Leita í fréttum mbl.is

Hér er tilkynningin frá okkur í heild sinni

Samkvæmt nýjustu fréttum frá þeim örfáu blaðamönnum sem fengu aðgang að Tíbet á meðan för Ólympíukyndilsins fór fram, er ástandið í Tíbet mun verra en talið var. Landið er sem risastórt fangelsi þar sem lítið má út af bregða til að sæta hörðum refsingum sem yfirleitt innibera grimmilegar pyntingar. Yfir 1000 manneskjur eru með öllu horfnar samkvæmt skýrslu Amnesty International og óttast er um líf þeirra. Samkvæmt heimildum blaðamanna sem nú eru staddir í Tíbet hefur mikill fjöldi fólks látið lífið í fangelsum eða borðið varanlegan skaða vegna pyntinga. Amnesty International segir að um 5000 hafi verið handteknir. Kínversk yfirvöld gera lítið úr skýrslu AI og segja samtökin ekki áreiðanlegur félagsskapur.

Nú er kyndilförin yfirstaðin og blaðamönnum verður gert að yfirgefa landið. Þeir hafa ekki haft neinn frjálsan aðgang til að afla heimilda og er því mikilvægt að halda áfram að þrýsta á kínversk yfirvöld að opna Tíbet fyrir alþjóða fjölmiðlum svo hægt sé að flytja fréttir af ástandinu. Landamærin að Tíbet eru enn lokuð, fólk er handtekið ef það sést með GSM síma og munkar eru neyddir til að fordæma og hafna Dalai Lama. Vegna mikillar öryggisgæslu í Tíbet, hefur það reynst þrautinni þyngri að að koma mat og vatni til sumra klaustranna og hafa því fjölmargir munkar dáið úr hungri.

Vinir Tíbets hvetja íslensk stjórnvöld til að þrýsta á kínversk yfirvöld um að opna Tíbet nú þegar fyrir alþjóða mannúðarsamtökum sem og fjölmiðlum. Félagsmenn munu halda áfram að hittast fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum kl. 13:00  uns þessum kröfum verður mætt. Samstöðufundurinn í dag er fimmtánda skiptið sem félagar hittast með þessum hætti á laugardögum. Öllum er frjálst að mæta og sýna Tíbetum stuðning í verki. 

mbl.is Umdeildur ólympíueldur í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, mætum öll í dag á Víðimel 27, fyrir framan sendiráð Kína, á samstöðufund með Tíbetþjóð. Slæmt er ástandið nú – ég heyrði þessa frétt á BBC um ábendingar Amnesty um allt þetta fólk sem er horfið eftir veikburða andófsviðleitni í Tíbet á þessu ári – og ekki mun ástandið batna, eftir að mesta athyglin á Kína og Tíbet fjarar út að loknum Ólympíuleikunum.

Frelsi fyrir Tíbet! – Danir eru nú búnir að viðurkenna þá niðurstöðu eftir rannsókn þjóðréttarfræðinga, að Grænlendingar hafa fullan rétt til að ráða sína eigin stjórnarfyrirkomulagi og hvort þeir vilji vera algerlega sjálfstæðir eður ei. Þar er eins og í Tíbet um sérstakt þjóðerni að ræða, sérstaka tungu, sérstakt landsvæði og samfellda sögu búsetu þar. Tíbet var m.a.s. sjálfstætt land flestar aldir frá fornöld, unz Kína-kommúnistar lögðu það undir sig með hervaldi og hreinni kúgun frá 1950. Framtíðin á ekki að vera neitt minna en frelsi fyrir Tíbet.

Átt þú tíma aflögu, lesandi góður, til að sýna Tíbetum samstöðu, eða er þér bara sama um allt þetta? Nokkrir einstaklingar frá Tíbet eru hér; þeir og aðrir í samtökunum Vinir Tíbets vænta þín á útifundinn, ef ekki nú, þá næst!

Jón Valur Jensson, 21.6.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband