Leita í fréttum mbl.is

Eru ekki Kínversk stjórnvöld búin að rjúfa samninginn?

Var ekki forsenda þess að Kína fengi að halda Ólympíuleikana eftirfarandi: Meira fjölmiðlafrelsi: Virða mannréttindi? Hafa þeir ekki þverbrotið þessi ákvæði? Eiga þeir ekki að axla neina ábyrgð?

Var að lesa áhugaverða grein varðandi Ólympíuþorpið og spyr íslenska íþróttamenn í hjartans einlægni hvort að þeir geti hugsað sér að fara þarna og bera þá ábyrgð sem því fylgir. 

Til að hægt sé að fá nægilega mikið vatn fyrir Ólympíuleikana og þorpið fína, þarf að taka vatn frá svæðum sem nú þegar hafa þurft að líða mikinn uppskerubrest. Fólkið sem þar býr, horfir fram á hungursneyð vegna þess að það þarf að dæla um 30% meira vatni til Beijing í kringum Ólympíuleikana. Allir þeir sem taka þátt í Ólympíuleikunum eru því að taka þátt í enn frekari neyð milljóna. Eru íþróttir virkilega þess virði? Eða voru það stærstu mistök Ólympíunefndarinnar að treysta klofinni tungu kínverskra yfirvalda? Það er enn hægt að hætta við. 

Hvet alla til að lesa þess grein á BBC vefnum, hún er afar fróðleg, hér er slóðin. 


mbl.is Útsending rofin frá Ólympíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég satt að segja vissi þetta ekki að fólk þyrfti að líða meiri skort vegna ólympíuleikanna.....hrikalegt mál og ég segi eins og þú eru íþróttamenn tilbúnir að axla þá ábyrgð.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki sammála Arró, mér finnst að fólk bara geti ekki samvisku sinnar vegna tekið þátt í slíkri svívirðu.  Ef það er það sem þarf, þá á að gera það sem til þarf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Johnny Bravo

Búnir að banna frétta menn í nokkrum héröðum, kannski þeir geri það líka á meðan ólympíuleikarnir eru í gangi í sumar lol

Ólýðræðislegu komma, fasista fávitar. 

Johnny Bravo, 24.3.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kínverjar gerðu fyrir löngu ráð fyrir að Tíbetar mundu nota tækifærið til að mótmæla hersetningu landsins og innlimun í Kína, þegar að Ólympíuleikarnir færu að nálgast. Sérþjálfaðar hersveitir þeirra hafa verið í viðbragðsstöðu við Landamæri Tíbets frá því í fyrrasumar. Þeir flæmdu fátæka bændur af landinu þar sem Ólympíuþorpið þeirra var byggt án þess að greiða þeim fyrir landið og nú ræna þeir vatni frá blásnauðum almenningi svo að íþróttahetjur okkar geti baðað sig eftir að hafa svitnað svolítið.

Ætlun þeirra var ætíð að nota Ólympíuleikana í margþættum pólitískum og efnahagslegum tilgangi með tilheyrandi áróðri og þrýstingi, og markmið þeirra að alheimur keypti blekkinguna um að Kína sé á leiðinni inn í samfélag siðmenntaðra þjóða. - Þeir sem ekki sjá í gegn um þetta og halda að hér sé um íþróttir einar að ræða, ættu að kynna sér hvernig Hitler notaði Ólympíuleikana í sama tilgangi 1936. Ísland og aðrar friðelskandi þjóðir ættu samstundis að draga þátttöku sína til baka og ganga á undan með góðu fordæmi þeim þjóðum sem þegar eru háðar Kína. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 509221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband