25.7.2008 | 10:19
Áherslur í fréttaflutningi
Í skjóli embættis síns hefur Friðrik Sophusson stuðlað að því að landeigendur við Þjórsá hafa sætt áþekkum aðgerðum og hann upplifði í morgun. Þeir sem vilja ekki beigja sig undir vilja Landsvirkjunar þurfa að þola heimsóknir frá starfsfólki Friðriks í viku hverri þar sem því er ýmist hótað eða reynt að tæla það að gefa eftir með gylliboðum.
Er það allt í lagi? Er ekki verið að ráðast að þeirra friðhelgi? Er Friðrik ekki ábyrgur fyrir þessum ofsóknum? Ef ekki hver þá? Ég hef setið fundi með forustusauðum Alcoa, Landsvirkjunar og Bechtel, þar sem Íslandsvinum var boðið fé til að auglýsa okkar tjaldbúðir ef við gætum skít í Saving Iceland. Auðvitað afþökkuðum við, en mér finnst þetta dæmigert fyrir vinnubrögð þessara fyrirtækja.
Nú fær Friðrik heilmikið rými til að tjá sig, en í annarri frétt sem birtist stuttu síðar um heimsókn SI til höfuðstöðva Landsvirkjunar er ekkert lagt í fréttina. Ég hef tekið eftir því að fjölmiðlum er hreinlega réttar heimildir á silfurfati og þeir trekk í trekk gera ekkert til að rannsaka heimildirnar. Það er sláandi að lesa um aðbúnað verkafólks Alcoa í öðrum löndum. Það er líka sláandi að þessi fyrirtæki sem eiga að vera bjargvættir þjóðarinnar fá aldrei gagnrýna umfjöllun þar sem farið er ofan í saumana á lygum þeim sem þau stunda.
Man að það hafði samband við mig fólk sem hafði unnið um langa hríð fyrir Alcan. Það sagði mér að ef þú slasast, eins og til dæmis fótbrotnar eða brennist en getur unnið á skrifstofunni við að hefta blöð, þá er ekki þörf á að tilkynna slysið sem vinnuslys. Þannig gat Alcan auglýst mánuð eftir mánuð sem vinnuslysalausan mánuð á meðan að raunin var allt önnur. Af hverju er þetta til dæmis ekki skoðað?
Ég las reglurnar sem starfsmenn Alcan þurftu að starfa eftir og þar kom fram að þeir megi ekki tala við fjölmiðla á meðan þeir starfa þar ef þeir hafa eitthvað að gagnrýna. Mér finnst það ekki í lagi.
Ég skora á einhvern hugrakkan blaðamann eða konu að kafa vel ofan í sögu Rio Tinto, Alcoa og Landsvirkjunar og skrifa heilsteypta grein um þessi fyrirtæki. Það væri jafnvel hægt að hafa seríu þar sem fyrirtækin eru skoðuð. Svo væri gaman að fá að lesa greinar um Báxítvinnslu. Það er oft reynt að tóna niður veruleikann í kringum Báxítvinnslu og þá hrikalegu skaðsemi sem henni fylgir.
Nú eiga margir eftir að hrópa á vefnum um að þeir hefðu haft hluttekningu með málstað Saving Iceland en þessi aðgerð hafi gert útslagið og þeir munu nú snúa baki í Saving Iceland vegna þessa. Svona grunnt liggur alltaf á hjá svo mörgum. Þeir nota fyrstu afsökun til að halda áfram að gera ekki neitt.
Þáðu ekki boð um fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Hvaða aumingjaskapur er það að þora ekki að tala við Friðrik.Ég held að furðuhópurinn sé .annig innréttaður að geta ekki talað viðfólk sem getur svarað fyrir sig.þessi hópur(Allavega talsmenn þeirra)Eru raæflar að þora ekki að tala við Friðrik
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:13
Það er enginn í þessum hóp sem þorir ekki að tala við Friðrik. Það eru hinsvegar svo margir náttúruverndarsinnar búnir að ræða við hann svo oft að við teljum þá aðferð fullreynda.
Mótmælin snúast bæði um framgöngu Landsvirkjunar gagnvart bændum í nágrenni Þjórsár, og einnig er verið að mótmæla þeirri pólitík að greiða veg þrælahaldara á borð við Alcoa.
Fyrirtæki sem sviptir fólk tveggja daga launum ef það mætir korteri og seint í vinnuna, neyðir það til að halda í sér þar til það missir þvar og jafnvel saur, og lætur konur gyrða niður um sig til að sanna að þær séu á blæðingum ef þær þurfa að nota baðherbergið, svoleiðis fyrirtæki á Landsvirkjun, sem er í eigu þjóðarinnar, ekki að versla við. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:25
Það lítur afskaplega aumingjalega út að neita að tala við karlinn.Og verra er að mæta og setja af stað brunaboða og hlaupa út eins og hræddir krakkar.Enn svo það sé á tæru þá hef ég sko ekkert á mót því að fólk mótmæli með því að setjast að í andyri landsvirkjunnar.ÞAu mega hanga þar eins lengi og þau vilja.Bara ekki valda skemmdum eða stunda heimskupör eins og að setja brunaboða í gang.Slíkt skemmir bara fyrir málstaðnum
sigurbjörn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:38
Hvaða endemis bull er þetta - ég sat líka fund Alcoa, Bechtel og Saving Iceland. SA var boðið að fá greiðslu fyrir kostnað við mótmælin en einu skilyrðin voru að þeir færu ekki inn á svæðið. Það töldu forsvarsmenn SA ekki hægt þar sem þau "bæru ekki ábyrgð á gerðum einstakra mótmælenda" - Það er alltaf sama lygin og bullið og barið hausnum við steininn. SA hefur orðið uppvíst að þvílíku bulli og ósannindum að það er ekkert mark orðið takandi á þessum mótmælum. Hótanir í garð starfsmanna Bechtel, barna þeirra og fjölskyldna eru okkur enn í fersku minni. "Við vitum hvar þið búið og við vitum í hvaða skóla börnin ganga!!" Orðrétt eftir mótmælendum árið 2006 á svæði Alcoa við Reyðarfjörð. Ég var þarna á svæðinu en íslensku hugleysingjarnir öttu útlendingum inn á svæðið. Ólafur Sigurðsson og fleiri sátu uppi á vegi - hvar var Birgitta þegar mótmælin voru á Reyðarfirði Birgitta og Co sendu óharnaða unglinga í gönguferð í kring um Snæfell til að mótmæla á vinnusvæði Arnarfells. Börnin voru að niðurlotum komin þegar á áfangastað kom. EN - nei það var ekki hægt að keyra þau til baka. Sjálfbirgingsleg tóku Birgitta og Co myndir af fólkinu og hurfu svo á braut - Birgitta - ég var þarna líka..... !!! Ég er búinn að sjá allt of mikið af þessum mótmælum og gott að þú minnist á fund Alcoa, Bechtel og SA. Hingað til mátti ekki minnast á þennan fund vegna hræðslu ykkar við almenningsálitið. Svei
Tilgangurinn helgar meðalið - birta myndir af Dettifossi sem dæmi um þá fossa sem áttu að fara á kaf í Hálslón lýsir bara hvað 101 börnin eru fáfróð um Íslenska náttúru. Enn og aftur _ Dettifoss er í Jökulsá á fjöllum en Hálslón við upptök Jökulsár á Dal (Jöklu)
Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:39
Ég veit nú ekki hvað þú ert að tala um Björn og efalaust að rugla mér við einhverja aðra manneskju. Ég er ekki að tala um fund SI heldur fund sem Íslandsvinir sátu og ég held að þú hafir nú ekki setið þann fund. Fundurinn er allur til á myndbandi og um hann enginn feluleikur. Sendar voru fréttatilkynningar út um þetta og fundurinn haldinn að beiðni stórfyrirtækjanna. Ég hef aldrei keyrt einn eða neinn eða verið að senda fólk eitt eða neitt fyrir mig.
Ég held að þú ættir nú aðeins að vera betur á verði um hvað þú ert að saka mig um herra Björn.
Birgitta Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 12:54
Vantaði keyrt einn eða neitt í mótmæli. Ég átti ekki einu sinni bíl á þessum tíma:)
Birgitta Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 12:55
Þau hefðu átt að taka boðinu, mæta með myndavélar og minna hann á það hvernig Alcoa og Rio Tinto koma fram við fólk í þriðja heiminum. Þau hefðu fengið viðbrögð hans og við hefðum getað séð hvað hann er að hugsa. Þau klúðruðu því.
Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 13:25
Þetta er mjög athyglisverð umræða. Það eina sem veikir málstað annars aðilans er að talsmaður hans "sigurbjörn" skrifar ekki undir nafni. Ég skora á þig "sigurbjörn" að koma fram, annars er allar þínar fínu röksemdir véfengjanlegar... Birtu þig, stattu keikur við hvert orð, þá er hlustandi á þig!
Viðar Eggertsson, 25.7.2008 kl. 16:59
Ég var rétt í þessu að lesa svar inn á náttúrvaktinni frá Snorra og þar kemur fram að Saving Iceland er tilbúið að taka gagnrýni. Ég skal koma þessum skilaboðum áleiðis:)
Ég er ekki endilega sammála öllum aðferðum allra mótmælenda en mér persónulega er mikið í mun að miðla áfram upplýsingum til almennings. Því finnst manni merkilegt að lesa fólk eins og Egil Helgason sem í stað þess að mæta á fyrirlestur Saving Iceland gerir lítið úr þessu og gefur í skyn að við höfum verið full. Og þetta á að heita helsti pólitíski vettvangur þjóðarinnar. Finnst hann oft æði grunnhygginn.
Það er ekki hægt að væna Saving Iceland um að hafa ekki gert heimavinnuna sína. Auðvitað eru misjafnir sauðir í þessum hóp eins og öllum en það hefur alltaf verið hlustað á gagnrýnisraddir og gerðar tilraunir til að koma til móts við það. Það var sagt á sínum tíma, þið gerið ekkert til að fræða almenning. Það var boðið upp á flotta og fræðandi dagskrá á síðasta ári. ENGINN fjölmiðill kom. Á fræðslufundinn á miðvikudagskvöld kom enginn blaðamaður... eina fréttin sem kom var á mbl.is og ég horfði á ljósmyndarann smessa hana...
Birgitta Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 17:14
SI er brandari og ekkert annađ
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 17:24
Ég sé reyndar ekki þessar fínu röksemdir hjá Sigurbirni en ég skal með ánægju útskýra þetta með brunakerfið.
Um er að ræða táknrænt andsvar við framgöngu Landsvirkjunar gagnvart bændum við Þjórsá. Friðrik og félagar hafa nú árum saman stundað það að troðast inn á þetta fólk, undir því yfirskini að eigi að "ræða málin". Þær viðræður snúast svo fljótlega upp í hótanir um eignarnám og aðrar þvingunaraðgerðir. Þegar blásaklaust fólk er farið að upplifa það eins og brunaboð að sjá útsendara Landsvirkjunar aka heimreiðina, þá er bara í góðu lagi þótt þeir hrökkvi einu sinni í kút sjálfir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:29
Ég skrifa víst undir nafni.Síðast þegar ég athugaði málið þá hét ég Sigurbjörn.Vona að það hafi ekki breyst
sigurbjörn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.