Leita í fréttum mbl.is

Ungmenni hvað?

Ég var að koma heim af mótmælunum sem voru vægast sagt frábær. Ég er nú ekkert ungmenni. Að verða 41 árs og ekki var eldri konan sem ég var að tala við frá Tíbet neitt ungmenni, þó hún hafi geislað af fegurð og þakklæti. Elsku besta mbl.is ekki kalla mig ungmenni, þó ungleg ég sé. 

Meira um fundinn seinna, þarf víst að elda kvöldmat handa börnum mínum:)

Þúsund þakkir allir sem komu, lögrelglan áætlaði um 70 manneskjur hafi tekið þátt í mótmælunum... 


mbl.is Mótmæla við sendiráð Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toggi

Hvernig er það með tibet samt.. tilheyrir það svæði ekki Kína og hefur gert það í mikin tima í gegnum sögunna?

Allavega er engin þjóð í heiminum sem viðurkennir tíbet sem eigin þjóð.

Toggi, 17.3.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Týpískt að nota orðið ungmenni...svona eins og til að gera lítið úr uppákomunni, með hálfgerðan mórar yfir að hafa ekki mætt

Georg P Sveinbjörnsson, 17.3.2008 kl. 18:23

3 identicon

Ungmennin eru orðin einstaklingar núna

Snorri (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tíbet var hernumið árið 1950 og er því ekki hluti af Kína heldur er þetta kínverkst hernámssvæði. Þarna stunda Kínverfjar menningarlegt þjóðarmorð að því er virðist til þess eins að veikja andstöðuna við hernámið og gera þetta land að endungu af héraði í Kína. Þeir hafa af fullkominni grimmd drepið um 1,2 milljónir Tíbeta.

Sigurður M Grétarsson, 17.3.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Ég mæti ef það verða haldin önnur mótmæli, ekki spurning!

Annars er það oft, einsog einhver benti á, að orðið ungmenni er notað til að draga úr mátti mótmæla. Láta lesanda halda að þarna séu hvort sem er bara "börn" á ferð og þau hafa ekki almennilega skoðun...

Gott framtak!

Yousef Ingi Tamimi, 17.3.2008 kl. 19:23

6 identicon

Nákvæmlega, ungmenni=ekkert mark takandi á þeim!

Baráttukveðja!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:39

7 identicon

Hvenær voru þessi mótmæli skipulögð og auglýst? Ég er alveg hrikalega spæld að hafa misst af þeim.... en ÁFRAM TÍBET... og já- ég er +40 ára

Imba sæta (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kæru vinir það verða önnur mótmæli... var rétt í þessu að horfa á nýjar myndir frá mótmælunum í bænum Ngaba. Og ég á engin orð til að lýsa hrylling mín. Munkarnir barðir til dauða, einhver hefur smyglað út myndum af líkunum og þær sýna þá hryllilegu áverka eftir barsmíðar kínverska hersins ... það er ekkert skrítið að munkarnir skera sig frekar á púls en að fara í kínversk fangelsi.... við getum ekki lengur þagað... við verðum að halda áfram að mótmæla

Birgitta Jónsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hrylling mínum átti að standa.. ég er að berjast við tárin.... og að kasta ekki upp

á meðan sé ég að lögreglan sem sögð er undirmönnuð keyrir í það minnsta á hverjum klukkutíma til að passa upp á kínverska sendiráðið...

Birgitta Jónsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:43

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ef þú kíkir nánar á bloggið mitt Imba mín, þá kemur í ljós að ég fékk hugmynd í morgunn og framkvæmdi hana með aðstoð margra góðra manna og kvenna... en næstu verða vel kynnt:)

Birgitta Jónsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:44

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Frábært framtak Birgitta, mikið rosalega líst mér vel á þig!

Sporðdrekinn, 18.3.2008 kl. 03:04

12 Smámynd: Toggi

Hálf sorglegt samt hvað fólk stekkur á Tibet mótmæli bara því að það er hipp og kúl að standa með Tibet og hinum og þessum stórstjörnum og leikurum.
Það eru nú til mun brýnari málstaðir sem þurfa meiri athyggli en hvort Tibet má vera sitt eigið ríki.

Darfur og Kenya eru 2 dæmi. En hollywood or Richard Gere eru nokkuð sama um það lið.
Smá þefur af hræsni í gangi verð ég að segja...

Alls ekki að ég sé að samþykja hvað er í gangi í Tibet. En ég held að flest okkar viti litið sem ekkert um sögu Kína og flestir mynda sér skoðun eftir að hafa lesið áróður frá annari hvorri hliðinni.  

Toggi, 18.3.2008 kl. 12:41

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Toggi sem kannski ert ekki neitt Toggi heldur Sigga eða Gunnar, þú ert ekki velkominn inn á kommentakerfið með þínar afar fáfróðu og fordómafullu færslur. Af hverju skipuleggur þú ekki mótmæli gegn Darfur og einbeitir þér að því. Ég er að einbeita mér að Tíbet út af því að flestir hafa einmitt ekki gert neitt til að vekja athygli á því sem þar er í gangi og hefur verið í gangi sennilega löngu áður en þú fæddist. En ég leyfi ekki komment frá fólki sem getur ekki komið undir nafni og hér með loka ég á þig út úr kommentakerfi mínu uns þú ert nógu hugrakkur til að koma fram með þínar skoðanir undir nafni.

p.s. hvernig væri þá að þú myndir lesa þér til um sögu Kína og sögu Tíbet og mynda þér svo skoðanir....

Birgitta Jónsdóttir, 18.3.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband