofbeldi en tel að það sé alls ekki nauðsynlegt - hvet fólk til að beita borgaralegri óhlýðni en markmið hennar er að trufla en aldrei beita ofbeldi sama hvað er í gangi.
en gleðilegt ár - við megum aldrei gleyma að einstaklingar geta breytt heiminum og þess vegna skipta aðgerðir okkar allra máli :)
Birgitta Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 23:36
Takk fyrir skrif þín og allt þitt góða starf í þágu réttlætisins á árinu 2008. Ég óska þér gleðilegs árs og vona að það verði áhugavert á allt annan hátt en árið 2008.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:05
Sigmundur Ernir lýgur ef það hentar honum. Það veit ég. Algjörlega vanhæfur blaðamaður og alveg merkilegt að hann skuli hanga endalaust í fjölmiðlum. Það hlýtur að vera til betra fólk í þessar stöður.
Jónas (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:02
Takk fyrir þetta Birgitta. Ég var þarna líka en sá ekki atburðarrásina. Það eina sem ég sá var "fullorðið" fólk á aldur við mig, sem hrópaði "vanhæf ríkisstjórn".....og við héldum nú að við byggjum við málfrelsi.
Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:51
Þakka þér fyrir að skrifa niður frásögn þína af mótmælunum, Sigmundur Ernir hefur nú þegar þurft að éta ofan í sig dylgjur sínar í ummælum um mótmælin og það hrannast upp frásagnir um lygar hanns um þær skemmdir sem eiga hafa átt sér stað þarna. Enda kannski ekki nema von þegar hann á í hlut hlíðinn sjallalýdda sem hann er og þar að auki Baugsþegi. Af youtube myndbandi sem ég sá í kvöld er ekki annað að sjá enn að lögreglan ætlaði sér að gera læti ( lævísar löggur sem gengu um á milli sín inn um friðsama háværa mótmælenda að láta vita að nú yrðu löggu læti, og já eins og þú segir þá heyrði ég þar ekki lögguna kalla fram gas áður enn hún lét gusuna ganga yfir fólk.) Lögreglan þarf að svara fyrir framferði sitt í þessum mótmælum og það þýðir ekkert fyrir hana að skýla sér á bak við múrsteina kast eintaklings þar sem mótmælendur fordæma framferði þess manns.
Borgaraleg óhlýðni er það sem við eigum að sína þessu hrokaliði.
Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:53
Takk kærlega fyrir að skrá þetta svona skilmerkilega niður.
Þessi frásögn þín passar við þær video myndir sem ég hef skoðað á netinu.
Eftir að hafa upplifað "fréttafölsun" af friðsömum mótmælum á Austurvelli í nóvember þá trúi ég ekki öllu sem ég les í blöðum , því miður er fáir blaðamenn hér á landi en nokkrir "fréttamenn" sem búa til fréttir sem henta greinilega ráðandi öflum.
Enn og aftur takk fyrir þína frásögn.
Ásta B (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 04:25
Skelfing er að vita hvað farið illa með ykkur greyin sem þó gerðuð ekkert af ykkur annað en að ryðjast óboðin inn í annarra manna hús með hávaða og skemma og brjóta þegar ykkur var vísað á dyr.
Ljótt er að heyra. Þið sem eruð svo góð og göfug. Þetta er óréttlæti.
Rutseg (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 05:54
Fínt blogg.
Hvernig væri það ef rafbyssurnar hefðu verið lögleiddar?
Auðvitað eru mótmælendur fólkið í landinu. Skil ekki yfirlýsingar ISG.
Ólafur Þórðarson, 1.1.2009 kl. 06:47
Takk Birgitta og gott nýtt byltingarár.
Rut Sumarliðadóttir, 1.1.2009 kl. 10:24
Lögreglan sagði mómælin vera ólögleg, og þess vegna mátti hún henda öllum úr portinu. Veit einhver í hvað lögreglan vísar? Hver úrskurðar um slíkt? Eða er þetta bara geðþótta-ákvörðun lögreglunnar að ákveða að mótmælin í portinu séu ólögleg, en fyrir utan portið séu þau "okay"?
En ég var þarna að fylgjast, m.a. sem blaðamaður, en þetta er í annað skipti sem lögreglan tekur mig og hendir mér af tilefnislausu í allar áttir (einn lögreglumaður fleygði mér á annan, og skammaði mig síðan fyrir að "beita lögregluna ofbeldi" þegar ég skelltist á hann og fleygði mér þá bara í aðra átt - á mótmælanda) á meðan hún leyfir öðrum ljósmyndurum og blaðamönnum að standa hjá og koma sér sjálfum í burtu (sem ég var að gera þegar vöðvastæltum lögreglumanni fannst samt ástæða til að hrinda mér nokkrum sinnum). Eini munurinn sem ég sé á þeim blaðamönnum sem fengu að labba sjálir, og mér sem var bara fleygt út og suður, er vissulega að ég er lítil og létt kona á meðan hinir fjölmiðlamennirnir eru um 100 kíló karlmenn. Kannski þarf einhver að segja löggunni að stelpur sem eru undir 100 kílóum geti líka verið blaðamenn.
Þetta má sjá á nokkrum myndum - hvernig hún ýtir öðrum í burtu á meðan hún sýnir sumum (stóru og karlmannlegu) blaðamönnum og ljósmyndurum meiri stillingu:
http://www.hehau.blog.is/blog/hehau/image/761932/
http://www.hehau.blog.is/blog/hehau/image/761952/
Ég veit að þetta er svoddan raus - og ég hef ekkert fyrir mér nema bara eigin reynslu - en mér er bara enn þá illt í hálsinum og bakinu eftir þessar tilefnislausu barsmíðar. Mér finnst verst að ég var að labba út úr portinu eins hratt og auðið var þegar lögreglan ákvað að best væri að nota líkama minn trekk í trekk til að ýta á alla þá sem voru fyrir framan mig á meðan hinir fjölmiðlamennirnir fengu að standa hjá, labba sjálfir út, og vinna sína vinnu.
Bryndís B (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:04
Ágætis blogg Birgitta,
Aldrei hef ég kosið Samfylkingu og mun sennilega ekki kjósa en mikið er ég sammála Ingibjörgu.
Þú varst allavega ekki að mótmæla í mínu umboði og miðað við að ég sé jafn mikið "þjóðin" og þú, þá varstu ekki að mótmæla í umboði þjóðarinnar. Til þess þarf mun fleiri en 200-300 hræður.
Ég er fullfær um að ráðstafa mínu umboði sjálfur í með eða mótmælum en get aldrei talað fyrir fleiri en sjálfan mig.
Ég var ákaflega hlynntur þessum mótmælum til að byrja með en þegar fólk fer að tala um sig sem þjóðina er ég ekki sáttur því ég er ekki til sölu eða leigu og tala fyrir mig sjálfur en ekki mótmælendur á Austurvelli.
Kveðja Siggi
Siggi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 15:51
Mér finnst margir hérna ótrúlega einfaldir og hreinlega heimskir að halda því fram að mótmæli séu friðsamlega þegar fólk ryðst inn á einkaeign annara. Það eitt og sér gerir mótmælin ólögleg. Innbrot inn á einkaeign og einkalóð er ólöglegt og því skil ég bara ekki þá einfeldni að halda því fram að eitthvað sé löglegt við það. Hliðið sem þið ofbeldisseggirnir fóruð yfir var lokað og það ekki að ástæðulausu því þarna fyrir innan var einkaeign sem eigendur vildu ekki hleypa óviðkomandi að. Starfsólk neitaði fólki um inngöngu í húsið eftir að hafa brotist inn á einkalóð en mótmælendur hlustuðu ekki heimtuðu inngang í húsið líka með ofbeldi og látum. Sér fólk virkilega ekki ólögmætið þarna? Hversu mikla heimsku þarf til þess að búast við því að slíkur gjörningur geti átt sér stað án þess að þurfa að taka afleiðingum?
Aðalatriðið er það að þarna var fólk inni á einkalóð og inni í einkaeign í óþökk eigenda lóðarinnar og hússins og fólk undrast þegar það er beðið að fara.
Ingvar (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 15:53
Kærar þakkir fyrir góða og ítarlega frásögn.
Ég hef aldrei skilið að ráðamenn geti, eða þykist geta, pantað sér friðsamleg og "lögleg" mótmæli. Getur einhver skýrt það út fyrir mér?
Ef ég mótmæli óréttlæti og misbeitingu valds og jafnvel landráð, eins og mér finnst að starfsmenn þjóðarinnar, þ.e. alþingismenn, hafi haft í frammi, þá áskil ég mér þann rétt að hafa mig í frammi, engu minna en þeir.
Eins áskil ég mér rétt til að mótmæla án þess að hafa fengið til þess leyfi frá yfirvöldum eða drengjum í lögreglunni hvort og hvernig ég megi mótmæla lögbrotum valdhafa og ofbeldi því sem þeir fremja í skjóli þinghelgi sinnar.
En það var mjög fróðlegt að fá fram þessa frásögn og ég tek undir ósk þína um að sá sem kastaði steininum gefi sig fram, sem og lögregluþjónarnir sem beittu fólk ofbeldi. Eins óska ég eftir því að þeir komi fram undir nafni sem tjá sig opinberlega um gjörðir annarra og af gefnu tilefni er þessari ósk beint til nafnleysingjanna hér:
Höfum umræðuna opinskáa og gansæa. Gleðilegt ár kæra þjóð sem þjáist vegna vondra verka spillingarafla og þjóna þeirra.
Viðar Eggertsson, 1.1.2009 kl. 16:52
Er þetta ný baráttuaðferð? Að lögreglumenn séu farnir að setja inn athugasemdir á bloggsíður undir dulnefnum.
Ef einhverjir eru nytsamir sakleysingjar, þá eru það slíkir menn. Auðvitað mega lögregluþjónar hafa skoðanir eins og annað fólk en af hverju þora þeir ekki að hafa aðrar upplýsingar um sig en. (IP-tala skráð) og hugsanlega felunafn fyrir framan?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:59
Sæll Húnbogi.
Fjandin fjarri mér að ég sé í löggunni. Fyrr frýs í helvíti heldur en ég verði starfsmaður þar. Ég er hins vegar ekki heldur moggabloggari og þess vegna kemur aðeins nafnið mitt og ip tala vistuð en ekki falleg mynd eins og af þér.
Ég er algjörlega klár að standa við nafnið mitt hvar og hvenær sem er en hvorki þú né Birgitta getið verið "þjóðin" frekar en ég.
Að kalla mig nytsaman sakleysingja af því ég styð ekki þessi öfgakenndu mótmæli segir meira um þig en mig.
Við út á landi höfum kannski örlítið öðruvísi heimsýn en þið og hugnast hvorki að vera kallaðir "nafnlausir" blogghugleysingjar né nytsamir sakleysingjar.
Ég er klár að mæta þér hvenær og hvar sem er, hvort í net eða kjötheimum Húnbogi en með ofbeldi fer ég ekki frekar en fyrri daginn
Siguður Ólafsson
Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:28
Vá hér hefur greinilega verið mikið orðræðufjör. Ég þakka öll kommnetin bæði þessi málefnalegu sem og vitleysuna. Vitleysan og gróusögurnar er ágæt heimild um ástand þjóðarsálarinnar:) Það hafa allir rétt á sínum skoðunum en ég vil enn og aftur biðja fólk um að lesa færsluna í gegn áður en það afhjúpar að það veit ekki neitt hvað það er að tala um.
Birgitta Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 17:31
Þetta er óhugnanleg lýsing !
Nú veit maður hverjir eru ofbeldisseggirnir .
Hvað skyldi gerast 3. jan ?
Ég fyrirlít ofbeldi í " allri mynd " , en ætla nú samt á Austurvöll á laugardag og ástunda mín þöglu mótmæli , eins og hingað til .
Af hverju getur þetta " sjórnarlið " ekki skilið að við viljum þau ekki.Berum enga virðingu fyrir þeim og spillingunni ?
Kristín (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:25
Gleðilegt nýtt ár Birgitta og takk fyrir mjög góð og ítarleg skrif. Ég held að margir skilji það ekki að í lýðrræðisríkjum er réttur til að mótmæla. En í öllu ..hvort sem það eru mótmæli eða eitthvað annað eru alltaf öfgar óg því miður oft það sem skemmir fyrir málstaðnum hverju sinni.. En í fasistaríkjum þá eru mótmæli meðhöndluð á sama hátt og löggjafinn gerir í þessu tilfelli...
Set þessvegna allan listann um fasista merkin 12 ( eru reyndar af mörgum talin vera 14)
12 varúðar merki um fascisma.
1.Upprifinn Þjóðerniskennd.
Facista stjórn hættir til að nota stöðugt þjóðrækna ímynd, slagorð og merki-
Þjóðfáninn er allstaðar opinberlegur. Yfirgangur heimastjórnarinnar er aftur útskýrður sem hlutskifti/örlög – óbeðnum mikilleika þröngvað upp á þjóðina með sagnfræði.
Það er þetta sérkennilega megin inntak ábyrgðartilfinningar sem að núna vekur fyrst og fremst upp fascista ríki, þrátt fyrir undanfarandi þvinganir, ekki lengur bundin af alþjóða-skuldbindingum, milliríkja samningum eða lögum.
2. Borið kennsl á óvininn.
Þessi þjóðerniskennd er þekkt sem eining gegn óvininum –
Almenning er safnað saman, sameinaðir í föðurlandsást og/eða gegn einhverri sameiginlegri ógn:
Kommunistum, frjálslyndum, kynþáttum, þjóðfræðislegum eða trúarlegum minnihlutahópum,
þeim sem eru meira menntaðir, samkynhneigðum, hryðjuverkahópum o.s. frv.Skilaboð fylkisins eru stundum sett fram á þann hátt að sem auðveldast er að bera kennsl
á trúarlega þemað. Þótt ótrúlegt sé þá er þetta tungumál notað jafnvel þegar kenningin sýnir til fullnustu að merkingin sé gjörsamlega hið gagnstæða.
Allur ágreiningur er skilgreindur sem “ tekur afstöðu með óvininum”, og þessvegna landráðamaður.
3. Réttindi hverfa.
Lítisvirðing fyrir mann- og sjórnmálalegum réttindum-
Fasista stjórnarfar hlúir að tilbúnu óttakenndu andrúmslofti af ásettu ráði, með því að magna upp stress og hræðslu.
Borgaranir fyllast eðlilega þörf fyrir öryggi og eru auðveldlega taldir á að hunsa misþyrmingu í nafni öryggis.
Þeir fáu sem enn efast, verða fyrir yfirgangi og rógburði með þvingandi aðgerðum.
Lagaleg réttindi, ef að einhver eru enn til staðar, eru notuð til kúga fólk til samþykktar möglunarlaust, með einstaka formlegri mótspyrnu.
Dómskerfinu hættir til að verða aðgerðarsinni til stuðnings sjónarmiða ríkisins.
Almenningur horfir oftast framhjá eða jafnvel samþykkir af ákafa að réttindi séu afnumin.
Hugtakið um einstaklingsbundin grundvallarréttindi, er skift út gegn loforðum alræðis ríkisins um öryggi.
4.Launungar krafist.
Þráhyggja í sambandi launung og þjóðaröryggi-
Störf stjórnvalda verða í auknum mæli falin. Dregið er úr efasemdum í sambandi við hið opinbera. Frá skrifstofu tali við vatnskælinn og upp allan valdastigann, kemur varfærni í máli og launung að lokum sjálfkrafa. Vandræða spurningar eru þaggaðar niður og allt umhverfið sætir nákvæmri rannsókn af einni ástæðu, “ þjóðaröryggi”.
5.Hervald lofsungið.
Yfirburðir hervalds-
Stofnsetning hervalds fær í röngu hlutfalli, hlut af auðlindalögsögu ríkisins, jafnvel þannig, að brýnar þarfir fjölskyldunnar eru vanræktar.
Þetta tryggir tilgang bæði til vegsamar opinberlega, sem og skarprar viðvörunar, gegn mögulegum óróa borgaranna, það að veldi ríkisins er nálægt, tilbúið til að nota sína stórkostlegu yfirburði til ofbeldis.
6.Fyrirtækjum hlíft.
Vald fyrirtækjanna er verndað –
Að jafnaði er það hluti af heldra fólki sem leikur aðalhlutverkið í viðskiftunum, við að koma fasistum til forystu yfir þjóðinni, oft með óþverra brögðum.
Hjónaband mikilla auðæfa og hreins ofbeldis, er oft talið af sagnfræðingum,aðalsmerki og uppistaða fasisma.
Þegar þessi viðskifta- stjórnvalda – hernaðar hagsmunir sameinast, þá verður sú ógn þegar að verkalýðurinn sameinist greinilega augljós.
Verkalýðsfélög og þeirra stuðningssamtök velja sér aðstoðarmenn sem hallast að þessum
stjórnunaraðferðum ef ekki þá eru þau miskunnarlaust bæld niður og upprætt eins fljótt og mögulegt er.
7.Spilling látin viðgangast.
Siðspilling fær að vaxa hömlulaust-
Fasista ríki halda utan um vald sitt í gegnum tiltölulega litla hópa sem hafa sameinast, sem kjósa eða útnefna hvern annan innbyrðis í stjórnunarstöður í ríkisstjórninni, viðskiftum eða hernum.
8. Fjölmiðlum stjórnað.
Eftirlit með fjölmiðlum –
Stundum er fjölmiðlum stýrt beint af ríkisstjórninni af klaufalegum undirtyllum.
Á öðrum tímum eru það viðkunnalegir innanfélagsmenn sameiginlegs fjölmiðils sem að mótar stefnuna óbeint og þess vegna faglegri.
Reglulega eru ímyndanir/myndir spunnar upp sem “fréttir” og eru kynntar með öndina í hálsinum og með leiftrandi fyrirsögnum.
Æfð þula af fastheldinni endurtekningu gerir jafnvel augljósustu lygi mjög ásættanlega með tímanum. Með ásetningi verður málfarið sjálft og starfsfólkið ákaflega samdauna og mun framfylgja því að ýta almennum skoðunum “ út úr aðal umræðunni”.
Allar umræður sem eftir eru, lúta skilmálum og eru naumlega útskýrðar, til hagsbóta fyrir stjórnina. Auðveldara verður að hafa yfirsýn með þeim sem eru ósammála og frábrugðnir. Ritskoðun og “sjálf-ritskoðun “, sérstaklega á stríðstímum er algeng.
9.Stjórnlaust kynjamisrétti.
Stjórnlaust kynjamisrétti-
Ríkisstjórnum fasista ríkja hættir til að vera svo til algjer karlaveldi.Hefðbundnar kynjaímyndir eru skapaðar, jafnvel gerðar enn strangari og ýktari. Fordæming fóstureyðinga og samkynhneigðar, er yfirleitt innrætt á breiðum grundvelli í stefnumálum.
10. Menntafólk kúgað.
Fyrirlitning á velgefnum einstaklingum –
Fasista ríkjum hættir til að skapa öfgakennt og óvinveitt umhverfi gegn almennum gagnrýnum skoðunum, sérstaklega akademískum. Hugmyndafræðilega rekin “vísindi” eru hafin til metorða og styrkt rausanarlega, á meðan framsetning sem samræmist ekki sjónarmiðum ríkisins er fyrst hunsað, síðan véfengt og gert að athlægi og að lokum rutt í burt.
Það er ekki óalgengt fyrir akademíur að þær séu þvingaðar til að ráðast á vinnu samstarfsmanna sinna. Ritverk eru ritskoðuð; kennarar reknir og handteknir.
Frjálsa og listræna túlkun í verkum er ráðist á opinberlega, það sem til er, talið óþjóðernislegt og oft eyðilagt opinberlega.
11. Lögreglan hervæðist.
Þráhyggja í sambandi við glæpi og refsingu –
Fasista ríki eru oft gjörn á að líta framhjá misþyrmingu lögreglu og fórna réttindum borgaranna í nafni þjóðerniskenndar.
Langar fangelsisvisstir fyrir það eitt að móðga stjórnmálamann, pyntingar og síðan aftökur eru fyrst "óþægindi" og eru látin viðgangast, og verður að lokum litið á sem reglu.
Oft er alríkislögreglunni veitt ótakmarkað vald til að snuðra/njósna um borgarana Eftirlitskerfi og uppljóstrarar eru hafðir í vinnu, bæði til að fylgjast með samkomum mennntafólks og eins til þess að einangra nágranna og samstarfsmenn og skapa vantraust þeirra á milli.
12. Atkvæðum stolið.
Fölsuð atkvæði –
Í ringulreiðinni sem skapast þegar fasistar eru að rísa upp til valda, þá verður kosninga umhverfið verulega ruglandi, spillt og hagrætt. ( minnir á svokallaða kosningu Bush 2000. Agný).
Það er rísandi opinbert vantraust yfir því sem almennt er talið vera fölsuð og hagrædd atkvæði með áhrifamætti peninga, greininlegrar hlutdrægni fjölmiðla, rógburða herferðum, hagræðingu atkvæða, dómsíhlutun, þvinganir, eða afdráttarlaust úthlutað stjórnarstöðum.
Fasistar við völd hafa verið þekktir fyrir að nota þessa ringulreið sem réttlætingu til að fresta kosningum um óákveðinn tíma.
Þýð.Agný.
SVONA LÍTUR LÖGREGLURÍKI ÚT!! VIDEO This is What A Police State Looks Like
http://agny.blog.is/blog/agny/entry/448397/
http://agny.blog.is/blog/agny/month/2008/4/
Agný, 1.1.2009 kl. 19:27
sæl Birgitta
þú segir hér að ofan
"Ég myndi ekki fara út í að berja einhvern enda er það alveg ljóst að þeir aðgerðasinnar og atvinnumótmælendur sem ég þekki hafa aldrei mælt með ofbeldi og standa ekki fyrir slíku"
Hverjir eru þessir svokölluðu atvinnumótmælendur ?
Er þetta fólk á launum og ef svo er hjá hverjum ?
Ástæða þess að ég spyr er sú að mig vantar vinnu !
"
ag (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:06
Sæl Birgitta og kærar þakkir fyrir greinargóða lýsingu á atburðum enn annarrar vel heppnaðrar mótmælaaðgerðar, sem fjölmiðlar vinna sorglega hörðum höndum að því að skrumskræla og láta líta út sem eitthvað allt annað en hún var!
ag, ertu að grínast, eða getur það verið að til sé fólk sem raunverulega trúir því að mótmælendur fái borgað einhversstaðar frá? Hver í ósköpunum ætti að borga þeim sem mótmæla kapítalisma til dæmis? Sérðu ekki þversögnina í þessu???
Kv. Gunnar
Gunnar L. (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 04:13
Blessuð! og takk fyrir síðast. Ég er mjög ánægð með þessa færslu hjá þér. Ég var ekki eins nálægt þungamiðju mótmælanna þennan dag og þú. Er ekki eins hugrökk og þú og aðrir sem þar voru.
Það sem ég sá og heyrði þennan dag veldur mér sorg. Það sem ég hef séð og heyrt síðan um atburðarrásina þennan dag hefur aukið við hana.
Ég er sammála Agný að það sem ég horfði upp á minnir á fasisma. Ég sé ekkert sem réttlætir það að lögreglan beitti þetta fólk piparúða. Mér finnst beiting hans við þessar aðstæður eingöngu bera vitni um valdníðslu og heigulshátt!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.1.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.