Leita í fréttum mbl.is

Mótmælaskýrsla og mjög alvarlegar fréttir frá Tíbet

Mótmælin í dag gengu vonum framar. Ég tók ákvörðun í morgunn um að gera þetta eftir að hafa fengið bréf frá fólkinu í aftöku um að þau væru til í að hjálpa mér. Svo var Ögmundur svo elskulegur að ræða um mótmælin í þeim viðtölum sem hann fór í dag og hvatti mig til að skrifa grein um ástandið í Kína sem hann setti inn á vefinn sinn og setti svo út á póstlistann sinn.

Allt þetta hjálpaði mikið til að fá þann fjölda sem kom þó að nánast enginn aðdragandi hefði verið að mótmælunum.  Ég mætti korter í fimm og stuttu eftir það kom lítill hópur af Tíbetum. Ég var sérstaklega ánægð að sjá þau og spjalla við þau. Finnst mikilvægt að gera næstu mótmæli í samstarfi við þau. Það hlýtur að vera hræðilega erfitt fyrir þau að fá svona litlar fréttir af ástvinum sínum og fátt betra en að gera eitthvað þegar maður bíður í óvissu sem léttir á spennunni.... eins og mótmæla óréttlætinu og kúguninni. 

Ég spurði löggunar hve margt fólk væri þarna að þeirra mati og þeir sögðu um 70 og myndi ég þá áætla tæplega 100 vegna þess að fólk kom og fór á meðan við stóðum þarna. Ég hafði útbúið ræðu á tölvuna mína en prentarinn þurfti endilega að verða bleklaus þegar ég ætlaði að prenta hana út. Ég varð því bara að spila ræðuhöld af fingrum fram og hélt hana reyndar á ensku til að allir skildu hvað ég væri að segja.

Nokkrir tóku til máls, meðal annars einn af Tíbetunum og útskýrði hann aðeins söguna í kringum þetta allt. Þá tók Birna Þórðar líka til máls og hann Snorri sem og fróðleiksbrunnurinn Jón Valur, en hann hefur skrifað fjölda greina um Tíbet sem innihalda gagnlegar upplýslingar og hægt að finna það á moggabloggi. 

Allskonar fólk frá allskonar bakgrunni var að finna þarna, pönkarar og þingmenn, skáld og vísindamenn, verkafólk og kennarar, börn og heldra fólk og sérstæðir kvistir:) Það er greinilegt að það brennur á fólki að fá að tjá sig um þetta málefni og ég skal svo sannarlega gera mitt besta til að skapa tækifæri til þess, en ég hvet líka aðra að fara að fordæmi mínu og gera bara svona að eigin frumkvæði, kalla til aðstoðar ef til þarf og finna hvað það er gefandi að fá hugmynd og framkvæma hana vegna þess að allt er betra en að sitja heima og í bullandi gremju;)

Ég tók einhverjar myndir og smá vídeó en batteríin þurftu endilega að klárast þannig að ég hleð þeim inn í dag... tækin ekki alveg með mér í dag en það er allt í lagi því dagurinn hefði ekki getað orðið betri.

Það var margt annað sem ég hef þörf á að tjá mig og ætla því miður að skilja ykkur eftir með eitthvað sem ætti að hvetja ykkur áfram í að gera eitthvað, fékk eftirfarandi bréf áðan frá póstlista the Tibetan Uprising movement... ég vara við myndunum sem vísað er í og ætti þeir sem eru viðkvæmir alls ekki að skoða þær. Ég hef séð ýmislegt en barsmíðarnar sem drógu munkana úr hofinu í Kriti til dauða voru svo ómennskar að ég á engin orð til að lýsa harmi mínum. Munið að þessir munkar voru vopnlausir, að í öllum þeim mótmælum sem hafa átt sér stað í Tíbet undanfarið þá eru það borgarar sem hafa brugðist við með skemmarverkum ekki munkarnir. En þeir sem þora ættu að skoða þessar myndir og minnast svo orða kínverskra yfirvalda að þeir hafi ekki beitt ónauðsynlegu ofbeldi. Einn hafði greinilega verið barinn í kynfærin þannig að það var blóði drifið...

Kæru vinir Tíbet og mannréttinda, látum í okkur heyra, skrifum sendiráðinu, sendum þeim þessar myndir og segjumst að við séum að fylgjast með obeldi og mannréttindabrotum þeirra, en ef þér blöskrar ástandið, í guðana bænun, ekki gera ekki neitt.... 

Subject: A Helpless Cry and fresh Images from Inside Tibet

 

Below is a desperate call from a journalist colleague of mine who's having a hard time dealing with the situation for Tibetans, both inside and outside- as I'm sure many of us are.. Please take a look at the link of photos.. that just arrived! 

peace, wasfia

Viewers discretion required.

http://www.phayul.com/photogallery/flash/2008/

----------------------------------------------------

 

Dearest all,

At the moment I am just too saddened by the situation in Tibet. China claims only 10 lifes lost in Tibet but in reality it is more. When I see the poor response from UN and countries like Russia say it is a domestic problem or internal problems, I feel we are too helpless. I feel there is no human values or I feel the ideals of non-violent has no values.

I feel we are pathetic and desperate to have or gain strong

International supports anyhow. Tell me what can we do more? We are really helpless. Everyday I am hearing the death tolls in Tibet is

mounting up so rapidly. And on the other side these athiest China

tells lie to the world. Today at the protest at the main temple in

Mc'leod I saw atleast more than 10 people fainting while they are

protesting. And after seeing some pictures of the death bodies from Kriti monastery in eastern Tibet I am pretty much disturbed.

With the great hope from you and your friends please try to tell the world that China is doing genocide in Tibet. They want to erase our ethnicity from the world.

Please visit phayul.com picture news, we have posted some pictures of some people killed in Tibet. I can't see it again and again.

God bless Tibet!

with much love,

Tenzin Dasel

www.phayul.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Frábært framtak.

Villi Asgeirsson, 17.3.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 Aumingja fólkið

Sporðdrekinn, 18.3.2008 kl. 03:12

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Birgitta ég fékk lánaðan texta hjá þér og setti á bloggið mitt, ef að þér er illa við það þá biðst ég afsökunar og bið þig um að láta mig vita svo að ég geti tekið það í burtu.

Kveðja, Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 18.3.2008 kl. 03:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott Birgitta.  Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 509102

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.