Leita í fréttum mbl.is

Þar sem sólin skín

DSCF2742

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég vakna og það er svokölluð Bongóblíða í höfuðborginni, dag eftir dag. Ég fyllist jafnan miklu eirðarleysi í slíku veðri og finnst það jaðra við helgispjöll að vera inni í svona veðri, það hefur yfirleitt verið þannig að svona dagar koma ekki í pörum, hvað þá vikupörum hérlendis. 

Allt fær á sig einhvern framandi blæ þegar sólin skín í borginni. Grámyglan sem hefur tekið á sig fasta mynd á gráum húsveggjum vestur í bæ sem búið er að friða og má ekki mála, er horfin inn í trjágróður sem skyndilega er þakinn litríkum og ilmsterkum blómum. 

Ég var úti í allan gærdag, í allskonar aðgerðum, fyrst fyrir utan kínverska sendiráðið, meðal Vina Tíbets, síðan tók ég þátt í menningarhátíðinni RÚST á Lækjartorgi. Þar skemmti ég mér við að hlusta á það hvernig fjöldi fræðimanna og kvenna sá fyrir sér ímynd Íslands, í boði forsætisráðuneytisins. Samkvæmt þessari skýrslu erum við varla til sem þjóð, nema að eiga sterka ímynd og vera þekkt stærð erlendis. Því er um að gera að dæla miklum fjármunum í ímyndarsköpun, enda ekki vanþörf á að bjarga þessum íslensku útrásarfyrirtækjum sem fóru í útrás án þess að eiga gott ímyndarbakland. Hvet fólk til að kynna sér þessa skýrslu á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að við erum villt náttúrbörn sem jafnframt erum full af óbeisluðum krafti sem líkja mætti við hver, best í heimi og getum nýtt okkur börn frá stríðshrjáðum löndum til að efla ímynd okkar sem friðarþjóð. Fá þessa krakka til að koma og njóta friðar á Íslandi í viku og senda þau svo aftur heim í stríðshrjáða landið sitt, sem friðarsendiherra Íslands... 

Ég og yngri sonur minn sátum í góðum félagskap eftir lesturinn en ég fékk að lesa niðurlag ímyndarskýrslunnar fyrir vegfarendur sem sumir hverjir stöldruðu við. Elísabet Jökuls las sinn þátt eins og henni er einni lagið - náði að fanga þessi paník sem virtist einkenna ímyndina okkar hálfkaraða og ósastillta. Það er alveg rosalega langt síðan að ég hef notið þess að gera ekki neitt, eins og í gær. Hitti mikinn fjölda af fólki sem flokkast sem vinir og kunningjar sem voru greinilega með "ég verð að fara út í góða veðrið" óþreyjuna. Þetta var hið fullkomna líf.

Ég gleymi því oftast að ég þurfi að nota sólarvörn á Íslandi og er því með nokkuð rautt nef og bringu eftir 5 tíma útiveru í sólinni. En ég er svo lánsöm að eiga gríðarlega stóra aloa vera plöntu sem ég fæ að nota í neyð til að hlúa að brunasárum fjölskyldunnar:)  

Nú verð ég bara að fara út og skoða þessi fallegu ský sem kúra yfir Esjunni og fanga sólina á meðan tími gefst. Vona að helgin ykkar hafi verið endurnærandi og gefandi og geymi í það minnsta eitt lífsins ævintýr.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband