Leita í fréttum mbl.is

Vanhæft fólk

Sagt er að ríkisstjórnir séu spegill þjóðarsálar. Hvað finnst ykkur, er þetta vanhæfa fólk spegillinn ykkar? Enginn tekur á sig ábyrgð - við eigum að taka alla ábyrgðina segja þau með því að láta blóðmjólka okkur enn frekar. 

Róm er að brenna kæra þjóð og það er búið að taka bitið úr sverðum okkar - rétt eins og hjá nývíkingum er berjast af mikilli færni sýndarbardaga. Erum við að gera hið sama, er allt málskrúðið okkar bitlaus sverð. Það er ekkert annað hægt að gera en að brýna sverðin og leggja til atlögu án miskunnar. Sverð okkar eru raddir okkar, sverð okkar eru fjöldi okkar, sverð okkar eru samhæfðar aðgerðir okkar. Það er ekki nóg að brotabrot mæti á laugardögum, það er ekki nóg að blogga, það er ekki nóg að mæta á borgarafundi. Við þurfum að gera eitthvað samhæft og stórt á hverjum degi. Við þurfum að horfast í augu við lygalaupana. Mætum fyrir utan þinghúsið í dag og horfumst í augu við þingheim og krefjumst þess að þau láti hæfara fólki það verk í hendur að reisa landið við. 

Í dag fá spilafíklarnir í yfirstjórn landsins milljónir að láni til að spila krónupóker með sem við eigum að borga, hvort heldur að krónan muni sökkva eða fljóta.

Ég bið ykkur kæra fólk sem þykist hafa vald til að stjórna að fara. Þið eruð svo upptekin af því að hvítþvo ykkur að þið eruð ekki stjórntæk.


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil í fyrsta skipti fá ALVÖRU rök fyrir því hvað það er sem t.d. ríkisstjórnin er að gera rangt og þá nákvæmlega hvað hún á að gera. Ég veit það ekki fyrir víst en ég þykist vita að þú sért ekki sérfræðingur frekar en hinar háværu raddirnar sem benda puttanum á augabragði í þægilegustu átt. Ég geri mér grein fyrir því að margir hafa það virkilega slæmt og hafa fulla ástæðu til að vera sárir eða áhyggjufullir en það gefur þeim ekki rétt til að dreyfa neikvæðni sinni á alla í kringum sig. Allt í einu er annar hver maður á Íslandi orðinn sjálfskipaður fjármála- eða hagfræðingur. Ábyrgðina tel ég að mjög margir beri og þ.á.m. ríkisstjórnin, fjármálaeftirlitið, seðlabankinn, "útrásarvíkingarnir", fjölmiðlar og allir þeir sem tóku með virkum hætti, þátt í góðærinu. Hversu margir eru þá undanskildir? Mér finnst því mjög ósanngjarnt að demba allri þessari ábyrgð á örfáa aðila, sérstaklega ef gagnrýnandinn var sjálfur t.d. búinn að spenna bogann langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. Ekki kokgleypa alla neikvæðni sem í ykkur er hent, biðjið allavega um rök fyrst!

Árni Freyr (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég vil taka það fram að ég hef ekki spennt neinn boga of hátt eða lágt - ég er sem betur fer svo fátæk að ég hef engu tapað persónulega. Hef reyndar misst vinnu og á að draga fram lífið á 116 þúsund á mánuði og allt hækkar og hækkar og ég á enga varasjóði enda telst ég til þeirra ómerkilega hóps sem kallaður er einstætt foreldri.

Ég held Árni Freyr að ef þú hefur fylgst með fréttaflutningi og notar almenna skynsemi að þá ætti þér að verða auðvelt að finna rök fyrir því að ríkisstjórnin, seðlabankastjórnin, fjármálaeftirlitið sem og auðmenn landsins spenntu bogann svo hátt að við almenningur landsins skuldum sem nemur tólfföldum fjárlögum þjóðarbúsins. Engin önnur þjóð hefur náð að spenna bogann jafn hátt. Enn eitt heimsmetið okkar. Þar eð þetta fólk fékk nú greitt miklu mun meira en hinn almenni borgari og var að megninu til kosið til ábyrgðar þá væntanlega ber þetta fólk ábyrgð á þessu mega klúðri. 

Þetta fólk var varað við, það segist hafa varað hvort annað við en enginn gerði neitt til að hindra gríðarlega áhættu og skuldasöfnun. Ef þetta er ekki næg rök Árni Freyr þá er þér ekki viðbjargandi. 

Eitt í viðbót: náin tengsl eru á milli fjármálaheimsins hérlendis sem og þeirra er stjórna í ríkisstjórn. Í öðrum ríkjum væri það fólk búið að stíga til hliðar en enginn hefur axlað ábyrgð og því er almenningur reiður. 

Birgitta Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 10:47

3 identicon

Mér er greinilega ekki viðbjargadi því "horfðu á fréttir" finnst mér ekki nægilegur rökstuðningur, þú verður að fyrirgefa. Þjóðin er já mjög skuldug en ríkissjóður  var nánast skuldlaus fyrir áfallið. Geir Haarde tók ekki íbúða- og bílalán á nafni almennings og því tel ég það einfeldni að kenna einungis yfirvöldum um skuldir þjóðarinnar. Ég er engan veginn að afsala þeim ábyrgðinni eins og ég tók fram í fyrri athugasemd minni en það spilar mun meira inní en "vanhæfni" því hvað myndi það segja um Íslendinga sem þjóð? Þó svo að almenningur hafi talið þessa einstaklinga þá hæfustu til þess að stýra er ekki þar með sagt að við höfum kosið þá til að bera alla ábyrgð á því sem fer úrskeiðis.
Að lokum skil ég ekki alveg af hverju þú lítur á einstæð foreldri sem ómerkilegan hóp því ekki get ég verið sammála því.
Það eru allir jafn mikilvægir í þjóðfélaginu og því mikilvægt að allir sameinist því að finna bestu lausnina í stað þess að tjá einungis óánægju sína. Fólk er almennt sárt og hrætt um framtíðina og því er það fljótt að gleypa skýringar frá öðrum í sömu stöðu, hvort sem mikið vit er í þeim skýringum eður ei. ...bara mín skoðun.

Árni (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

eigum við að prófa að lesa þetta Árni ..

http://www.vald.org/

vandamálið er það að margir eru á þeirri skoðun að það kerfi sem var(er) við lýði þ.e. skuldakerfið sé ekki gott fyrir hinn almenna borgara og að það sé möguleiki að hanna kerfi sem byggir á raunverulegum auðlindum en ekki pappírsskuldum..

Það eru vissulega margar hugmyndir í gangi og jafnvel hægt að rökstyðja að þær séu of margar .. Evrópusamband, evra einhliða,dollar einhliða, norska krónan einhliða, tenging við hina og þessa mynt og margt fleira misróttækt, .. leiðin sem hins vegar virðist hafa verið ákveðin er að ýta skuldaskaflinum ofan á höfuðstólinn hjá mér og í raun setja mig í skuldafangelsi næstu árin þú kannast kannski við þetta ef þú ert með bílalán... spurningin er bara ertu tilbúinn að færa þær fórnir fyrir áframhaldandi okurvaxtakerfi eða eigum við að hugsa dæmið upp á nýtt. Til þess þarf nú gáfaðra fólk en mig.. ég er nú frekar fylgjandi því að pressað sé á fólk að taka ábyrgð til að við getum haldið áfram heldur en að gagnrýna gagnrýnendurna með spurningum um ekki neitt.

Eins og er sagt við Alkann þú lagar þig ekki með afréttara heldur með að taka ábyrgð!!!

Hinrik Þór Svavarsson, 19.11.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Birgitta og þessi staðreynd að við höfum spillt stjórnkerfi og þaulsetna pólitíkusa með vinatengingar í allar áttir.

En..

Við munum breyta þessu.

Með hægðinni hefst það.

Úthaldið er gott og alltaf stækkar mótmælahópurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30