Leita í fréttum mbl.is

Hverjum dettur í hug að trúa Xinhua?

Ég skil ekki hvernig stendur á því að trekk eftir trekk les ég fréttir á mbl.is sem eru þýddar umhugsunarlaust beint úr fréttaskeytum Xinhua. Þessi fréttastofa er alræmd fyrir að flytja rangar fréttir til að réttlæta ofbeldi lögreglu í Kína gagnvart óæskilegum aðilum, til dæmis þeirra aðila sem krefjast þess að fá bætur fyrir að hús þeirra voru jöfnuð við jörðu fyrir ólympíuleikana. 

Mér finnst alveg furðulegt að birta svona fréttir án þess að rannsaka betur hvað liggur að baki þeim. Mér finnst þetta óvönduð fréttamennska. 

Til dæmis eru allar fréttir frá Xinhua um ástandið í Tíbet svo mikill áróður til að réttlæta kúgunina sem þar ríkir að maður veit ekki hvort að maður eigi að hlægja yfir augljósum lygunum eða gráta vegna þess að þær gætu ratað hráar inn á mbl.is. 


mbl.is Hugðust gera árás á ólympíumannvirki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er varla verra en að vitna beint í fréttaskeyti frá CNN, Al-Jazeera, FOX eða Reuters eins og fjölmiðlar hérlendis gera daglega. Er ekki betra að fá áróður frá mörgum mismunandi hliðum en að fá hann aðeins frá einni hlið? Svo getur maður farið að reyna að búta saman einhverja veruleikahugmynd úr lygasúpunni.

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:51

2 identicon

Xinhua er opinber fréttastofa Kína. Það eru CNN, FOX, Reuters osfrv. ekki. Á þessu er mikill munur og fáránlegt að bera þetta saman.

Guðrún Pé. (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála Birgittu að varla er hægt að bera saman opinbera fréttastofu Kínverska kommúnistaflokksins og CNN, FOX eða Reuters.

Ég veit ekki hvað er að verða að blessuðum Mogganum. Það snúa sér margir fyrrverandi lesendur blaðsins við í gröfinni þessa stundina.

Kannski best að benda þeim á að "Pravda" er enn við lýði og þeir geta auðvitað þýtt upp úr því blaði líka, en slóðin er: www.pravda.com

Ég reyndi að grafa upp málgögn kommúnistaflokkanna í Norður-Kóreu og Kúbu, en varð ekki ágengt og ekki að ástæðulausu.

Það er ekkert "internet" í þessum löndum eða það er alla vega ekki aðgengilegt almenningi. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.7.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir þessa punkta Guðrún og Guðbjörn:) ég er búin að vera eitthvað svo út á þekju í dag að mér tókst ekki að fá mig til að svara þessu.

Villi geit.... ert þú ekki að mótmæla því hvernig ég er...? eða eru það andmæli:::

farðu bara sjálfur út að dansa ... ég er svo lánsöm að vera yfirleitt í krónísku hamingjukasti þó ég láti málefni heimsins mig varða:)

Birgitta Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Segi það sama, ég var einmitt að furða mig á þessari frétt í Mogganum. Þetta var blað sem maður gat treyst, en mér finnst þeir vera orðnir ansi fljótfærir með fréttaflutninginn og ekki vanda sig. Ég fer oft inn á http://www.refdesk.com/paper.html til að fá fjölbeittan fréttaflutning.

Guðbjörn, ég googlaði þessu fyrir þig og  málgagn kommúnista flokksins í Kúbu heitir víst Gramna og hér er vefsíðan þeirra

http://www.granma.cu        

http://www.granma.cubaweb.cu/english/index.html 

 Mér sýnist að vefsíðan fyrir norður kóreska dagblaðið sé lokuð vesturlandabúum.

http://www.nkoreadaily.com

 

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 25.7.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.