Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg vill eitt Kína

Hvað ætli þeim í Tíbet finnist um það sem hafa verið að berjast fyrir sjálfstæði Tíbet? Hvað ætli konunum í Tíbet sem hafa verið neyddar í fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerðir af hendi Kínverja finnist um það? Ég vona að Ingibjörg sjái sóma sinn í því að kynna sér hvað er raunverulega í gangi í Tíbet áður en hún ákveður fyrir hönd okkar Íslendinga að styðja nýlendustefnu Kína. 

Þessi frétt er afar villandi miðað við hvað hún lét út úr sér í tíufréttum sjónvarpsins. En við vitum þá alla vega hvar við höfum hana í þessu máli. Skora á aðra ráðamenn að leyfa okkur að vita þeirra afstöðu. Skora á blaðamenn að spyrja þá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að segja mér að hún hafi sagst styðja eitt Kína, þá með Tíbet og Taivan þar innan dyra.  Er hún að tapa sér manneskjan ?  Ef þetta er rétt, þá er eins gott að það komi skýrt fram.  Saddam Hussein hvað ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 09:16

2 identicon

Stjórnmálamenn eins og Ingibjörg sem finnst það sjálfsagt að brotinn séu mannréttindi á þegnum eigin lands í hagsmunnagæslu fyrir fámenna klíku kvótagreifa eru ólíklegir til að sjá eitthvað athugavert við mannréttindabrot annarra.Í tilfelli Ingibjargar Sólrúnar skal fólk ekki búast við miklu,hún er og hefur alltaf verið tækifærissinni af verstu sort sem aðeins hugsar um eigið rassgat og ekkert annað.Eins og sést best á því að undir hennar forystu tók Samfylkingin við af Framsókn sem hækja Sjálfstökuflokksins.En Birgitta, Tíbetar hafa Hauk í horni þar sem þú ert.

Jon Mag (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég varð vægast sagt undrandi. Hún segir þetta í samræmi við stefnu Dalai Lama. Þetta er freka loðið allt saman. Skrýtið líka að þjóð eins og okkar, smáríki sem barist hefur fyrir eigin sjálfstæði, gefi út svona yfirlýsingar.

Laufey Ólafsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kæru bloggvinir, það er greinilegt að hún er ekki að vinna heimavinnuna sína og sorglegt að við styðjum ekki við þjóðir sem eru undir herstjórn eins og Tíbet. Dalai Lama talar um sjálfræði á meðan aðrir Tíbetar eru búnir að missa langlundargeðið gagnvart yfirgangi kínverskra ráðamanna og vilja sjálfstæði. Það sem mér finnst líka frekar furðulegt af hverju eru ekki tekin almennileg viðtöl við einhverja af þessum Tíbetum sem búa hér til að fá þeirra sjónarhól á því sem er að gerast. Hér er listi yfir afrek Kína í Tíbet síðan þeir hernumdu landið árið 1950.

Record of Chinese atrocities in Tibet

1.2 million Tibetans died as a direct result of Chinese atrocities.

Over 6000 monasteries and institutes of learning have been destroyed.

Precious Tibetan artifacts were vandalized and sold in Hong Kong markets.

Over 6000 Tibetan religious and historical literature have been destroyed.

Tibetans in Tibet are second class citizen without basic Human Rights, such as Freedom of Expression, Freedom of Religion, Right to Education, etc.

Tibetan women are subjected to forced abortion and sterilization.

Tibetan Children are denied their right to education.

70% of Tibetans living in Tibet now are illiterate.

Arbitrary arrests, torture, intimidation and imprisonment without trial are the order of the day for Tibetans in their country.

Tibet has been divided into different parts and incorporated with Chinese provinces, thereby removing the existing Tibetan identity.

Thousands of Tibetans are still in prisons in China. Tibet’s natural resources and fragile ecology are irreversibly destroyed.

6 Million Tibetans have been outnumbered by 7.5 Million Chinese inducted into Tibet causing demographic disadvantage to Tibetans in their own country.

Birgitta Jónsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jón Mag... ég er alveg sammála þér, hérlendis eru mannréttindi líka fótum troðin og einhverjir sem betur fer sem stuðla að því að fræða almenning um þau málefni. Við sem þjóð þurfum að gera eitthvað til að vakna úr þessum doða okkar. Hvernig stendur á því að hægt er að ráðskast með okkur og okkar auðæfi eins og raun ber vitni? Kannski hefur sérhagsmunagæsla flestra eitthvað að gera með það. Okkur er svo oft nettsama um allt annað en okkar eigin daglegu hagsæld sem við virðumst halda að komi frá veraldlegum hlutum og miklli vinnu sem afkastar afar litlu.

Birgitta Jónsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:58

6 identicon

Hún heldur kannski að þetta greiði leiðina að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við sem studdum sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháa í utanríkisráðherratíð Jón Baldvins. Nú er öldin önnur. Ég skammast mín fyrir hana. Og ég kaus Samfylkinguna. Ég sé eftir því þó svo ég sé enn stolt af þremur ráðherrum á þeirra vegum.

Eva Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Pétur Örn

Sammála þér Jón Mag... Merkilegt hversu virtur stjórnmálamaður Ingibjörg er miðað við afrekaskrá. Og seinustu ummæli hennar um Kína ættu að vera grundvöllur afsagnar. Undirstrikar annaðhvort algert áhugaleysi og/eða skilningsleysi á málefnum Tíbet og Taiwan.

Pétur Örn , 26.3.2008 kl. 16:35

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg hræðilega sorglegt, og alveg óskiljanlegt að kína kominst upp með þetta. en það er eins og völd þeirra séu orðin svo mikil að það segir engin neitt. heldur ekki yfir þeim mannréttindabrotum sem kínverska þjóðin lifir við. Heyrði samt skemmtilega frásögn í gær. tíbenskir munkar flytja margir til Kína til að breiða búddiska trú. það eru oft ríkar eldri konur sem sjá þeim fyrir húsnæðum og lifibrauði. Þannig að þeir fá fjölda áheyrendur sem gangast svo við trúnni. þeir sem sagt planta sér á hina ólíku staði í Kína og breiða svo boðskapinn og ljósið. Þetta fannst mér gaman og fallegt að heyra.

Blessi þig

Steina sveitamær

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 17:05

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þá ætti einmitt að vera kominn tími á að skerða völd þeirra. Ég er hætt að kaupa kínverska vöru. Það er ekkert sérstaklega auðvelt. Meira og minna allar íslenskar barnabækur eru prentaðar þar sem og leikföng og ódýr fatnaður.

Þetta er falleg saga Steinunn... best væri ef Tíbetarnir fengu nú að rækta menningu sína... held að mikið af daglegri menningu sé að glatast og það er mikil synd því hún er ákaflega sérstæð og forn, mikið hægt að læra af henni.

Birgitta Jónsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:31

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

ISG er búin að vera í mínum heimi. Ég sagði það í nýlegri færslu að ég mun ekki kjósa flokk sem hefur hana innanborðs. Það skiptir litlu máli hvort þetta sé hennar samfæring eða hvort hún að tala fyrir "okkur" og öryggisráðið, það að hún segi þetta opinberlega gerir hana óhæfa í minni bók.

Villi Asgeirsson, 26.3.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.