Leita í fréttum mbl.is

Þar sem ljóðið lifir enn

Skrauteldar

Ég er svo lánsöm að fá boð í það minnsta ár hvert á einhverjar skringilegar og skemmtilegar skáldahátíðir víðsvegar um heim. Eftir að hafa mætt á nokkrar miður skemmtilegar í Austur-Evrópu ákvað ég að fara aldrei aftur á slíkar samkomur. En þegar mér var boðið til Níkaragva í fyrra stóðst ég ekki freistinguna, því Suður- og Mið- Ameríka eiga enn í afar sérstæðu sambandi við ljóðið og telst það enn vera eitthvað sem almenningur þráir og virðir sem hluta af sínu daglega lífi, ekki ósvipað og við upplifum tónlist. 

Sú upplifun er mjög spennandi fyrir skáld eins og mig - því ég álít mig miklu fremur alþýðuskáld en háskólaskáld. Það er svo merkilegt að sjá hve hispurslaust fólkið þarna er gagnvart ljóðinu, en jafnframt fullt virðingar gagnvart því. Fyrir þeim er það enn helgidómur sem eftirsóknarvert er að eiga hlutdeild í.  

Þar eru ljóðin ekki krufin sem dauð þau væru, heldur lærð utan að og lifa á vörum og í hjörtum almennings. Mér fannst líka svo dásamlegt að upplifa menningu eins og Kólumbíu og Níkaragva þar sem fólk er enn saklaust og frjálst frá þessari síbylju sjálfhverfunnar sem við búum við í hinum vestræna heimi. Okkar heimur er laus við bráðavanda og því erum við í sífellu að skilgreina lúxusvandamálin okkar. Við erum orðin þrælar sjálfhyggjunnar og okkar fix felst helst í því að vera stöðugt að greina vandamálin okkar með óendanlegu miklu magni af huglægum skyndilausnum. 

Ég frábið mér því að þurfa að kryfja ljóð, ég vil fá þau beint í æð - heillast og tengjast. Ljóð eru görótt galdratæki til að leiða hug og hjarta saman meðal manna um heimbyggð alla, rétt eins og tónlist.

Ég hlakka til að hitta fólk að nýju sem elskar ljóð, ég hlakka til að vera með öruppreisn í Venesúela, þar sem ég mun lauma Tíbetljóðum í dagskránna og hitta skáld frá öllum heimshornum, en mest, allra mest hlakka ég til að lesa ljóðin mín fyrir fólk sem enn elskar ljóð án allrar tilgerðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já mikið er ég sammála þér.

Ef það kvikna ekki myndir í huganum og eldar í sálinni þá er ljóð ekki ljóð heldur hópur orða.

Það er ekkert eins kjánalegt eins og að kryfja ljóð. Mér finnst að ljóðakennsla í skólum ætti að fara fram þannig að börnin sætu með lokuð augun og hlustuðu á ljóðaupplestur og veldu svo eitt orð eða einn tón eða einn lit fyrir hvert upplesið ljóð sem lýsti best upplifun þeirra.

Góða ferð annars!

Soffía Valdimarsdóttir, 7.5.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Einhver sérstök ást sem þú ert að vísa í Örn???

Ljóðástina .... ljóðelska elska ljóð...

Já Soffía mikið er ég sammála þér... ljóðum má að anda inn

ekki skera upp

ekkert hefur drepið fleiri ljóð en akademíska krufningarborðið

Birgitta Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Innlitskvitt á þig Birgitta mín, það er svo langt síðan ég hef kvittað fyrir komuna mína hér 

Erna Friðriksdóttir, 7.5.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Lestu ljóðin þín á ensku eða íslensku eða einhverju öðru tungumáli? Gangi þér sem allra best. Nóg er í þér af góðum ljóðum. Ég hef ekki áhyggjur af því, þvert á það sem Steingrímur sagði í den.

Bergur Thorberg, 8.5.2008 kl. 06:39

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég les ljóðin stundum á íslensku, oftast á ensku. Enda hef ég samið ljóð um langa hríð á báðum þessum tungumálum. Yfirleitt er því þannig háttað á svona hátíðum að einhver flytur ljóðin á tungumáli innfæddra. Vona að þessi dagur verði ykkur gleðidagur... þetta er einskonar hrakfalladagur hjá mér... ég hef lúmskt gaman af þeim ...

Birgitta Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.