19.11.2008 | 17:38
Fréttaritarinn Björn Bjarna
Rétt skal vera rétt. Eggjum var kastað af einum einstaklingi, það hafði ekkert að gera með skjaldborgarmótmælin á vegum Nýrra tíma. Jón Magnússon sá það sjálfur að þarna var bara einn maður með einn lítinn eggjabakka að fá útrás fyrir reiði sína.
Það er alltaf betra að kanna hvað er að baki slíkum fréttum áður en dregnar eru rangar ályktanir. Ég ætla hvorki að mæla á með eða móti eggjakasti. En vegna þess að ég tók þátt í að koma þessari skjaldborg saman þá finnst mér betra að upplýsa að ekki var kallað eftir eggjakasti né neinu öðru kasti. Þetta voru þögul mótmæli og tilraun til að standa vörð um lýðræðið sem virðist eiginlega vera dautt.
Ég persónulega hefði ekkert á móti því að henda eggjum, steinum, fjöllum í spillingarliðið en eins og kurteis og spéhræddur Íslendingur myndi ég seint láta það eftir mér.
p.s. fyrst að Björn er svona duglegur fréttaritari, þá gæti hann kannski upplýst okkur um af hverju Rússar vilja lána okkur mest, jafnvel meira en allir hinir samanlagt og af hverju hér eru nærri 30 rússneskir auðmenn að skemmta sér og hafa tekið 101 hótelið hans Jóns Ásgeirs á leigu út af fyrir sig?
p.s. p.s. rússneskir sjónvarpsfréttamenn tjáðu mér að enginn af ráðherraliðinu vildi tala við þá. Lýðræðið okkar fannst þeim vera keimlíkt sínum.
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Í kreppu á að borða matinn en ekki henda honum.
Ragnar Gunnlaugsson, 19.11.2008 kl. 17:47
ég ætla ekki að skipta mér af því hvað fólk gerir við eggin sín - það má éta þau, henda þeim, sitja á þeim eða búa til jólaskraut með þeim eða rækta fúlegg eða fá sér litla gula hnoðra ... og éta þá...
Birgitta Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:50
Björn, eins og aðrir ráðherrar í þessari ríkisstjórn, er bara fúll yfir því að fólk skuli mótmæla og vera með andóf! Við Íslendingar höfum aldrei kunnað að mótmæla, við bara látum vaða yfir okkur á skítugum skónum. Hvort sem einn eða fleiri köstuðu eggjum í bílinn hans finnst mér vera aukaatriði og mér finnst bara allt í lagi að fólk sýni þeim að við erum búin að fá nóg af spillingu og ráðaleysi.
Guðný (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:52
Þessir mótmælendur gera þetta vitlaust. Eggin skal geyma í nokkrar vikur við 35°C hita áður en þeim er kastað.
Elías Halldór Ágústsson, 19.11.2008 kl. 17:53
Björn Bjarnason bloggar um eggjakast á bílinn sinn sem átti sér stað löngu eftir að Skjalborg Nýrra tíma var búin og fólkið farið heim. Auðvitað klínir hann eggjakastinu á Nýja tíma og fjölmiðlar grípa það á lofti sem heilagan sannleika. Þetta er dæmi um hvernig þessir gjörspilltu brjálæðingar snúa hlutunum á hvolf og setja sjálfan sig í sæti fórnarlambsins - og fjölmiðlar hlýða.
Hverslags foræðishyggja er það svo að segja fólki hvort það má henda eggjum eða ekki, og hvort það eigi að borða eggin sín frekar en að kasta þeim. Það sem máli skiptir er að fólk er bálreitt yfir spillingaröflunum sem hafa sett skuldir vina sinna á axlir þjóðarinnar sem þeir þykjast vera að vinna fyrir.
Ég vona vara að menn hætti að kasta eggjum í dauða hluti og fari að kasta þeim í Björn sjálfan, eða Geir eða Davíð eða Jón eða Bjöggana - þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Þór Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:00
Það er alveg rétt hjá Elíasi það eiga að vera eldgömul úldin legg.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.11.2008 kl. 18:19
Við þurfum að losna við BB og náhirðina alla, ég vissi ekki af þessum rússnesku auðmönnum og þeirra elítustandi, en stórmerkilegt að okkar stjórnmálamenn skuli hafa komið sér upp sömu taktík og kremlverjar varðandi umgengni við fjölmiðla... ég meina, rússarnir hafa þó afsökun, þeir hafa 50 ára sovét hefð áður en þiðnaði og eru væntanlega að þróast í opnara umhverfi, en við höfum haft lýðræði og erum að þróast í sovétið með sinni ósnertanlegu yfirstétt og spillingu
Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:27
Vá þú segir fréttir. Rússar á 101 í boði litlagrís?
Jahá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 20:32
Rétt skal vissulega vera rétt og víst er það svo að þessi ungi eggjakastari er hvorki tengdur Nýum Tímum né þessum skjaldborgarmótmælum.
Verandi góður Sjálfstæðismaður sjálfur styð ég þessi skrílslæti öngvan veginn og finnst þau eiginlega vera gelt upp vitlaust tré. Ég þekki þó til málsins og veit að téður eggjakastari beið þangað til honum fannst skjaldborgarmótmælin vera búin áður en kastæfingin hófst, því að hann vildi ekki á neinn hátt bendla þessi friðsamlegu mótmæli við athæfi sitt.
Mér þykir miður ef það hefur ekki tekist betur en þetta og ég get svo gott sem lofað þér að honum þykir það líka. Ég sé nú ekki fyrir mér að ég sé neitt á leiðinni að fara að aðstoða Nýa Tíma eða vin minn, eggjakastarann, í þessum framtökum þeirra en friðsamleg mótmæli eru engu að síður bráðnauðsynleg ef viðhalda á hraustlegu lýðræði og ég vona að atferli þessa annars mjög svo góða manns verði ekki til þess að varpa slæmu ljósi á hið mjög svo göfuga starf Nýrra Tíma.
...auk þess legg ég til að láninu frá IMF verði hafnað og það hryllingsbákn verði lagt í eyði. Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf!
Durtur, 19.11.2008 kl. 22:37
Ég vildi bara bæta því við að mér var að berast það til eyrna að eggjakastarinn alræmdi sé búinn að senda m.a. Birni tölvupóst þar sem hann tekur fram hver hann sé, hvað honum stóð til og að hann sé alfarið ótengdur NT og skipulögðum friðsamlegum mótmælum þeirra. Vonum að það verði til þess að fyrirbyggja frekari misskilning þessu tengdan.
Durtur, 19.11.2008 kl. 23:32
Virðingavert:) annars er ég að hugsa um að fara að rækta fúlegg - hvaða grænmeti lyktar verst ef það úldnar hressilega?
Birgitta Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:38
Það er greinilegt að þessi Durtur er sjálfstæðismaður, því hann sér ástæðu til að gagnrýna þann gjörning að henda eggjum í bíl dómsmálaráðamannsins Björns Bjarnasonar (sem á ekki skilið að vera kallaður herra í mínum bókum)!
Ég geri þá ráð fyrir því að hann er ánægður með ástandið í þjóðfélaginu í dag?
Það er frábært að vita til þess að fólk hér á landi er tilbúið að upphrópa annað fólk skríl af því að það lætur í ljós skoðun sína á stjórnvöldum. Það er ekkert barnalegt og málefnalegt, nei nei...
Illugi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 06:38
Er ekki eggjakast saklaus leið til að tjá sig td reiði eða óánægju
Jón Snæbjörnsson, 20.11.2008 kl. 08:29
Finnst fólki bara allt í lagi að grýta mavælum út um allar trissur til að mótmæla?Ég hélt að núna á okkar síðustu og verstu tímum veitti ekki af peningunum og matvælunum fyrir okkur sjálf. Ég gæti ekki vorkennt slíku fólki.Það er ég viss um að þeir sem stunda matvælakast til að koma mótmælum sínum á framfæri hafa aldrei liðið skort eða hungur en þá er kanski kominn tími til.Notum frekar túss á pappa sem hægt er að nota oftar og kostar minna
Birna Jensdóttir, 20.11.2008 kl. 09:08
Þið hengið ykkur í smátriðum eins og nokkrum eggjum hér og þar og eyðið orku og púðri í að fjargviðrast yfir því í stað þess að skoða rótina fyrir reiði fólks og örvæntingu. Núna þegar ljóst er að stjórnvöld skella skollaeyrum við kröfum fólksins um réttlæti og sanngirni..að þau taki ábyrgð á gáleysi sínu sem hefur stefnt framtíð okkar í mikla hættu þá láta sumir eins og það sé ekki okkar mál og við skulum bíða þæg á hliðarlínunni þar til við getum ekki meir. Hvers konar mannfólk er það sem ekki stendur upp fyrir lífi sínu og barna sinna?? Hvað er eiginlega að svo mörgum íslendingum..hvernig var hægt að svæfa heila þjóð svona djúpum dásvefni að hún getur ekki vaknað og séð hvað er í gangi beint fyrir framan nefið á þeim?? Og hvað eru billjónamæringar að gera hér í hópum frá Rússlandi..eru þeir að leggja drög að því og merkja sér hvað þeir ætla að kaupa á framtíðarbrunaústsölu landsins..þegar við getum ekki staðið við greiðslur okkar af rússneksu lánunum sem koma ofan á allar hinar greiðslurnar sem við erum núna látin undirgangast? Maður spyr sig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 10:08
Illugi minn, það er greinilegt að ég er Sjálfstæðismaður, þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að ég tók það fram í fyrstu setningu annarrar málsgreinar. Svo sé ég trauðla að ég hafi gagnrýnt nokkurn skapaðan hlut, og þá síst af öllu eggjakastarann, þann mæta vin minn. Mér finnst Herra Björn vera stórhættulegur og mjög líklegast haldinn alvarlegri veruleikafirringu og ég vil frekar sjá hann í spennutreyju en í ábyrgðarstöðu í íslensku samfélagi. Ég virði spurninguna um sætti mitt við ástandið í samfélaginu augljóslega ekki til svars og heldur er ég ekki nógu viss um hvað teljast barnalegheit og hvað ekki. Ég leyfi þér að sjá um þá deild í bili, held ég.
Og til Katrínar, þetta var bara rússneskt olíufyrirtæki í hópeflisferð. Heldurðu virkilega að svona batterý sé sett saman með mánaðarfyrirvara? Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að skipulagningin fyrir þessa ferð hafi að mestu farið fram fyrir rúmu ári og óháð því þá er nú varla þarfi á að grípa til móðursýkinnar þó það sjáist glitta í Rússa á Laugaveginum. Ekkert illa meint.
PS Mér skilst að Rússarnir hafi skemmt sér prýðilega en þeir eru þó eitthvað undrandi á athyglinni og lygunum sem eru bornar á þá m.a. í DV. Þeim til varnar hafa þeir ekki heyrt um DV áður.
Durtur, 20.11.2008 kl. 19:04
Jú, mikið rétt, það er ekki nema von að traustið á valdhöfum og fjölmiðlum sé farið að þverra. Ég get heldur náttulega ekkert fullyrt um hvort hugmyndin um að halda hópeflið á Íslandi hafi komið til í tengslum við umræðu um olíuhreinsunarstöð fyrir westan. Hinsvegar hugsa ég að aðalástæðan fyrir "leyndinni" sé hreinlega sú að þetta voru bara bisnesskallar í hópeflisferð og, sem slíkir, sáu líklegast litla ástæðu til að vera vaðandi í innlenda fjölmiðla til að útskýra veru sína hérna.
Og nei, við höfum ekkert fengið að heyra um neina skilmála. Geri sjálfur ráð fyrir (eða vona altént) að við fáum einhverjar upplýsingar um skilmálana fljótlega eftir að þeir verða festir niður, sem hefur ennþá ekki gerst.
Af mbl.is: "Thomsen [aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu] sagði að skilmálar viðbótarlánanna yrðu ræddir við fulltrúa ríkisstjórnar Íslands á næstu vikum. Vextir láns IMF yrðu breytilegir, tengdir markaðsvöxtum, og gert væri ráð fyrir því núna að þeir yrðu rúm 4%. Hann bætti við að vextirnir yrðu síðan endurskoðaðir á tveggja vikna fresti."
Þú ræður að sjálfsögðu sjálf hvort þú takir mbl.is trúanlega á þessum tímapunkti en ég sé ekki í fljótu bragði afhverju þeir mundu ljúga þessu.
Durtur, 21.11.2008 kl. 00:43
Jahá, hér tjáir sig maður sem stoltur kallar sig Sjálfstæðismann. Það finnst mér merkilegt en tek hattinn ofan fyrir manninum því hann tjáir sig að heiðarleika og rökfestu. Hitt skil ég ekki - hvernig getur einhver verið svona inngróinn Sjálfstæðismaður að hann beri það á torg og hreinlega hreyki sér af því þegar sami flokkur hefur sett þjóðina á hausinn (12 fallt) með hugmyndafræði sinni?
Svo sitja þeir enn við völd - að því er virðist - eingöngu til þess að halda heiðarlegum og réttlátum öflum frá því að komast í að rannsaka alla spillinguna sem þeir hafa látið grassera í samfélaginu í næstum tvo áratugi. Ég hreinlega spyr þennan mann, sem kýs að kalla sig Durt (og á það ágætlega við um Sjálfstæðismenn í dag), ætlar þú að kjósa þennan flokk áfram? Og ef svo er (sem ég tel víst þar sem þú virðist smitaður eins og vampíra af sjálfstæðismennsku), hvaða réttlætingu geturðu selt sjálfum þér þegar þú stendur inni í kjörklefanum og setur X ið við D næst?
Ég er svo forvitinn að fá að vita þetta.
Þór Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.