Leita í fréttum mbl.is

Stundum sakna ég þeirra afskaplega mikið

Blessuð sé minning þeirra
Mamma aka Bergþóra Árnadóttir -
tekið upp úr sjónvarpsþættinum í kjallaranum frá því að ég held 1976
 
 Pabbi aka Jón Ólafsson - kvikmyndað af bróður hennar mömmu Bergi - tekið upp á skipinu hans pabba, Skálafelli. Pabbi er gaurinn með flottu bartana í skipstjórnarstólnum:) Tekið upp 1974
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo falleg röddin hennar mömmu þinnar.

Algjört nostalgíukast í gangi hérna.

Takk Birgitta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég óendanlega lánsöm að eiga allar þessar upptökur af röddini hennar:) en mikið sakna ég þess að heyra hana aldrei aftur í rauntíma...

Birgitta Jónsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:46

3 identicon

Það er oft sárt að sakna, en að sama skapi ljúft að hafa þekkt gott fólk.  Maður býr lengi að því...

...désú (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Birgitta, takk fyrir þetta yndislega myndband með Bergþóru Árnadóttur.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.8.2008 kl. 20:35

5 identicon

Birgitta mín, mamma þín var ... og verður alltaf yndisleg.  Hennar er sárt saknað.  Skilaðu hjartans kveðju til Öllu Möggu frá  Eddu á Nönnugötu    Þú ert nú líka alveg náskyld mömmu þinni, ömmu og afa    .... frábær!

Edda frænka frá DK (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:01

6 identicon

Þessi myndbönd eru allveg ógleymaleg, ég kannaðist við foreldra þín.

Ég hafði mjög svo gaman af söng mömmu þinnar og fylgdist vel með fiskiríinu á Skálafellinu

eyrbekkingur (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:04

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir öllsömul fyrir að skrifa... var í einskonar nostalgíukasti í dag sem mér finnst gott að fá að fara stundum í gegnum. Nenni yfirleitt ekki að byrgja inni, sorg, gleði, söknuð eða hamingjuköst.

Arnþór ég fer enn í netta gleðivímu þegar ég hugsa um tónleikana í Salnum, þeir voru algerlega fullkomnir í mínum huga og stemmningin ólýsanlega hlý og falleg.

Ég er líka hrifin af þessu ljóði, það er svo merkilegt hvað mamma var mikill snillingur að veiða lög upp úr ljóðum sem eru einhverjar þær almestu perlur sem við eigum í ljóðasafni þjóðarinnar.

Désú... algerlega sammála

Ásgerður... mín var ánægjan...

Edda frænka ég skal skila kveðjunni til ömmu, hún er loks flutt í nágrenni við mig og ég reyni að næla mér í stundir með henni sem oftast

Eyrbekkingur .... ég á svo margar góðar minningar sem tengjast Skálafellinu, fékk stundum að fara með pabba á sjó og veit eiginlega ekki neitt notalegra en að vera út á sjó:)

Jenný mín fæ alltaf notalega tilfinningu þegar ég hugsa til þín, þú ert svo mikil perla

Birgitta Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:23

8 Smámynd: egvania

Sæl Birgitta, fyrir mörgum árum kom mamma þín á vinnustað minn til að spila og syngja.

Hún byrjaði á því að spyrja hvort einhver Grundvigt væri hér og ég var þar.

Mörgum árum síðar hittumst við á tjarnarbakkanum við kertafleytingar þá minnti ég hana á loforð sem ég gaf henni og það var að segja henni að ég væri Grundvigt ef að ég hitti hana aftur.

Kveðja Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 11.8.2008 kl. 10:18

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mikið var gaman að sjá þessi myndbönd...ég var aðdáandi mömmu þinnar, skil vel þennan söknuð þinn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.8.2008 kl. 13:27

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt, og mikið skil ég að þú saknir þeirra Birgitta mín.  Mamma þín var bæði falleg og góð söngkona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 18:02

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Alltaf gaman að heyra örsögur af mömmu:) og finna hlýhuginn sem ég finn gegnumgagnandi gagnvart henni. Hún var nú ansi oft á milli tannana á fólki en sem betur fer tók hún það ekki persónulega nema að það væri sérstaklega svæsið sem það stundum var...

Birgitta Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:16

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

það er allavega skárra að hafa þetta á heilanum en þau lög sem gerast stundum heimakær í mínum haus....:)

annars þá voru tvö lög í viðbót með henni úr þessum þætti, ég kemst kannski í það að skella þeim líka inn á youtube... mér fannst hún alltaf best þegar hún var með gítarinn sinn í fanginu eins og hann væri henni samofinn, einskonar aukalíffæri.

Birgitta Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.