Leita í fréttum mbl.is

Munu kínversk yfirvöld ræða við hann?

Dalai Lama

Ég var að klára að lesa afar fróðlega bók sem heitir "Leitin að Panchen Lama". Í henni er fjallað um sögu tíbeskra lama sem og sögu Tíbets með höfuð áherslu á tvö atriði, samband Dalai Lama og Panchen Lama. Þeir hafa jú báðir endurholdgast um langa hríð og átt í miklum samskiptum í gegnum aldirnar. Sú hefð hefur verið á að Panchen Lama stjórnar leitinni að næstu endurholdgun af Dalai Lama og Dalai Lama að Panchen Lama. 

Kínversk yfirvöld rændu þeim dreng sem Dalai Lama útnefndi sem Panchen Lama og hefur ekkert til hans spurst né fjölskyldu hans síðan 1995. Kínversk yfirvöld völdu sjálf sinn Panchen Lama sem er merkilegt því þeirra stefna er trúleysi en samt telja þau sig hafa yfir nægilegum andlegum burðum til að geta tekið ákvörðun af þessu tagi gagnstætt vilja þeirra sem trúa á endurholdgun. 

Maður hlýtur því að spyrja sig hver tilgangur þess hafi verið og ef til vill var það þeirra ósk að þeir gætu breytt gangi sögunnar í þessari mikilvægustu athöfn tíbetskrar þjóðmenningar með þessum gjörningi.

Dalai Lama eldist og þrátt fyrir almenna góða heilsu þá veit maður aldrei hvenær dauðinn knýr dyra. Það er einlæg ósk Tíbeta sem og þeirra er láta sig málefni landsins varða að kínversk yfirvöld hefji viðræður við Dalai Lama um framtíð landsins. Að því hefur verið unnið leynt og ljóst um langa hríð, en engu hefur sú viðleitni skilað. Kannski hafa kínversk yfirvöld málað svo ljóta mynd af þessum manni friðar og manngæsku að þeir geta ekki farið úr þessu að ræða við hann og jafnframt haldið andliti. Ég vona að pólitíska spil CCP verði ekki að hunsa Dalai Lama uns hann deyr. Ég vona að þeir muni hafa gæfu til að snúa við þessari harðneskju sem þeir beita Tíbeta. 

nobelpeace

Bókin fjallar einnig um pólitíska sögu Tíbet og verður manni það deginum ljósara að Kína átti ekki meira tilkall til Tíbet en Danmörk til Íslands.

Þá fjallar bókin um hvaða hlutverk Panchen Lama lék í að reyna sannfæra þjóð sína um að kommúnismi væri þeim til góða. Það verður að hafa í huga að bæði Dalai Lama og Panchen Lama voru ansi ungir að árum þegar innrásin var gerð í landið. Honum varð þó ljóst eftir að hann sá með eigin augum á ferðalagi um landið hve illa var farið með landa sína að kínverskum yfirvöldum var ekkert heilagt, hvort heldur það kom að mannslífum eða menningu Tíbeta. Hann skrifaði merkilegt bréf þar sem hann gagnrýnir kínversk yfirvöld harðlega fyrir ofbeldið á þjóð sinni og fær fyrir það að dúsa um langa hríð í fangelsi og sæta pyntingum og niðurlægingu. Þetta var annar valdamesti trúarleiðtogi Tíbeta á þessum tíma. Leiddar eru að því líkur í bókinni að Panchen Lama hafi verið myrtur í Tíbet og sú manneskja sem lék aðalhlutverkið í þeim harmleik var enginn annar en núverandi forseti Kína, Hu

hu

Meðan ég var að lesa þessa bók og um hlutverk þessa manns í nokkrum verstu voðaverkum sem tíbeska þjóðin hefur orðið að þola, fór forseti okkar miklum og drakk kampavín og talaði fjálglega um hvað litlar þjóðir væru í eðli sínu stórar, hann talaði um frekara samstarf á sviði viðskipta en minntist aldrei á mannúð eða mannréttindi. Svo stór þjóð erum við að við eigum forseta sem þorir ekki að tala um mannréttindi. Hvað ætli það segi um okkur?

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum málefnum, ég veit eiginlega ekki af hverju. Ég hef lesið og hlustað á fræði Dalai Lama og komist að því að þessir maður er nánast guðlegur, ekki vegna þess að hann geti framkvæmt kraftaverk eða gengið á vatni. Nei guðlegur í því hvernig hann er mennskur. Þrátt fyrir að liggja á spítala, þá fastaði hann í 12 tíma táknrænni föstu sem snérist öll um að biðja fyrir hamingju og friði allra sem á þessari jörð búa, með höfuð áherslu á frið meðal Tíbeta og Kínverja.

Á meðan styggðaryrðin hnjóta af vörum kínverska yfirvalda í hans garð, biður hann fyrir því að þeir öðlist hamingju á sjúkrabeði í fyllstu einlægni, mér finnst það bera vott um að laða fram það besta sem í mannlegu eðli býr og get ekki annað en notað hann sem mína fyrirmynd í þessu lífi. 

Panchen Lama

Vegna þess að ég hef aldrei séð eða heyrt hann segja neitt sem brýtur gegn minni samvisku eða siðferðiskennd, vegna þess að ég hef alltaf séð hann velja veg friðar, þó manni sé fyrirmunað að skilja hvernig það sé hægt, vegna þess að hann hefur þurft að missa vini, ættingja, og eina milljón af þjóð sinni yfir móðuna miklu vegna aðgerða kínverskra yfirvalda. Vegna þess að þrátt fyrir að horfast í augu við þjáningu heimsins hefur hann slíka útgeislun að ósjálfrátt læðist bros frá innstu hjartarótum þegar maður sér hann, vegna þess finnst mér það vera mikil blessun að slík manneskja sé til sem getur með tilveru sinni einni verið leiðarljós á tímum sem auðvelt væri að missa trúna á manneskjunni.

Fyrir það er ég þakklát og vegna þess vil ég gera það sem er í mínu mannlega valdi til að hjálpa þjóð hans sem engum hefur gert neitt en verið er að þurrka út. Ég er þakklát fyrir þessa menningu friðar og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni frá bernsku, ég er þakklát og hef skilið að það sem færir mér mesta hamingju í lífinu kemur frá þeim einfalda gjörningi að hjálpa öðrum af hjartans einlægni.

Bókina sem ég vísa í má fá á Amazon, hún heitir The Search for the Panchen Lama og er eftir Isabel Hilton. Ég er að byrja á annarri bók sem heitir Why the Dalai Lama Matters eftir Robert Thurman, hef heyrt að hún sé mjög góð. Læt ykkur vita hvernig mér finnst sú lesning:) 


mbl.is Dalai Lama útskrifaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Skáld

Birgitta.
Mundu að hamingjan er að eiga nóg í sjálfum sér. 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég skil þig ekki alveg Anna Ragna getur þú útskýrt þetta betur?

Birgitta Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 10:10

3 identicon

Það er gott að vera trúaður Birgitta, og enn betra að berjast fyrir almennum mannréttindum, en trúir þú því í raun og veru að þessar tvær verur, Dalai Lama og Panchen Lama, hafi endurholgast hvað eftir annað í gegnum aldirnar?

Sbr.: "Þeir hafa jú báðir endurholdgast um langa hríð og átt í miklum samskiptum í gegnum aldirnar."

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:58

4 identicon

Bíddu nú við? Er ekki aðeins verið að snúa út úr hérna, og ég er heldur ekki að skilja hana Önnu.....allavega, þessi setning stenst kanski en passar betur annarsstaðar.... er ekki alveg í samhengi við umræðuefnið. Erum við ekki að ræða hér þjóð sem heiminum hentar ekki að koma til hjálpar vegna þess að mörgu fólki í heiminum hentar betur að setja viðskipti hærra á pall heldur en mannréttindi. Erum við ekki bara að tala um venjulega þjóð sem einfaldlega vill vera sjálfstæð, fá að iðka sína trú, eiga sína menningu, tala sitt tungumál osfrv. Þetta er náttúru fólk sem er verið að smala saman í búr, fólk sem vill ekki dúsa í fanglesum og vera pintað vegna trúar sinnar. Þetta fólk vill einfaldlega fá að eiga landið í friði, eða allavega fá að vera frjálst í sínu eigin landi. Það er hægt að skeggræða atriði hverrar trúar sem maður skilur ekki og er jafnvel ekki mans eigin,  rætt það að hinir og þessir hlutir trúarinnar geti barasta ekki staðist....... getum við verið að setja út á eða rengja trú annara? Sér í lagi trú sem boðar kærleik og frið.  Kínverjar eru 1.3 milljarðar, ég í einfeldni minni hélt að fólk fylgdist með hvað væri að gerast í heiminum. Það vissi td á hvaða forsendum kínverska ríkisstjórnin fékk að halda ÓL og hvernig þeir mölbrutu þær forsendur en komust samt upp með að halda þá. Ég er líka alveg gáttuð á hvað Kínversku ríkisstjórninni tekst að heilaþvo sitt eigið fólk...... sorglegt fanst mér að horfa upp á það þegar ég var að ferðast þar. Enn sorglegra að sjá ástandið í Tíbet og hugsa til að heimurinn veit hvað er að gerast en gerir ekki neitt!!! 

Harpa Rut Harðardóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband