Leita í fréttum mbl.is

"Vel heppnuð" aðgerð?

1. Samkvæmt því sem komið hefur fram hjá starfsmönnum Rauða Krossins fundust ekki eins miklir fjármunir og lögregla hefur sagst hafa fundið, eftir að þeir ræddu við hælisleitendur. Ekki gleyma að langflestir sem þarna var leitað hjá voru ekki með NEINA fjármuni hjá sér.

2. Þetta eru ekki ólöglegir innflytjendur, heldur flóttafólk, þar er mjög stór munur á og allt of algengt að fólk tjái sig um málefni þeirra sem leita hér hælis hafi ekki hundsvit á því sem það lætur út úr sér.

3. Þessi "vel heppnaða" aðgerð innibar að 58 lögreglumenn með hunda réðust inn á 42 flóttamenn klukkan 7 að morgni, hurðir brotnar niður, fólk handjárnað og niðurlægt með því að neita því um að klæða sig í föt.

4. Margir af þeim sem bíða hér um langt skeið í von og óvon um landvist, mjög fáir fá hæli hérlendis. Held að það séu innan við 5 af hundruðum um langt skeið. Gaman væri að fá nánari tölur um það.

5. Fólk sem kemur frá löndum eins og til dæmis Afganistan, Írak og Íran hefur búið við meiri ógn og hrylling en við getum eiginlega gert okkur almennilega í hugarlund. Að vakna upp við svona læti myndi jafnvel láta duglega Íslendinga fá hland fyrir hjartað.

6. Ef það var rökstuddur grunur um að einhverjir væru að villa á sér heimildir, af hverju var ekki bara leitað hjá þeim í stað þess að láta öllum líða eins og þeir hefðu brotið af sér?

7. Ekki gleyma að langflestir sem þarna urðu fyrir þessari tuddalegu aðgerð hafa algerlega hreint mjöl í sínu pokahorni og eiga ekki skilið að fólk dæmi það án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um sögu þeirra.

8. Ég hitti þennan mann í gær og spjallaði við hann sem og 2 menn frá Afganistan. Ég held að þeim hafi sárnað hve mest að það væri búið að ljúga upp á þá að þeir væru eiturlyfjasölumenn, en ekkert sem rökstuddi þann grun lögreglu var sannað og því má segja að lögreglan hafi án þess að hafa fyrir að leiðrétta það, svert þeirra mannorð, þannig að þau sem þarna dvelja eru enn frekar litin hornauga í þessu litla samfélagi.

9. Mér finnst eitthvað rotið við það hvernig fólk virðist njóta þess að rægja fólk sem hér kemur út af því það hefur ekki um aðra kosti að ræða í ómögulegri stöðu sem það oft hefur aldrei valið að vera í. Mér finnst í það minnsta að við getum reynt að gefa þeim það að sýna þeim mannúð og virðingu á meðan þau eru hér, í stað þess að tala um þeirra líf sé minna virði en annarra sem hér dvelja.

10. Þó einhver rotin epli séu inn á milli eins og einhver segir, þá er rangt að dæma alla útfrá þeim.

11. Þeir sem eru þarna á gistiheimilinu í Njarðvík, fá 2.500 á viku í vasapening, ekki 7.000 á dag. Það kostar ríkið 7.000 á dag að halda úti þessum "flóttamannabúðum". Rauði Krossinn sér um matinn fyrir þau. Veit ekki hvernig það er með fatnað en símakort og sígó borgast með vasapeningnum. Þess vegna hafa þau aldrei efni á að skreppa til borgarinnar og einangrun þeirra er oft á tíðum mikil. Sumir hafa verið hér í nokkur ár án þess að þeirra mál séu afgreidd.

12. Þegar þau eru send úr landi fá þau að vita það 10 til 15 mínútum áður. Ástæða þess að fresturinn var styttur svona mikið var að maður sem hér bað um hæli frá Írak hengdi sig í stað þess að vera sendur til baka.
mbl.is Hælisleitandi mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Birgitta fyrir þennan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 21:10

2 identicon

ég held að þessi aðgerð hafi verið algjörlega út í hött, er ekki löggan að biðja um að láta taka sig alvarlega , það sé borin virðing fyrir þeim og allt, hver ætli hafi annars hóað í fréttamenn, hélt að búið væri að reka stjórann, sem lak alltaf í fjölmiðla öllu sem lögreglan var að stússast í í Reykjanesbæ,fyrir mér er þetta eins og að í blokk væri ruðst inná alla, ef grunaður krimmi væri í einni íbúðinni. Þetta er bara algjört hneyksli. Á islandi er hins vegar allt of mikið af óupplýstu fólki, sem er dauðhrætt við allt "úttlenskt", fáfræðin skapar fordóma sagði einhver. Það ætti kanski að hengja upp plakat með þessum texta á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, altsvo: fáfræði skapar fordóma. 

 

dísa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:42

3 identicon

Þetta er hrikaleg framkoma. Skammast mín fyrir þessa þjóð. Þetta eru fordómar og líklegast hægt að kæra þetta sem mannréttindabrot.

AG (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Góð samantekt hjá þér, Birgitta.

Vésteinn Valgarðsson, 14.9.2008 kl. 01:56

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kærar þakkir fyrir að lesa þetta, finnst svo erfitt að lesa sumt af því sem fólk lætur út úr sér varðandi þetta málefni að ég hreinlega varð að gera eitthvað:)

Birgitta Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 08:42

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Vísa í þennan pistil prontó.  Óhugnanlegt að svonalagað viðgangist hér á landi.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Ásgerður

Flott samantekt,,,,fordómarnir eru miklir hér í Reykjanesbæ, því miður.

Ásgerður , 14.9.2008 kl. 11:30

8 identicon

Birgitta...Súper flott samantekt og það væri ekki síður FLOTT að ÞARFT að sjá svona samantekt í blöðum.  Er viss um að þorri fólks gerir sér ekki ljósar þessar staðreyndir sem þú tíundar hér.  En það eru samt svo ofsalega margir sem eru tilbúnir að grýta, kasta steinum þó svo þeir búi í glerhúsi.  Vona bara svo sannarlega að einhver þingmaðurinn taki umræðu um þessa "vasklegu" framgöngu lögreglunnar upp á þingi.  Ráðherrar þessar ríkistjórnar eru alltof uppteknir af eigin rassgati til þess.

Siggi Þ (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:52

9 Smámynd: Sigurjón

Úff, þetta er skelfilegt.  Sérstaklega 12. atriðið...

Sigurjón, 14.9.2008 kl. 15:48

10 Smámynd: Jens Guð

  Það stuðaði mig dálítið að sjá haft eftir lögreglustjóranum orðrétt um meint fíkniefni hælisleitenda:  "Ekkert fannst þó að þessu sinni."  Það liggur í loftinu að hann sé þess fullviss að dópið muni finnast í næstu rassíu.

Jens Guð, 14.9.2008 kl. 17:56

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þakka góða samntekt þar sem aðalatriðin eru á hreinu.

Góður punktur Jens.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.9.2008 kl. 04:41

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum hundskammast ég mín fyrir að vera íslendingur.  Mikið vildi ég að við gætum bætt ímynd okkar, og komið betur fram við fólk sem hingað leitar.  það er eins og hér ríki einhver andskotans fasismi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:51

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk öll fyrir að skrifa hér... alltaf gott að vita að einhver er að lesa það sem maður hripar niður.

Verið er að koma saman hóp af fólki sem lætur sig þessi mál varða, því ég tel eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir flóttafólkið að gera það sýnilegt og kynna sögu þeirra og ástæðu flóttans.

Núna eru þau sem ósýnilegir draugar og við höfum tilhneigingu til að hræðast drauga :)

Birgitta Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 12:08

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

Takk fyrir samantektina. Fannst sjálfum ekkert skrýtið að það væru einhverjir flóttamenn með einhverja fjármuni á sér. Þeir flóttamenn sem ekki hafa aðgengi að neinum fjármunum ná varla til Íslands. Það gerir aftur á móti ekki þörf þeirra fyrir hæli minni.

Það er almennt að fólk leyfi sér að segja óhugnalegustu hluti um annað fólk á netinu. Það er eins og það geri sér ekki grein fyrir því að það sem það skrifar á netinu fylgir nafni þeirra um ómuna tíð.

Héðinn Björnsson, 16.9.2008 kl. 18:18

15 identicon

... tek undir hvert orð Birgitta. Nauðsynlegt að halda umræðunni á lofti. Getum ekki skýlt okkur á bak við Við og hinir ... við erum öll manneskjur.

Sólveig Jónas (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband