Leita í fréttum mbl.is

Vænta má írafárs út af þessari frétt

Það er nú ekki eins og verið sé að fara fram á að fólk hætti kjötáti heldur hafi einn dag í viku án kjöts. Það er nú varla verið að útrýma kjötætum fyrir vikið.

Ég las grein um þetta fyrir margt löngu en hef ekki haft mig í að blogga um það vegna þess að hérlendis er meðvitund um þessi mál á afar lágu stigi og nánast hvergi í heiminum er fólki eins sama um áhrif hlýnunar andrúmsloftsins. Hvað kemur okkur við þó að fólk missi heimili sín og líf út af hækkandi yfirborði sjávar? Það er svo sem allt í  lagi, að því að við erum að fá svona líka dásamlega heit sumur og blóm í haga. 

Þessar tölur í greininni eru ekki úr lausu lofti gripnar og full ástæða til að skoða hvaða áhrif mikil kjötneyslu hafa á umhverfi okkar sem og heilsu okkar. Var að heyra frétt þess efnis í gær að til eru mjólkurbú hérlendis sem hleypa aldrei út sínum kusum og eru þær inni í sínum litlu búrum alla tíð. Það er ólöglegt og siðlaust. En með stækkandi búum virðist staða dýraverndar hafa versnað til muna hérlendis. Þegar dýr til manneldis eru orðin að verksmiðjuafurð þá er hætt við að siðferði sé látið um lönd og leið og hámarks nýting og arður er það eina sem skiptir máli. Sem betur fer er þetta ekki orðið svona allsstaðar en það vita allir sem fylgjast með fréttum að staða smábænda er sífellt að vera verri og margir að gefast upp.

Persónulega finnst mér að það skipti ekki máli hvort að öll eða hluti jarðhitans sem við stöndum frammi fyrir sé af okkar völdum. Mér finnst að við eigum að gera allt sem í okkar mannlega valdi sé til að sporna við þessari þróun. Það getum við aðeins gert ef við erum meðvituð um ástand mála og meðvituð um að ef við öll erum tilbúin að gera eitthvað í okkar daglega lífi til að breyta okkar neysluháttum er möguleiki á að sporna við þessu. 

Ef ég væri eina manneskjan sem minnkar neyslu, endurvinn, keyri lítið og borða minna af dýraafurðum þá er það til lítils - en sem betur fer er til eitthvað af fólki sem er að þessu en það er ekki nóg. Miklu fleiri þurfa að skoða sinn gang og spá í hvernig lífið hér á jörðinni verður eftir 20 ár ef við gerum ekki neitt. 


mbl.is Minni kjötneysla dregur úr hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í framhaldinu er kannski rétt að minnast á þann mikla útblástur úr margra þúsunda hestafla olíuvélum í fiskiskipum, sem fylgir nútíma fiskveiðum. Ekki nóg með að þau valdi mengun með útblæstrinum, heldur eru þau vel á veg komin með að eyðileggja lífríki sjávar með þessum togveiðarfærum sem engu eira.

bóbó (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Góður punktur hjá þér Bóbó. Ég las skýrslu hafró um lífríki sjávar - sér í lagi hafsbotninn og varð fyrir sjokki að sjá myndirnar og tölurnar um eyðilegginguna.

Ég átti eitt sinn frænda sem var kallaður Bóbó og hann málaði frábærar myndir. Þykir alltaf vænt um þetta heiti fyrir vikið:)

Birgitta Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 12:04

3 identicon

Svolítil ábending

Alltaf  leiðinlegt að  sjá  málvillur í fyrirsögn eða  texta.

Vænta má  írafárs....

Frétt veldur írafári.....

esg (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kærar þakkir fyrir þessa ábendingu, frekar neyðarlegt að hafa svona augljósa villu í fyrirsögn:)

Birgitta Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 13:01

5 identicon

Er ekki langhagkvæmst - út frá umhvervissjónarmiðum eins og þú gengur út frá hér - að byrja bara að borða kínverja og indverja?

Botat (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 15:36

6 identicon

Þetta minnir mig bara á tryllinginn í kringum mjög ranga og heimskulega frétt þess eðls að grænmetisætur væru að tryllast yfir því að Mars og Snickers væru nú með kjötafurðir. Það er alveg magnað hvað íslendingar verða brjálaðir þegar talað um græmnetisætur og þá tilhugsun að hugsanlega sé ekki holt að éta kjöt í öll mál.

Atli Thor Fanndal (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að við Íslendingar eigum met per haus á fordómum gagnvart grænmetisætum. Ég hef verið grænmetisæta í næstum 25 ár og ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað annað fólk er að láta ofan í sig. Mér kemur það hreinlega ekki við. En það bregst ekki ef að ég geri það til dæmis opinbert á vinnustað að ég borði ekki dýr að ég fæ yfir mig holskeflu af lélegum bröndurum sem ég er búin að heyra svona milljón sinnum eða fyrirlestur um að ég fái ekki nægilega mikla næringu. Jafnvel vinir mínir geta ekki látið það vera að koma með fimmaura brandara í hvert skipti sem maður hittir þá og mat ber á góma. Mikið bíb er ég umburðarlynd:)

Birgitta Jónsdóttir, 8.9.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband