Leita í fréttum mbl.is

Smá ljóstýra í hamförum

Finnst rétt að hrósa Birni fyrir þessa ákvörðun - ég hef fylgst með máli þessara manna og fagna þessari ákvörðun. Áður en rasistarnir sem finnast þeir þvingaðir til að tjá sig hér vil ég hvetja þá til að lesa eftirfarandi bréf sem birtist í morgunblaðinu í dag og ég fann inn á Silfri Egils. Vona að hann Ólafur Halldórsson sjómaður fyrirgefi mér að birta bréfið hans. En það snart mig og þess vegna fagna ég enn meir - því eftir lestur þess fann ég til vonleysis þess sem veit af miklum harmleik en getur ekkert gert til að hindra hann.

"HÖRMUNGAR miklar dynja nú yfir heimsbyggðina, og yfir okkur eyjarskeggja sér í lagi, að mér skilst. Fyrirtæki og einstaklingar missa og tapa sem aldrei fyrr. Sumir tapa öllu sparifénu sínu, aðrir tapa jafnvel peningaupphæðum sem venjulegt fólk kann ekki að telja upp í. Enn aðrir missa bara móðinn (hafa kannski engu öðru að tapa). Þjóðin, sem fyrir fáeinum vikum síðan var ríkasta, óspilltasta og hamingjusamasta þjóð í heimi, er nú bláfátæk, gerspillt og hundfúl. Tilveran er sannarlega hverful - og afstæð.

Nóg um það, mig langar að vekja máls á allt annars konar kreppu - á Íslandi. Mig langar að segja aðeins frá vini mínum Matta. Hann heitir eiginlega Mehdi, en hann er búinn að dvelja svo lengi á Íslandi að í mínum augum er hann löngu orðinn Matti.

Matti vinur minn er flóttamaður frá Íran. Hann barst hingað til lands fyrir fjórum árum síðan, í miðju »góðærinu«, á flótta undan lífshættu. Hann var minniháttar skrifstofublók í Íran, ríkisstarfsmaður. Honum urðu á afglöp í starfi, hann týndi einhverjum leyniskjölum. Í flestum siðmenntuðum löndum er mönnum í versta falli vikið úr starfi fyrir það, en í Íran er slíkt líflátssök.

Nú er það svo að á Íslandi tökum við helst ekki við flóttafólki, nema algerlega tilneydd, af Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum. Og þá fáeinum útvöldum, sem embættismenn velja í flóttamannabúðum heimsins. Ef þeir dúkka upp sjálfir er þeim án undantekninga neitað um landvistarleyfi, þeir geta áfrýjað eitthvað, en fá í fæstum tilfellum neitt út úr því nema aðeins lengri dvöl í flóttamannabúðunum í Keflavík og eru síðan sendir til þess lands sem þeir komu frá til Íslands og þaðan - ja Guð má vita hvert - og hvað. Það er ekki okkar mál og eftir því bíður Matti núna.

En í örfáum tilfellum fylgir þó síðustu neituninni »klásúla« sem í raun er einskonar landvistarleyfi; »dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli 2. mgr. 11 gr. laga nr 96\2002..«

Við Matti erum jafnaldrar, urðum fimmtugir á árinu. Hann er einstakt ljúfmenni og valmenni. Hann hefur sem sagt dvalið hér síðustu fjögur ár og ég hafði eiginlega hlakkað til að eiga hann að hér í ellinni. Fyrstu árin var hann vongóður, lífsglaður og þakklátur fyrir að vera á lífi, nú er hann aðeins skuggi af sjálfum sér, bókstaflega. Hann er búinn að vera í mótmælasvelti frá 3. nóvember eftir að hann fékk síðustu neitunina, og er að dauða kominn. Hann liggur í bæli sínu suður í Keflavík og bíður eftir að verða sendur til Írans, samkvæmt úrskurði yfirvalda. Læknir lítur til hans öðru hverju og sagði honum síðast að hann ætti eftir fáeina daga ólifaða ef hann nærðist ekki, en ef hann vildi byrja að nærast mætti hanni hringja í sig og yrði honum þá komið inn á spítala til að fá næringu í æð. En Matti vill frekar deyja úr hungri á Íslandi en fyrir hendi yfirvalda í Íran.

Nú bið ég Guð að mýkja hjörtu viðkomandi yfirvalda, að þau megi skoða mál hans einu sinni enn og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Með fyrirfram þökk."

Ólafur Halldórsson sjómaður

 


mbl.is Tveir íranskir hælisleitendur fái bráðabirgðadvalarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

'Eg las þetta bréf og það senrti mig líka Birgitta mín. Þetta eru góðar fréttir og vonandi verður niðurstaðan sú að þeir fái að vera hér. Mig langar lkíka að segja þér að ég dáist að baráttu þinni fyrir mannréttindum og hvrsu sterka tilfinningu þú hefur fyrir þeim sem minna mega sín. Bara svo falleg manneskja sem þú ert. Það er líka ljós í hörmungunum að sjá til fólks sem finnst vænt um annað fólk og lætur sig varða sína minnstu bræður.  Takk!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 08:41

2 identicon

Hann fær + hjá mér fyrir þessa ákvörðun sína.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Katrín - þú ert svo yndisleg - gaman að kynnast þér smá í raunheimum - sé það ríkt í þér sem þú sérð í mér:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fallegt bréf og góð ákvörðun hjá Birni.

Frænkuknús!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:53

5 identicon

já gott mál hjá Birni. 

Hafðu það gott!!

alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband