Leita í fréttum mbl.is

Enn ein ekki fréttin

Hvernig getur þetta talist fréttnæmt? Ætla að nota tækifærið og minna á vikulegan útifund hjá kínverska sendiráðinu á morgunn laugardag klukkan 13:00. Markmið fundarins nú sem endranær er að minna á að enn er landið lokað fyrir alþjóðlegum fjölmiðlum. Engar haldbærar fréttir hafa komið frá skjálftasvæðunum í Tíbet, veit að þar sem skjálftinn var sem verstur býr fólk við fremur frumstæðar aðstæður og á bágt með að sækja sér hjálp. Las í morgunn að blaðamönnum er meinaður aðgangur að því svæði. Hvað er eiginlega að alþjóðasamfélaginu að gera ekki neitt til að þvinga CCP til að í það minnsta tala við Dalai Lama og að landið verði opnað aftur þannig að hægt sé að fá að vita hvað er í gangi þarna?

Er að spá í að vera með aðgerð á miðvikudaginn, þegar kyndillinn kyndugi mun fara um Tíbet. Þessi kyndilför rekur sögu sína til Hitlers og Ólympíuleikana hans og gerði hann sér leik að því að senda sitt fólk á hlaupum um löndin sem ætlunin var að hernema með hinn helga loga sem hans áróðursmeisturum fannst gráupplagt að bendla við paganisma og fengu þá snjöllu hugmynd að nota spegla til að kveikja logann sem um kyndlana leikur. Þessi kyndilför um Tíbet er enn ein aðgerð CCP til að láta sem svo að landið Tíbet sé þeirra og upplifa margir Tíbetar í Tíbet það sem mikla niðurlægingu á heimsvísu. Því má búast við mótmælum af einhverju tagi í Tíbet. 

Held að ég hafi kyndilaðgerð... á einhver kyndil sem við getum fengið lánaðan. Helst Ólympíukyndil. Held að við þurfum að fara að vera með götuleiksýningar til að fá athygli fjölmiðla að nýju, en ég fæ ekki lengur birtar fréttatilkynningar og er því hætt að nenna að senda slíkar. Hef séð fullt af skemmtilegum aðgerðum - kannski getum við fengið svarthöfða lánaðan:) kannski gæti hann táknað CCP! 

Ein ástæða þess að maður stendur fyrir aðgerðum er að fá umfjöllun um málefni sem stundum eru kölluð jaðarmálefni og komast oft ekki í fjölmiðla því það eru ekki nógu margir að spá í málefnin. Stundum eru þessi málefni þó þess eðlis að þau varða okkur öll. Mér finnst mannréttindabrot varða okkur öll. Sérstaklega fólk sem um frjálst höfuð getur strokið. Frelsi er ekki eitthvað sem við eigum að líta á sem sjálfsagðan hlut. Það er mikil gjöf að búa í herlausu landi, þar sem flest okkar vandamál eru svokölluð lúxusvandamál. 

CCP hefur hótað Tíbetum afar hörðum aðgerðum ef þeir voga sér að sýna opinberlega löngun í frelsi frá þeirra hendi. Þeir sem eitthvað þekkja til harðra aðgerða kínverskra yfirvalda vita að það þýðir oft aftaka eða fangelsi til langs tíma. Á miðvikudaginn 18. júní verða alþjóðaaðgerðir sá ég rétt í þessu og ástæðulaust að taka ekki þátt. 

Óska eftir vitrænum hugmyndum um hvað ég get gert til að beina aftur kastljósinu að Tíbet. 


mbl.is Bjölluat á forsetaskrifstofu
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 509269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband