Leita í fréttum mbl.is

Skora á Ólaf

Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að sýna þjóðinni að hann sé meira en bara puntudúkka og ræða um bágborið ástand mannréttindamála í Kína þegar hann hittir Hu á morgunn. Þá væri gaman ef hann myndi hvetja Hu til að virða samninga við IOC og gefa fjölmiðlum fullt aðgengi að landinu Tíbet. En nýjustu fregnir herma að um 200 manneskjur hafi verið myrtar í Tíbet þann 18. ágúst af kínverskum hermönnum. 

Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að ræða við Hu um eldri konurnar tvær sem eru komnar yfir sjötugt og hafa verið skikkaðir í vinnubúðir fyrir það eitt að biðja um leyfi til að mótmæla því að húsin þeirra voru jöfnuð við jörðu fyrir Ólympíuhallirnar.

Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að hvetja Hu til að ræða við Dalai Lama og hætta að kalla hann ónöfnum og svo skora ég líka á Ólaf að biðja Hu um að nota ekki Ólympíuleikana í pólitískum tilgangi og sleppa því að hafa óperuna um hvað allt er unaðslegt í Tíbet á lokahátíðinni. 

Þá skora ég jafnframt á Ólaf Ragnar að fordæma það að geðfötluðum var meinaður aðgangur að Ólympíuleikunum. 

Heimildir: Tvær eldri konur sendar í þrælkunarbúðir

Kínverskir hermenn skjóta á hóp Tíbeta

Kína stöðvar niðurhal á Songs for Tibet 

Geðfötluðum bannað að koma á Ólympíuleikana 

Kína sýnir áróðursóperu um Tíbet á Ólympíuleikunum 

Þeim sem blöskrar hræsnin í kringum lokaathöfnina og þessa hluti sem ég hef talið fram geta komið á góðgerðahátíðina Raddir fyrir Tíbet á sunnudagskvöld og gert eitthvað uppbyggilegt fyrir þá sem þjást út af siðblindu og hörku kínverskra yfirvalda - þ.e.a.s. Tíbeska flóttamenn:)


mbl.is Forsetahjónin í ólympíuþorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef mikinn áhuga á því að sjá upphaflegar umfjallanir um þessi mál sem þú nefnir, eldri konurnar, þá geðfötluðu og lokahátíðaratriðið.

Kári (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég skal grafa þetta upp, fékk þetta í google news flash

frá virtum blöðum

pósta það hér á eftir

Birgitta Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kári ég setti þessar heimildir inn í bloggið því að er ekki hægt að gera það með góðu móti í athugasemdir...

Birgitta Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 19:36

4 identicon

þetta eru rosalega virt blöð frú Birgitta

Bárður (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég ef þú ferð í google news bárður þá getur þú séð fullt af blöðum sem fjalla um þessar fréttir, ég nennti bara ekki að vinna virðulegustu blöðin en síðast þegar ég vissi er guardian enginn snepill

Birgitta Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

og hvernig væri herra bárður að þú myndir bara vinna þína heimildarvinnu sjálfur ef það eina sem þú getur sagt um þessar fréttir er að það séu ekki nógu virt blöð að fjalla um þetta... þér finnst þetta kannski bara allt í lagi...

Birgitta Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég er í meginatriðum sammála þessu.

Ég myndi vilja að Ólafur feisi þá með þetta. Þessi heimsókn á að vera til þess, en ekki til að láta eins og ekkert sé.

Viðar Freyr Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 04:40

8 identicon

Takk fyrir þetta Birgitta.
Ég fæ nú ekki annað séð en að vefritin sem um ræðir séu nokkuð vönd að virðingu sinni.  Reyndar hef ég ekki séð STUFF punktur nýja sjáland áður en skil ekki að þeir ættu að fabríkera þessa frétt enda virðast þeir vera með eigin viðmæendur í Nýsjálenskum samtökum um geðsjúkdóma.
Ég les í gegnum restina fljótlega enda þarf maður reglulega að fá þokkalega unnar fréttir af atburðum þarna úti til að trúa því hvað menn geta leyft sér í skjóli yfirvalds.  Það kemur mér alltaf í opna skjöldu að svona stálkrumlu-aðferðir og eftirlit með þegnum geti gengið óhindrað á 21. öldinni.  Þó er það ævinlega magnaðast hvernig fullkomnum skáldskap er dælt út fyrir landsteinana og ætlast til þess að menn séu svo grænir að trúa honum, eða að allur heimurinn sé jafn mikið úr tenglsum við raunveruleikann eins og þorra Kínverja er haldið með valdi.

Kári (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 07:38

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

því miður er það staðfest að Ólafur Ragnar Grímsson er aðeins upp á punt. Fór í gær inn á forseti.is og las hvað þessum forsetum fór á milli og Ólafur notaði tækifærið og ræddi um orkusamninga og svo spjölluðu þeir um að Ísland er stórast í heimi...

Þá er ég líka búin að fá að upplifa það sem Tíbetar hafa upplifað í meira en 50 ár. Endalausa veggi hjá fjölmiðlum þegar kemur að því að reyna að fá fjallað um ástand mála í landinu. Það hefur alltaf verið frekar auðvelt að koma að góðgerðasamkundum í fjölmiðlum en við fengum neitun frá öllum ljósvakamiðlum um Raddir fyrir Tíbet og sumar afsakanirnar voru vægast sagt kostulegar.

Birgitta Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband