Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborg um Alþingishús OKKAR!

Ég ætla að taka þátt í þessari aðgerð - þurfum að láta þingheim vita að við erum ekki sátt við þá þögn og spillingu sem þar ræður ríkjum...

Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið klukkan á morgun !

"Sláum skjaldborg utan um Alþingishús okkar Íslendinga"

Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishúsið

klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag - 12. nóvember

Ríkisstjórnin víki Þegar!

Fékk eftirfarandi í pósthólfið mitt í morgunn:

"Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víki ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!

Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp komist um spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?"

 


mbl.is Óvanalegt að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð hugmynd.  Kemst ekki frá vinnu, annars tæki ég þátt.

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sendi fylgjuna mína, hún er öflug! Ég kemst ekki sjálf.

Vilborg Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 20:04

3 identicon

Heimskulegt var orðið! Hverju væru Íslendingar bættari ríkisstjórnarlausir?

S.H. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að við fengum talsvert betri ríkisstjórn með handahófskendu vali úr þjóðskrá en núverandi stjórn. Reyni að komast á morgun. 

Héðinn Björnsson, 11.11.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

liggur keðjan þá gegn um garðinn?

hver mun kúka í garðinn?

Brjánn Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: Heidi Strand

Ég mæti líka.

Við gerðum þetta líka einu sinni þegar við vorum að mótmæla náttúruspjöllin á hálendinu i samband við Kárahnjúkavirkjun. Það var á seinasta degi þingsins fyrir jól og við vorum að afhenda þingmenn póstkortum.

Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég verð ekki í bænum annars kæmi ég með ykkur

Heiða B. Heiðars, 11.11.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skjaldborg um einhvern.. þýðir að það á að verja viðkomandi fyrir utanaðkomandi öflum.. ég tek ekki þátt í að verja alþingi Birgitta.. eða er það ekki annars það sem þú ætlar að gera á morgunn ?

Óskar Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Isis

Við eigum alþingið... auðvitað eigum við að standa vörð um lýðræðið...

Ég mæti... 

Isis, 11.11.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Stefni á að mæta.

Kv.- Siggi Hr.

Sigurður Hrellir, 12.11.2008 kl. 00:19

11 identicon

Líst vel á friðsamleg mótmæli. Kemst ekki héðan lengst vestan af fjörðum. Nú er rúmur mánuður síðan skriðan fór af stað og mér finnst allt standa fast enn þann dag í dag. Ekkert að gerast í raun og veru. Það er skiljanlegt að fólk sé orðið reitt og heimti svör OG sé ósátt við þau svör sem stjórnvöld gefa; að það sé verið að vinna í þessu og blablabla. Á þessi vinna að standa fram á næsta ár og á meðan gerist ekki neitt?  Mér finnst fólk vilja aðgerðir og framkvæmdir en ekki humm og ja.. eitthvað verður kannski að frétta á morgun. Það er eins og stjórnvöld hafi einhverja aðra skynjun fyrir tíma en þjóðin. Og hafi einhvern annan skilning á reiði og þrot á þolinmæði en gengur og gerist. Hvernig væri að fá almennilegar skýringar á þessum óskiljanlega og ólíka skilningi á  tímamismun stjórnvalda og fólksins sem bíður í óþreyju eftir ákveðnum aðgerðum, áætlun, plani, tillögum að endurreisn o.s.frv. Þessi rólegheit eru að fara með okkur fjandans til. Gangi mótmælendum vel á morgun.

Nína S (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:17

12 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Hvernig væri nú frekar að sýna stuðning og þjappa saman þjóðinni. Eina samstaðan þarf ekki að vera andstaða.  En hver á lausnin annars að vera? Ég ætla að vona að það sé ekki að framselja sjálfstæði okkar úr landi.                                                                                                                                                                                                                           Virðing

Tryggvi Hjaltason, 12.11.2008 kl. 03:45

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég sammála þér Tryggvi - reynum nú að standa saman - ef fólk hefur ekki hug á að taka þátt í einhverjum aðgerðum - hvernig væri þá að viðkomandi myndi skipuleggja sjálfur aðgerð sem viðkomandi hugnast og ef sá hinn sami hefur ekki áhuga á að gera neitt - þá er viturlegast að halda sér saman:) og bera sinn harm í hljóði... en það er mörgum mikilvægt að fá að finna fyrir samstöðu ...

Birgitta Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 07:40

14 Smámynd: Garðar Þór Bragason

jah .. jamm og jæja.

Garðar Þór Bragason, 12.11.2008 kl. 08:47

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mæti....Birgitta ég set þessar nýju upplýsingar af stað. Þetta er hræðilegt að lesa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 10:33

16 Smámynd: Kolgrima

Hvaðan koma þessar upplýsingar?

Kolgrima, 12.11.2008 kl. 11:04

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta var í kvöldfréttum í gær. kom fram í máli Þórs Saari sem er ráðgjafi hjá OECD... set link í þetta með færslunni en ég finn ekkert um þetta í öðrum fjölmiðlum....

Birgitta Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:12

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Komst ekki á mótmælin í hádeginu en þetta er gott framtak. Ríkisstjórnin á auðvitað að segja af sér strax. Hún er engann veginn að höndla sitt hlutverk. Þetta leikhús fáráleikas er að verða verulega lýjandi og kominn tími til þess að eitthvað meira uppbyggjandi taki við. Ég sendi póst á all þingmenn í gær þar sem ég kom á framfæri þeirri skoðun minni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:48

19 Smámynd: Agný

Því miður kemst ég ekki heldur... En ég vona bara að ekki það sé þetta sem muni mæta mótmælendum...

11.11.2008 | 11:37

Brynvagn löggunnar tilbúinn í óeirðirnar „Ég hef ekki vitneskju um að dómsmálaráðuneytið hafi látið hanna fyrir sig brynvarða bandaríska pallbíla til afnota fyrir lögreglu,“ sagði Björn Bjarnason

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/707188/

Brynvagn_lgreglunnar_Diddi_jpg_550x400_q95 Þetta á víst að vera vígbúinn brynvarinn bíll lögreglunnar..varla hægt að kalla þetta bíl lengur..líkist frekar skriðdreka..

Jamm það veitir örugglega ekki af svona varnartæki fyrir laganna verði ef að við Íslendingar skyldum finna Víkingablóðið allt í einu renna sem aldrei fyrr um æðar okkarGetLost... Ja þá meina ég ekki hinna svokölluðu "útrásar Víkinga"...kanski væri réttara að kalla þá "eyðslusömu Víkingana"?....

Er það ekki að verja okkur hinn almenna borgara sem  á að vera aðalstarf laganna varða?...... Ekki að vígbúast gegn hinum almenna borgara? Ja..allavega í lýðræðisríki.  En ..ég gleymdi því..litla Ísland ætlar sér greinilega að verða stórt fasista ríki.... og vissa ráðherra langar greinilega mikið að stjórna herlögreglu...

Miðað við "svör"  dómsmálaráðherra þá hlýtur þetta allt saman að vera sviðsett...eða hann hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi ..og þá er maðurinn bara alls ekki fær um að gegna því starfi sem hann er  í...

Held að það þyki ekki gott ef að yfirmennirnir vita ekki hvað undirmennirnir gera og venjulega er það jú samkvæmt skipunum yfirboðaranna sem undirmenn vinna... Kanski eitthvað öðruvís í Dómsmálaráðuneytinu en annarsstaðar....

Samkvæmt fréttinni hér þá á vístbríkislögreglustjórinn að vera skráður fyrir þessum "eðalvagni".. og sennilega er hann þá shaufferinn líka....

En við hvað eru þessir háu herrar hræddir?

Að loksins muni nú Íslenska þjóðin rísa upp og taka þá í karphúsið?

Með heykvíslum, sigðum og skóflum?

Við sem höfum fram að þessu ekki kunnað að standa með okkur sjálfum....er þá nokkur hætta á að við förum að berjast fyrir réttlæti og sýna samstöðu? 

Er þá ekki dómsvaldið bara að sýna hvers þeir eru færir um svona fyrirfram?... Búa til "Grýlu" til þess að geta kúgað "börnin" sín til hlýðni með dulbúnum og hálfkveðnum hótunum ef að við "börnin" erum ekki þæg og góð og förum að sofa á réttum tíma...

http://www.dv.is/frettir/2008/11/11/brynvagn-loggunnar-tilbuinn-i-oeirdirnar/

En með það að ríkisstjórnin segi af sér..það virðist litlu máli skifta hverjir sitja í þessum ráðherrastólum...gamla skítafýlan virðist vera orðin inngróin í þá...þannig að hver sem situr í þeim angar af sömu fýlunni og fyrirennararnir mjög fljótt eftir að hafa sest á stólinn..

Kanski mál til komið að við förum að láta þessa stjórn vinna fyrir kaupinu sínu???  Láta þá einhverntíma svara okkur öðru en einhverju innantómu bulli og í hálkveðnum vísum þegar við viljum svör....Láta ekki þetta lið komast upp með það að flýja sökkvandi/strandað skip sem er siður skepna sem heita rottur....

Standa við öll fögru kosningaloforðin sem við fáum endurtekin á 4 ára fresti bara í nýjum búningi....og við varla búið að loka kjörstöðunum þegar byrjað er að svíkja þau.....

En hvað með að setja x aðila í gapastokk á Austurvelli?...

Agný, 12.11.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.