Leita í fréttum mbl.is

Er Ólafur danskur eða íslenskur?

Sá frétt um þetta á BBC þar sem hann er sagður Dani, en hér er talað um hann sem Íslending. Það hljóta að hafa verið sendar út tilkynningar í USA þar sem hann er sagður Dani, því erum við þá alltaf að tala um hann sem Íslending? Varla eru sendar út tilkynningar um verk eftir manninn sem hann veit ekkert um?

Mér finnst Ólafur frábær listamaður, en finnst svolítið gróft að stela þjóðerni hans, bara til að blása upp þjóðarstolt okkar. 

 


mbl.is Fossar falla í Austurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Ég sá viðtal við hann í danska sjónvarpinu í fyrra, og þar var hann spurður að því hvort hann liti á sig sem íslending eða dana.

Ólafur svaraði að hann liti á sig sem heimsborgara. Foreldrar hans væru íslenskir, og hann hafi oft dvalið á Íslandi á sumrin sem barn svo hann tengdist Íslandi. Hann væri aftur á móti fæddur og uppalinn í Danmörku, og gekk þar í Konunglega listaskólann. En hann byggi í Berlin og hefði gert síðustu 19 árin, og þar væri hann með vinnustofuna sína. Jafnframt því vinnur hann út um allan heim. Honum fannst það fyndið, að íslendingar og danir vildu eigna sér hann.

Ég held að þetta sé dæmi um minnimáttarkennd íslendinga og dana. Litlar þjóðir, sem vilja eigna sér alla þá sem eru á heimsmælikvarða.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 27.6.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: Ár & síð

Auðvitað er Ólafur Dani, alveg á sama hátt og Leifur Eiríksson var Íslendingur.
Matthías

Ár & síð, 27.6.2008 kl. 09:23

3 identicon

gæti verið að þetta skýri málið eitthvað:

http://www.nytimes.com/2008/06/27/arts/design/27wate.html?_r=1&hp&oref=slogin

Í 3ju málsgrein þessarar umfjöllunar NY-times segir:

It is the brainchild of the Danish-Icelandic artist Olafur Eliasson working with the tireless Public Art Fund and a host of public and private organizations and donors.

Þar hefurðu það.

Stefán Ómar (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og ég sem hélt að hann væri hálf-hollenskur. Alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2008 kl. 09:48

5 identicon

It is the brainchild of the Danish-Icelandic artist Olafur Eliasson

Albert (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, er hann ekki fæddur og uppalinn í Danm. Mentaður í Royal Danish Academy of Art.  (en Með Leif Eiríksson... var hann ekki Grænlendingur)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2008 kl. 13:01

7 Smámynd: STERRUR

Hann er að vísu alinn upp í Danmörku enn hann eyddi sumrum sínum hér hjá ömmu sinni og afa í æsku. Hann er bæði Dani og Íslendingur. Kíkið á pistilinn um hann og verk hans á síðunni sterrur.blog.is

STERRUR , 27.6.2008 kl. 13:14

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er fólki greinilega mikið hjartans mál... finnst samt skemmtilegast svarið hans _ að hann sé heimborgari og tek hatt minn (ef ég ætti slíkan) ofan fyrir þeirri upplifun Ólafs á þjóðerni sínu.

Birgitta Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Ár & síð

Ómar, Íslandssaga 101:

Leifur Eiríksson – Leifur heppni
Leifur fæddist á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu um 970. Hann var sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar og Þjóðhildar Jörundsdóttur. Systkini hans voru þrjú: Þorsteinn, Þorvaldur og Freydís.
Fjölskyldan fluttist út í Öxney á Breiðafirði, þegar Eiríkur lenti í deilum við nágranna sína, og síðar til Grænlands þegar hann var dæmdur útlægur frá Íslandi.

Sem sagt, Íslendingur sem flutti til Grænlands. Norðmönnum er hins vegar mjög í mun að telja Leif norskan því faðir hans var Norðmaður sem flutti til Íslands. Og um svona lagað, nútímaþjóðerni löngu dauðs fólks, nenna menn að rífast endalaust

Ár & síð, 27.6.2008 kl. 13:32

10 Smámynd: STERRUR

Hann er að sjálfsögðu heimsborgari enda býr hann í tveimur borgum og vinnur út um allan heim en einhverrar þjóðar hlýtur hann að vera að uppruna og skiptir kannski engu hvort hann er Dani eða Íslendingur nema fyrir okkur Íslendinga því við erum svo sjálfhverf og viljum alltaf eigna okkur það sem við getum stundum ekki einu sinni gert tilkall til. Þjóðremban er að fara með okkur á tíðum...

STERRUR , 27.6.2008 kl. 16:04

11 identicon

Þetta þjóðernishugtak eins og við þekkjum það í dag, er víst ekki svo gamalt hugtak í sagnfræðilegum skilningi er manni sagt. Ágætur fræðimaður sagði mér að það hefði verið "fundið upp" af valdamönnum eftir byltinguna í Frakklandi og stofnun Bandaríkjanna og iðnbyltingarinnar fór að gæta. Almenningur fór að fá meira sjálfræði og sjálfstæðar tekjur í meira mæli en áður hafði þekkst. Fólk fór að gera sér grein fyrir því að héraðshöfðingjar og stríðsherrar höfðu ekki ótakmarkaðan rétt til að senda það eins og fé til slátrunar í þeim styrjöldum, sem þeir háðu til að fullnægja valdabrölti sínu. Þá datt mönnum það snjallræði í hug að finna upp á því að kalla menn til vopna undir því yfirskini að þeir væru að rækja skyldur sínar við eitthvað sem kallað var föðurland eða móðurland, mismunandi eftir tungumálum og hefðum. Því miður er þetta hugtak notað enn í dag til að réttlæta fólskuverk og yfirgang með ýmsum hætti. Hér á landi var þetta hugtak notað til að skilja landið frá danakóngi og enn er fólk sem setur sig í hálshnútur út af því danahatri, sem Jónasi frá Hriflu og öðrum óhappamönnum tókst að innræta heilu kynslóðirnar með. Birtingarmyndir þessarar mytu eru hreint ótrúlegar og meðal annars í þessu ímyndaða "eignarhaldi" hérlendra á því alþjóðlega lista- og afreksfólki sem annað hvort hefur fæðst hér eða telur til skyldleika við hérlenda. Æ, æ.

Bóbó (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:43

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Afskaplega þreytandi og röng umræða, en samt skiljanleg!

Ég er Íslendingur, sem bjó í 12 ár í Þýskalandi og á þrjár dætur með konu, sem er 1/2 þýsk og 1/2 finnsk. Börnin mín hafa stundum spurt mig, hvort þær eru íslenskar, þýskar eða finnskar?

Ég hef yfirleitt svarað á þá leið að þær séu nú sennilega íslenskar, þar sem þær séu 75% íslenskar, en auðvitað séu þær líka þýskar og finnskar.

Mér finnst þær ríkari en ég ég, þar sem þær hafa af þremur þjóðernum af státa!

Er það ekki bara frábært, að vera komin af þremur slíkum menningarþjóðum?

Við ættum að hætt svona rembingi, hann er hvimleiður, en auðvitað er Leifur Eiríksson Íslendingur ...

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2008 kl. 22:20

13 identicon

Má hann ekki vera Dani og Íslendingur?  Hví þarf annað að útiloka hitt?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:46

14 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þegar ég bjó á Nýja Sjálandi sá ég að þau eiga við álíka vanmáttarkennd að stríða og við. Þeas smáþjóðakomplexinn. Þetta brýst oft út sem þjóðerniskennd og að þurfa að sanna sig gagnvart hinum stóra heimi. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra Ímynd Íslands erum við varla til nema að heimurinn viti af okkur. Þetta með Ólaf einkennist svolítið af þessari hugsun. Við erum til sem þjóð í gegnum þá sem skara fram úr og vekja athygli erlendis.

Ég veit ekki hvort að mér eigi að finnast þetta sorglegt eða pínlegt eða kannski sætt. Það sem er kannski svolítið hættulegt við þetta þjóðernishjal og umræðuna um hver er hvaðan og hver á hvern, er hvernig fjallað er um íslandshetjur í fjölmiðlum. Það er alltaf verið að hamra á því að við eigum þetta fólk, eða þeir sem alls ekki er hægt að rekja ættir við, þeir eru allt í einu orðnir íslandsvinir, og greinilegt er að allir sem stíga fæti sínum hér eru íslandsvinir. Hef bara ekki séð svona umfjöllun um erlenda gesti eða fólk sem á ættir sínar að rekja til lands annars staðar, en ég hef ekki búið alls staðar þó ég hafi búið víða, og hef kannski alrangt fyrir mér.

Birgitta Jónsdóttir, 28.6.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband