Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir þetta?

Töluvert miklar umræður hafa verið í netheimum í dag áður en þessi tilkynning kom frá skrifstofu forsetans. Þar á meðal á mínu bloggi. Hvet ég fólk til að lesa það ásamt fjölmörgum öðrum greinum sem hafa birst á netinu í dag. 

Samkvæmt þeim upplýsingum um ástand mála í Kína, finnst manni forkastanlegt að Ólafur Ragnar ætli að sína sig þarna. Með því er hann að góðkenni þann hroða sem hefur átt sér stað í aðdraganda þessara ólympíuleika.

Ég er ekki á móti því að íþróttamenn keppi á íþróttahátíðum og hef fullan skilning á því að með því að fara er draumur margra að rætast sem ef til vill hefur blásið þeim keppnismóð í brjóst um langa hríð. 

Mér finnst svolítið skringilegt samt að hið íslenska ólympíusamband sem Ólafur er verndari hafi látið íþróttafólkið skrifa upp á samning þar sem íþróttafólkinu er gert að tjá sig ekki á einn eða annan hátt um pólitík. Þá er fokinn sá draumur um að okkar fólk þori að sýna smá mótspyrnu þegar það tekur við öllum medalíunum. 

Ég skora á íslenska íþróttafólkið að verða sér út um upplýsingar um mannréttindabrot sem hafa verið framin í nafni þessara íþróttahátíðar og taka svo laumulega ákvörðun um að pönkast smá;) gera eitt T fyrir Tíbet í beinni með höndunum. 

Ég skora líka á Ólaf að endurskoða hug sinn gagnvart þessu boði. Hann hlýtur í það minnsta að geta farið fram á eitthvað smáræði eins og til dæmis að geðfötluðum verði heimilt að mæta á ólympíuleikana. 


mbl.is Forseti Íslands til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þó svo að ég hef verið einn af fjórmenningum sem voru handteknir fyrir framan Geysissvæðið á sínum tíma einmitt vegna komu kínakallsins og unnið mál gegn lögreglunni í kjölfarið er ég ekki á því að Ólafur eigi að hunsa ferð sína á Ólimpíuleikanna.Þetta er hluti af hans embætisstörfum sem getur haft gríðarlega mikilvæg áhrif á framtíðarafkomu íslensku þjóðarinnar. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að í Kína eru Mannréttinndi fótum troðinn og mannslíf virt þar að vettugi. EN þegar á botnin er hvolft eru t.d Bandaríkin ekki börnunum bestir, hvað þá Kúba eða mörg lönd víðsvegar um allan heim. Hitt er að forsetin gæti látið óánægju sína í ljós og komið friðarboðskap á framfæri en ef það á hunsa jafn stórt land og kína eða bandaríkin tel ég eðlilegt að hugsa sig tvisvar um.

EF það ætti að hunsa Kinverja tel ég þá alveg jafn brínt að hunsa öll sambönd við Bandaríkin líka.

Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Með sömu rökum hefðum við átt að senda þjóðhöfðingja, áttum þá reyndar ekki ennþá, á Ólympíuleikana í Þýskalandi. Það var jú stórríki á þeim tíma.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ertu þá að tala um olumpiúleikanna sem haldnir voru í þýskalandi 1936 ?

Mér vitanlega hafa Ólimpíuleikanir verið haldni í þýskalandi 1972 og 1936 ?......

Ef þú ert að tala um olipíuleikanna 1936 ... þá var Ísland ekki orðið fullveldi.

Ég er miklu frekar að segja ...

að með sömu rökum þá hefðum við ekki átt að senda Forseta ísland til Los Angeles 1994 ef við eigum ekki að senda þá til Kína.  

Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég er að tala um ólympíuleika Hitlers 1936

ertu þá að segja að vegna þess að við sendum ráðamenn áður að við eigum alltaf að vera bleyður?

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:54

5 identicon

Ísland varð fullvalda 1. desember 1918. Kristján X var þjóðhöfðingi Íslands á þeim tíma.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Var hann ekki dani?:) En þetta skiptir ekki máli í þessu samhengi.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bleyður ? .. nei engan vegin Birgitta..

ég er að segja að ef það á að mótmæla aðgerðum Í kína þá þarf að sjá hlutina í Stóru Samhengi. Ef það á að ráðast gegn því samfélagi þá hefði t.d viljað að Bandaríkjamenn væru þá líka hunsaðir rétt eins og margar aðrar þjóðir. t.d Ísrael og Íran. Eða með öðrum orðum. Alllar þær þjóðir sem gera sig ítrekað seka um mannréttindarbrot.

Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 22:12

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég get alveg tekið undir það, mér finnst þetta vera góður byrjunarpunktur til að sýna vott af hugrekki:)

Ég er á því að mannréttindabrot séu jafn slæm burtséð hvar þau eru framkvæmd. Sá skali sem Kína er á og er að fá alþjóðaviðurkenningu á með vandræðalegri þögn sem hefur ríkt hér og fremur hrokafullum svörum þeirra sem ætla að fara. Sér í lagi frá Menntamálaráðherra þar sem hún slær allri ábyrgð frá sér með því að segja að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík.

Kínversk yfirvöld hafa gerst sek um að nota þessa leika á pólitískan hátt. Þeir hafa ekki framfylgt neinum af þeim skilyrðum sem þeim voru sett sem forsenda til þess að halda þessa ólympíuleika. Enginn gerir neitt. Það er beint svar til þeirra um að það sé allt í lagi að halda áfram á braut mannréttindabrota í hæstu hæðum. Það er bara ekki rétt.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 22:30

9 identicon

Skítt með puntudúkkuna Óla grís, mér finnst það hneyksli að Íslendingar taki þátt í því að hefta tjáningarfrelsið.  Ef einhver af okkar glæsilegu íþróttamönnum finnur sig knúinn til að láta skoðun sína í ljós á einhvern máta þá vona ég svo sannarlega að sá hinn sami láti ekki kúga sig til hlýðni.

...désú (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 03:06

10 Smámynd: Þóra

Það er erfitt að finna nokkurt svið í mannheimum sem pólitík blandast ekki inn í að einhverju eða öllu leyti. Og það væri að æra óstöðuga að "vera hugrökk" lon og don og london. "Heimsósóminn" hefur marga anga, rétt eins og hinn mikli guð Spagettískrímslið.

Er ekki bara sjálfsagt að íþróttamenn keppi í sinni íþrótt án þess að tjá sig um pólitík? Ef ekki, þá er til sjálfskipað lið sem leggur línurnar hvert mótmælatilefnið á að vera hverju sinni: Hið "hugrakka" rétttrúnaðarfólk.

Tek það fram að mér ofbýður fótumtroðsla kínverskra yfirvalda gegn fólkinu sínu.

Þóra, 23.7.2008 kl. 13:21

11 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Forsetinn er í góðum félagsskap í Kína. Líkin sækja líkin heim, pólitísku  það er...

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.7.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.