Leita í fréttum mbl.is

Hvenær ætlar heimsbyggðin að vakna?

Kínversk yfirvöld hafa allt of mikil ítök víðsvegar um heim og hvergi kannski eins áberandi og í Nepal þessa stundina. Kannski þá varpar Ólympíueldurinn birtu í skúmaskotin þar sem myrkraverkin eru framin. Kannski riðar Kína til falls innanfrá. Sífellt fréttir maður af meiri hrylling sem þeir bera ábyrgð á. Af hverju erum við með kínverskt sendiráð á Íslandi? Er ekki kominn tími á að senda sendiherrann heim ásamt sínu föruneyti? 

Ég held að allri heimsbyggðinni sé hætta búin af Kína ef við spornum ekki við fótunum nú þegar. Hvet fólk til að kynna sér vatnsréttindi, Tíbet og Kína og leggja svo saman einfalt reikningsdæmi til að skilja hve mikil völd þeir hafa yfir nágrannaþjóðum sínum varðandi vatnsréttindi.


mbl.is Sex látnir í átökum í Nepal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

Heyr heyr !!!

Aðalheiður Þórisdóttir, 9.4.2008 kl. 12:01

2 identicon

Hvað koma þessir atburðir í Nepan ástandinu í Tibet við?

Ertu að meina að mao-istar í Nepal eigi sök á þessum átökum þar og að Kínverjar standi að baki aðgerðum þeirra?

Ef svo er þá ertu meiri bjáni en ég hélt. Svo eru vinstri-grænir í styðja þig í þínum hægri áróðri gegn Kína. Ja, svei. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kæri Torfi mér er nett sama þó þú álítir mig bjálfa eður ei. Ég sagði hvergi í þessari færslu um Nepal að þetta hefði eitthvað nema Tíbet að gera. Það hefur þó verið áberandi mesta harkan í lögreglunni í Nepal gagnvart mótmælum enda eiga þeir allt undir Kína. En Nepal hefur ekkert með Tíbet að gera, nema að þar búa fjölmargir útlægir Tíbeta:)

Ég mæli með því Torfi að þú reynir að varpa biturð þinni eitthvað annað... mannréttindi ættu ekki hafa með flokkspólitík að gera... megi þú eiga góðan dag.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég vil taka það fram að mér er umhugað um alla þá er sæta mannréttindabrotum í heiminum okkar. Ég kaus að þessu sinni að beina orku minni í að styðja Tíbeta. En ég er fullkomnlega meðvituð um að mannréttindabrot eru stunduð í allri sinni viðurstyggð um heimsbyggð alla.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:20

5 identicon

Jæja, hafa mannréttindi ekkert með "flokks"pólitík að gera?

Þú spyrð að því af hverju við höfum kínverskt sendiráð hér og vilt sendiherrann og hans fólk sent heim.

Ef þú er samkvæm sjálfri þér, og ekki einhver hægri bulla sem mér sýnist þú vera, þá ferðu auðvitað fram á það að Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralir, Kanadamenn, Danir, Norðmenn og fl.  loki sendiráðum sínum hér og snauti heim til sín því þeir eru valdir að drápum á saklausum borgurum í Afganistan (og í Írak). 

Þá ferðu einnig fram á það að þessar þjóðir verði útilokaðar frá Ólympíuleikunum í sumar.

Ef þú ert samkvæm sjálfri þér....

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:49

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Torfi reit; "Hvað koma þessir atburðir í Nepan ástandinu í Tibet við?"

Það vill svo til að þessir atburðir eru nátengdir pólitískt séð. Kína hefur víðtæk áhrif í Nepal og gátu meðal annars þvingað Nepala til að loka Mt. Evrest til að ekki kæmi til mótmæla á tindinum í tengslum við Tíbet og ólympíuleikana. Kínverjar leita nú allra ráða til að beina athygli heimsins frá Tíbet og þeim er ekki fyrirmunað að notfæra sér ítök sín í Nepal til þess. Pólitískar aftökur í nágrannalöndum sínum eru þeim ekkert nýmæli, sérstaklega ef þeir geta notað til þess öfgahópa á borð við Maóistana í Nepal.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ha ha ha Torfi mikið ertu eitthvað fyndinn gaur... hægri bulla... ég hef skipulagt allskonar mótmæli gegn mannréttindabrotum í gegnum tíðina. M.a. gegn íraksstríðinu áður og eftir að það hófst... af hverju ættu hægri menn einungis að mótmæla Kína og vinstri menn USA?

Ég hef kallað eftir þverpólitískum aðgerðum fyrir Tíbet, og eins og ég sagði áður þá er ég að einbeita mér að Tíbet núna. Af hverju gerir þú ekki eitthvað gagn Torfi og andmælir ástandinu í þeim löndum sem þú taldir upp sem eru að því virðist samkvæmt þínum málflokki bara fyrir vinstri menn...

Ég er anarkisti í hjarta mínu, því mér finnst einmitt svona flokksviðhorf eins og þú lýsir svo viðurstyggileg og hryggileg.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 15:53

8 identicon

Æ Birgitta, hvað það gleður mitt bitra hjarta (og fyndna huga) að þú hafir komið að fleiri mótmælum en bara gegn Kínverjum.

Hins vegar minnist ég þess ekki að þú hafi verið einhver táknmynd fyrir baráttuna gegn innrásinni í Írak eins og þú virðist vera í baráttunni fyrir málstað Tíbeta og andstöðunni gegn Ólympíuleikunum í Kína.

En passaðu þig bara á því að vera ekki misnotuð af hægri bullunum eins og þeirri sem skrifar hér að ofan um "öfgahópa á borð við Maóistana í Nepal".

Ég veit t.d. ekki betur en að maóistar í Nepal séu í ríkisstjórninni þar og starfi sem stjórnmálaflokkur núna eftir að þeim tókst að koma frá einræðisskipulagi þar. Það eru nú allar öfgarnar.

Sem betur fer tókst að koma kónginum frá í Nepal - og sem betur fer tókst líka að losa Tíbeta undan margra alda gömlu lénskipulagi búddamúnkanna eða réttara sagt aðalsmannaklíkunnar sem þar réði öllu með hjálp trúarinnar.

Þessi gagnrýni á Kína, sem nú verður uppi á Vesturlöndum, finnst mér ofur einfaldlega lýsa fáfræði, eða það sem verra er, fyrirlitningu á öðrum þjóðfélagsgerðum og annarri menningu en okkar eigin - og er tilraun til að troða okkar vestrænu (ó)menningu upp á allar þjóðir heimsins (með mannréttindaboðskap að skálkaskjóli).

Ég segi bara: Maður! Líttu þér nær. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 17:53

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég get ekki tekið þátt í svona hægri vinstri bulli. Ég hef kynnt mér þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á vegum Kína, bæði í sínu eigin landi gagnvart sínum eigin þegnum sem og annarsstaðar eins og í Tíbet. Mér finnst svona málflutningur sem þú flytur Torfi einkennast af fáfræði og finnst það miður. Ég hef ekki tíma til að standa í einhverju svona málþófi. Ég fór sem einstaklingur að vekja athygli á Tíbet og fagna öllum þeim sem vilja leggja þvi lið. Það skiptir mig engu máli hvaðan fólk kemur sem hefur hug á að vinna að mannréttindum.

Ástandið í Nepal er ekki gott eins og jafnan verður undir hinu meingallaða kerfi kommúnismans. Þetta er ákaflega falleg hugsjón en gefur grunninn af afar ómannúðlegu kerfi þar sem kerfið og þeir sem því stýra er ofar öllu. Ekki mikið bræðralag það. Þá finnst mér merkilegt að heyra þig eins og suma vinstri menn fagna því að Tíbetar hafi verið losaðir undan lénsskipulaginu. Voru þeir eitthvað að biðja um það. Sýnir þetta viðhorf þitt ekki einmitt fáfræði þína á búddisma og menningu annarra þjóða.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 18:23

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Birgitta, ég var að skrifa færslu sem þú gætir haft áhuga á.

Þú ert að gera þessa stórkostlegu hluti sem ég skrifaði um. Haltu því áfram...

Villi Asgeirsson, 9.4.2008 kl. 18:51

11 identicon

Ég er sammála þér um að þessi umræða er tímaeyðsla. Hún leiðir ekki til neins.

En svona til að svara fullyrðingu þinni um fávisku mína þá sé ég að þér veitir sjálfri ekki af betri upplýsingum. Nepal er ekki stjórnað af "hinu meingallaða kerfi kómmúnismans". Þar er komið á "venjulegt" vestrænt lýðræði eftir að maóistum og fleirum tókst eftir áratuga baráttu að steypa einræði konungs.

Þú spyrð mig hvort Tíbetar hafi eitthvað verið á sínum tíma að biðja um að losna undan lénskipulaginu þar?

Eins mætti spyrja þig. Eru Kínverjar eitthvað að biðja þig og þína líka um að berjast fyrir auknum mannréttindum þar (en það eruð þið einnig að gera, ekki bara í Tíbet)?

Sýnir slík "barátta" ekki fyrst og fremst fáfræði þína á aðstæðum í langfjölmennsta ríki heims og menningu þeirra?

Af hverju snýrðu þér ekki frekar að Indlandi þar sem er miklu meira misrétti og fátækt vegna stéttaskiptingarinnar þar? Er það kannski vegna þess að stéttaskipting er af hinum góða í augum vestræns kapitalisma en jafnaðarhugsjón kommúnismans af hinu vonda?

Ég hafði þá rétt fyrir mér. Þú ert sem sé hægri bulla eftir allt saman! Vona að Vinstri-grænir, sem eru sem betur fer ekki bara grænir heldur vinstri líka, sjái nú að sér og hætti að styðja einhliða árásir þínar á alþýðulýðveldið Kína.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:58

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég ætla nú ekkert að fara að mata tröllið, en setningar eins og "Eru Kínverjar eitthvað að biðja þig og þína líka um að berjast fyrir auknum mannréttindum þar" eru frekar hallærislegar. Það er eins og að spyrja hvort danir hafi nokkuð verið að biðja einhvern um að berjast fyrir sjálfstæði íslendinga. Það verður þó að segja að danir komu mun betur fram við okkur en kínverjar við tíbeta.

Villi Asgeirsson, 9.4.2008 kl. 19:05

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

svo veit ég ekki betur en að kínverjar eins og þeir sem stunda falun gong hafi beðið um aðstoð... og eins og ég er alltaf að klifa á þá er ég að einbeita mér að baráttu Tíbeta og þeir hafa með sanni beðið um hjálp í 59 ár fyrir daufum eyrum...

takk Villi fyrir stuðninginn, og frábært framtak hjá þessum Hollenska manni.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:09

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Torfi er psykopat og búin að lýsa því yfir með öllum hugsanlegum aðferðum. Típet-málið var ekki að byrja í gær.

Torfi er með undarlegan hugsanahátt og mér dettur helst í hug að hann sé sadisti svo ég fari ekki að vera með nein sterki orð um hann en ég kann fullt af þeim.

Ertu hættur að níðast á börnum Torfi? Svaraðu já eða nei!

Öll önnur svör en já! eða nei! þýðir að ég hef rétt fyrir mér!... og ef þú svarar þessu ekki ertu sekur!

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 19:29

15 identicon

Takk Villi fyrir að mata "tröllið" þótt reyndar hafi ég ekki ætlað að skrifa meira hérna.

Auðvitað er setningin um hvort einhverjir hafi verið að biðja Birgittu að berjast fyrir mannréttindum Í Kína hallærislegt.

Ég var hins vegar aðeins að svara Birgittu og hennar "hallærislegu" setningu um að henni finnist það merkilegt að heyra mig (og fleiri) "fagna því að Tíbetar hafi verið losaðir undan lénsskipulaginu. Voru þeir eitthvað að biðja um það."

Svo það væri kannski nær fyrir þig að lesa texta hennar aðeins betur áður en þú hleypur til að verja hana.

Hvað Óskar varðar og innlegg hans að ofan hef ég aðeins eitt að segja. Klikkið á nafnið hans og sjáið hvað bloggsíðan hans hefur að geyma - og spyrjið ykkur svo hver sé psykopat hér ...

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:56

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Torfi ég þarf að biðja þig um að hætta að kommenta hjá mér. Þú hefur fullan rétt á þínum skoðunum en okkar skoðanir verða seint hinar sömu og algerlega tilgangslaust að vera að þessu rifrildi. Og Óskar og Torfi eruð þið til í að tala um þessi mál annarsstaðar. Því þetta er bara ekki vettvangur til þess.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:01

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Birgitta! Ég er áhugamaður um mál Tíbets, tengdamóðir mín Kínversk, Kona mín hálf kínversk og ef bara 10 % af því er er satt sem tengmóður mín sem flýði Kína hefur sagt mér, er baráttumál þín svo sannarlega mitt hjartansmál. 

Er búin að vinna fyrir lögregluna í Svíþjóð kannski einum og lengi, og spurði bara einnar spurningar og talaði til hans, til aað þagga niður í honum. 

Kennt sem yfirheyslutækni þegar grunaður er með kjaft við fólk sem er að hjálpa til við að halda uppi lögum og reglum þar í landi.

Ég vildi bara þagga niður í honum, mér ofbauð talsmátin. Bið afsökunar á ljótum orðum á síðunni þinni. Ég þekki þennann mann ekkert og fanst hann vaða yfir þig með dónaskap. Stundum þarf að mæta fólki með sama krafti og það notar sjálft og ég umorðaði hans orð aðeins. Lofa að ekki vera með svona orðbragð aftir Birgitta mín, hef þurft að verja börn mín, og þá svífst ég enskis. Ég er ekki diplómat. Takk fyrir þitt innlegg um Kína og Tíbet.

Eitt af hobbíonum mínumer að safna englamyndum og finnst mér það gaman.

En aftur, fyrirgefðu ruddaskapinn! 

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 20:47

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lestu thetta Torfi.

The Maoists announced a ‘People's War’ on February 13, 1996, with the slogan "let us march ahead on the path of struggle towards establishing the people's rule by wreaking the reactionary ruling system of state." They strongly believe in the philosophy of Mao Zedong that "Political power grows out of the barrel of a gun" and that both military and civil power must be closely controlled. They also draw inspiration from the ‘Revolutionary Internationalist Movement’ and Peru's left wing extremist guerrilla movement, the Sendero Luminoso (Shining Path).

Thessi stefna hlytur ad flokkast sem ofgastefna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.4.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.