Leita í fréttum mbl.is

Þetta verður að kæfa í fæðingu

Ég vona að þjóðir heims hafi fengið nóg af þeim voðaverkum sem USA hefur staðið fyrir, sér í lagi í Írak. Stríð sem verður aldrei hægt að réttlæta. Ef það er réttlætanlegt af hverju er ekki búið að ryðja sér leið og taka út Mugabe úr sinni holu eða forseta alþýðulýðveldisins Kína?

Hér er afar sláandi myndband um frægðarverk USA í Írak. Ég missti eiginlega trúna á mannkynið eftir að sjá það, en við verðum að vita hvað er í gangi í okkar nafni. Við samþykktum þetta stríð og ég vona að við höfnum stríði gagnvart Íran án umhugsunar. Þetta stríð má aldrei gerast. Er ekki komið nóg af voðaverkum í heiminum okkar? Er hægt að réttlæta hvað sem er fyrir meiri hagvöxt? 

Ég vara við þessu myndbandi - það er ekki fyrir viðkvæmar sálir. 


mbl.is Hernaður gegn Íran í undirbúningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta myndband er óhugnanlegt... eins og Bushstjórnin.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.6.2008 kl. 10:14

2 identicon

Þeir eru svona grófir á götunum vegna þess að hver sem er þarna gæti verið með sprengjur í bílnum sínum eða sprengjur við vegkantinn og þeir eru ekkert að fara stoppa því það gæti verið gildra. En restin í myndbandinu er ekkert eðlilegt.

Andri (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kannski útskýrir einmitt ómennskan sem maður sér þarna af hverju það eru sprengjur í vegköntum ?

Birgitta Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Íranar grafa nú hundruð þúsunda grafir meðfram landamærum sínum. Þær eru fyrir þá sem reyna innrás í landið. Eina leiðin til að sigra Íran er að beita kjarnavopnum segja allir sem vit hafa á.  Um leið og það gerist, stöðvast olíu og gas flæðið til Kína. Um leið og það gerist, reyna þeir að selja öll ríkishlutabréfin frá USA og um leið er USA fallið. Það þarf brjálæðing til að reyna árás á Íran en veröldin er jú full af brjálæðingum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 17:10

5 identicon

já, því miður er mikið að hræðilegu fólki sem vill ekkert frekar en vera í her einmitt til að nýðast á öðrum, hryllingur!! Ég gat ekki horft til enda. 

alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:20

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mannvonskunni eru enginn takmörk sett...mér varð illt af því að horfa á þetta myndband... já og þetta verður að kæfa í fæðingu..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Einar, ég efast um að margir séu hrifnir af hugmyndinni um kjarnorkuvætt Íran, en lastu athugasemd Svans? Fyrir utan það að rússar hafa lengi verið vinveittir Íran. Verði ráðist á Íran að fyrra bragði fer allt til fjandans. Svo einfalt er það.

Villi Asgeirsson, 30.6.2008 kl. 19:43

8 identicon

Þetta videomyndskeið var alger hryllingur. En verst finnst mér að það eru margir Íslendingar sem halda uppi vörnum fyrir þennan viðbjóð. En vegna þessara kommenta hérna, langar mig að spyrja Einar , hvora hann telji líklegri til að beita kjarnorkuvopnum fyrst, Ísraela eða Írani. Ég er að sjálfsögðu á móti kjarnorkuvæðingu  Írana, eins og ég held að við allir séum. En það er eins og ekki megi ræða um kjarnorkusprengjur Ísraela.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 01:15

9 Smámynd: Sigurjón

Ég gat ekki horft lengur en fjórar mínútur á þetta myndband.  Þetta var bara of mikið.

Íranar eiga engin kjarnorkuvopn.  Ef Ísraelar eða Bandaríkjamenn ráðast á landið með kjarnorkuvopnum, flokkast það undir stríðsglæpi í mínum bókum.  Pakistan á kjarnorkuvopn.  Hefur það ráðist á vesturlönd?

Sigurjón, 1.7.2008 kl. 03:45

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það hljóta að vera til aðrar lausnir en þetta eilífa hernaðarbrölt. Við vitum öll af hverju USA og UK réðst inn í Írak: fyrir OLÍUNA. Það kom einmitt skýrt fram í fréttum í gær þegar Írak kallaði eftir tilboðum frá vestrænu olíufélögunum í að sjá um auðlindirnar sínar.

Svolítið kaldranalegt að á meðan landið liggur á stærstu olíulindum á þessu svæði að það sé búið að loka heilmörgum bensínstöðvum vegna bensínskorts fyrir almenning í Írak.

Birgitta Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband