Leita í fréttum mbl.is

Vinnuslys og vinnumissir

Lífið er merkilegt fyrirbæri og óvæntar uppákomur oftar en ekki óvelkomnar. Það er nú alltaf þannig í mínu lífi að áföll koma yfirleitt ekki stök. Ég fékk að vita það seint í síðustu viku að vinnan mín sem ég var svo ánægð með rúmaði ekki stöðugildi fyrir mig og vegna þess að ég náði ekki fullum 3 mánuðum þá hefði ég bara viku til að finna aðra vinnu. Ég hef alveg fullan skilning á kringumstæðunum og er svo lánsöm að hafa fengið í vöggugjöf króníska jákvæðni. Datt í smá sjálfsvorkun en hún var fljót að brá af. Þegar ein hurð lokast opnast önnur.

Það sem var öllu verra að vera jákvæð gagnvart var alveg hræðilegt vinnuslys sem gerðist í gær hjá mínum heitelskaða manni. Hann vinnur á krani í svona byggingaframkvæmdadæmi og í hverfi þar sem rokið er öllu grimmara og hvassara en hér í Vesturbæ Reykjavíkur. Á hann fauk feiknastór og þungur fleki, hann fauk sjálfur á víra með andlitið sitt og kraftaverk að hann fékk að halda auganu sínu fallega. Ekki er útséð með hvort að hann haldi sjón sinni á því en læknar tala um kraftaverk þegar kemur að honum, þegar kemur að því að hann hefði ekki skaddast meira en raun bar vitni, fékk flekann í bakið, en það varð honum til lífs að flekinn stoppaði á öðrum fleka. Ég ætla að panta eitt kraftaverk í viðbót: að augnbotnarnir hans séu ekki varanlega skaddaðir. Fóturinn hans er líka brotinn, veit ekki enn hve illa. Fékk mikið áfall að sjá hann svona alblóðugan og brotinn og fór að hugsa enn og aftur hvað lífið er brothætt og hve lítið þarf til að eitthvað fari úrskeiðis. Öll þessi smáatriði sem maður hefur stundum áhyggjur af eru eitthvað svo óendnalega mikil smáatriði. Hver dagur gæti með sanni verið hinn síðasti í lífi manns sjálfs eða annarra sem manni er annt um. Því er ágætt að temja sér að vanda sig í öllu sem maður gerir í mannlegum samskiptum, þannig að maður geti alltaf fundið fyrir sátt innra með sér sama hvað dynur á.

Bið bænheita vini um að biðja fyrir honum, er sannfærð um að öll kyrjuninn og fyrirbænirnar í gærkveldi þegar verið var að sauma augað hans hafi hjálpað til. Við höfum fengið þær fréttir að talið var útséð um að hægt væri að bjarga auganu...

Jákvæði hluti þessa alls var að ég fékk að upplifa hlýju og samstöðu með fólki sem var mér næsta framandi og er ég óendanlega þakklát fyrir það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Æ elsku Birgitta vona að þetta fari allt saman. Þú færð örugglega atvinnutilboð innan skamms. Getur ekki annað verið! Svo vona ég bara að kærastanum batni fljótt. Það er búið að tilkynna slysið sem vinnuslys er það ekki? Mjög mikilvægt að passa upp á það því að þá fær hann allan kostnað endurgreiddan og ekki síður er það mikilvægt ef hann þarf að fara í endurhæfingu eða eitthvað slíkt.

Gangi ykkur allt í haginn.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Og hér fyrir ofan átti auðvitað að standa: vona að þetta fari allt saman VEL - gleymdi aðalorðinu!

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff það er ýmislegt sem hefur gengið á hjá ykkur. Mikið lán að ekki fór verr hjá þínum manni. Það er stundum eins og jákvæðni manns og bjartsýni sé reynd til hins ýtrasta. Ég vona innilega að allt fari vel, að þú finnir aðra vinnu og að þinn heittelskaði verði albata.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gangi ykkur vel í glímunni og það sakar áreiðanlega ekki að hugsa fallega, ég skal sannarlega gera það úr mínum fjarska í tilverunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.10.2007 kl. 10:51

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir hlýju orðin ... var að koma af spítalanum og þetta lítur allt mun betur út ... en ég þorði að vona... er bara svo óendanlega þakklát fyrir lífið sjálft:) það er ekki lítil gjöf að fá að upplifa æðruleysi á ögurstund.

Birgitta Jónsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:25

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Stuðningskveðja frá Sverige!

Ásgeir Rúnar Helgason, 25.10.2007 kl. 20:03

7 Smámynd: Ragnheiður

Stuðnings og baráttukveðju færðu frá mér, vonandi fer þetta allt vel.

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 21:38

8 identicon

Knús til ykkar og góðan bata. Er alltaf á leiðinni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Heidi Strand

Ég sendi ykkur mínar bestu óskir um að gangi að óskum og bið fyrir ykkur.

Heidi Strand, 27.10.2007 kl. 13:41

10 identicon

Slæmt að heyra þetta. Vonandi eru bjartari tímar framundan hjá ykkur báðum.

einar (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:36

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Birgitta !

Var að lesa síðuna þína og hugsa og óska þess að allt fari á besta veg hjá þínum manni. Minn maður lenti í hörmulegu vinnuslysi 30.april sl.Hann keyrði fluttningabíl sem valt og stoppaði hjá brú í Hrútafirði. Er ég las það sem þú upplifðir, þá var það svipað hjá mér :( að sjá sína menn svona blóðuga og illa á sig komna. Minn maður er aftur farin að keyra en hvort hann nái aftur fullri líkamlegri getu er óvíst,hann er enþá með opin sár, ef þú vilt máttu kommenta þig inn á mína síðu.Bestu batakveðjur til hans og bestu kveðjur og bænir  til þín, því ÞÚ þarf sannarlega á því að halda

Erna Friðriksdóttir, 27.10.2007 kl. 21:26

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Birgitta  mín ég skal svo sannarlega senda mínar góðu óskir til handa þér og þínum manni.  Það er reglulega leitt að vita þetta með starfið þitt, sem ég veit að þú varst svo ánægð með.  En ég er viss um að það rætist úr öllu hjá þér.  Og vonandi heldur hann sjóninni.  Knús til þín elsku elsku Birgitta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 14:40

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kærar þakkir fyrir stuðninginn og kveðjurnar bloggvinir og félagar... kann svo sannarlega að meta það. Það rætist alltaf úr öllu. Þetta er alltaf spurning um hugarfar. Er bara svo þakklát fyrir svo margt. Lífið er gjöfullt á reynslu og reynsla er lærdómur og hvernig er hægt að fúlsa við slíku:)

Erna mín þakka þér fyrir kommentið... vona að maðurinn þinn nái fullum bata og að allt gangi ykkur í haginn... það er svo merkilegt að oft þegar maður fær lífsreynslu sem er erfið þá getur hún af sér mjög góða hluti þegar maður lítur til baka.

Birgitta Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband