Leita í fréttum mbl.is

Birtuhátíð heldur áfram

Ég hef átt vægast sagt stórkostlega birtuhátíð fram til þessa og hygg að ég muni halda áfram að njóta hennar uns yfir líkur. Fyrir mér eru allir dagar jólin og jólaskapið er ekki eitthvað spari. Það sem mætti ef til vill spara er stressið sem maður finnur hjá fólki í kringum árstíma sem allir ættu að fara sér hægar, rétt eins og múmínálfarnir sem hafa vit á því að fara í hýði þegar veturinn gengur í garð:)

Ég er afar hamingjusöm, fékk frábæra og óvænta jólagjöf frá lífinu. Í pósthólfið mitt datt tölvupóstur á aðfangadag. Boð um að taka þátt í alþjóðlegri skáldahátíð í Venesúela. Þeir sem þekkja mig vita hve mjög ég er heilluð af þessum heimshluta. Dett í hressilegt hamingjukast þegar ég er þarna suðurfrá. Elskaði að vera í Kólumbíu og Níkaragva, ekki síst út af því hve fólkið þar er einstaklega hjartastórt og lifandi. Bónusinn er að sjálfsögðu að ljóð eiga sér allt annan sess í suður- og mið Ameríku. Þau eru hluti af hinu daglega lífi alþýðu manna og þar hafa skáldin ennþá hlutverk en eru ekki eitthvað lúxus fyrirbæri fyrir menntafólk og sérvitringa.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Innilega til hamingju með boð á  skáldahátíð já ég er ekki með ósvipaðan hugsana gang og þú, reyni að njóta allra daga eins og um jól væri að ræða. Hvenær verður þessi ferð til Venesúela?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.12.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Til hamingju með þessa gjöf, ég efast ekki um að þú eigir eftir að njóta hennar. Eigðu góðan sparidag

Kristín Snorradóttir, 27.12.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég fer um miðjan maí:)

Birgitta Jónsdóttir, 27.12.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með þetta Birgitta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 19:55

5 identicon

iNNILEGA TIL HAMINGJU ELSKU BIRGITTA

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk takk fyrir heillakveðjurnar... ég er að springa úr spenning. Fór í ár til Nikaragva á svipaða hátíð og það var algjörlega ógleymanleg upplifun. Var aðeins að skoða Venezúela á netinu og ég vona að við fáum eitthvað að skoða náttúruna þarna. Hún er víst alveg stórkostleg.

Birgitta Jónsdóttir, 28.12.2007 kl. 07:13

7 identicon

Mínar bestu hamingjuóskir,þetta er alveg frábært. Sjáumst á nýju ári.hehehehe mæting var sett í nýja lífstílinn.Allt annað komið á rétt ról.Vona að Jón Tryggvi hafi náð sér vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 17:56

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri bloggvinur ! Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér. Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf. AlheimsKærleikur til þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 15:09

9 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með jólagjöfina!  Þetta er meiriháttar.

Jens Guð, 31.12.2007 kl. 01:25

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk elsku bloggvinir fyrir kveðjurnar... hlakka til að sjá þig Birna mín á næsta ári. Með björtum áramótakveðjum. Hjá mér verða flugeldar skotnir hið innra með fögrum fyrirheitum og krónískri hamingju.

Birgitta Jónsdóttir, 31.12.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.