Leita í fréttum mbl.is

Sameinuð stöndum við!

poster-final.png
 
Allir að mæta í mótmælagöngu á laugardaginn klukkan 14:00 sem mun enda á Austurvelli með hitafundi og snörpum ræðum. Ekki gera ekki neitt kæra þjóð, sýnum samstöðu. Enginn rígur á milli skipuleggjenda mótmæla lengur: allir að vinna saman og það eina sem þarf til að þetta verði fullkomið að þjóðin sýni þann kraft sem í henni býr og finna farveg fyrir reiði sína með því að krefjast þess sem lýðræði á að standa fyrir: kjósa nýja stjórn því þessi sem er í vinnu fyrir okkur er handónýt.
 
Úr frétt á visir.is

"Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík [...]. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. „Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa ... upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni," segir Sigurlaug."

Nýir tímar hafa opnað heimasíðu, nyirtimar.com

 

mbl.is Formaco segir upp 70
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Í hvaða stjórnmálaflokki ert þú ? Nei bara pæling hvort þetta sé ekki bara útspil minnihlutans til að komast til valda.

Almenningur mun að sjálfsögðu stokka upp þessa flokka hvort sem þeir eru í minnihluta eða meirihluta. Stjórnkerfið virkar ekki og því alveg tilgangslaust að fara fram á kosningar í þeim tilgangi að komast til valda að mínu mati.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 29.10.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halló Birgitta, hvað er nú verið að breyta tíma einu sinni enn?

Hverjir eru þetta?  Hörður Torfa?

Eru þetta örugglega þeir sem standa að mótmælum kl. 15,00.

Vill hafa það á hreinu. Ætla að mæta þar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jóhann Már - ég er ekki í neinum pólitískum flokki, þó ég hafi stutt VG fyrir síðustu kosningar - ég hef afar litla trú á flokkakerfinu eins og það er í dag.

Jenný Anna - þetta er samstillt við Hörð - allir að vinna saman:) þetta verða söguleg mótmæli - það má enginn láta sig vanta :)

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:09

4 identicon

Hvers vegna minnir myndin á nasistafána.?




Sj (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Eigum við ekki að taka eggin og klósettpappírinn með . Þá koma náttúrulega víkingasveitin sem mun öskra hástöfum: GAZ GAZ !!!!.

En vissulega að mæta í mótmælin, en ég er hræddur um að Kolfinna, dóttir Jóns Baldvins sé nú að gera þetta á öðrum forsendum. En hver veit kannski ekki.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 29.10.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég vil sjá kosningar í vor - mars -apríl - þá held ég að nauðsynleg undirbúningsvinna, stilla upp listum, kynna stefnumið o.s.frv. geti verið búið. Sé ekki að það geti verið fyrr. Ef þetta er strax, þá styð ég strax.

Mig langar sem sé í skýringar á hvenær þetta STRAX er, svo maður tali nú eins og krakki þegar maður var krakki og vildi vita hvað "bráðum" þýddi!

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:13

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þarna klúðraði ég eitthvað síðustu setningunni, en sem sagt:

Hvenær er STRAX?

Já, ég er í meyjarmerkinu!

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:15

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

það tekur auðvitað tíma að boða til kosninga og stilla upp og koma með nýjar tillögur að stjórnafari... við viljuð að þessi vinna hefjist strax svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir að eitthvað gerist...

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:18

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk, ég styð þetta heils hugar.

Kosningar upp úr áramótum eða í vor. Febrúar, mars, apríl. Sennilega apríl, ekki þó 1. ! Við viljum ekkert aprílgabb! Eða í ljúfum maí...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:49

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tek undir orð strákan að ég vil ekki sjá aflóga pólitíkus uppi á dekki í svona mótmælum. Né heldur dóttur hans svo neinu nemi.

Andri og Snorri mega svo sem mótmæla fyrir mér, þó mér leiðist stjörnustælar, þetta á líka við Kolfinnu.

Hörður Torfa er ég klár á að er í þessu af heiðarleika og góðum hug.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:55

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sé ég er kannski að ruglast, hélt að átt væri við Andra Snæ. Sá Andrisem skrifaður er fyrir Nt er ekki hann, eða hvað?

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:58

12 identicon

Skil ekki svona mótmæli og litla dúkkan hún Kolfinna hún er ábyggilega þarna eingöngu til að fá athygli. Hvað er svona fólki þið eyðileggið fyrir hinum venjulega Jóni sem vilja leysa málin á skynsaman hátt. HÆTTIÐ AÐ HAGA YKKUR EINS OG SKRÍLL FRÁ 18 ÖLD

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:05

13 Smámynd: Heidi Strand

Mæti með bláa hendinni.

Heidi Strand, 29.10.2008 kl. 15:17

14 Smámynd: Heidi Strand

Eða bláa höndinn. Þetta verður stórasta og bláasta höndin í heiminum.

Heidi Strand, 29.10.2008 kl. 15:19

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gott ef hægt er að sleppa allri pólitík - og eins og Gréta Björg skrifar ekki gamla pólítíkusa eða því mikið tengt - bara venjulegt fólk sem þarf að mótmæla - finna nýjan lit á fána sem stendur utan alls sem er pólitík - fáni, merki sem sýnir sannan einhug,  baráttu og samstöðu

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2008 kl. 15:54

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér lýst vel á hann, Skorrdal.

Mér finnst þessi sem Birgitta setur við færsluna dálítið kommalegur, eða "byltingarlegur".

Mig langar einhvern veginn meira til að sjá mótmæli í anda friðar og samstöðu, frekar en stórra slagorða. Að við munum standa saman, en að á sama tíma munum við ekki láta hvað sem er yfir okkur ganga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:24

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

sammála ykkur, nýir tímar innibera tíma án flokkadrátta. ég veit að það hefur vakið fyrir Herði sem og Cillu að halda þessu án sjónspils pólitíkur. ég hef ekki talað við aðra um það - en ég finn að það er einlægur vilji til að mótmælin séu til að sameina alla Íslendinga, burtséð hvar í flokki eða ekki flokki þeir séu. úlfúð sem átti sér stað, er ekki lengur til staðar og nú er vert að eyða kröftum og orku í að sýna samstöðu - við verðum að láta þessa háu herra finna í orði og á borði að við erum búin að fá nóg og viljum breytingar.

ég er sammála Skorrdal, fáni friðar er svo sannarlega tákn sem við ættum öll að geta gengið undir:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:28

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég veit að hér er fólk sem vill nota tækifærið og tala illa um aðra, en munum að rógur er ekki það sama og sannleikur, munum að engin er eins feit núna og hin illræmda Gróa á Leiti...

höldum rógburði í lágmarki og reyndum að vera málefnaleg, ég þekki ekki Snorra af neinu nema góðu en ég þekki ekki Kolfinnu neitt og get því ekki tjáð mig um hana og vil ekki tjá mig um hana - því það sem maður upplifir á eigin skinni er ekki það sama og það sem maður telur sig halda eða vita um fólk.

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:31

19 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

mér finnst þessi fáni reyndar flottur og plokkaði hann af netinu - held að fólk geti bara valið sér sína fána sem það gengur undir - þetta er ekki fáni heldur auglýsing fyrir mótmælin.

voruð þið búin að gleyma að nú er í tísku að vera afturhaldskommatittur:)

er það annars ekki frekar kommalegt að vilja stjórna því undir hvaða fána fólk gengur? hver og einn er að koma fyrir sig út af því að fólki er nóg boðið, við skulum ekki hengja okkur í bókstaflegri merkingu í smáatriðin...

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:36

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, já, höfum þetta gaman...ef einhver vill gaula Nallann þá á hann að hafa leyfi til þess. Hver mætir með sinn fána...það er bara flott...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:41

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það þarf akkúrat að leggja áherslu á það að þetta er fyrir alla - óháð pólitík - þetta er fyrir alla sem blöskrar hvernig óstjórnin hefur verið og vill að tekið sé á málum. Svona bjartsýnisganga.

Held að það hafi miklu meiri áhrif og fleiri mæti en í eitthver reiði- og sökudólgadæmi, - þó svo ég vilji Davíð burt og hafi verið sammála áherslu á það í fyrstu mótmælastöðunni. Kallinn sá það víst ekki og heldur víst enn að það hafi bara verið 500 sem mættu þar!

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:47

22 identicon

<i>Ég vil sjá kosningar í vor - mars -apríl - þá held ég að nauðsynleg undirbúningsvinna, stilla upp listum, kynna stefnumið o.s.frv. geti verið búið. Sé ekki að það geti verið fyrr.</i>

Er innilega sammála þessu - það eina sem stuðar mig varðandi þessi mótmæli er þessi krafa um STRAX. Einhvernvegin tel ég að ef STRAX þýðir NÚNA mun það steypa okkur í enn meiri glundroða. En eftir 6-8 mánuði vil ég ABSOLUTELY fá að kjósa upp á nýtt - þá verða flokkarnir vonandi komnir með sterka einstaklinga með flotta sýn inn á sína lista.

Alda (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:49

23 identicon

með fullri virðingu.

ekki eyðileggja málstaðinn með tengingu við nasista og kommúnista.

Þessi fáni sem þú flaggar efst síðunni minnir óþyrmilega á hvorttveggja. bæði brunnin hugtök. nasismi og sosialismi.búið að prófa og gekk ekki upp.

við þurfum eitthvað nýtt ekki satt? við þurfum að láta okkar afkomendur verða stolt af okkar framkomu. ekki láta þau skammast sín fyrir okkur að taka upp hugtök úr forneskju sem engu eyrðu en frekar deyddu.

Ég vil heldur liggja kjurr í minni gröf að vita það að börn mín geti staðið þar við nokkuð stolt og sagt: Hér liggur faðir minn. Hann stóð upp fyrir mig og mína framtíð.

Sj (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:05

24 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta merki getur því miður vart orðið sameingatákn breiðra mótmæla því það minnir strax á nazista og faismsann bæði í formi, lit og stíl. - Annars styð ég mótmæli og alla yðkun lýðræðisins í þessum efnum, - aðra en beint ofbeldi.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 03:53

25 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér þykir rétt að hvetja til að fólk safnist saman og sýni vandlætingu sína þannig í verki. Davíð Oddsson hefur gert grín af því hve fáir taki þátt í mótmælaaðgerðum undanfarnar helgar. Ég er reyndar ekki sammála honum hvað það varðar að þeir séu fáir en hins vegar finnst mér enn meiri ástæða til að fólk fjölmenni nú. Reyndar finnst mér það áríðandi!

Að mínu viti gerir Davíð og aðrir ábyrgðarmenn sem gegna mikilvægum embættum og hafa þess vegna stýrt þeirri atburðarrás sem er kveikjan að óánægju almennings gera lítið úr sjálfum sér með því að gera lítið úr mótmælendum. Mótmælaaðgerðirnar eru eðlileg viðbrögð við stjórnvöldum sem virðast bæði skorta siðgæði og dómgreind til að vinna að og vernda hagsmuni þjóðarinnar. Við sem mótmælum erum sammála um það að við viljum ekki sitja uppi með afleiðingar óhæfra og siðlausra stjórnenda.

Ég ætla að sleppa því að tjá mig um skipuleggjendur mótmælaaðgerðanna og flokkadrætti sem þeir hafa því miður gert sig seka um. Hins vegar er það einlæg ósk mín að fylkingin sem gengur frá Hlemmi kl. 14:00 og mætir niður á Austurvöll kl. 15:00 n.k. laugardag verði skipuð áberandi fjölmenni!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2008 kl. 05:04

26 Smámynd: Johann Trast Palmason

Að tala fólk niður og gera lítið úr þjáningu og tilraun fólksins í landinu til að nýta lyðræðislegan rétt sinn er ethvað svo sjálfstæðismenn þessa dagana og sæmir ekki stjórnendum þjóðarinnar

Því miður er bara forestisráðherra sem getur slitið ríkistjórnini og þegar það gerist tekur 6 vikur að fá aðrar kosningar.

RíkisÓSTJÓRNIN  mun starfa framm að þeirri nýu.

en takist okkur þetta markerum við íslandssöguna og neyðum stjórnmálamenn til að standa við loforð sín af hræðslu við þjóðina að þjóðin rísi aftur á móti þeim.

Nýtt line upp innann flokkana, jafnvel nýa flokka og þjóðarsátt.

það er byrjun í átt til lýðræðis aftur.

Tökum frakkana á þetta.

Stöndum Saman

Sameinað Ísland

Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 09:02

27 Smámynd: persóna

Verða búðirnar ekki örugglega opnar á Laugaveginum, þarf að kíkja á skó.

persóna, 30.10.2008 kl. 12:22

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, sumir hætta seint að vessla...

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.10.2008 kl. 12:58

29 identicon

Kjósum fólk en ekki flokka!

hilmar (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:10

30 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

mikið er ég sammála - ég vil fá að kjósa fólk en ekki flokka - og helst vil ég fá fólk í framboð sem hefur ekki neinna hagsmuna að gæta - fólkið sem hefur unnið að betra samfélagi bak við tjöldin - nú er ykkar tími til að koma fram á sjónarsviðið - alþingi þarf aftur að vera í tengslum við veruleika okkar sem teljast til "þessa" almennings sem allir eru að tala um:) kalla eftir appelsíngulri byltingu - kalla eftir því að við gerum eitthvað róttækt og bolum þessu fólki út sem heldur áfram að níðast á þjóðinni með lygum og plottum.

Birgitta Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:19

31 identicon

Þetta var svo GLLAAATAÐ síðast! Að mótmælendur væru farnir í hár saman! Að Jón Baldvin og Kolfinna reyndu að "ræna" mótmælunum... bjakk. Aflóga pólitíkus sem enginn nennir að hlusta á... Hræðilegt. Hef enda enga trú á þessu. Hver hendin upp á móti annarri og greinilega allir bara að ota eigin tota. Greinilega sterkt í mannskepnunni hvar sem hún er stödd   Held ég noti bara tækifærið og baki skinkuhorn á laugardaginn!

SO (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:27

32 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er svakalegt að gera sér grein fyrir því þessa dagana að það er ekki bara efnahagslíf þjóðarinnar sem er hrunið, heldur riðar samfélagsbyggingin eins og við höfum þekkt hana líka til falls, þegar allir brestirnir og spillingin blasir við fólki við það sem gerst hefur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 14:38

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er að verða svo þunglynd að ég legg kapal allan daginn á milli þess sem ég blogga. Ætla alltaf að fara að drífa mig, en er svo grútmáttlaus að ég súnka niður aftur. Hvernig fer maður að því að sparka í rassinn á sjálfum sér? Ekki það að ég hafi tapað neinu, ég hef aldrei átt neitt svo það skiptir engu, en maður verður bara þrældeprímeraður að hugsa um þetta. Þjófar og ræningjar búnir að mölva fjöregg þjóðarinnar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 14:42

34 identicon

Að tala fólk niður og gera lítið úr þjáningu og tilraun fólksins í landinu til að nýta lyðræðislegan rétt sinn er ethvað svo sjálfstæðismenn þessa dagana og sæmir ekki stjórnendum þjóðarinnar

Því miður er bara forestisráðherra sem getur slitið ríkistjórnini og þegar það gerist tekur 6 vikur að fá aðrar kosningar.

RíkisÓSTJÓRNIN  mun starfa framm að þeirri nýu.

en takist okkur þetta markerum við íslandssöguna og neyðum stjórnmálamenn til að standa við loforð sín af hræðslu við þjóðina að þjóðin rísi aftur á móti þeim.

Nýtt line upp innann flokkana, jafnvel nýa flokka og þjóðarsátt.

það er byrjun í átt til lýðræðis aftur.

Tökum frakkana á þetta.

Stöndum Saman

Sameinað Ísland

Kóperað heyr heyr

Æsir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:22

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samkvæmt 24. grein stjórnarskrár er það forseti lýðveldisins sem getur rofið þing:

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.