Leita í fréttum mbl.is

Álgerður söm við sig

Merkilegt hvað fólk er að missa sig yfir fullkomlega eðlilegri framkvæmd. Er það ekki bara hið besta mál að það fari fram heildsætt umhverfismat? Af hverju er fólk að æsa sig svona mikið yfir þessu. Er það hrætt við að ef fram fari umhverfismat sem tekur til allra þátta að ekki verði hægt að byggja álverið?

Ég sé ekki betur en að umhverfisráðherra sé að vinna vinnuna sína og alveg ótrúlegt að það þurfi að ráðast að henni á þennan hátt fyrir það eitt að vera samviskusöm í vinnunni sinni.

Finnst gott að vita til þess að loksins höfum við manneskju í þessu embætti sem tekur það af alvöru og er ekki eitthvað peð í vasa iðnaðarráðherra eins og hennar forverar. 

Mikið er ég annars þreytt á henni Valgerði álgerði - hún virðist hafa fengið stóriðju á heilann og mikið er ég þakklát að hún hefur nákvæmlega engin völd í dag. 

 


mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Á Íslandi búa tvær þjóðir, önnur þjóðin vill vinnu fyrir sína þjóðin og sitt fólk, hin þjóðin sem hangir að mestu á ríki og bæ og er í öruggum höndum með áskrift á sínum launum, sú þjóð vill ekki að hin þjóðin fái vinnu eða hafi vinnu eða eigi tilverurétt til mannréttinda. Það er glæpur.

Rauða Ljónið, 2.8.2008 kl. 11:01

2 identicon

Álgerður lengi lifi !!  Húrra Húrra Húrra.

ÞG (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála þér... Hef einmitt bloggað um þetta sjálfur. Ég er virkilega ánægður með umhverfisráðherra og vonandi er þetta forsmekkurinn af því sem koma skal.

Brynjar Jóhannsson, 2.8.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Umhverfisráðherra hækkaði all rosalega í áliti hjá mér og mér finnst það stórfurðulegt að fólk sé að ráðast á hana persónulega. Álgerður er söm við sig og ætti að halda kjafti, enda kemur þetta henni ekki við. Hvaða loforð er hún að tala um? Þetta sem gert var tveimur dögum fyrir kosningar? Góð vinnubrögð þar á ferð, nákvæmlega það sem maður býst við hjá henni og hennar líkum.*

.

*Tek fram með orðinu "líkum" er ekki átt við dána manneskju. Vil bara hafa það á hreinu, því hún á til að fara í mál við fólk sem fantaserar hana ekki lengur lifandi, sem ég geri ekki.

Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 12:28

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég veit ekki í hvaða veruleika þú býrð Rauða Ljón en ég veit ekki hvernig þú getur fengið þessa niðurstöðu útfrá því sem ég bloggaði.

Takk Brynjar og Villi fyrir athugasemndirnar... ég segi það sama umhverfisráðherra hækkaði til muna í áliti hjá mér og ég er bara afar ánægð með að hún sé að vinna vinnuna sína. Þetta embætti hefur alltaf verið algerlega máttlaust og nánast hjákátlegt, sér í lagi þegar Sif gegndi því. Ég er enn með aulahroll.

Birgitta Jónsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:39

6 identicon

Augjósasta skýringin á þessari geðbólgu yfir því að umhverfismat sé sett sem skilyrði er auðvitað hættan á því að framkvæmdin standist ekki umhverfismat. Þessi viðbrögð sýna bara að stóriðjusinnar vilja ekkert virkja og reisa álver "í sátt við náttúrna" heldur vilja þeir einmitt að virkjanir og álver fái meira vægi en náttúran.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Óli Garðars

Þér finnst augljóslega gaman að uppnefnum eins og hin börnin.

Hvað viltu láta kalla þig? Kannski "Forheimskt nátttröll"?

Óli Garðars, 2.8.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Óli

og hvað með að kalla þig ómálefnalegan ofurlúða ?

Brynjar Jóhannsson, 2.8.2008 kl. 16:12

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Óli þú mátt kalla mig hvað sem þig langar til að kalla mig, ég vel bara að taka það ekki persónulega. Álgerður er viðurnefni sem Valgerður fékk á sig vegna þess hve linnulaust hún vann að því að stóriðju álbræðsluvæða þjóðina án þess endilega að allir væru henni sammála um þann fórnarkostnað sem það mundi bera í skauti sér.

Ég er bara svo barnsleg að ég var að vona að hún færi að sjá að sér. Annars þá ætti þetta varla að vera mikið uppnefni - fremur mætti segja að henni ætti að vera heiður að því að vera kennd við málminn sem hún hefður svo mikla trú á:)

Birgitta Jónsdóttir, 2.8.2008 kl. 16:30

10 identicon

Til að undirstrika það að hér búa tvær þjóðir þá lýsir þessi ákvörðun umhverfisráðherra að fólk utan höfuðborgarsvæðisins er annars flokks fólk. Sá heigulsháttur sem hann sýnir með því að taka ekki sömu ákvörðun varðandi Helguvík er óásættanlegt fyrir ráðherrann. Valgerður Sverrisdóttir hefur staðið sig mjög vel gagnvart því að halda landinu í byggð, treysta undirstöður atvinnulífs utan höfðuborgarsvæðisins því þannig vegnar okkur best að atvinnulíf sé öruggt og stöðugt hvar á landi sem er.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 18:12

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hjálmar..

þetta er ekki heigulsháttur. heldur fagleg vinnubrögð.. 

Brynjar Jóhannsson, 2.8.2008 kl. 20:04

12 Smámynd: Óli Garðars

Óli

og hvað með að kalla þig ómálefnalegan ofurlúða ?

 Fínt, ef það er vegna þess að vogaði mér að stinga upp á uppnefni á Heilaga Birgittu.  Það setur þá hana, uppnefnarann, á sama stall.

Óli Garðars, 2.8.2008 kl. 20:34

13 identicon

Brynjar, ég vil spyrja þig hver er munurinn á faglegheitunum á Bakka og Helguvík?

Kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:39

14 identicon

Þegar gripið er til þess að uppnefna  fólk er það merki um rökþrot. Þeir sem hafa góðan málstað og  góð  rök þurfa ekki að nota uppnefni. Ömurlegur málflutningur, --  ef málflutning skyldi kalla. 

Eiður (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 09:34

15 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Óli minn

Er ég skyndilega orðin heilög

Það er aldeilis ónefnin sem dynja yfir manni...:)

Annars þá er ég ómálefnaleg hjartavellu draumóra skáld og ég held að með sanni komist enginn með tærnar þar sem ég sjálf hef uppnefnt mig, enda alin upp meðal stjómanna og hippískra pönkara.

Birgitta Jónsdóttir, 3.8.2008 kl. 12:46

16 identicon

Því er enn ósvarað hvers vegna umhverfisráðherra úrskurðaði ekki á sama hátt um Helguvík?

Við Jón Arnar þá bið ég þig um að kynna þér málin áður en þú tjáir þig þar með talið á þinni síðu þar sem ekki einu sinni er hægt að setja inn athugasemd nema vera skráður bloggari. Það er aum árátta að setja fram rangar staðhæfingar og ósannindi á sína síðu og gefa fólki ekki tækifæri á að tjá sig við þig.

Um CO2 þá eru allir meðvitaðir um skaðsemi þess efnis og meint áhrif þess á andrúmsloftið eins og margir vilja meina þó slíkt hafi enn ekki verið sannað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þar um.

Kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 20:51

17 identicon

Auðvitað átti líka að setja Helguvík í umhverfismat. Það eðlilega væri að stöðva allar framkvæmdir þar nú þegar og kæra það uppátæki að hefja framkvæmdir án leyfa. Saving Iceland gerði tilraun til þess að stöðva þessar ólöglegu framkvæmdir nú um daginn en það dugði ekki til þess að lögreglan tæki við sér og stöðvaði bófana.

Mér finnst stórmerkilegt við þessa umræðu, þetta viðhorf að fyrst Þórunn hefur ekki staðið sig gagnvart Helguvík, þá ætti hún líka að vanrækja skyldur sínar gagnvart yfirvofandi framkvæmdum á Bakka. Er ekki skárra að hún standi sig að einhverju leyti en engu?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 10:30

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Alveg dæmigerð umræða hérlendis. Mér finnst líka bara svo furðulegt að Þórunni sé hallmælt fyrir að sinna hlutverki sínu sem umhverfisráðherra. Auðvitað eiga allar svona framkvæmdir að fara í heilstætt umhverfismat og kalla ég eftir slíku verklagi við öll fyrirhuguð álver eða aðrar stóriðjuframkvæmdir.

Birgitta Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:38

19 identicon

Skyldur umhverfisráðherra er ekki að koma í veg fyrir eða setja stein í götu framkvæmda við Bakka. Þar hefur verið unnið eins löglega og nokkur kostur er og allt ferlið í eðlilegu ferli. Allar framkvæmdir hafa leyfi og því úrskurður ráðherrans óskiljanlegur með öllu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir er úr suðvesturkjördæmi og þar er Helguvík. Hún sem umhverfisráðherra er alls ekki sjálfum sér samkvæm gagnvart Helguvík og Bakka. Hún hafði ekki kjark að úrskurða um framkvæmdirnar í Helguvík sem gerir hana ótrúverðuga og má jafnvel segja vanhæf. Þetta sýnir skoðun hennar að framkvæmdir, atvinna og fólk skiptir minna máli utan SV-hornisins. Það er dapurlegt af ráðherra Íslands að hugsa svona.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 11:49

20 identicon

Í viðbót þetta. Það sem vakir fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur er pólitík. Áður hefur hún lýst þeirri skoðun sinni að aðeins sé pláss fyrir eitt álver í viðbót sé tekið tillit til mengunarkvóta. Þess vegna hyggst hún tefja framgang verkefnisins við Bakka svo álver við Helguvík fá þann kvóta sem er í pottinum. Málið er ekki flóknara en svo, sem sagt pólitík og aðeins hagsmunagæsla hjá Þórunni til tryggja sig í sessi meðal kjósenda á SV-horninu.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 21:38

21 identicon

Mér þykir undarlegt að sjá skriftir Rauða ljónsins og Hjálmars Boga því að þér sjá ekki herkosnaðinn af stóriðjustefnunni það er að uppbygging álvers og virkjunar í þágu álvers hafa í för með sér ruðningsáhrif í hagkerfinu sem þýðir hvað?

Jú ruðningsáhrif verða til þess að seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti sem þýðir hvað?

Jú stýrivextirnir verða til þess að útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar, nýsköpunar og sprotafyrirtæki hrökklast úr landi og þar tapast störf á móti störfum í álveri.

Sem sagt stórfelldur herkosnaður af stóriðjustefnunni.

Svo að ég held að þið ekki að gráta út af stóriðjuleysi á Bakka nóg er nú samt af ruðningsáhrifum og háum stýrivöxtum. 

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:48

22 identicon

Hérna koma svo hugmyndir um atvinnu annað en álver og olíuhreinsun.

Steingrímur: Ég held að það sé best að nefna dæmi til að kveða þessa vantrú á sjálfstrausti sem er í raun og veru fólgið í spurningunni ef þú vilt ekki álver og kannski olíuhreinsunarstöð hvað vilt þú þá? Því hvað er þetta eitthvað allt annað? Svar allt hitt

1. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir kannski 10 árum að hugmynd í kollinum á Magnúsi Schefing um íþróttaálf sem stendur á höfði væri allt í einu orðin að verðmætri útflutningsafurð?

2. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingar ættu 1 af leiðandi tölvuleikjafyrirtækjum í heiminum?

3. Hverjum hefði dottið í hug fyrir bara nokkrum misserum að sjómannsfjölskylda á Árskógströnd væri búinn að stofna bjórverkssmiðju og væri að stækka hana því hún annar ekki eftirspurn?

4. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 15 árum að Húsavík yrði nú að hvalaskoðunarmiðstöð heimsins?

5. hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum að stoðtækjafyrirtækið hans Össurar Kristinnsonar er orðið að því sem það er í dag?

það er ekki skortur á möguleikum og hugmyndum sem stendur okkur fyrir þrifum heldur frekar að við höfum ekki skapað hina réttu umgjörð sem leyfir öllum þessum hlutum að blómstra.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:53

23 identicon

Þetta átti að vera svona:

Mér þykir undarlegt að sjá skriftir Rauða ljónsins og Hjálmars Boga því að þeir sjá ekki herkosnaðinn af stóriðjustefnunni það er að uppbygging álvers og virkjunar í þágu álvers hafa í för með sér ruðningsáhrif í hagkerfinu sem þýðir hvað?

Jú ruðningsáhrif verða til þess að seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti sem þýðir hvað?

Jú stýrivextirnir verða til þess að útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar, nýsköpunar og sprotafyrirtæki hrökklast úr landi og þar tapast störf á móti störfum í álveri.

Sem sagt stórfelldur herkosnaður af stóriðjustefnunni.

Svo að ég held að þeir þurfi ekki að gráta út af stóriðjuleysi á Bakka nóg er nú samt af ruðningsáhrifum og háum stýrivöxtum. 

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 01:05

24 identicon

Mér þykir málflutningur Jóns heldur rýr. Hann hefur greinilega ekki orðið vitni af öllum ruðningáhrifunum sem álver í Straumsvík hefur haft, álver á Grundartanga hefur haft. Nei, heldur skal hann setja stein í götu þeirra sem vilja skapa atvinnutækifæri fyrir fólkið. Það eru mjög mörg sprotaverkefni í gangi, hafa verið í gangi og munu vera í gangi. Meira en helmingurinn af þeim fer í vaskinn. þau sem takast eru bundinn við fá einstakligna í vinnu. Í sprotaverkefnum er ekki fólgin nein kjölfesta.

Það er dapurlegur málflutnignur að hér gráti einhver stóriðjuleysi. Hinsvegar vilja margir sjá hér atvinnuuppbyggingu, framkvæmdir, aukna þjónustu sem leiðir af sér, hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, betri samgöngur o.fl. Jón Þórarinsson er greinlega einn af þeim sem sér málið svart eða hvítt og í þessu tilfelli sér hann svart. Í litrófinu eru fleiri fleiri litir eru miklu fallegri en svartur.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:17

25 identicon

Ég bendi nú á að sá ágæti hagfræðingur Guðmundur Ólafsson heldur því fram (þrátt fyrir að vera mjög harður stóriðjusinni) að álverið í Straumsvík sé svo óhagkvæmt að það sé algert rugl fyrir okkur að halda því gangandi. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:59

26 identicon

Hvað felst í hugtakinu stóriðja? Fyrir bæjarfélag eins og Húsavík (sveitarfélagið Norðurþing) eru 20 manna vinnustaður stóriðja. En vinnustöðum hefur fækkað mikið og kjölfestan í ativnnulífun veikst. Í stóriðju flest ekki aðeins stóriðjan sjálf heldur allt sem henni tengist. Þeir sem reka verksmiðjuna í Straumsvík hljóta að sjá hvort reksturinn er óhagkvæmur eða ekki? Eð hver er meiningin með því að "við" eigum að halda því gangandi?

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 18:14

27 identicon

Ég skil vel að allir vilji atvinnuuppbyggingu en lausnin er ekki álver.

Hjálmar Bogi segir: Það eru mjög mörg sprotaverkefni í gangi, hafa verið í gangi og munu vera í gangi. Meira en helmingurinn af þeim fer í vaskinn, þau sem takast eru bundinn við fá einstakligna í vinnu. Í sprotaverkefnum er ekki fólgin nein kjölfesta.

Já en hvers vegna skildi þetta vera? Jú þetta er afleiðing af háum stýrivöxtum seðlabankans sem aftur er afleiðing af ruðningsáhrifum í hagkerfinu af völdum uppbyggingu álvera og virkjanna í þeirra þágu.

Þannið að segjum sprotafyrirtæki staðsett á t.d. Hornafirði og í Bolungarvík hrökklast úr landi vegna hárra stýrivaxta seðlabankans sem aftur er afleiðing af ruðningsáhrifum í hagkerfinu af völdum uppbyggingu álvers í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunnar í þess þágu sem sagt stóriðju uppbygging kæfir nýsköpunar, útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar sem ekki eru í sama bæjarfélagi og fyrirhuguð álver, stóriðju uppbygging kæfir það til bana.

Sem sagt stóriðju uppbygging = ruðningsáhrif = háir stýrivextir Seðlabankans = nýsköpunar, útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar hrökklast úr landi.

Hjálmari Boga er tíðrætt um ruðningsáhrifin af álverinu í Straumsvík en þá voru allt aðrir tímar, þá var almenn fátækt og það virðist mér sem það hafi þrátt fyrir allt ekki bitnað á nýsköpunar, útflutnings og samkeppnis atvinnugreinunum né annarri atvinnu og þessi framkvæmt sem var þá, held ég að hafi verið miklu óumdeildarri og bitnaði ekki á hagkerfinu þá en þær sem á eftir komu það.

Hjálmari Boga er tíðrætt um ruðningsáhrifin af álverinu á Grundartanga þá var ég ekki búinn að setja mig inní samfélagsþróun en var þó efins um að þetta væri rétt atvinnustefna.

Leirhnúkur, Þjórsá, Jökulvötnin í Skagafirði og Skjálfandafljót eiga engan keppinaut. 

Menn eru að vonast eftir að fá 30 megawött sem gera um 20 störf í álveri Alcoa á Bakka sem fróðir menn segja að gefi virðisauka ávið 7 störf í Sjávarútvegi sem sagt eru Mývetningar eru Íslendingar og er mannkynið sem á í raun og veru við erum að varðveita þetta fyrir allt mannkynið, en sem sagt erum við tilbúin að fórna þessum náttúruperlum fyrir sem svarar 7 störfum á Bakka og mun á endanum aðeins skapa 2% af vinnuaflsþörfinni á Íslandi?

Ég segi nei. Þetta er glórulaus stefna.

Í Yellostone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum er fullt fólki í vinnu við það eitt að það er búið að búa til miðstöð með bíói og það gefur út bæklinga og viðkomandi getur upplifað skógareldanna sem urðu 1990 sem eru besta dæmið í heiminum þar sem náttúrugerður skógareldur fékk að leika lausum hala og menn gátu rannsakað þátt hans í kynslóðaskiptum náttúrunar.

Nú segi ég við Kröflu er hægt að búa til þorp þess vegna þar sem yrði stórt bíóhús heimsfrægur staður þar sem viðkomandi getur séð einu kvikmyndina sem til er heiminum af því þegar jörðin rifnar Evrópuflekinn fer frá Ameríkuflekanum og eldurinn kemur upp og þá er til mynd af því um hánótt, viðkomandi getur upplifað aftur árið 1984 þegar að Evrópuflekinn fer frá Ameríkuflekanum og eldurinn kemur upp og viðkomandi stattur og gengur ofan í gjá og Ómar Ragnarsson ætlar að sýna þetta í mynd sem hann er að gera fyrir haustið. Þetta stóra bíóhús myndi skapa tugi starfa og við Íslendingar gætum verið hreykinn af að hafa varðveitt þetta svæði sem er heims-undur í staðinn fyrir ráðstafa þessu í orkufrekan áliðnað.

Þá hefur Alcoa sagt að það vilji reisa 346 þúsund tonna álver og til að uppfylla þá orkuþörf þyrfti að virkja allan jarðvarma og öll fallvötn á Norðurlandi.

Þá menga álver hér á landi gífurlega mikið,

Þá eru álrisarnir verstu mannréttindaníðingar í hitabeltislöndunum,

Þá henda Bandaríkjamenn ósköpunum öllum af áldósum magni sem svarar 4 sinnum öllum flugflota heims.

Þá gætum við staðið frammi fyrir því að eftir kannski 60 ár verði álverin hér á landi öll í eigu sama aðila sem verður þá erfiður viðsemjandi og vill fá meiri orku og fá að stækka sín álver ellegar fara.

Svo má minna á að almenningur og fyrirtæki í landinu eru að greiða hátt verð fyrir raforkuna á meðan stóriðjan fær rafmagnið á spottprís sem er ekkert annað en pukur og leynimakk og ef heimsmarkaðsverð á áli skyldi lækka þá þurfum við Íslendingar að fara borga með stóriðjuverunum.

Ég vil frekar að almenningur og fyrirtæki í landinu fái rafmagnið á spottprís en að hingað sé ekki boðið fleiri álrisum.

Þannið að það er alls ekki æskileg stefna að setja öll eggin í sömu körfuna.

svo hérna er dæmi um aðrar atvinnugreinar heldur álver og olíuhreinsun.

Hótel, Matvörubúðir, Tölvuverslanir, Skyndibitastaðir, Ferðaþjónusta, Bændagisting, Söfn, Heilsugæsla, Lögregla, Slökkvilið, Rútufyrirtæki, Smíðaverkstæði, Bílaverksstæði, Skipasmíðastöðvar, Sundlaugar og margt, margt, margt, fleira.

Að lokum þá kemst ég að þeirri niðurstöðu að ekkert geti réttlætt meiri stóriðju og meiri umhverfisspjöll hér á landi.

Þess vegna tek ég ofan af fyrir umhverfisráðherra um að virkjanir, raflínur og álverið skuli allt í heildstætt umhverfismat.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 04:01

28 identicon

Hérna koma svo hugmyndir um atvinnu annað en álver og olíuhreinsun.

Steingrímur: Ég held að það sé best að nefna dæmi til að kveða þessa vantrú á sjálfstrausti sem er í raun og veru fólgið í spurningunni ef þú vilt ekki álver og kannski olíuhreinsunarstöð hvað vilt þú þá? Því hvað er þetta eitthvað allt annað? Svar allt hitt

1. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir kannski 10 árum að hugmynd í kollinum á Magnúsi Schefing um íþróttaálf sem stendur á höfði væri allt í einu orðin að verðmætri útflutningsafurð?

2. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingar ættu 1 af leiðandi tölvuleikjafyrirtækjum í heiminum?

3. Hverjum hefði dottið í hug fyrir bara nokkrum misserum að sjómannsfjölskylda á Árskógströnd væri búinn að stofna bjórverkssmiðju og væri að stækka hana því hún annar ekki eftirspurn?

4. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 15 árum að Húsavík yrði nú að hvalaskoðunarmiðstöð heimsins?

5. hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum að stoðtækjafyrirtækið hans Össurar Kristinnsonar er orðið að því sem það er í dag?

það er ekki skortur á möguleikum og hugmyndum sem stendur okkur fyrir þrifum heldur frekar að við höfum ekki skapað hina réttu umgjörð sem leyfir öllum þessum hlutum að blómstra.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 04:08

29 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kærar þakkir Jón fyrir þessar frábæru færslur... ég sá einmitt helling af atvinnutækifærum þegar ég var á Vestfjörðum sem sjálfsagt flestum þættu nokkuð galin. Annars þá var hópur að fólki sem ég var hluti af sem lagði fram frambærilegar tillögur að nýtingu á Núpi fyrir allskonar starfsemi og sjálfbæran búskap - við fengum ekki einu sinni svör til baka...

Þá voru enn möguleikar á að nota Dýrafjörð fyrir olíuhreinsunarskrímslið

Birgitta Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband