Leita í fréttum mbl.is

Áskorun til forseta Íslands

Hér er áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnainnar.

Ef þú ert sammála þá vinsamlegst klipptu afrit af áskoruninni og límdu í tölvupóst til

forseti@forseti.is,

oth@forseti.is

Vinsamlega senda "Cc" á netfangið

askorun@this.is - svo við getum fengið einhverja hugmynd um hversu margir taka þátt.


ÁSKORUN

TIL

FORSETA ÍSLANDS

Við landsmenn förum þess einarðlega á leit við yður, hæstvirtan forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson, að þér í krafti embættisins hafnið samþykki á fjárlögum þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram.

Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu.

Frumvarpið er mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilium, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð. Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu.

Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkstjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.

Frumvarpið mun einnig staðfesta hagstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi næstu árin og binda börn okkar og jafnvel barnabörn á skuldaklafa um langt árabil. Frumvarpið er samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafvel kúgun frá ESB og er því aðför að fullveldi Íslands.

Núverandi ríksstjórn ber að stórum hluta ábyrgð á hvernig komið er og er rúin trausti. Þar sem hún var kjörin við allt aðrar aðstæður og til allt annara verka er hún í sjálfu sér umboðslaus til að takast á við verkefnið. Þar sem núverandi Alþingi hefur að því er virðist nánast lagt sjálft sig niður, þá er það óskoruð krafa okkar að þér synjið frumvarpinu samþykkis og að það muni í framhaldinu finna viðeigandi sess á öskuhaug sögunnar.

Ef einhvern tíma í sögu lýðveldisins hefur tilefni verið til slíkrar aðgerðar er það nú. Við landsmenn eigum skýlausan lýðræðislegan og siðferðislegan rétt til þess að fá að segja hug okkar um þetta frumvarp og þar með framtíð þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Landsmenn gegn ríkisstjórninni

mbl.is Forseti hafni fjárlagafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Úr stjórnarskrá

 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Heidi Strand

Er búin að senda.

Hvenær förum við til Bessastaðir?

Heidi Strand, 17.12.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hann ætti að hafna lögunum og segja svo af sér. Sýna hinum lénsherrunum fordæmi. En því miður þykir honum vænna um titilinn en þjóðina.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.12.2008 kl. 21:00

4 identicon

Fari svo að forseti hafni lögunum, ber honum skylda til að bíða eftir niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Fari svo að lögin veri felld hefur forsætisráðherra aðeins þrjá kosti að mínu mati. Að breyta lögunum og bera þau aftur upp við þingið, að segja af sér eða að rjúfa þing og boða til kosninga.

 

Fari svo að lögin verði samþykkt fer gamanið að kárna á Bessastöðum. Þá er forsetinn komið í andstöðu við þjóðina, þyrfti að segja af sér en gæti það ekki vegna þess að það væri engin til að taka við. Við höfum nefnilega engan varaforseta. Og það þarf atbeina forseta til að mynda ríkisstjórn.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Ætla að vona að sem fæstir skrá sig enda sjaldan séð heimskulegri áskorun!
Hvað viljið þið í staðinn aldrei hafið þið nein svör eruð bara á móti öllu til að vera á móti öllu.

Kreppa Alkadóttir., 17.12.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Auðvitað ætti maðurinn að neita skrifa undir lögin og segja af sér í leiðinni. Þá getur hann farið með vinum sínum auðmönnunum burt

Guðrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 08:32

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vona að sem flestir skrifi undir..fjarvera forseta er æpandi. Hvar stendur maðurinn eiginlega og hvar er nú sameiningartákn þjóðar á ögurtímum. Mæli með að Kreppa og hennar líkar fái að fylgja með þegar þessu pakki verður fleygt úr landi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 08:45

8 Smámynd: molta

búinn

molta, 18.12.2008 kl. 10:46

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ólafur ætti að segja af sér.

Var það ekki hann sem heiðraði útrásarvíkingana. Já það var hann sem gaf grænt ljós á að hirða allt fé Íslensku þjóðarinnar.

Nú er Tryggvi Jónson farinn úr bankanum. Næst verður Það forsætisembættið og allt það bruðl. Hvað höfum við með þetta peningaúrstreymi að gera væri ekki betra að nota þá peninga í þarfari hluti fyrir okkur vinnandi þjóð.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 11:01

10 identicon

Skrifa undir

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:01

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta virðist afar gáfuleg tillaga, sennilega stoppuðu þá allar ríkistofnanir fljótlega upp úr áramótum þar sem þær hefðu enga laga heimild til fjárveitinga úr ríkissjóð.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.12.2008 kl. 11:17

12 Smámynd: molta

Já, eins og þeir fari 100% eftir lögum, aldrei heyrst um stofnanir sem fara framúr lögunum, neinei, bara allt lokað og læs þegar buddan er tóm.  

molta, 18.12.2008 kl. 11:29

13 identicon

Búin

Sólveig Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:12

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það væri líkt Bessastaðarugludallinum að verða við bón ykkar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.12.2008 kl. 18:15

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er búin að senda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband