Leita í fréttum mbl.is

Hvað á Búrma ekki?

Búrma á ekkert sem vesturlönd ásælast. Það er ekki langt síðan að fólkið í Búrma reis upp gegn þessum harðstjórum sem bera beina ábyrgð á þessu mikla mannfalli. Hvað gerði hinn vestræni heimur? Ekki neitt, eins og venjulega. Harðstjórarnir í Búrma varla saklausari en Saddam og co. Herforingjarnir í Búrma fá stuðning frá CCP til að halda áfram sínum óhæfuverkum. Ef CCP, þeas kommúnistastjórnin kapítalíska í Kína myndi segja stjórninni í Búrma að taka við neyðaraðstoð, þá myndu þeir gera það umsvifalaust. En það gerir CCP ekki. Þjónar ekki hagsmunum þeirra, nema kannski mögulega ef þeir finndu fyrir raunverulegum þrýstingi frá heimsbyggðinni, en það gerir hún ekki því heimurinn er háður ódýru drasli frá drekanum í austri eða býr í ógnarskugga hans. 

Um 60.000 börn hafa látist í Búrma núna, og miklu mun fleiri munu deyja ef fólk fær ekki aðstoð. Stjórnin þar vissi af þessu yfirvofandi voðaveðri 48 tímum áður en það brast á, en kaus að láta ekki þjóðina vita. Þarf ekki að gera eitthvað róttækt til að hjálpa fólkinu í Búrma? Er virkilega ekkert sem við getum gert?

Ég vildi að ég ætti auka eintök af sjálfri mér svo ég gæti gert meira en að tuða í þessu málefni. Ekkert hefur gegnið að fá þessa ríkisstjórn til að gera neitt fyrir Tíbet, hvað þá Búrma þegar fólkið þar var drepið og limlest fyrir að mótmæla note bene ofurhækkun á öllu sem og kúgun í hæsta gæðaflokki. Málefnið Tíbet: andvana í utanríkisnefnd, sem og Búrma - sjálfsagt mikilvægara að reka kosningarherferð til að komast í öryggisráð með geldan atkvæðisrétt. Getur einhver sagt mér hvaða gagn við gerðum í öryggisráðinu eða hvaða gagn þetta öryggisráð gerir yfir höfuð? 

Ég ætla að kveikja á kerti til að minnast allra sem hafa látist í Búrma, ég ætla að biðja fyrir fólkinu þar, ég ætla að tala um Búrma, ég ætla að læra meira um Búrma, en ég ætla ekki að skora á ríkisstjórnina að gera eitthvað, því sannað er að hún gerir ekki neitt til að styggja Kína, þeir ætla jú að styðja okkur í öryggisráðið.  


mbl.is Matvælasendingar hindraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Er svo innilega sammála þér.

Auðvitað vill ekki Ingibjörg styggja stórnvöld í Kína sem ætla að styðja íslenskt sæti í öryggisráði SÞ. En eigum við skilið sætið þar meðan við styðjum SÞ bara í þeim málum sem hentar okkur.

Mér finnst vera æði mikill tvískinnungur í málflutningi Íslands í mannréttindamálum.  Við hundsum ábendingu Mannréttindadómstólsins um mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum  sem ekkert vilja annað en sjá sér og fjölskylkdum sínum farboða. Svo studdum við Kanann í innrásinni í Írak sem ekki naut neinnar hylli innan SÞ.

 Hvað ætli vitiborið fólk hugsi  um Íslendinga og íslensk stjórnvöld sem vitiborið fólk heldur sjáfsagt að sé spegilmynd af þjóðinni.

Dunni, 8.5.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég var að hugsa um þetta í fyrradag sem þú skrifar um, það sést best hvurslags hræsnarar ríki eru þegar það snertir það ekki í efnahagsmálum. Aldrei hafa BNA náð að kaupa mína hylli með sínum innrásum í olíuríkin og sagt það vera vegna þess að fólkið sé kúgað og löndin séu hættuleg vegna meintrar kjarnorkuógnunar, góður pistill hjá þér.

Sævar Einarsson, 8.5.2008 kl. 08:15

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

þetta ástand í Búrma er búið að vera mér efst í huga undanfarna daga og ég var einmitt að velta fyrir mér að ef vesturlönd ættu einhverra hagsmuna að gæta í þessu þjáða landi þá væri löngu búið að gera eitthvað fyrir þetta fólk. 

Ég spyr eins og þú "Er virkilega ekkert sem við getum gert"?

Hvað gerist ef herforingjastjórninni verður steypt af stóli? Er einhver þarna úti sem er tilbúin til að gera það?

Lilja Kjerúlf, 8.5.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Herforingjastjórn Burma verður ekki steypt af stóli enda Asíulönd með lítin áhuga á stríðsbrölti og vopnaviðskiptum. Kína kærir sig ekki heldur um hvað Vesturveldi eru að skipta sér af málum sem þeim kemur ekkert við.

Þetta er svipað og bæjarfélag í Asía færi að hneykslast á því hvernig er farið með gamalt fólk á Íslandi. Í þeirra augum er varla til einstaklingur sem ekki er gjörsamlega siðspillur og algjör sadisti í þeim málum. Sönnuninn sem þeir hafa fyrir því er að á vesturlöndum höfum við gamalmennageymslur sem við köllum elliheimili.

það eru bara miskunalausir og tilfinningalausir stórglæpamenn sem ekki virða foreldra sína meira enn þetta. vona lítum við út í augum Asíubúa. Burma á demanta-, rúbina-, smargaða-, gull- og silfurnámur í svo stórum mæli að þeir gætu gert allt þetta dót verðlaust  eins og Kúrdar í Íran, Írak og Sýriu. 

Þess vegna erum við þáttakendur í að einangra þessar þjóðir.  Við erum verra pakk enn Burma stjórnin. Við drepum bara fólk með öðruvísi aðferð. Skiptir einhverju máli hvort pennastrik verður þess valdandi að Íslendingur hengir sig, eða herforingjastórn tekur einhvern saklausan og hengir hann.

Báðir eru jafn dauðir og Íslendingar ættu að láta nefið standa beint fram enn ekki hafa það svo hátt að það rignir beint ofan í nefborurnar. Svo væri ágætt að kynna sér Burmaástandið áður enn maður talar um það.

Væri ekki bara ágætt að fólk beitti sér fyrir að laga fátækt, eymd og volæði á Íslandi áður enn það er með skoðun á öðrum löndum yfirleitt?

Sammála Dunna í tvískinnugshætti. Við eigum hemsmet í því líka eins og öðrum heimsmetum sem Ísland safnar í rugludallaleik þessa lands.

Sá sem er aðalstjórnandinn í Burma nú, drap pabba sinn til þess að komast til valda sjálfur ef ég kann söguna rétt. Hann þrætir að vísu fyrir það, enn það lagaði máli voða lítið.

Ég vona bara að það finnist ekki líf á öðrum plánetum, þá færu Íslendingar að hneykslast á lifnaðinum þar líka....amen

Óskar Arnórsson, 8.5.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Svo lítum við út í augum Asíubúa, og þeir hafa rétt fyrir sér um okkar vandamál, og við ekki...átti þetta að vera...sorry

Óskar Arnórsson, 8.5.2008 kl. 13:49

6 identicon

Sæl Birgitta.

Þetta er mál sem VIÐ ráðum ekkert við en við getum BEÐIÐ fyrir fólkinu.

Óskar þetta er mjög gott innlegg hjá þér,og þetta með gamalmennageymslunnar!

Keep on going. Sæll Óskar minn og sömuleiðis Birgitta.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 01:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Davíð Oddsson kom í sjónvarpið á sínum tíma og sagði að það væri nauðsynlegt að koma Saddam Hussein frá völdum, af því að hann væri svo vondur harðstjóri.  Mér sýnist þessi herforingjaklíka vera ennþá verri harðstjórar, en þá bregður svo við að ekkert er að gert.  Ó þar er nefnilega enginn olía eða annað sem þeir sækjast í, heimsku, viðbjóðslegu stjórnendur hins vestræna heims. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband