Leita í fréttum mbl.is

Loksins gerði einhver, eitthvað!!!

Ég er búin að vera að blogga um ástandið í Tíbet síðan þetta byrjaði þann 12. Og ég hef næstum ekki fengið nein viðbrögð. Ég var á stórum mótmælafundi í gær og hvatti fólk til að koma eftir þann fund fyrir utan kínverska sendiráðið og það komu bara um 14 manneskjur, meðal annars Jan. Það er skömm af því hvað fólk sem lætur ekki sitt eftir liggja að ávíta USA getur ekki fengið sig til að líta handan stjórnmálaskoðanna sinna og séð að það er löngu tímabært að mótmæla mannréttindabrotum og markvissum þjóðarmorði í Tíbet. Fyrir utan öll hin mannréttindabrotin sem Kína er þekkt fyrir... látum þá finna að okkur er ekki sama...

Hvet fólk til að fara fyrir utan sendiráðið í gulum fötum, (þau minna falun gong og pirra þá) með flagg Tíbet, með bréf, með ljósmyndir sem hægt er að prenta út af netinu af mannvonsku þeirra stjórnvalda... sendið þeim bréf, hringið í þá, hrópið, öskrið, hvíslið, gerið um fram allt eitthvað, skrifið greinar í blöð, lesið ykkur til um ástandið þarna...

Kærar þakkir Jan fyrir aðgerð þína, ég vona að hún hafði fengið einhverja til að hugsa, og svo gera eitthvað.... 

Hér er nýjasta fréttin af fréttavef Tíbeta í útlegð www.phayul.com 

Mass abductions in midnight raids by Chinese security forces in Lhasa
TCHRD[Sunday, March 16, 2008 22:45]
March 16 - Hundreds of Tibetans are arbitrarily arrested in the ongoing house-by-house raid by Chinese security forces in Lhasa beginning from 15 March 2008. All former political prisoners have already been rounded off and thrown into prisons by the security forces according to confirmed information received by the Tibetan Centre for Human Rights and Democracy (TCHRD).

With streets filled with patrolling Chinese armed troops and tanks in Lhasa city, the security agencies comb each and every house in Lhasa and pick up all suspected Tibetans, especially youth, from their houses accompanied by severe beatings by the armed forces. In testimonies received by TCHRD, mothers and elderlies in the families helplessly plea at security forces upon seeing their sons and loved ones being beaten and dragged away.

Law enforcement authorities in the so-called "Tibet Autonomous Region" had on Saturday (15 March) issued an ultimatum to the protesting Tibetans to voluntarily surrender before Monday midnight (17 March). However, the actual arrests has already begun in house-by-house raid since yesterday while the world expects it to take place from tomorrow.

Although Martial Law is not officially imposed in Lhasa, it has all the elements of the Martial Law imposed in 1989 by the then "TAR" Party Secretary Hu Jintao, currently the President of People's Republic of China.

TCHRD fears more arbitrary arrest and enforced disappearances to take place in the coming few days. The Centre also expresses its deepest fear of torture on the Tibetan arrestees which is a regular feature in the Chinese administered detention centres and prisons in Chinese occupied Tibet. TCHRD appeals to the international community to urgently show their solidarity and act for the arrested peaceful Tibetan protesters and innocent arrestees.

 


mbl.is Hellti rauðri málningu á sendiráðströppur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Örn

Frábært hjá þér og ykkur Birgitta, Leitt að hafa ekki verið á þessum mótmælum, vissi bara ekki af þeim. Væri spennandi að fá að vita ef fólk hyggur á fleiri mótmælafundi fyrir framan Kínverska sendiráðið ?

Pétur Örn , 16.3.2008 kl. 22:05

2 identicon

Mikið er gaman að sjá að það er einhver sem lætur sig málið varða hér á landi, ég er algjörlega furious og gat varla hugsað heila hugsun í dag fyrir reiði!!! Hugsaði með mér í dag hvort ég ætti ekki að fara og hrækja á tröppurnar sem nú eru rauðar. Nú eru 3 ár síðan við ferðuðumst yfir Himalaia frá Nepal yfir til Tíbet. Mig nístir í hjartað að hugsa til hve kúgað þetta yndislega og fallega harðgerða fólk var, ekki einu sinni leyfilegt að eiga myndir né minnast á andlegan leiðtoga sinn í landi þar sem trúin er svo stór hluti af lífinu. Listinn yfir óréttlætið er endalaus, mannréttindi fótum troðin og algjörlega endalaus og efni í margar síður. Það er líka eitt land sem mig langar ekki til aftur og það er Kína, óþægilegt að finna hve bældir Kínverjar voru, ekki leyfilegt að ræða eitt né neitt. Jæja, ég kem hvort eð er ekki út úr mér neinu skynsömu þegar ég er í þessum ham.... mun fylgjast með þessu bloggi héðan í frá. (Hvar í óskupunum var annars þessi stóri mótmælafundur?)

Harpa Rut Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:35

3 identicon

Go girl,

ég bara held áfram að leita að íslenska velferðarkerfinu!

kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk Jón Frímann fyrir linkinn...

held að íslenska velferðarkerfið sé því miður gufað upp, Guðbjörg mín...

Birgitta Jónsdóttir, 17.3.2008 kl. 07:20

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Harpa Rut, Mómælin verða fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29 klukkan 17 í dag....

ef þú kemst ekki í dag þá er ég að hvetja fólk til að mæta þangað dag hvern og færa Sendiherranum bréf með raunverulegum fréttum af því sem er að gerast í Tíbet... eða fordæmingum á kúguninni og þjóðarmorði...

Keyrði þarna fram hjá áðan og sá að lögreglan er að fylgjast með sendiráðinu ásamt því að einhver var að setja upp öryggismyndavél...

Birgitta Jónsdóttir, 17.3.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.