Leita í fréttum mbl.is

Skáldahátíð á Kúbu

Var að fá í morgunn bréf þar sem mér er boðið að taka þátt í alþjóðlegu skáldahátíðinni á Kúbu. Mig langar alveg rosalega mikið að fara. Veit bara ekki hvort að ég geti samþætt Kúbu hátíð við hátíðina sem ég er að fara að taka þátt í Venesúela. Þyrfti að fá eins og eitt kraftaverk þegar kemur að pössun, það verður alveg nógu snúið að fá slíkt á meðan ég verð í Venesúela. 

Það eru bara svo spennandi og áhugaverðir tímar á Kúbu þessa stundina. Mikil undiralda og áhugavert að fá innsýn í hana frá þjóðskáldum Kúbu. Skáld og listamenn hafa yfirleitt aðra sýn á því sem gerist í kringum þá og ég hef oft fengið dýrmæta innsýn í líf þjóða sem við þekkjum lítið nema af einhliða fréttaflutningi.

Kynntist smá einu skáldi frá Kúbu meðan ég var í Níkaragúa í fyrra, ótrúlega skemmtileg og lifandi týpa. Ég hafði svo fá þýdd ljóð með mér og langaði að lesa eitt pólitískt ljóð þegar kom í ljós að ég ætti lesa upp í ljóðakarnavalinu stórkostlega. Hann ásamt þremur öðrum skáldum hjálpuðu mér að þýða ljóðið yfir morgunkaffinu. Það var ótrúlega skemmtilegt:) Svo hefur mig alltaf dreymt um að fara til Kúbu og upplifa landið öðru vísi en ferðamaður. Ég hef reyndar þá gullnu reglu að þegar ég ferðast að þekkja helst einhverja á staðnum, því ég kann ekki almennilega að vera ferðamaður og hef alltaf miklu meiri áhuga á að kynnast raunveruleika hvers staðar fyrir sig.

Veit einhver, hvort hægt sé að flúga til Kúbu frá Flórída? Eða þyrfti ég að taka flugið beint frá Venesúela?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt flug frá Kúpu er bannað í Bandaríkjunum.  Þess vegna millilenga þeir í Kanada á sinni leið til Kúpu.  Þannig að þú þyrftir sennilega að fara beint frá Venesúela.  Gangi þér vel og vonandi kemstu á báða staðina Birgitta mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

þeir hafa nú róið á milli á undanförnum árum en ég mæli ekki með því þó þú sért af sjómönnum komin mín kæra.  Kúba er yndislegt land og fólkið, tónlistin og menningin geggjuð. 

Pálmi Gunnarsson, 26.2.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fyrst þú ert að fara til Venusúela og Kúbu, Birgitta, langar mig að biðja þig um að skila kveðju minni til félaga Fídels og félaga Chavez, ef þú skildir rekast á þá.

Jóhannes Ragnarsson, 27.2.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta verður snúið en skal takast, annars get ég alltaf farið á næsta ári... væri samt gaman að fara fyrst Íslendinga til Kúbu á svona hátíð.

Jóhannes það getur meira en verið að ég rekist á Chaves, hann var alla vega heiðursgestur í hittifyrra á hátíðinni, sem er styrkt af menntamálaráðuneytinu hjá þeim. Ljóð skipta miklu stærri sess í Mið- og Suður Ameríku en hérna hjá okkur í vestrinu.

Birgitta Jónsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

Kæra Birgitta! Já, ljóð skipa muuuun stærri sess í þessum löndum, það fann ég á eigin skinni á ljóðahátíðinni í Granada í Nicaragua!

Til hamingju með Kúbuboðið. Ég vil gjarna fara með þér. Vona að vel gangi með börn og bú, skrif og hamstra.

Viva la poesia, viva la poesia, viva, viva, viva ...La poesia es la esperanza. Þín Marló

Margrét Lóa Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

PS: Nú geri ég alvöru úr því að taka þig í spænskutíma!

Margrét Lóa Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að þú komist. Það ætti að vera auðvelt að komast frá Venesuela til Kúbu og svo til baka, því þú færð ekki að fara beint til Bandaríkjanna (nema á fleka, eins og bent var á, ekki örugg leið). Góð tengsl milli Vensuela og Kúbu þannig að þetta ætti allt að ganga, vona ég þín vegna. Kúba er yndisleg og kúbönsk menning ekki síst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Já Viva la Poesia, fékkstu bol með þessum skemmtilegu orðum Marló?

Neptúnus fékk minn, því hann var svo stór, en hann sést oft í honum:)

Lifi ljóðið... dásamlegt að heyra allt þetta fólk hrópa það:)

Þetta er allt spurning um pössun, ég er með svo agnarsmátt net af ættingjum í kringum mig sem geta

hjálpað til, en kannski verð ég búin að finna mér engil á þessum tíma sem getur hjálpað

Þeir koma í allskonar myndbirtingum og ég trúi með sanni á lífsins kraftaverk

... hlakka bara mest til að sjá sólina, hér eða annarsstaðar

er að komast á alvarlegt stig vetrarleiða, það gerist ekki oft.

Birgitta Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband