Leita í fréttum mbl.is

Það er verið að krossfesta mann

Ekkert mátti spilla Ólympíugleðinni. Veit ekki hvort að það hafi verið einhver klausa í sýningarréttsamning þeim sem RÚV gerði til að fá að sýna Ólympíuleikana að þeir mættu ekki fjalla um Tíbet eða mótmæli sem tengjast Tíbet, en þessi mikla þögn sem þar var gagnvart þeim viðburðum sem Vinir Tíbets stóðu fyrir til að svara kalli þjóðarinnar eftir hjálp, er harla furðuleg. 

Kínversk yfirvöld hafa stundað svívirðilegt mannorðsmorð fyrir opnum tjöldum á Dalai Lama á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Krossfesta manninn í beinni útsendingu með Ólympíulogann í einni hönd og munda "frelsisherinn" á Tíbesku þjóðina með hinni. Forsetinn okkar þorir ekki að rugga bátnum, talar um orkusamninga því hann er svo grænn hann Ólafur og auðvitað hvað smáþjóðir geta verið duglegar. (Tíbet flokkast undir smáþjóð, en þeir máttu auðvitað ekki koma á Ólympíuleikana, ekkert frekar en geðfatlaðir eða Falun Gong liðar).

Horfum í hina áttina, það er verið að krossfesta heila þjóð í skugga Ólympíuleikana en við skulum horfa í hina áttina því þetta eru innanríkismál í Kína og koma okkur ekkert við. Hvað kemur okkur það við þó leikföngin sem við kaupum frá Kína eru búin til í fangelsum í Tíbet sem eru yfirfull af pólitískum föngum. Föngum sem flestir eru munkar og nunnur sem geta ekki fundið það í hjarta sínu að afneita Dalai Lama. En það kemur okkur ekki við.

Á meðan á Ólympíuleikunum stóð kaus heimurinn að sitja hjá, horfa í hina áttina, ekkert mátti skemma skemmtunina, afrekin. En er það ekki afrek ef barn frá Tíbet nær því að komast af þegar það kemst við illan leik yfir hæstu fjallaskörð heimsins, illa búið með frostbitnar tær eftir 5 vikna göngu um nætur. Er það ekki afrek og sigur mannsandans að lifa af 33 ár í kínversku fangelsi þar sem hver dagur inniheldur pyntingar gerðar til þess að brjóta fangann niður og fá hann til að svíkja samvisku sína. Og þó tekst ekki að brjóta hann. 

Ég hef fundið óendanlega margar sögur um afrek og sigra Tíbeta en þó fá þeir aldrei sömu athygli og afreksmenn og konur okkar því það er bara of óþægilegt að vita og geri ekki neitt.

Ef Ólympíuleikarnir væru jólin og Dalai Lama væri Jesús og það væri verið að pynta og fangelsa kristna menn, þá væri ég viss um að heimurinn myndi horfa í hina áttina og segja með sjálfum sér: "það er ekki í anda jólanna að fjalla um pólitík og jólin í sömu andrá". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er ofar mínum skilningi hvernig hægt er að vera svona aðgerðarlaus þegar kemur að mannréttindarbrotum Kínverja. Að lesa svo klausu Hlyns í fréttablaðinu í dag um allt húllumhæið og gleðina á ólympíuleikunum án þess að minnast svo sem einu orði á ástandið......... kanski maðurinn viti ekki betur? Að koma með þau sorglegu rök að ekki meigi blanda saman pólitík og íþróttum vona ég svo að ég heyri ekki framar í tengslum við pólitískustu ólympíuleika sem haldnir hafa verið!!

Harpa Rut Harðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

The world is a dangerous place, not because of those who do evil, but because of those who look on and do nothing.

~Albert Einstein

The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing” - Edmund Burke -

Georg P Sveinbjörnsson, 26.8.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þegar einræðisstjórnin í Kína fellur mun Tíbet verða frelsað. Það er bara spurning um tíma ekki hvort.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.8.2008 kl. 15:01

4 identicon

The world is a dangerous place, not because of those who do evil, but because of those who look on and do nothing.

~Albert Einstein

The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing” - Edmund Burke -

Mér fannst þetta svo viðeigandi hérna sem Georg skrifaði að ég skrifaði það aftur!!!!

alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk kæru vinir fyrir þessi afar viðeigandi komment...

ætla að taka þátt í táknrænni föstu í 12 tíma á laugardaginn - alþjóðaverkefni til að sýna að við ætlum ekki að gleyma Tíbet þó svo heimurinn vilji það helst:)

Birgitta Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.