Leita í fréttum mbl.is

12 strengja steingítar

Fór í gær að skoða legsteininn sem snillingurinn Óskar hjá Sólsteinum vann fyrir okkur. Læt mynd fylgja af honum. Ég er svo ánægð með hvað þessi hugmynd hefur orðið falleg í hinu efnislega. Ef þið skoðið myndina vel - þá er að finna andlit í mynstrinu á steininum. Þeir sem þekkja muninn á 12 og 6 strengja gíturum geta séð að við klikkuðum ekki á að hafa hann 12 strengja.

Mér fannst vel við hæfi að hafa þetta vísubrot með - enda má segja að mamma blessunin hafi villst langt af leið til Danaveldis en er loksins komin aftur heim. Þá fannst mér steingítar vera vel við hæfi, hennar helsta skáld til lagagerðar var Steinn Steinarr - því er steingítarinn einskonar tilvísun í það...

Á von á að hann verði kominn upp við Kotströnd um helgina.

 

Steingítar Bergþóru

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ótrúlega fallegur legsteinn og vísubrotið á vel við.

Blessuð sé minning hennar.

Stefán Þór Steindórsson, 3.9.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Þorleifur Magnús Magnússon. ( Brói )

Sæl Birgitta, þetta er snilldarlega hugsað hjá ykkur, þér. Hún hefði eflaust verið hæðst ánægð með þetta.

Þetta var einstök kona og var ég ætið heillaður af henni.

kv, Brói.

Þorleifur Magnús Magnússon. ( Brói ), 3.9.2008 kl. 12:35

3 identicon

Flott!!

alva (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er glæsilegur legsteinn og gott að vita að almenningur og tónlistarfólk minnist móður þinnar með mikilli virðingu. eins og óli palli sagðí í útvarpinu í morgun, þá hefði þó verið nær að sýna henni meiri virðingu og athygli meðan hún lifði.

en... svo er nú ekki alltaf.

arnar valgeirsson, 3.9.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Missti af þessu í morgunn - en ég er sammála - hún átti afar erfitt uppdráttar og þó hún tæki upp á alls konar nýungum og var alltaf tilbúin að gera eitthvað fyrir góðan málstað þá var merkilegt til þess að hugsa að hún fékk aðeins einu sinni úthlutað úr tónskáldasjóði og undir það síðasta þegar hún lyfti grettistaki til að koma fram eftir slysið þá var hún nánast hunsuð. En það þýðir lítið að velta sér upp úr því. Það er búið og gert og ánægjulegt að tónlist hennar lifir og nýtur virðingar í dag. Ég vona að ég geti haldið áfram að leggja mitt á vogarskálirnar í þeim efnum og næsta verkefni er að koma allri hennar tónlist á nótur:)

Takk Alva, Þorleifur og Stefán Þór fyrir kommentin... ég var alveg himinlifandi þegar ég sá hve vel þessi hugmynd mín var útfærð. 

Birgitta Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.9.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mikið er þetta fallegur steinn og ljóðið..... Mér er bara orðfall og klökk

Erna Friðriksdóttir, 4.9.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mjög fallegur steinn og ljóðið fellur vel.

Kristján Kristjánsson, 4.9.2008 kl. 22:18

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Þetta er 12 strengja gítar með júmbo kassa, eitt flottasta sound sem þú færð. Ég verð að viðurkenna að þetta er einn flottasti legsteinn sem ég hef séð og langar mig til að byðja um álíka legstein þegar ég dey, sem er vonandi ekki í nánd.  Ég get því miður ekki munað eftir að hafa heyrt eitthvað með Bergþóru en hlakka til að..  var að horfa á eurovisionundanúslitarlagið hennar frá 1990, frábært

Alfreð Símonarson, 5.9.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nú brosir hún mamma þín í Himnaríki. Ég ætla að fara og sjá andlitið í steininum um helgina.

Soffía Valdimarsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:33

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Steingítarinn verður settur upp í Kotstrandarkirkjugarði á mánudaginn:) Þannig að þú verður víst að bíða með að fara Soffía mín....

Birgitta Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:42

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Alfreð þú getur fundið slatta af tónlistinni hennar mömmu inn á myspacinu sem ég setti upp fyrir hana: myspace.com/bergthoraarna

svo eru inná bergþora.blog.is lög eftir hana sem voru flutt á minningartónleikunum... mun svo setja orginal tónlistina hennar aftur þar í næstu viku:)

og takk öll fyrir athugasemdirnar

gott að vita að steingítarinn fellur fólki í geð... þá er tilganginum náð með gerð hans...

Birgitta Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:44

13 identicon

Þessi legsteinn er í senn einstaklega fallegur og svalur. Vel valdar ljóðlínur. Þakka þér svo enn og aftur fyrir minningartónleikana. Móðir þín var magnaður tónlistarmaður. :)

Einar Steinn (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 02:56

14 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Einar Steinn

Það er eitthvað við röddina og lögin hennar mömmu sem fær mann til að hverfa inn í ljóðin og dvelja þar um stund. Ég á henni að þakka skáldataugar mínar - ef maður hefði ekki lifað og hrærst í þessum ljóðum sem barn þá væri maður sennilega allt önnur manneskja. 

Það hefur verið afar gefandi að fá að gera eitthvað til að halda á lofti minningu hennar. Hún var ekki þessi týpa sem vildi að maður gerði mikið fyrir sig þegar hún var á lífi

Birgitta Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband