Leita í fréttum mbl.is

Dómdagsforsetinn

Heimurinn gæti verið í þeirri skringilegu stöðu að hafa enn vanhæfari forseta sem "valdamesta" forseta heimsins en Bush. Ég vona að bandaríkjamenn beri gæfu til að kjósa ekki yfir sig þessi ósköp. Hef verið að lesa mér til um Sarah Palin og verð að viðurkenna að mér finnst það nánast tragi kómískt ef hún og ellismellurinn McChain verða í forsvari fyrir Bandaríkin. Hún er theocrat, creationist, gegn fóstureyðingum, henni finnst stríðið í Írak vera í boði Guðs og ætlar með gleði í hjarta að senda elsta son sinn í þann óskapnað. Hún trúir á dómsdag, aka rapture og að Alaska muni vera eitt af öruggu fylkjunum þegar heimsendir brestur á og hinir guðsútvöldu munu erfa ríkið.

Það er þekkt staðreynd að talað hefur verið um George Bush sem manninn sem stígur ekki í vitið og spilling sú sem hefur fengið að þrífast undir hans verndarvæng er alveg einstaklega ósmekkleg. En hann er nánast gáfumenni miðað við það sem maður hefur heyrt frá vörum Sarah Palin. Ég held að fólk ætti að sleppa því að hugsa um ræðuna hennar á flokksþingi Repúblikana, því hún samdi hana ekki. Ef maður sér hana tala í öðru samhengi eins og til dæmis ræðan sem hún flutti í kirkjunni sinni, sér maður að þarna er ofsatrúarmanneskja á ferð sem gæti orðið heiminum okkar afar hættuleg. McCain er enginn íþróttaálfur. Hann bryður sterkar svefnpillur sem hafa þannig áhrif á hann að hann er oft sem svefngengill þegar mikið liggur við og það væri nánast kraftaverk af hann lifir af allt álagið sem því fylgir að vera forseti. 

Sarah vildi banna bækur í bænum sínum en erfiðlega hefur gengið að finna réttan lista yfir hvaða bækur það eru. Ég vil taka það fram að ég hef engar sjálfsblekkingar um að Obama sé einhver engill eða bjargvættur en hann er þó skömminni skárri en þessi skötuhjú, svo mikið er víst. 

Bandaríkin eru í vondum málum heima fyrir sem og á heimsvísu. Ástandið í landinu er svo slæmt að það slær út kreppuna litlu sem var þar þegar ég bjó þar á síðasta ári Bush hins eldri, því í ofan á lag við bágt ástand þeirra sem eiga ekki mikla peninga,  hefur hinn nýi þrælamarkaður sótt í sig veðrið, þ.e.a.s. einkavinavæðing fangelsa sem eru nánast stútfull af ungum blökkumönnum sem eru oft handteknir fyrir ekki neitt sem réttlætir margra ára þrælavinna í þessum stofnunum. Við erum að tala um milljónir manna sem eru í þessum ómennsku stofnunum að vinna fyrir minna en fólkið í saumastofunum illræmdu í Asíu.


mbl.is McCain nær forskoti á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Birgitta

Já það er með ólíkindum að fólk í BNA skuli vera svona þröngsýnt..  eða á maður að segja það eins og það er HEIMSKT !!

Mig minnir að Lincoln gamli hafi sagt það um BNA engin önnur þjóð á jörðinni gæti sigrað USA, einungis þjóðin sjálf.

Nú ætla ég að setjast í dómarastóllinn segja að við séum að sjá upphafið að hruni BNA..  þ.e. þetta þjóðfélag mun hrynja innanfrá.. 

Tinni (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„enginn íþróttaálfur“  true

annars er (of almennur) bandarískur hugsunarháttur að verða sífellt ofar, eða neðar, mínum skilningi.

er ekki íslenska orðið heimskur það orð sem næst kemst meiningu enska orðsins ignorant? held það.

Brjánn Guðjónsson, 8.9.2008 kl. 10:59

3 identicon

held að kanarnir séu að kjósa Mccain bara til að pirra okkur evrópubúna, svona eins og við gerum með hvalveiðum.  vilja ekki að aðrir séu að segja þeim hvað þeir eiga að gera.  þrjóska bara.

 annars held eg að fáfróður sé betri þýðing á ignorant.  fáfræði er ekki sama og heimska að minu mati.

skari (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Samkvæmt rannsóknum í málvísindum merkir orðið "heimskur"  bókstaflega að vera heimaalinn, að hafa sjaldan komið út fyrir hússins dyr. Held að sumir Ameríkanar sjái ekki langt út fyrir "bæjarhlaðið."

Ég held að við verðum að vona hið besta, þ.e.a.s. að Demókratar nái kjöri.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 13:29

5 identicon

Mycket väsen för lite ull. " George Bush stígur ekki í vitid" säger du. Hur kan du veta det? Han har i alla händelser examen från Harward. Har du? Med det vill jag inte säga att han varit en bra president. Och det är mig ganska likgiltigt vem av de två, Obama eller McCain blir president. Vi röstar ju inte i amerikanska val, varken du eller jag. Det kan vara nyttigt att komma ihåg innan man släpper tyglarna och skenar iväg.

Saken är den att på många plan är skillnaden i åsikter mellan  republikaner och demokrater inte överväldigande stor. Bägge kandidaterna ( jag talar nu om Obama och McCain) är för rätten att bära vapen, de har samma åsikt om dödsstraffet, kristendomen och patriotismen. Synen på aborter skiljer de två åt: McCain är principiell motståndare till abort medan Obama är för.

I utrikesfrågor är skillnaden mindre än man kan ana. Båda vill ha goda förbindelser med USA:s allierade i världen och vill föra en utåtriktad och internationalistisk. När det gäller Irak har de båda likartad syn: Obama har satt upp en tidtabell för när trupperna skall tas hem men med många förbehåll (aber) medan McCain vill trupperna hem men när tillståndet i Irak tillåter.

Det är främst i inrikespolitik som skillnader finns. McCain är för frihandel, Obama emot. Obama vill öka offentliga utgifter och därmed skatterna men McCain vill begränsa dem. McCain vill legalisera de illegala invandrarna i USA och har drivit den frågan som senator. Obama vill göra sjukförsäkringen allmän. McCain har fördömt Guantanamobasen och är motståndare till tortyr.

Det bör också sägas att McCain är populärare än hans republikanska parti, medan det är tvärt om med Obama. Att fler tittade på McCains tv-sända tal än Obamas tal ( det skilde ca 500.00) understryker detta. Detta bottnar i att McCain är okonventionell och lockar anhängare från bägge läger. Nu avgörs valet av väljare i mitten och här förutspådde svenska reportrar baserade i USA, redan tidigt i sommar att McCain skulle vinna valet. De menade att den bittra striden mellan Hilary och Barack om utnämningen hade avgjort valet. Många av Hilarys anhängare skulle aldrig rösta på Obama.

Men det är inte avgjort än. Något kan hända. Spindoctors, you know.

Men det vore välkommet med en mer sansad och saklig - och kunnig debatt. Man ryser när flocken sätts i rörelse. Tacka för att det inte är trettital!

 NB:  Jag har stött mig på en bok av Hans Bergström f d chefredaktör vid Dagens Nyheter( liberal) numera bosatt i USA sedan några år.

S.H. (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:31

6 identicon

....átti ad vera " vill föra en utåtriktad och internationalistisk" amerikansk politik.

S.H. (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og hvað er það mikið í íslenskum?

Brjánn Guðjónsson, 8.9.2008 kl. 14:53

8 identicon

S.H.!  Svo lengi sem "Guð" er við stjórnvölin í Washington, er ekki von á góðu hver svo sem verður forseti.  Því skal haldið til haga að Repúblikanar hafa haft ríkari tilhneigingu en Demókratar til þess að aðhyllast ímyndaðan vin.  Þá finnst mér litlu skipta hver hinn pólitíski boðskapur er..

Hinn sænski Einar Áskell (veit ekki hvað hann heitir á sænsku) átti ímyndaðan vin, en hann var teiknimyndapersóna.  Það kann ekki góðri lukku að stýra ef valdamesti maður heims tekur ákvarðanir er varða alla heimsbyggðina sem byggðar eru á ráðum ímyndaðs vinar.  Þetta hlýtur allt hugsandi fólk að sjá...

Tinni (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bush er ekkert sérstaklega heimskur, hins vegar er hann kolgeggjaður. Þessi heimskustimpill sem margir reyna í örvæntingu að klína á hann er mest til að reyna að leiða athyglina frá geðröskun hans sem og þá geðröskun nánast allrar valdaelítu vesturlanda sem hefur kóað með þessum brjálæðingi og hans stjórnendum í stað þess fyrir lifandis löngu að krefjast þess að það hyski allt færi fyrir stríðsglæpadómstól.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2008 kl. 20:01

10 identicon

Tinni: Läs böcker för vuxna, exempelvis Hans Bergströms utmärkta bok: John McCain. En politisk biografi. Den är alldeles färsk från trycket.

 Alfons Åberg är för barn i koltåldern.

S.H. (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:33

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"The Rotschilds want Obama!"

Erum ekki í rauninni bara að tala um tvo "jafnslæma" kosti? Og það er hárrétt sem bent er á að ofan að munurinn á þeim skiptir litlu máli fyrir restina af heiminum því utanríkisstefnan er svo keimlík hjá báðum flokkum en reynsluleysi Obama á því sviði mun gera að verkum að persónuleg áhrif hans verða minni en ella. Spurning hvort að það yrðu ekki bara sömu think-tankarnir sem myndu mata hann á sömu stefnumálum og forverar hans hafa étið í sig gegnum tíðina?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 11:33

12 identicon

Lars Adaktusson, til margra ára fréttamaður og þáttastjórnandi  hjá Sveriges Television og starfandi fréttaritari erlendis m a í Bandarikjunum skrifar svohljóðandi í ”kolumn” í www.svd.se í dag 10.september.  Og finnst mér það enn frekar styðja fyrra innlegg mitt  en vera í hrópandi mótsögn við þá mynd sem dregin er upp av Birgittu o fl. 

 ”Både Barack Obama och John McCain vill skärpa tonen mot Ryssland och tycker att USA i framtiden bör rådgöra mer med sina allierade i Nato och FN. Båda anser att kriget mot terrorismen måste fortsätta, men att Guantánamobasen ska stängas.

Ingen av kandidaterna tycker att tiden är inne för att normalisera relationerna med Kuba, båda vill se fortsatt isolering av Hamas och en tvåstatslösning i konflikten mellan israeler och palestinier.­ McCain beskriver sig som stolt Israelvän, ­Obama säger att Jerusalem är Israels huvudstad och att staden inte får delas.

Klimatpolitiken står högt upp på agendan i båda lägren, breda uppgörelser eftersträvas. Båda kandidaterna föreslår åtgärder för att radikalt minska utsläppen av växthusgaser och bryta oljeberoendet – båda tycker att kärnkraften ska byggas ut.

Varken Obama eller McCain vill förbjuda amerikanerna att bära vapen, båda har röstat för tuffare åtgärder för att stoppa illegal invandring och båda är för dödsstraff. Båda är aktivt kristna, båda säger nej till äktenskap för homosexuella, men ja till

stamcellsforskning”.

 Í lauslegri þýðingu minni svohljóðandi:

 Barack Obama og John McCain vilja báðir brýna röddina gegn Rússlandi og álíta að USA eigi framvegis að hafa samráð við bandamenn sína í Nato og SÞ í ríkari mæli en nú.

Báðir telja nauðsynlegt að halda áfram stríðinu gegn hryðjuverkum en vilja loka Guantanamo.

 Hvorugur frambjóðenda telur að tímabært sé að létta á samskiptum við Kúbu, báðir vilja áframhaldandi einangrun á Hamassamtökunum og báðir eru fylgjandi lausn á deilum Palestínumanna og Ísraels með stofnun ríkis Palestínu. McCain er yfirlýstur fylgjandi Ísraels og  Obama  segir Jerúsalem höfuðstað í Ísrael sem eigi verði skipt.

 Pólitísk umræða um loftslagsbreytingar er ofarlega á lista hjá báðum, báðir leita  samkomulags á breiðum grundvelli. Báðir frambjóðendur hafa sett fram tillögur sem eiga kröftuglega að minnka gróðurhúsalofttegundir og draga úr olíunotkun  - báðír vilja  fleiri kjarnorkuver.

 Hvorki Obama né McCain vilja banna landsmönnum að bera vopn, báðir hafa stutt róttækari aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum, báðir eru fylgjandi dauðadómum.  Báðir taka virkan þátt í hinni kristnu kirkju, báðir hafna hómogiftingum en vilja leyfa frumurannsóknir á fóstri.

 --------------------------

 Nú er að finna hjá bloggvini Birgittu hleypidóma og yfirborðskennd skrif af verstu sort um annan frambjóðendanna. Sá bloggvinur kennir sig við myndlist og Akureyri.

Hér er lítið sýnishorn af ritsnilldinni og orðalistanum. Hann er að lýsa McCain og Palin (held ég): Setjið upp suðvestinn!

 

annar hálfviti;   hægrisinnaðri en helvíti; meinilla við homma;  afturhaldssömustu gildi; myrkviði; öfgalið; svo langt til hægri að manni verður óglatt; stríðsóðir trúarbrjálaæðingar….

 

Nú lídur ekki á löngu fyrr en bloggvinir koma með upphrópanir og hvatningar: Algjörlega sammála , já gjörsamlega sammála og fleira í þeim dúr:

 Ætlast þetta fólk til að eitthvert mark sé tekið á þeim? Og hvorum kandidatanum er verið að lýsa? Skoðanir beggja frambjóðenda falla sannanlega saman á mörgum sviðum og helst á þeim sem mesta írafárinu valda.

 Myndlistarmanni ráðlegg ég að halda sig við myndlistina og Akureyri – eyri sem aur = leir. ( orðskýring fyrir málfátæka)

S:H. (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 509246

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband