Leita í fréttum mbl.is

Það má kalla þetta hryðjuverk

Nú hafa nokkrir menn í nafni lands og þjóðar tekið það að sér að fremja hryðjuverk í lífi þúsunda fjölskyldna. Skilgreining á hryðjuverkum á við hér, við erum efnahagslegir hryðjuverkamenn í augum alheimsins. Við höfum skapað glundurroða, við höfum skapað ótta og rústað svo miklu að það virðist nánast hjákátleg að reyna að þvo þetta af okkur með slagorðinu "we are not terrorists".

Var það ekki meirihluti stjórnarliðsins og forseti landsins, fjölmiðlar og stór hluti almennings sem hóf þetta fólk upp til guðatölu og dansaði sem aldrei fyrr í kringum hugtök eins og að allir ættu nú að bjarga sér sjálfir. Við vorum komin góða leið með að einkavinavæða heilbrigðis og skólakerfið.

Ég hef oft skammast mín fyrir framgöngu þjóðar minnar, en aldrei eins og núna, Við ættum að biðja þær þjóðir sem blæða undan óráðsíunni vogunarsjóðslandsins opinberlega afsökunar.

Hér eru enn allir við völd, enn eru vinir og vandamenn ráðnir í stöður með himinhá laun. Ég veit svei mér þá ekki hvað er hægt að gera hér, nema krefjast þess að þessi stjórn verði leyst frá störfum nú þegar. Ef einhver ætlar að reyna að sannfæra mig um að það sé ekki stjórnmálakreppa hér þá getur sá hinn sami gleymt því, hef aldrei séð aðra eins kreppu í hinu pólitíska landslagi. 


mbl.is Starfsmenn Sterling reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það verða stjórnarslit núna verður allt vitlaust í þessu samfélagi. Og það vissu allir með Sterling þetta voru pappírar sem gengu á milli Hannesar og Jóns Ásgeirs og eftir því sem pappírinn fór oftar um þeirra hendur hækkaði hann og þeir fengu meiri peninga og við borgum. Við kjósum bara rétt þegar að því kemur það hefst aldrei neitt með múgæsingu.

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:45

2 identicon

Ég er sammála, við eigum að axla ábyrgð á að koma þeim frá sem leyfðu þessu að viðgangast, að við værum sett fjárhagslega í pant fyrir ruglinu.

Þær hugmyndir að berjast fyrir ímynd Íslands með almannatengslafulltrúum eru.... fráhrindandi, eru ekki allir komnir með upp í háls af lygum almannatengslafólksins?  Erum við ekki búin að fá nóg af "payola" fréttum?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Guðrún er ekki allt vitlaust nú þegar í samfélaginu okkar?

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að ekkert skaði ímynd okkar meira ef fólk er að spá í slíku en sú staðreynd að hér er sama fólkið með smá tilfærslum við stjórn hvort heldur í bankageira eða í ráðuneytum...

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er allt þyngra en tárum taki.....hvílik skömm

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 10:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt hvað margir kjósendur samfó og íhalds eru hræddir við kosningar.

Ef við kjósum verður algjör glundroði hrópa þeir.

Halló - getur það orðið verra?

I don´t think so.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 10:24

7 identicon

Þetta sagði Olga Guðrún Árnadóttir í viðtali við Blaðið í júní 2006:

„Það er óhugnanlegt hversu hratt og auðveldlega bröskurunum hefur tekist að gleypa landið og miðin, og svo situr fjöldinn bara og gónir í aðdáun á lúxusinn og ofgnóttina. Á mínu heimili voru skáld og listamenn það fólk sem litið var upp til og húmanistar af öllu tagi. En þetta eru stjörnurnar í dag: sjálfumglaðir kapítalistar sem skamast sín ekki einu sinni fyrir græðgina!“

Þorvaldur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við verðum að byrja einhversstaðar... og það allra mikilvægasta er að sýna að það sem einhugur meðal þjóðarinnar að við viljum raunverulegar og róttækar breytingar - það að fá að nýta sér sinn lýðræðislega rétt til að kjósa yfir sig nýtt sett er bara hluti af kröfum okkar en ágætis byrjun.

Það er til fullt af hæfu fólki hérlendis til að leiða þetta land inn í nýja tíma sem tilheyrir ekki gamla valdastrúktúrnum... okkar er að finna það, virkja það og skilgreina hvaða breytingar við viljum sjá í kjölfar þess að stjórn verði leyst upp.

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:29

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Olga Guðrún hittir naglann á höfuðið:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband