Leita í fréttum mbl.is

EKKI frétt á Stöð 2 um leynilöggu við sendiráð

Vikulegir útifundir til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttinum halda áfram fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29. Hefð hefur skapast fyrir því að hittast fyrir utan sendiráðið á laugardögum klukkan 13:00. Fundirnir eru óformlegir en fólk sem hefur áhuga á að kynna sér málefni Tíbets hvatt til að koma og spyrja spurninga. Tíbet er enn lokað. Engir fjölmiðlar hafa aðgang að landinu, engin mannúðarsamtök fá að aðgang að landinu, engir erlendir diplómatar fá aðgang að landinu. Eina fólkið sem fer inn í Tíbet eru kínverskir hermenn, en herlög gilda enn í Tíbet síðan til uppþota kom um miðjan mars. Tíbetbúar hafa sent frá sér ákall um hjálp. Við erum að bregðast við því. Þó svo þessir fundir séu fremur látlausir, hafa þeir mikil áhrif og skýrslum um þá rata til ráðamanna í Kína í viku hverri. Fundirnir verða haldnir uns íbúum Tíbet verður tryggð mannréttindi sín, landið fái í það minnsta sjálfræði og hinu skipulagða þjóðarmorði verði hætt. Meira en milljón Tíbeta hafa verðir drepnir síðan Kína réðst inn í landið fyrir meira en hálfri öld. 

Vegna fréttar Stöðvar 2 um vakt óeinkennisklæddra lögreglumanna fyrir utan sendiráðið finnst okkur rétt að árétta að við höfum leyfi frá lögreglunni fyrir þessum fundum og engin skemmdarverk hafa verið unnin af okkar hálfu við sendiráðið á meðan á fundunum stendur. Vaktin fyrir utan sendiráðið má rekja til tveggja atvika. Málað var eitt orð á vegg sendiráðsins og rauðri málningu hellt á tröppur sendiráðsins. Þessi atvik koma samstöðufundunum sem slíkum ekkert við. Þá hefur ekkert ofbeldi átt sér stað við sendiráðið eins ætla mætti af þessum fréttaflutningi sem var vægast sagt gloppóttur. 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki bara verið að reyna að hræða fólk.  Núverandi stjórnvöld ætla að marka sér sess sem ofbeldisfyllsta ríkisstjórnin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2008 kl. 13:13

2 identicon

Þessi frétt var ekki vel unnin, það er laukrétt, en þetta er ekki EKKI-frétt.  Fréttina hefði átt að tengja við fjárhagsvanda lögreglu, fækkun lögreglumanna í miðbænum um helgar og fækkun í liði lögreglunnar almennt.  Á meðan endalaust er verið að fækka í hinni almennu lögreglu, t.d. í umferðareftirliti sem er hagsmunamál allra landsmanna, er verið að efla vopnaða sérsveit og það er greinilega til peningur til þess og til þess að halda úti einum manni á sólarhringsvakt í margar vikur að vakta ekki neitt.

 Þetta er umhugsunarefni.  Hversu lengi verður hann þarna?

Heimir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

Góð færsla hjá þér Birgitta.

Alveg merkilegt hvernig þeir virðast forgangsraða hjá lögreglunni .

Sjáumst á morgun.

Aðalheiður Þórisdóttir, 2.5.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, maður hefði haldið að lögreglan hefði einhverjum þarfari hnöppum að hneppa en að vera að snatast fyrir harðstjórnina í Kína.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.5.2008 kl. 19:39

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að málið sé að ef einhver sést fyrir utan sendiráðið þó ekki séu þeir fleiri en einn eða tveir, þá hringir kínverskri sendiherrann alveg brjálaður yfir verndarleysinu og krefst þess að fá sérsveitina til að passa sig. Ég held það reyndar ekki, veit það. Hef orðið vitni af því, hvernig þessu er stjórnað. Að hafa einhvern þarna á vakt allan sólarhringinn út af því að það eru skipulögð mótmæli í hverri viku sem note bene ég fæ alltaf leyfi fyrir og því eru alltaf löggur í búningum þegar við erum þarna, er sóun á fjármunum þjóðarinnar.

Birgitta Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.