Leita í fréttum mbl.is

Nöldur vs. aðgerðir

Ég hef oft eytt miklum tíma í að nöldra yfir ráðamönnum og hinu þessu sem ég er ekki ánægð með í stjórnsýslunni. Ég er á því að þetta er mesta orkusóun sem hægt er að stunda. Ef ég er óánægð með eitthvað þá er um að gera að koma því á framfæri við rétta aðila, í stað þess að fá huglæga fullnægju í stutta stund yfir mínu eigin nöldri við vini og ættingja. 

Við höfum ríkisstjórn sem við réðum til starfa, ef okkur líkar ekki það sem hún er að gera, þá eigum við að koma því á framfæri við starfsmenn hennar milliliðalaust. Ef nógu margir gera eitthvað í þá veru og axla sína samfélagslegu ábyrgð í að koma þá með lausnir í stað kvartana, þá væri þessu heimur allt öðru vísi en við upplifum hann í dag.  

Til eru fjöldamörg dæmi um það að einstaklingar hafi haft áhrif á gang sögunnar. Kannski ert þú þessi einstaklingur - því hvet ég alla sem eru óánægðir með óréttlæti eða skort á jarðtengingu hjá stjórnvöldum að láta að sér kveða. Sendið þeim bréf, pantið tíma hjá þeim og komið skoðunum ykkar á framfæri.

Bara ekki gera ekki neitt... það að gera eitthvað er alveg stórmögnuð tilfinning. Það þarf ekki að taka meiri tíma en hefði annars farið í nöldur, sem er afar niðurbrjótanleg orka og til lítils gagns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Erlingur, er ekki kjarninn í skrifum Birgittu orðin "nógu margir"? Ég sé ekkert barnalegt við það að hvetja fólk til aðgerða, birtséð frá því hvort sigur vinnist í hverri þraut.

Kv. Kristín.

Þórhildur og Kristín, 24.3.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Þórhildur og Kristín

... birtséð er auðvitað ágætis nýyrði en þetta átti auðvitað að vera "burtséð".

Kv. Kristín.

Þórhildur og Kristín, 24.3.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég skil alveg hvaðan þú ert að koma Erlingur og ég hef oft staðið upplifað að mér langaði að gefast upp í minni baráttu varðandi umhverfismál hérlendis því það virðist svo oft vera við ofurafl að etja. Ég er bara að reyna að hvetja þá sem finna hjá sér þörf til breytinga, hafa kannski aldrei gert neitt nema að nöldra til að gera eitthvað... veit alla vega um nokkra sem hafa aldrei gert neitt sem eru að gera eitthvað núna og í hvert skipti sem einhver bregst við sínu aðgerðaleysi með aðgerðum þá eru það fleiri sem eru að koma upplýsingum í umferð og fleiri sem kannski verða fyrir áhrifum af því...

Ég á mér draum eins og svo margir aðrir, draum sem er ef til vill barnalegur og ekki halda að ég hafi ekki vitneskju um hve erfitt það er að vera Davíð í þessum Golíat heimi. En við megum ekki gefast upp, því er frábært að þið séuð að stofna þessi samtök. Ég er reyndar að standa fyrir mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardaginn og kemst sennilega ekki en hef áhuga að fylgjast með.

Dalai Lama sagði, "Never give up, no matter what is going on around you, never give up. Og ég ætla ekki að gefast upp þó ég fái engin viðbrögð, þó ekkert gerist, ég mun halda áfram að vinna að friði í þessum heimi, ég mun áfram gera mitt til að í honum verði meira réttlæti og mannréttindi virt. Ég mun nota þá þekkingu sem ég bý yfir og miðla henni áfram og halda áfram að böggast í ráðamönnum.

Ég er ekki að fara fram á það að aðrir geri það sama. En ef fólk vill gera slíkt hið sama þá gleður það mig óendanlega mikið og sem betur fer er til fullt af fólki út um allan heim sem hefur áþekkan draum og þetta fólk er að gera eitthvað og það vita allir sem hafa lesið söguna að það hefur skilað árangri þó hans sé sjaldan minnst í fréttunum.

Birgitta Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:23

4 identicon

Erlingur?! það er búið að reina þetta, það virkar ekki, og því á að hætta að hvetja fólk til að gera eithvað...

þetta er útgangspunktur þinn og hann virðist mér ef eithvað er vera barnalegur.

það sem hefur ekki tekist hingað til er að virkja alla þjóðina til að láta ljós sitt skína.

Ef að mannkindin væri þannig úr garði gerð að hún hætti öllu sem ekki tækist í 1. 2. eða 100. atrennu væri hún útdauð... fyrir löngu..

Jón Tryggvi Unnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:24

5 identicon

Birgitta,

vildi bara segja að mér finnst þú frábær manneskja, haltu áfram að vera eins og þú ert!

ofurskutl!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk mín kæra Ofurskutla, mér finnst þú líka alveg frábær og fyrirmynd. Veit ekki hvort að ég gæti nokkru sinni orðið almennileg ofurskutla en ég styð þig heils hugar í þínum hjartans málum... er líka að leita að velferðarkerfinu og hver veit kannski finnum við það fyrr en síðar:)

Birgitta Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.