3.9.2008 | 06:44
Fjöldi vitna að þessu
"Uppi hafa verið ásakanir um að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að matarbirgðum væri komið í tjaldbúðir mótmælenda við Kárahnjúka. Í skýrslunni segir að samkvæmt skráðum gögnum frá lögreglustjórum hafi engin slík tilraun verið gerð af hálfu lögreglu"
Því miður verður maður að draga alla þessa skýrslu í efa því ég hnaut strax um eina lygi sem auðvelt er að sanna. Það var fullt af fólki sem hafði ekkert að gera með mótmælin sem varð vitni og upplifði þessar hömlur á að mótmælendur fengju að flytja vistir í búðirnar. Lögreglan fyrir austan hefur verið þekkt fyrir lygar varðandi mótmælendur við Kárahnjúka og finnst mér þessi skýrsla algerlega merkingalaus ef aðeins hefur verið rætt við lögregluna en ekki neinn annan til að komast í botns á þessu. Það er alvarlegt mál ef reynt er að svelta fólk til hlýðni og mótmælabúðirnar við Lindur voru engum til ama.
Ég hitti fólk sem var þarna fyrir tilviljun en varð vitni að því þegar lögreglan gerði innrás í búðirnar til að leysa þær upp og það var þessu fólki mikið áfall hvernig vinnubrögð lögreglu voru. Minnir að þau hafi verið í brúðkaupshálendisferð og gist í búðunum eina nótt en næsta morgunn hafi lögregla ákveðið að leggja til atlögu. Ég hef líka heyrt af og hitt slatta af fólki sem var á ferðalagi í nágrenni við Kárahnjúka og var stöðvað af lögreglu og spurt hvaða skoðanir það hefði á virkjuninni og í sumum tilfellum matur gerður upptækur.
Símar voru ekki hleraðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 509102
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Ég trúi lögreglunni frekar en þessu glæpahyski sem var að mótmæla
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 07:43
Sælir eru einfaldir....
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 07:48
Sammála þér Birgitta...þetta er frekar einfalt fólk sem tekur hvaða skýringar (lygar) yfirvalda sem borið er á borð fyrir það trúanlegar án þess að efast.
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 07:59
Þar sem að tekið er fram að "símar voru ekki hleraðir eða tölvupóstur lesinn" þýðir að þeir möguleikar eru við hendi, eða hvað.........!
Annars væri það ekki svo skilgreinilega tekið fram.
ee (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:33
Ég verð nú að segja að mér finnst lögreglan mun trúverðugri en þessir mótmælendur. Mér hefur virst þetta fólk ekkert vita í sinn haus og grátlegt að sjá og heyra viðtöl við það. Það er bara að mótmæla til að mótmæla. Mjög barnalegt eða naiv fólk. Hef ekki nokkra trú á að símar þeirra hafi verið hleraðir - hvað ætti lögreglan að græða á því? Það er nú ekki eins og þetta fólk hafi legið á upplýsingum um fyrirætlanir sínar.
Paranojd fólk!
P.s. Er þetta sama fólkið og gafst upp á mótmælunum vegna veðurs? Það var fyndið!
Soffia (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:51
Soffía mín - þakka þér fyrir að væna mig um að vita ekkert í minn haus... ég á von á því að þú sért mér miklu spakari og til hamingju með það.
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 08:56
þeir möguleikar eru fyrir hendi - maður er bara alltaf hálf hræddur við að tala um slíkt án þess að vera sakaður um paranoiju á háu stigi:)
Man eftir einu dæmi sem erfitt var að útskýra öðruvísi: ákveðið var að flytja mótmælendur í annað húsnæði en klink og bank vegna þess að lögreglan var ítrekað að ryðjast þangað inn - bæði til að yfirheyra og hræða fólk - passað var að láta engan vita hver áfangastaðurinn væri og aldrei talað um það í síma eða opinberlega. Sama morgunn og flutningurinn átti sér stað sagði húseigandinn óvart í síma við einn af þeim sem heldur því fram að hans sími hafi verið hleraður hvert förinni væri heitið með mótmælendur og um 15 mínútum síðar þegar þau renndu í hlað biðu þeirra 2 löggur á mótorhjólum í götunni...
Þetta er svo sem enginn sönnun en manni þótti þetta kyndugt.
Annað sem fær mig til að vefengja lögregluna í svona málum er að við höfum beinar sannanir fyrir þeirra lygum. Annað dæmi var að lögregla hélt því fram að við færum vænisjúk þegar við héldum því fram að verið væri að fylgja okkur eftir á ómerktum bílum en ekkert tilefni var til njósna af þessu tagi. Okkur tókst að fá það tekið upp fyrir 10 fréttir þegar eitt slíkt njósnamenni fylgdi okkur eftir - en hún tók ekki eftir Ómari Ragnarssyni sem elti hana.Við vorum búin að fara tvo hringi í hringtorginu við Öskjuhlíð þegar vesalings konan tók eftir upptökumanni í bíl á eftir henni, þá brunaði hún upp í Perlu og missti af okkur. Ekki tókst að stoppa prentun á Fréttablaðinu og þar stóð að þetta væru lygar í okkur - en sem betur fer höfðum við sönnun en fólki eins og Gunnari og Soffíu er vísast nett sama - því mótmælendur eru í þeirra augum skríll sem ekkert mark er takandi á.
Ég hef ekki komið að skipulagningu mótmælabúða síðustu tvö ár en ég man hve ótrúlegt var að upplifa aðsúg lögreglu - sér í lagi fannst mér óhugnanlegt hvernig þeir létu við krakkana sem komu að utan. Það má aldrei gleymast að við sem höfðum staðið í þessari baráttu sendum út SOS kall til umhverfisverndarfólks um víða veröld - því það var við ramman reip að draga hér og spillingin í kringum Kárahnjúkavirkjun sem hefur sem betur fer komið fram í dagsljósið hægt og bítandi sýnt að við höfum fulla ástæðu til að vilja vekja athygli á því sem var í gangi hér og óska eftir hjálp til að vekja umræðuna upp af sínu dái árið 2005.
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 09:35
Mér finnst alveg ótrúlega sérstakt að mótmælendur geti grenjað eins og skátastelpur yfir hinu og þessu sem er brotið á þeim en finnst aftur á móti allt í lagi að skemma eigur annarra og valda vinnutjóni/vinnustöðvun. Af hverju kærið þið ekki bara lögregluna fyrst að það er svona rosalega 'fullt af vitnum'? Voru þetta ekki bara full og skítug vitni?
Hvað ertu að væla yfir þessu hérna? Ég sé ekki að þú fáir einhvern stuðning við þessu hjá þér þar sem að þið eruð t.d. alltaf að mótmæla eftir að allt er komið í gang, virkjanir samþykktar/leyfðar. Held að það væri sniðugra hjá ykkur mótmælendum að efna til setuverkfalls eða vera með einhver leiðindi fyrir framan húsin hjá ráðherrunum sem vilja þessar virkjanir.
Ég held að fólk sé bara komið með nóg af þessum mótmælum sem beinast gegn fólki og fyrirtækjum sem eru bara að vinna vinnuna sína...Óli (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:03
Fátt skemmtilegra en að lesa svona komment eins og frá þér Óli - það er eitthvað svo fallegt við það hvað þú ert málefnalegur og þess vegna legg ég til - vegna þess að þú veist svo vel hvernig best er að mótmæla til árangurs að þú skipuleggir setuverkfall - ég skal taka þátt- láttu bara vita stað og stund.
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 10:09
Þú gerir lítið úr ágætri athugasemd Óla. Það segir allt sem segja þarf
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 10:48
sé að þú ert frá Reiði Reyðarfirði Gunnar - kannski einn af þeim sem lagðir vin minn Guðmund í einelti?
það að þú sért frá þessum blessaða firði segir kannski allt sem segja þarf um þörf þína á að tala niður til þeirra sem mótmæla stóðiðju hérlendis....
sé líka að þú ætlar að reyna að fá vinnu hjá Alcoa og það útskýrir líka heilmikið:)
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 10:57
Guðmundur á Kollaleiru hefur aldrei verið lagður í einelti á Reyðarfirði. Enn ein lygin sem frá ykkur kemur. ".....blessaði firði", manni verður flökurt.
Þú gætir kannski lagt inn gott orð fyrir mig hjá Alcoa, ég hef nefnilega ekki fengið nein viðskipti við þá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 13:11
Fólk eins og þú Birgitta, kemur óorði á náttúruvernd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 13:12
hvernig fólk ert þú Gunnar og hvað er fólk eins og ég?
það er engin lygi að Guðmundur var lagður í einelti á Reyðarfirði og kannski flökrar þér vegna þess að þú veist að það er satt...
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:17
Hversu lágt getið þið lagst?
Guðmundur Már Beck á fjölda vina og ættingja á Reyðarfirði og það dytti engum Reyðafirðingi í hug að gera honum eitt nér neitt. Þetta er öðlingsmaður og hvers manns hugljúfi, en hann á sér afar fáa skoðanabræður í pólitík hér um slóðir, enda er maðurinn Allaballi af gamla skólanum og fyrrverandi varaþingmaður Hjörleifs Guttormssonar.
Guðmundur hefur alla tíð fylgt Hjörleifi að málum og hann sagði það obiberlega löngu áður en ráðist var í framkvæmdir hér, að hann myndi yfirgefa ríkisjörð sína Kollaleiru, ef af þessu yrði. Hann stóð við það og flutti til Akureyrar.
Þú myndir skammast þín ef þú kynnir það, Birgitta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 13:24
Guðmundur Beck sagði mér það sjálfur að hann hefði verið lagur í einelti á Reyðarfirði - ég er ekki að segja að allir reyðfirðingar hafi lagt hann í einelti en honum leið ekki vel þarna undir lok búsetu sinnar á Kollaleiru og það ættir þú að vita ef þú þekkir hann svona vel.
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:27
Hér þekkja allir alla, hér eru allir eins og ein stór fjölskylda. Hef ekki heyrt af þessu einelti en karlinum var oft mikið niðri fyrir í fjölmiðlaviðtölum og fór þá oft með bull og fleipur. Þetta er kannski partur af hans áróðursherferð, en á þó bágt með að trúa því upp á karlinn að ljúga upp á fólk. En hvað veit maður svo sem.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 13:34
af hverju dregur þú þá ályktun að hann hafi verið að ljúga - ég hélt að regla númer eitt varðandi einelti væri að varpa ábyrgðinni á gerendur ekki þolendur
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:42
Ég held að þú vitir ekkert hvað einelti er. Það að fólk hafi verið ósammála honum í pólitíkinni flokkast ekki undir einelti. Enda hann alvanur slíkri afstöðu til sín og er auk þess með bein í nefinu til að svara fyrir sig.
Ég hringdi áðan í nokkra aðila hér á Reyðarfirði og það hlæja allir yfir svona ásökun á Reyðfirðinga. Ég sagði að : "á þó bágt með að trúa því upp á karlinn að ljúga upp á fólk".
Kannski er einhver annar að ljúga en hann. Ég ætla að hringja í karlinn í kvöld og spyrja hann að þessu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 14:07
Það ætti auðvitað að loka þessum búðum. Ef Hell's Angels væru með tjaldbúðir þarna, þá væru þær örugglega ekki látnar afskiptalausar.
Ekki að ég sé að líkja ykkur við Hell's Angels, að öðru leiti en því að þarna er saman kominn hópur dæmdra glæpamanna frá útlöndum að því er virðist í þeim tilgangi að brjóta lög.
Viðar Freyr Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 14:59
það er eitt sem engin virðist taka til umhugsunar en það er að þessi "rannsókn" lögreglunar er einhliða úttekt hennar á sjálfri sér sem flest fólk virðist taka gott og gilt. Ég hef aldrei vitað til þess að rannsókn lögreglunar á sjálfri sér hafi skilað annari niðurstöðu en að hvítþvo hana af öllu sem á hana er borið og á þeim forsendum trúi ég einfaldlega ekki einu einasta orði úr þessari skýrslu og læt þessvegna mótmælendur njóta vafans. varðandi bóndan á Kollaleiru þá get ég staðfest að hann var einfaldlega lagður í einelti af þeim sem voru honum ósamála, ég bjó á reyðarfirði um árabil og varð vitni að því og heyrði ýmsar illar tungur leggjast í rógsherferð gegn honum.
Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:11
kærar þakkir Sigurður fyrir að staðfesta að þetta sé ekki einhver della í mér eins og Gunnar heldur fram og lætur eins og ég geti ekki lagst lægra og komi óorði á umhverfisverndarsinna:)
annars finnst mér þitt innlegg það vitrænasta sem hér hefur verið sagt og ég gæti ekki verið þér meira sammála.
er það ekki meinyrði að segja að fólk sé dæmdir glæpamenn Viðar Freyr - ég kannast ekki við að neinn af þessu ágæta fólki sem ég kynntist hafi verið dæmt sem glæpamenn - þú hefur kannski betri heimildir fyrir því en ég...?
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 15:47
Vitna í blaðagrein sem þú hengir þessa bloggfærslu við:
'Ríflega hundrað mótmælendur voru handteknir en í sumum tilvikum voru einstaklingar handteknir oftar en einu sinni. 83 fengu stöðu sakbornings og af þeim voru meira en 80% útlendingar. Rúmur helmingur þeirra var ákærður og af þeim málum sem er þegar lokið hafa þrír verið sýknaðir en 34 sakfelldir. Sektir voru á bilinu 50-200 þúsund krónur og að auki voru átta mótmælendur dæmdir í skilorðsbundið fangelsi.'
Viðar Freyr Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 16:09
Sigurður Hólm! Hver ert þú og hvenær bjóst þú á Reyðarfirði? Hér kannast ekki nokkur maður við þig utan einn eldri maður sem minnti að hér hefði búið maður með þessu nafni fyrir 30-40 árum síðan.
"...varð vitni að því og heyrði ýmsar illar tungur leggjast í rógsherferð gegn honum".
Ég fullyrði að þú ert að ljúga þessu, en það kemur ekki á óvart að andstæðingar þessara framkvæmda leggist svona lágt. Sannleikurinn er ekki málstað þeirra hliðhollur.
Eins og ég sagði áður þá þekktust allir hér. Á Reyðarfirði bjuggu 620 manns áður en framkvæmdir hófust. Í dag eru um 1.200 íbúar hér og mikið af nýjum andlitum svo þetta hefur sem betur fer breyst til batnaðar. Reyðfirðingar myndu aldrei líða það að komið væri illa fram við Guðmund (Mása) á Kollaleiru. Sá sem ætlaði sér að koma af stað einhverri rógsherferð gegn honum væri að skjóta sig illilega í fótinn með því.
Hættið svo þessum lygaþvættingi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 16:46
Gunnar, hvenær fluttir þú á Reyðarfjörð og hvernig stendur á því að fólk getur ekki horfst í augu við hvernig það kom fram við Guðmund Beck. Hvernig stendur á því að þú rengir það að Guðmundur hafi sagt og segir að bæði ég og Sigurður séum viljandi að fara með einhverja lygaþvælu. Heldur þú að Guðmundur hafi fús farið frá Kollaleiru? Er ekki í lagi með þig - í hvaða ævintýraheimi býrð þú eiginlega, að allir hafi verið svo góðir við Guðmund Beck á Reyðarfirði... af hverju settist hann þá ekki að þar þegar hann seldi jörðina sína ef allir voru honum svona góðir - sýnir það ekki einmitt hugarfar þitt gagnvart honum að gera lítið úr því hvernig komið var fram við eina opinbera andstæðing bæjarins við virkjun og álverinu?
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 17:11
Hvað er svona málefnanlegt við mótmæli sem skila engu? Mér finnst það alveg magnað að þið séuð tilbúin til þess að leggja líf ykkar og limi í hættu fyrir eitthvað sem skilar engum árangri öðrum heldur en að minnka álit almennings ennþá frekar á mótmælum og náttúruverndarsinnum. Ég held að það sé meira að segja ennþá hægt að svipta fólk forræði sem sýnir af sér mikla sjálfstortímingarhvöt.
Af hverju mótmælið þið ekki áður en ráðist er í þessar framkvæmdir og afhverju taka stjórnmálamennirnir ykkar ekki mark á ykkur?
Þessi mótmæli eru líka álíka réttmæt og ef einhver tæki sig til og skemmdi bílinn þinn, bara af því að hann mengar. Það væri öðruvísi farið ef þú þyrftir að bera kostnaðinn sjálf af einhverjum vitleysingshætti einhvers 'náttúruverndarsinna'... En þetta er náttúrulega líka spurning um hræsni því að sannkallaður náttúruverndarsinni myndi ekki versla vörur sem eru pakkaðar inn í plast vegna þess að það mengar og svo fram eftir götunum... en ég þarf ekkert að vera missa mig yfir hræsni annarra... ég á nóg með 'míns eigins'!
Ég ætla ekkert að taka þátt í að munnhöggvast vegna Guðmundar þar sem ég þekki hann ekki... gott hjá þér Gunnar að hafa samband við hann og fá þetta á hreint.
P.s. legsteinninn er virkilega flottur og þú þarft að laga linkinn á blogspottið þitt... linkurinn vísar á bloTspot.
Óli (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 17:47
Það er augljóst Birgitta, að þú veist ekki hvað er að búa í agnarsmáu samfélagi, þar sem allir vita allt um alla. Ég flutti á Reyðarfjörð 1989 úr höfuðborginni þar sem ég er fæddur og upp alinn.
Mási á Kollaleiru hefur tekið þátt í samfélaginu hér á ýmsan hátt í tugi ára, bæði í félagsmálastörfum, pólitík, verið kennari við grunnskólann og margt fleira. Um þriðjungur innfæddra Reyðfirðinga eru ættingjar hans og hér á hann marga kæra vini.
Guðmundur er eins langt til vinstri í pólitík og hægt er að vera með góðu móti á Íslandi og er þar í miklum minnihluta kjósenda. Eðlilega eru því tiltölulega fáir sammála honum í skoðunum hans í pólitík, það hefur hann alltaf vitað sjálfur og ekki verið vandamál hingað til. Hann var og er heiftarlega á móti álverinu í Reyðarfirði og hann gaf út þá yfirlýsingu nokkrum árum áður en hann flutti brott, að hann myndi yfirgefa ríkisjörð sína Kollaleiru, ef af þessum framkvæmdum yrði.
Ákvörun hans um að flytja í burtu var væntanlega byggð á þessari yfirlýsingu hans. Reyðfirðingar myndu fagna honum ef hann kæmi til baka. Hér eru vinir hans, ættingjar og rætur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 18:26
Ég var reyndar uppalin í smásamfélagi og hef oft búið út á landi og veit það betur er margur hvernig það er að vera í svona litlu samfélagi...
Ef þetta er eitthvað bull í mér þá skal ég draga allt sem ég hef sagt til baka. Hringdu endilega í Guðmund og skilaðu jafnframt kveðju til hans frá mér.
Ég vildi að ég hefði tíma til að andmæla ykkur varðandi gildi mótmæla en ég lofa að skoða þessar athugasemdir í þaula og reyna að koma með almennileg rök við þeim á morgunn í nýrri bloggfærslu - langar reyndar að benda á grein sem ég skrifaði í moggann um gildi beinna aðgerða. Þar eru ýmiss rök sem þér Óli þætti ef til vill skoðandi.
Ég vil taka það fram að ég veit vel að fólk er oft á öndverðu meiði með ýmislegt og allt gott um það að segja. Mér fannst bara fullyrðingar þær sem hér hafa verið hafðar frekar harðorðar og jafnvel hrokafullar. Það eru vissulega skoðanir ykkar og ljómandi gott að fá þær svona beint í andlitið. Stundum þætti mér betra ef þeir sem leggja orð í belg fari ekki eins stórum og oft er gert hér á blogginu. Fólk ætti að temja sér að tala við aðra bloggara af sömu virðingu og í sama tón og ef þeir væru fyrir framan mann.
Ég nenni ekki þessum þrætum - þær eru andstæðar því sem ég tel vera gott fyrir okkur mannfólkið. Getum við ekki hætt að nota fúkkyrði og alhæfingar. Mér þætti vænt um það.
Það sem ég segi varðandi Guðmund er eingöngu það sem ég hef heyrt bæði frá honum og öðrum sem þekkja hann úr baráttunni. Mér myndi aldrei detta í hug að fara að ljúga einhverju svona, ef ég aftur á móti er að ímynda mér þetta eða fer með rangt mál þá biðst ég velvirðingar.
Óli takk fyrir að benda mér á linkaruglið:)
Birgitta Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:05
Ég tek undir það hjá þér Birgitta að það er óþarfi að vera með stór orð. Ég er stundum sekur um það en það er þá vegna þess að mér finnst réttu máli hallað. Öllum getur skjátlast og því er réttara að spara stóru orðin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 19:50
Ég hringdi í Guðmund Beck og hann staðfesti við mig að þessar fullyrðingar ykkar um að hann hafi verið lagðir í einelti af bæjarbúum hér á Reyðarfirði, eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Hann varð aldrei fyrir neinum óþægindum en hann sagði mér samt að honum hefði fundist hann leiðinlega oft spurður að því eftir að framkvæmdir hófust, hvort hann væri nú ekki búinn að skipta um skoðun.
Aftur á móti bar hann bæjaryfirvöldum ekki vel söguna og sagði að þau hefðu lagt steina í götu sína á ýmsum sviðum. Ég tel hins vegar að þau tilvik hafi átt sér eðlilegar orsakir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 22:29
Takk fyrir að koma þessu á hreint Gunnar og ég hef greinilega slegið saman sögum hans af leiðindum frá bæjaryfirvöldum og talið það vera jafnframt einhverja bæjarbúa- biðst ég velvirðingar á því. Ég er ekki fær um að dæma hvort að það hafi átt sér eðlilegar skýringar eður ei að steinn hafi verið lagður í hans götu. Það er annarra að dæma sem þekkja betur til.
En nú læt ég staðar numið og held að þetta mál hafi verið til lykta leitt. Lifðu heill og sæll - með björtum kveðjum
Birgitta
Birgitta Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:05
Gunnar Th. gefur lítið fyrir fjölmargar frásagnir af fólki sem þorir ekki að tjá skoðanir sínar af ótta við yfirgang og illar tungur. Nokkuð sérstakt af manni sem sjálfur viðurkennir þáttöku sína í að hindra tjáningafrelsi á ófyrirleitinn hátt, sjá hér í athugasemd 15.
Feginn er ég ef Guðmundur Beck er búinn að fyrirgefa fólki að hrekja sig burt frá Reyðarfirði. Þessi "öðlingsmaður og hvers manns hugljúfi" var allt í einu kominn með risavaxin möstur og háspennulínur rétt við íbúðarhús sitt og mátti ekki lengur stunda þann búskap sem hann var vanur. Hann fann sig ekki í þessu gullæði sem rann á margan manninn í Reyðarfirði og tók þann kost að flytja burt. Vonandi eru farnar að renna tvær grímur á einhverja vini hans og ættingja!
Sumum finnst bara tilvalið að bændur fái sér starf í álveri þegar þess háttar ferlíki hefur verið plantað rétt við jarðir þeirra, sjá hér í athugasemd 1. Guðmundur Beck var greinilega ekki á sömu skoðun.
Sigurður Hrellir, 4.9.2008 kl. 00:40
"Feginn er ég ef Guðmundur Beck er búinn að fyrirgefa fólki að hrekja sig burt frá Reyðarfirði".
Ertu nokkuð andlega vanheill, Hrellir minn? Ertu svona heiftúðugur að sannleikurinn er þér einskis virði?
Nei, Guðmundur Beck vildi ekki vinna í álveri og það er bara allt í fína með það. En hann var nú samt fyrsti einstaklingurinn á Reyðarfirði sem hagnaðist á álverinu. Það gerði hann á ýmsa lund á meðan á framkvæmdum stóð, allt þar til hann flutti til Akureyrar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 10:33
Ég er nú bara nokkuð sprækur Gunnar minn Th. Hef ekki kennt mér neins meins að undanförnu.
Mig langar að benda þér á viðtal við Jónas H. Haralz í Speglinum í gær. Hann heldur því fram að frekari uppbygging stóriðju sé EKKI leið út úr efnahagsvandanum en tók það sérstaklega fram að hann hefur ekki neinar sérstakar áhyggjur af náttúrunni í þessu sambandi. Einnig gagnrýnir hann stjórn efnahagsmála í landinu og tel ég að ráðamenn ættu að hlusta á mann sem talar af mikilli og langri reynslu um þessi mál.
Ég er að vísu alls ekki sammála honum um að Landsvirkjun hafi verið til fyrirmyndar í umgengni sinni við landið!
Sigurður Hrellir, 4.9.2008 kl. 11:30
Ég hef ekkert út það að setja að menn hafi aðra skoðun en ég á hlutunum, svo framarlega sem þeir færi rök fyrir skoðunum sínum.
Takk fyrir ábendinguna, ég hlusta við tækifæri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.