Leita í fréttum mbl.is

Undercover in Tibet

Heimildarmynd sem var frumsýnd á hinu sérbreska Channel 4 í síðustu viku...

Hún er hér í heild sinni og átakalegri en orð fá lýst...  get ekki embeddað úr google videos í þetta kerfi en þar er hægt að sjá myndina í heild sinni... ef smellt er á þennan link. Enn og aftur hvet ég fólk til að kynna sér sögu Tíbets, hverskonar harðræði þessi friðsama þjóð hefur þurft að búa við. Hef nú verið í mikilli rannsóknarvinnu sem er langt í frá búin um sögu og menningu Tíbet og greinilegt þjóðin er að glata svo miklu dag frá degi að það er bara skammarlegt ef við sem vitum af þessu gerum ekkert. Enn ríkir þögn frá ráðamönnum þjóðarinnar og eru starfsmennirnir mínir í þinginu ekki að hafa fyrir því að svara mér. Því munum við beina aðgerðum okkar í ríkari mæli að þeim. Ég vildi bara að ég hefði meiri tíma til að sinna þessu, því dagarnir eru alltaf alltof fljótir að renna úr greipum mér. 


mbl.is Mótmæli í San Francisco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Birgitta! Ég horfði á myndina og tek undir allt sem þú segir. Líf er ekki hátt metið í Tíbet, og heldur ekki Kína hjá almenningi. Ég er of grimmur sjálfur og fullur af heilagri réttlætiskennd að ég get ekki útskýrt það í smáatriðum. Alvöru grimmd er flestum hulin ráðgáta, stundum notuð af sadistum og stundum er svarað í sömu mynt í nafni réttlætis.

Hitler var bara prakkari miðað við það sem er búið að ske árum saman í Tíbet og Kína.

Að við skulum leyfa kínversku sendiráði að vera hér, er fyrir ofan minn skilning og mikil skömm fyrir . Í Burma er ástandið svipað á stórum svæðum.

Það eru margir fleiri staðir í einangruðum svæðum í Kína, sem er farið jafn illa með fólk, og í Tíbet.

Ég trúi á ekkert nema að vopna almenning til að það geti varið sig fyrir þessu hyski, því miður. En þeir eiga enga peninga til að borga með vopnin sem þeir þurfa. Þetta er  sorglegt, satt, grimmdin kemur frá yfirvöldum þessa lands, Kínversku stjórninni, ekki almenningi.

Það er einnig búið að sýna sig að það er margt bogið við það fólk sem sækist í æðstu stöður í hvaða þjóðfélagi sem er, byrjuðu kannski með góðum ásetningi, en spilltust á leiðinni á toppinn.

En ef öll lönd í Evrópu myndu geta sameinast um að senda hvern einasta sendiráðsmann heim með skömm, gjarna gera þá smá ábyrga með því að vera aðildarmenn stærsta og grimmasta glæpafélagi í heimi, Kínversku stjórninni. 

En yfirvöld Íslands, Norðurlanda, og í allri Evrópu stinga þessum sannleika undir stólinn, eins og mörgum öðrum óþægilegum málum sem þeir afneita og vilja ekki horfa á. Það er spilling um allan heim, jafn hér sem annarstaðar.

Það er ekki vinsælt að vera hugsjónamanneskja fyrir réttlæti, maður eignast marga óvini og hef ég þá reynslu sjálfur...takk fyrir að vekja athygli á þessu máli Birgitta mín...

Ólímpíuleikar í Kína vekja smá athygli á þessu, og ekkert meira...því miður..  

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kínverjar beita þeim brögðum sem gagnast þeim best í hverju landi. Á íslandi eru það efnahagstengsl og loforð um aðgang að stórum mörkuðum sem fengu stjórnvöld á Íslandi til að fangelsa Falun Gong meðlimi á meðan þeir skemmtu forseta Kína í opinberri heimsókn. Í dag eru það loforð um stuðning í öryggisráðið ásamt frekri efnahags-samningum sem eru gulrótin fyrir gunguna hana Sólrúnu og ríkisstjórnina.

Kínverjar eiga meira af dollurum í varasjóði en Bandaríkin og nota þá sem þvingun á vesturlönd til að halda sér saman á meðan þeir gera það sem þeim sýnist í Kína, Nepal, Djarfúr og annarsstaðar þar sem þeirra vélræna maurabúshugsun ræður ríkjum.

"The Flame Of Sheme",  týran sem þeir bera nú um heiminn, gerir ekkert fyrir þá annað en að varpa ljósi á þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"The flame of Shame" átti þetta vitaskuld að vera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Lovísa

Þetta er alveg ótrúlegt ástand.

Lovísa , 9.4.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

Hjartanu svíður en það er nauðsynlegt að horfa á sáran raunveruleikann.  Með því finnur maður kraft til þess að leggja sitt að mörkum svo framtíðin verði betri en nútíðin.

Bestu kveðjur

Aðalheiður Þórisdóttir, 9.4.2008 kl. 11:47

6 identicon

Sæl Birigtta.

Þakka þér fyrir að benda á þessa heimildarmynd. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað getur leyst Tíbeta úr þessari áþján. Mér hefur alltaf verið Tíbet hugstætt land og menning síðan ég las bókina Sjö ár í Tíbet eftir Heinrich Harrer (ef ég man rétt) á unglingsárum.

Mér svíður dekur íslenskra stjórnvalda við Kína og nú er viðskiptaráðherra að fara með föruneyti eftir nokkra daga til Kína. Einhvern veginn fyndist mér ég vera samsekur ef ég færi í boði kínverskra stjórnvalda til að sitja veislur og horfa á skrautsýningar.

Gísli H. Friðgeirsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband