Leita í fréttum mbl.is

Opinn borgarafundur á laugardaginn

OPINN BORGARAFUNDUR - um stöðu þjóðarinnar - í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30
 
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
 
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
 
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
 
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
 
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
 
Fyrirkomulag
Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):

Lilja Mósesdóttir
hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.
 
Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .

Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp.Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó

Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11. nóv kl. 21.00  á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði sem er í umsjón Ævars Kjartansonar
 
Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.
 
Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.
 
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).

Þeir sem vilja skrá sig á póstlista borgarafunda og taka þátt í undirbúningsstarfi geta skráð sig á borgarfundur@gmail.com

Nýbúið er að opna gagnlegan vef fyrir borgarafundina á vefsvæðinu: http://borgarafundur.org þar er hægt að m.a. skrá sig á póstlista, sjá myndskeið frá fyrsta fundinum og leggja inn hugmyndir í hugmyndabankann.

 


mbl.is „Það er enga vinnu að hafa“
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bendi líka á nýuppsettan vefinn: http://www.borgarafundur.org/ 

þar sem má meðal annars sjá upptökur frá síðasta borgarafundi

Guðný (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Glæsilegur vefur:)

Birgitta Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 11:19

3 identicon

Flott framtak og flottur vefur. Verða engin útimótmæli nú um helgina?

Kristín í París (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Neddi

Jú, útimótmælin verða á sínum stað kl 15 á laugardaginn.

http://www.nyirtimar.com/

Neddi, 6.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.