Leita í fréttum mbl.is

Heima - Heiman

sylvia_sm.jpgKíkti í gær á ljósmyndasýningu sem ber yfirskriftina Heima - Heiman. Hún er haldin á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ég átti erindi í Borgarbókasafnið og sá að angar sýningarinnar teigðu sig þangað inn, finnst þau sem starfa á Borgarbókasafninu alveg einstaklega hugmyndarík þegar kemur að því að vekja athygli á mismunandi bókaflokkum. Það eru svo margir dýrgripir sem maður hreinlega gleymir að til eru í bókasöfnum landsins.

Það var allavega, mjög heppilegt fyrir mig að það fyrsta sem mér mætti á bókasafninu var rekki með bókum um flóttamenn, því ég er á þessari stundu að kynna mér þau málefni betur. Ákvað að taka mér að láni bókina "Lost on earth - nomands of the new world" eftir Mark Fritz. Í anddyri bókasafnsins voru líka fjölmargir sjónvarpsskjáir í gangi þar sem rúlluðu viðtöl við flóttamenn, ég hafði ekki tök á að staldra við það vegna þess að ég var með yngri soninn með, en ég kíkti upp á fimmtu hæð á ljósmyndirnar og það lesefni sem blasti við á veggjunum. Það var ekki annað hægt en að verða snortin. Afar falleg sýning sem sýnir jafnframt í örmynd brot af sögu þessa fólks sem finna má í orðum og augum og dýrmætasta hlutnum sem þeim tókst að taka með sér. Sumir tóku ekkert með sér nema fötin utan af sér.

Sá þarna mynd af einum flóttamönnunum frá Afganistan, sem ég spjallaði aðeins við, þegar ég fór til Njarðvíkur um daginn. Veit um fólk sem hefur starfað með flóttafólki í gegnum tíðina sem sjálft hefur brotnað saman við það eitt að heyra sögurnar og ekki getað haldið áfram í starfi. 

Ég kynntist fjölskyldu frá Íran sem bjó í litla þorpinu hennar mömmu í Danaveldi, þau voru hluti af bylgju flóttamanna sem reyndi að flýja Íran þegar það var í tísku þar að senda kornunga drengi í stríðið með lykil að paradís um hálsinn og voru þeir nánast notaðir sem mennskir skyldir. Þau flúðu rétt áður en sonur þeirra hafði náð aldri til að vera lyklabarn af öllu hryllilegri toga en okkar lyklabörn.

Það hafði mikil áhrif á mig að kynnast þeim þegar ég var rétt um tvítugt. Þau voru vel menntuð og áttu eignir sem þau urðu að skilja eftir. Það sem er oftast erfiðast fyrir flóttamenn er að þurfa að skilja eftir ættingja sína og ekki vita um afdrif þeirra. Það er til óhugnanlegur fjöldi fólks sem gufar upp og enginn veit nokkru sinni hvað verður um það. Ég hef fengið að upplifa það í þrígang að vita ekki um afdrif fólks sem hefur verið mér afar nákomið. Það sem ég fékk að læra af því var hve óvissa getur verið lamandi tilfinning og ég þráði ekkert meira en að fá að vita um örlög þessa fólks míns. Því þá var hægt að bregðast við því sem hafði gerst. 

Fólkið sem geymt er í Njarðvík býr við þessa óvissu stundum árum saman, ekki bara varðandi afdrif ættingja sinna og ástvina, heldur varðandi sín eigin örlög. Í stað þess að sýna þeim hlýju, virðist þjóðin mín frekar kjósa að snúa baki við þeim og hugsa um hversu mikið þau kosta okkur. Það er ekki þeirra val, þegar þau biðja um möguleikann að lifa án ógnar, að vera gerð ólögleg, að mega ekkert gera nema bíða. Kerfi ætti alltaf að snúast um að þjóna þörfum ekki hefta fólk. Auðvitað hljóta að vera til aðrar lausnir en að hneppa þau í enn strangari fangelsi. Það er nú ekki svo auðvelt að hverfa hér á landi. Kannski væri hægt að gefa þeim tækifæri á að vinna fyrir sér, eða að gera eitthvað annað en að bíða.

Ég ætlaði nú ekki að hafa þetta svona langt - mæli með því að fólk kíki á Heima - Heiman, frábærar ljósmyndir - frábær úrvinnsla á efninu. Hér gríp ég aðeins niður í sýningarskránna: "Á sýningunni heima - heiman hittum við fyrir ólíka einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flest hafa þau neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna stríðsátaka. Sum hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum, önnur hafa flúið land úr landi, en öll hafa þau að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Á ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur horfast þau í augu við okkur. Við fáum að sjá hver þau eru - og við fáum vísbendingar um þá sögu sem þau hafa að geyma. Þau sýna okkur hluti  sem skipa sérstakan sess í lífi þeirra. Hlutir sem tengja þau við gamla heimalandið og kalla fram sterkar tilfinningar." (Sigrún Sigurðardóttir)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband